Morgunblaðið - 27.01.2002, Page 38

Morgunblaðið - 27.01.2002, Page 38
FRÉTTIR 38 SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ á einum fegursta og veð- ursælasta stað landsins í landi Efri-Víkur rétt hjá Kirkjubæjarklaustri í Skaftárhreppi. Svæðið heitir Álfabyggð og er í hinum sérstæðu Land- brotshólum. Lóðirnar eru að stærð 4.000 til 10.000 fermetrar. Um er að ræða 60 fermetra sumarbústaði fullbúna eða á öðru bygging- arstigi. Möguleiki er að selja gistingu í umboðssölu í bústöðunum, frá Ferðaþjónustunni Efri-Vík. Efri-Vík er fjölskylduvænn staður. Þar er seld gisting, veitingar og veiði- leyfi, einnig er 9 holu golfvöllur á staðnum, heitur pottur, sána, ljósa- bekkur o.fl. Skaftárhreppur vinnur að vistvænni umhverfisstefnu samkvæmt alþjóða- staðli og var tilnefndur fyrir Íslands hönd til Evrópsku umhverfisverð- launa ferðaþjónustunnar. Upplýsingar hjá Ferðaþjónustunni Efri-Vík í síma 487 4694, tölvupóstur efrivik@simnet.is Sumarbústaðir og lóðir til sölu Skrifstofan opin í dag frá kl. 12-14 MÁVAHLÍÐ - BÍLSKÚR Efri hæð í fjórbýli ásamt bílskúr. Tvær samliggjandi stofur og tvö svefnherbergi. Góðar suðursvalir. Hús í góðu ástandi. Áhv. 6,3 millj. Verð 14,5 millj. 1920 LAUGATEIGUR - BÍLSKÚR Mjög góð miðhæð í þríbýli ásamt bíl- skúr. 2 svefnherbergi og 2 stofur. Suðursvalir. Parket og flísar. Gott hús. Áhv. 6,8 millj. húsbréf. Verð 14,9 millj. Mjög góð stað- setning. 1900 HLÍÐARVEGUR - KÓP. Gott parhús á tveimur hæðum með 4 svefnherbergjum og tveimur stofum. Góðar innréttingar. Parket og flísar. Stærð 162,5 fm. Húsið stendur á hornlóð. Hús í góðu ástandi. Ath. skipti á minni eign möguleg. 1793 LAMBASTEKKUR - BÍLSKÚR Fallegt einbýlishús á einni hæð ásamt sérb. bílskúr. 3 svefnherb. Góðar stofur. Parket og viðar- klædd gólf. Frábær staðsetning. Góður garður. Verð 17,9 millj. 1823 SALTHAMRAR - ÚTSÝNI Stórglæsilegt og vandað einbýlishús ásamt tvöf. bílskúr og rými á jarðhæð. 5 svefnherbergi. Góðar stofur með arni. Sólstofa. Massíft parket og marmari á gólfum. Stórt eldhús með sérlega glæsilegri innréttingu og vönduðum tækjum. Stærð ca 280 fm. Húsið er allt í mjög góðu ástandi, fal- legur garður og útsýni út á sjóinn. Þetta er einstök eign. Allar nán- ari uppl. á skrifstofu. 1908 Opið hús Grettisgata 9, íb. 0202 + bílskýli Falleg 3ja herbergja íbúð á 2. hæð og meðfylgjandi stæði í bílskýli í nýlegu húsi í miðbænum. Falleg gólfefni og innrétt- ingar. Bjarni og Ásdís taka á móti áhuga- sömum frá kl. 13-16 í dag. V. 10,9 m. Áhv. 5,9 m. 2122 Dynsalir 14, Kóp., íb. 0201 Nýleg falleg og fullbúin 110 fm íb. á 2. hæð með sérinngangi og 25 fm bílskúr. Glæsil. innréttingar. Sérþvottahús innan íbúðar. Parket. Glæsil. baðherbergi með sturtu og baðkari. Örstutt í barnaskóla, íþróttaaðstöðu og aðra þjónustu. Guð- mundur og Heiða taka á móti áhugasöm- um frá kl. 14-17 í dag. V. 15,9 m. Áhv. 13,5 m. hagstæð lán. 6523 Fannafold 31 Fallegt 110 fm einbýli á einni hæð á góð- um stað með fallegu útsýni. Stór gróinn garður. Bílskúrsréttur fyrir stóran skúr. Húsið er vel skipulagt og rúmast vel. Möguleiki á 4 svefnherbergjum. Þorberg- ur og Lára taka á móti áhugasömum frá kl. 14-17 í dag. V. 16,8 m. Áhv. bygg- sj./lífeyrissj ca 5,3 m. Síðumúla 27, sími 588 4477, fax 588 4479. