Morgunblaðið - 27.01.2002, Page 14

Morgunblaðið - 27.01.2002, Page 14
14 SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMSTARF íslenskrasparisjóða er mikið í dagen svo hefur ekki alltafverið. Fyrir aðeins tutt-ugu árum var samvinna sparisjóðanna takmörkuð og sneri nær eingöngu að almennri hags- munagæslu. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Sparisjóðirnir, sem eru alls 24 talsins, starfa nú saman að stærri jafnt sem smærri verkefnum. Þeir koma fram undir sama vörumerki, bjóða sömu vörur og samnýta krafta sína á margvís- legan hátt. Sigurður Hafstein á góð- an þátt í því að koma þessari víð- tæku samvinnu á fót. Sigurður Hafstein hefur verið framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sparisjóða frá árinu 1980 og var þá fyrsti sameiginlegi starfs- maður sparisjóðanna í fullu starfi. Hann hefur einnig gegnt starfi bankastjóra Sparisjóðabankans frá stofnun hans árið 1986. Félagslegt samstarf Þegar Sigurður er beðinn um að greina á milli starfsemi Sambands íslenskra sparisjóða annars vegar og Sparisjóðabankans hins vegar segir hann sambandið einfaldlega vera hinn félagslega samstarfsvett- vang íslenskra sparisjóða. Bankann segir hann hins vegar samstarfs- verkefni sparisjóðanna á fjármála- sviðinu. „Innan vébanda Sambands spari- sjóða fer fram hagsmunagæsla fyrir hönd sparisjóðanna gagnvart hin- um ýmsu aðilum, t.a.m. gagnvart stjórnvöldum, Seðlabankanum og Alþingi. Það kemur fram fyrir hönd sparisjóðanna í samstarfi við aðra banka, í kjarasamningum og varð- andi eignaraðild, s.s. að greiðslu- kortafyrirtækjunum eða Reikni- stofu bankanna. Sambandið er einnig fulltrúi íslenskra sparisjóða gagnvart erlendum sparisjóðasam- tökum og aðili undanfarin 11 ár að Evrópusambandi sparisjóða. Hjá Sambandi sparisjóða er auk þess rekin margvísleg sameiginleg þjónusta fyrir sparisjóðina. Þar fer t.d. sameiginlegt markaðssamstarf og fræðslustarf sparisjóðanna fram að ógleymdri hugmyndavinnu í þeirri þróun sem átt hefur sér stað innan sparisjóðanna í gegnum tíð- ina. Það má segja að þegar mál varðar sparisjóðina sem heild þá er það á vettvangi Sambands spari- sjóða.“ Sérþekking samnýtt Sigurður segir Sparisjóðabank- ann eitt þeirra samstarfsverkefna sem orðið hafi til innan Sambands sparisjóða. Þar hafi hugmyndin að bankanum fæðst og öll vinna að undirbúningi bankans hafi farið þar fram. „Sparisjóðabankinn er viðskipta- banki sparisjóðanna og þar á sér stað fjárhagsleg samvinna þeirra. Bankinn sér um tiltekin verkefni í bakvinnslu sparisjóðanna, tekur þátt í stærri útlánum margra spari- sjóða og sér um erlend viðskipti þeirra. Þannig þarf ekki að byggja upp sérþekkingu á ákveðnum svið- um innan einstakra sparisjóða held- ur er verið að ná fram kostum stór- rekstrar með því að sameina þetta allt á einn stað. Allar greiðslur til og frá landinu eru t.d. gerðar í nafni Sparisjóðabankans og hann er þekktur erlendis undir nafninu Ice- bank.“ Sigurður hefur ákveðið að hætta störfum sem bankastjóri Spari- sjóðabankans og einbeita sér að framkvæmdastjórastarfinu hjá Sambandi íslenskra sparisjóða. Um ástæðu þessarar ákvörðunar segir hann að þar sem bankinn hafi stækkað ört og umsvif hans aukist mjög, sé nú svo komið að sami mað- ur geti ekki sinnt báðum störfum. „Það er ekki hægt að gera allt. Það verður bara að horfast í augu við það og sleppa einhverju. Þegar verið er að byggja upp sjá menn gjarnan um alla hluti sjálfir en ef vel gengur og verkefnin vaxa þá er ekki lengur einum ætlandi að ann- ast allt.“ En hvers vegna velur Sigurður að starfa hjá Sambandi sparisjóða fremur en að stýra Sparisjóðabank- anum?: „Ég er lögfræðingur að mennt og hef í gegnum árin tekið mikinn þátt á vegum viðskiptaráðu- neytisins í samningu nýrrar lög- gjafar um fjármálamarkaðinn og starfsumhverfið sem við búum við. Það eru í rauninni einu tengslin við það sem ég lærði og ætlaði mér allt- af að starfa við. Hjá Sambandi sparisjóða gefst mér kostur á að halda hagsmunum sparisjóðanna gagnvart stjórnvöld- um til haga auk þess sem ég hef set- ið í stjórnum margra samstarfsfyr- irtækja sparisjóðanna. Ég tel það mikilvægara nú en nokkru sinni áð- ur að hlúa að samvinnu sparisjóð- anna og treysta samstarf þeirra. Þar má ekkert kvarnast úr. Það fer ekkert framhjá neinum að undan- gengin ár hefur verið uppi viss skoðanaágreiningur um mismun- andi framtíðarsýn meðal forystu- manna sparisjóðanna. Það er nauð- synlegt að treysta grundvöllinn. Síðustu 20 ár höfum við náð gríð- arlegum árangri. Við höfum gjör- breytt þessum fyrirtækjum og náð miklum árangri á markaði og það er vel þess virði að eyða í það vinnu að reyna að tryggja þann árangur.“ Sömu starfs- heimildir fyrsta skrefið Samband sparisjóða var stofnað árið 1967. Fyrir þann tíma var ekki nokkurs konar samgangur á milli sparisjóðanna, að sögn Sigurðar, og langan tíma tók að koma á sam- starfi milli sparisjóðanna. „Þegar ég kom að þessu árið 1980 markaðist samvinna sparisjóðanna fyrst og fremst af félagslegu sam- starfi gagnvart Seðlabankanum og stjórnvöldum. Þá voru starfandi alls 42 sparisjóðir og markaðshlutdeild þeirra á innlendum bankamarkaði var um 15,5%.“ Lagalega stöðu sparisjóðanna á þessum tíma segir Sigurður hafa verið mun verri en viðskiptabank- anna. Minni réttindi og lakari rétt- arstaða sparisjóðanna hafi hamlað sparisjóðunum mikið í samkeppni við bankana. Um það leyti sem Sig- urður kom til starfa fyrir sparisjóð- ina hafði nýlega verið hafist handa við að leiðrétta þá stöðu. „Stærstu verkefnin okkar fyrstu árin voru að fá sömu starfsheimildir og sömu réttarstöðu og keppinaut- arnir höfðu. Það tókst í áföngum. Fljótlega fengum við t.d. réttindi til að veita ábyrgðir og heimild til gjaldeyrisviðskipta. Með lögum frá Alþingi árið 1985 fengu sparisjóð- irnir allar sömu starfsheimildir og viðskiptabankarnir.“ Menn fengu trú á sjálfa sig Sigurður segir samstarf spari- sjóðanna og samkennd þeirra hafa aukist mjög mikið á þessum árum. „Menn voru að fá, með breyttri samkeppnisstöðu, meira sjálfs- traust og meiri trú á sjálfa sig og möguleika starfseminnar sem þeir voru að reka.