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Skúlagata 17 Sími 595 9000 Fax 595 9001 holl@holl.is www.holl.is Hafðu þá samband við okkur hjá fasteignasölunni Hóli og við munum eftir bestu getu uppfylla þarfir ykkar og væntingar. Þjónusta, þekking og reynsla er það sem við erum best þekktir fyrir á markaðnum, láttu sjá þig sem fyrst eða hringdu. Páskakveðja, Reynir Björnsson, sölumaður Þarft þú að selja fasteign? NÁMSKEIÐIÐ „Skjalastjórnun 2; skjöl í gæðaumhverfi“ verður haldið miðvikudaginn 30. og fimmtudaginn 31. janúar eftir hádegi. Skipulag og skjöl ehf. standa fyrir námskeiðinu og kennari er Sigmar Þormar MA. Farið verður í tengsl skjalastjórnun- ar og gæðastjórnunar og hvernig þessar tvær greinar geta saman tryggt betri skjalameðferð á vinnu- stað. Gæðastjórnun er nokkuð þekkt grein hér á landi en skort hefur þekkingu á skjalastjórnun. Hádegisverður ásamt kaffi báða dagana er innifalinn í námskeiðs- gjaldi, sem er kr. 20.000. Sjá nánar heimasíðuna www.skjalastjornun.is. Námskeiðið er öllum opið en þó er ætlast til að nemendur hafi grunn- þekkingu á skjalastjórnun. Skráning hjá Skipulagi og skjölum ehf., segir í fréttatilkynningu. Skjalastjórnun í gæðaumhverfi DANSPARIÐ Karen Björk Björg- vinsdóttir og Adam Reeve kepptu sl. miðvikudag og fimmtudag í United Kingdom Open Dance Championship eða bresku opnu meistarakeppninni sem haldin er á hverju ári í Bournemoth á Englandi en þetta er fyrsta keppni þeirra á þessu ári. Á miðvikudag kepptu þau í standard dönsum og dönsuðu að 24 para úrslitum og höfnuðu í 30. sæti en þess má geta að í sömu keppni í fyrra voru þau í því 40. Á fimmtudag kepptu þau í latin- dönsum og dönsuðu einnig að 24 para úrslitum en þetta er í fyrsta skiptið sem þau dansa latin í þess- ari keppni. Alls tóku 175 bestu pör heims þátt í þessari keppni en þetta er önnur sterkasta opna alþjóðlega keppni sem haldin er fyrir utan Blackpool-keppnina. Ekkert dans- par, nema Adam og Karen, sem keppir í báðum greinum komst inn í 48 para úrslit og því er árangur þeirra mjög góður, segir í frétta- tilkynningu. Karen og Adam kepptu í bresku opnu meistara- keppninni SEX þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi hafa lagt fram þingsálykt- unartillögu um mannréttindabrot gegn samkynhneigðum karlmönn- um í Egyptalandi. Fyrsti flutnings- maður tillögunnar er Guðrún Ög- mundsdóttir (S) en meðflutnings- menn eru Ólafur Örn Haraldsson (B), Kolbrún Halldórsdóttir (Vg), Sverrir Hermannsson (F), Lúðvík Bergvinsson (S) og Katrín Fjeld- sted (D). Í tillögunni felst að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að