“, segir hann og telur það hafa orðið mikið til fyrir tilstilli samvinnu hans og þáverandi for- manns Sambands sparisjóða, Bald- vins Tryggvasonar en þeir áttu ár- angursríkt samstarf í 16 ár. Fljótt þótti ljóst að ekki var nóg að sparisjóðirnir störfuðu saman á félagslegum grunni heldur yrði að koma til fjárhagslegt samtarf. „Þótt það hljómi kannski ein- kennilega í dag þá var ekki neins konar fjárhagslegt samstarf spari- sjóðanna árið 1985. Það var hugsun sem var víðs fjarri mörgum, að hugsa sér að það gætu gengið fjár- munir sem eru til í einum sparisjóði til annars sparisjóðs. Lán milli sparisjóða voru óþekkt.“ Hugmyndir voru uppi í Sambandi sparisjóða um stofnun viðskipta- banka fyrir sparisjóðina en ekki var hægt að stofna banka nema með lagasetningu frá Alþingi. Á þessum tíma störfuðu hér sjö viðskipta- bankar og segir Sigurður að ekki hafi verið pólitískur vilji til þess að bæta áttunda bankanum við. Bank- arnir voru álitnir of margir og þeim yrði að fækka. „Það var síðan árið 1985 í við- skiptaráðherratíð Matthíasar Á. Mathiesen að við fengum heimild til að stofna banka, sem mátti ekki kalla banka en var þó banki. Hann þurfti að heita Lánastofnun spari- sjóðanna fram til 1993 þegar sett voru ný lög um viðskiptabanka og sparisjóði á grundvelli þeirra skuld- bindinga sem við höfðum tekið á okkur með EES-samningnum.“ Bankastofnun frá grunni Lánastofnun sparisjóðanna var stofnuð árið 1986 og hóf starfsemi snemma árs 1987. Í kjölfar nýrrar löggjafar var nafni bankans breytt árið 1993 í Sparisjóðabanka Ís- lands. Sigurður segist hafa sóst eft- ir því við stofnun bankans, eftir að hafa verið í forsvari fyrir félagslegu samstarfi sparisjóðanna, að fá möguleika til að byggja upp fjár- hagslegt samstarf þeirra. „Ég leit alla tíð á það sem sitt- hvora hliðina á sama teningnum. Þetta þjónaði hvort tveggja sama hlutverki þ.e.a.s. að skapa spari- sjóðunum grundvöll til að efla sína samkeppnisstöðu og aftur að skapa þeim betri samkeppnisskilyrði með því að vinna saman á ákveðnum sviðum. Nýta þannig kosti stór- rekstrar í því að ná fram hagkvæm- ari rekstri þar sem það átti við.“ Verkefnið sem blasti við Sigurði og félögum hans var að byggja upp bankastofnun frá grunni. Fyrstu verkefnin voru að sameina við- skiptareikninga sparisjóðanna gagnvart Seðlabankanum og gera samninga við Seðlabankann um ým- is atriði sem bankinn var síðan ábyrgur fyrir, en hafði áður hvílt á sparisjóðunum. Síðar tók bankinn yfir öll erlend viðskipti sparisjóð- anna og enn síðar komu sambanka- lán með sparisjóðunum. Efnahagur þrefaldast á fjórum árum „Bankinn hefur verið í stöðugri þróun og starfsemin hefur vaxið mjög hratt, sérstaklega síðustu ár- in. Til marks um það hefur efna- hagur bankans rúmlega þrefaldast á síðustu fjórum árum. Upphaflega voru starfsmennirnir fimm en eru nú rúmlega 60 talsins. Það hefur verið gæfa mín að njóta fulltingis frábærra samstarfsmanna jafnt innan bankans sem sambandsins, uppbyggingin er auðvitað fyrst og síðast þeirra verk.“ Þá segir hann samstarf sitt við Hallgrím Jónsson, sparisjóðsstjóra sem var formaður bankaráðsins frá stofnun bankans fram á síðasta ár alla tíð hafa verið með eindæmum gott. Ekki lengur einum ætlandi Sigurður Hafstein hefur látið af störfum sem bankastjóri Spari- sjóðabanka Íslands og snúið sér alfarið að fé- lagslegri samvinnu sparisjóða. Hann sagði Soffíu Haraldsdóttur frá mikilli uppbyggingu sparisjóðanna á ferli hans til þessa. Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.