beita sér fyrir því á alþjóðavett- vangi að mannréttindabrot stjórn- valda í Egyptalandi gegn samkyn- hneigðum körlum verði stöðvuð og að þeir sem dæmdir hafa verið í fangelsi sökum kynhneigðar sinnar verði leystir úr haldi þegar í stað án eftirmála. Þá skori Alþingi á ríkisstjórnina að hvetja þjóðir heims til nauðsynlegra aðgerða gegn stjórnvöldum í Egyptalandi til þess að þau sjái að sér og virði alþjóðasáttmála um almenn mann- réttindi. Í greinargerð með tillögunni er rifjað upp að hinn 14. nóvember sl. kvað sérstakur dómstóll í Kaíró upp dóma yfir 52 karlmönnum sem setið hafa í haldi síðan í maí fyrir að vera samkynhneigðir. Af þeim voru 23 dæmdir til þrælkunarvinnu – frá einu ári og upp í fimm. Ekki er hægt að áfrýja þessum dómum. Hinir 29 voru sýknaðir. Mennirnir voru allir dæmdir af Öryggis- og neyðardómstóli ríkisins (Emerg- ency State Security Court) sem telur sig ekki bundinn af þeim al- þjóðasáttmálum sem Egyptaland á aðild að sáttmálum sem þjóna eigi þeim tilgangi að tryggja réttarör- yggi og mannréttindi þegnanna. Flutningsmenn benda á að þjóð- þing og mannréttindastofnanir víða um heim hafi mótmælt atburð- unum í Egyptalandi, þar á meðal fulltrúadeild Bandaríkjaþings og Sameinuðu þjóðirnar. Um leið ber- ist mannréttindasamtökum reglu- lega fréttir af frekari fangelsunum karlmanna fyrir samkynhneigð. „Mikilvægt er að Ísland skipi sér í framvarðasveit þeirra sem mót- mæla mannréttindabrotunum sem eiga sér stað í Egyptalandi og taki málið upp á alþjóðavettvangi,“ seg- ir einnig í greinargerð með tillög- unni. Þverpólitísk tillaga til þingsályktunar Mannréttindi samkyn- hneigðra í Egyptalandi NÁMSKEIÐ verður haldið á vegum Karuna, samfélags Mahayana-búdd- ista, næstu þrjú þriðjudagskvöld í Odda, Háskóla Íslands, og hefst það þriðjudaginn 29. janúar kl. 20. Kennari er enska búddanunnan Ven Kelsang Nyingpo. Farið verður í grundvallaratriði hugleiðslu og hvernig hægt sé að hefja einfalda hugleiðsluiðkun. Kennslan er öllum opin og fer fram á ensku í stofu 101. Gjald er kr. 1.000 fyrir hvert skipti en kr. 500 fyr- ir námsmenn og öryrkja, segir í fréttatilkynningu. Námskeið í hugleiðslu GSM 896 8232 MIKIL SALA - VANTAR EIGNIR Á SKRÁ OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-17 KJARRMÓAR 21 - GBÆ Magnús tekur á móti áhugasömum í dag og sýnir mjög gott um 90 fm raðhús, (auk rýmis undir súð), á besta stað í Garðabæ. Parket á gólfum, gott eldhús. Góð verönd og snyrtilegur garður. Verð 13,1 millj. Verið velkomin. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 13-15 LYNGMÓAR 1 - GBÆ Herdís og Jörundur sýna glæsilega íbúð sína sem er 90 fm ásamt bíl- skúr og geymslu, samt. 110 fm. Hér er allt tipp topp. Parket á gólf- um, fallegt flísalagt bað. Sérlega snyrtileg og falleg íbúð. Húsið að utan nýlega viðgert, sameign öll tekin í gegn og fallegur garður. TOPP EIGN. Verð 12,5 millj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.