Morgunblaðið - 27.01.2002, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.01.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN20/1 – 26/1 ERLENT INNLENT  UM 500 aldraðir ein- staklingar bíða eftir rými í þjónustuhúsnæði eða á hjúkrunarheimilum í Reykjavík. Þörf þeirra er misjöfn, en samkvæmt nýrri vistunarskrá frá heil- brigðisráðuneytinu er þörf 255 einstaklinga sem bíða eftir hjúkrunarrými mjög brýn. 1.014 aldraðir ein- staklingar bíða rýmis á landsvísu.  LAUNAVÍSITALA Hag- stofu Íslands hækkaði um 8,8% milli ársmeðaltala ár- anna 2000 og 2001. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 6,7% eða rúmum tveimur prósentu- stigum minna en launa- vísitalan. Laun opinberra starfsmanna og banka- manna hækkuðu ívið meira en á almennum vinnu- markaði, þannig hækkuðu laun opinberra starfs- manna og bankamanna um 9,6% á þessum tíma en laun á almennum vinnumarkaði um 8,3%.  SALA á nýjum fólks- bílum hér á landi stefnir í að verða um 30 til 40% minni í fyrsta mánuði þessa árs en var á sama tíma í fyrra. Á fyrstu þremur vikum ársins voru nýskráðir samtals 228 nýir fólksbílar en í janúar í fyrra var heildarfjöldinn 643 bílar.  FRAMLEIÐSLUGETA álversins í Straumsvík verður aukin í 460 þúsund tonn á ári í tveimur áföng- um, samkvæmt nýjum hug- myndum ISAL. Fyrri áform félagsins voru 400 þúsund tonn. Vilja stuðla að verðhjöðnun DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir mikilvægt að matvöruverslunin gæti meira hófs í verðhækkunum og fari að dæmi byggingarvöruverslana, þar sem verð var lækkað um síðustu helgi. Ráðherra segir að allir verði að taka á ef takast eigi að halda aftur af verðhækkunum og segir greinilegt að matvöruverslunin hafi verið að krækja sér í aukabónus. Davíð segir að fylgja eigi eftir því að stórir aðilar misnoti ekki aðstöðu sína og 60% eignaraðild á verslunarfyrirtækjum í matvælaiðnaði sé allt of há hlutdeild og það komi til greina af hálfu ríkisins og Alþingis að skipta upp slíkum eignum séu þær misnotaðar. Fjarðarkaup í Hafnarfirði tilkynntu fyrst matvöruverslana um að ákveðið hefði verið að lækka vöruverð um 3% og setja auk þess verðstöðvun til 1. maí nk. Með þessu segjast forráða- menn verslunarinnar vilja leggja sitt af mörkum til þess að halda aftur af verðlagshækkunum og stuðla að verð- hjöðnun í landinu. Draga framboð sín til baka INGA Jóna Þórðardóttir, borgar- fulltrúi og oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur dregið framboð sitt í leiðtogakjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík til baka. Hún hefur jafn- framt lýst yfir stuðningi við Björn Bjarnason menntamálaráherra í fyrsta sætið. Sjálf býðst Inga Jóna til þess að taka áttunda sætið á fram- boðslista flokksins, baráttusætið, ef þess verður óskað. Eyþór Arnalds, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík, hefur einnig dregið framboð sitt til baka og lýst yfir stuðn- ingi við Björn Bjarnason sem borgar- stjóraefni sjálfstæðismanna. Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi ætlar ekki að gefa kost á sér í fyrirhugað leiðtogaprófkjör flokksins. GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkj- anna, virðist ætla að auka mikið þrýst- inginn á Yasser Arafat, leiðtoga Palest- ínumanna, og hefur sent ríkisstjórnum þriggja arabaríkja gögn til stuðnings því, að heimastjórn hans hafi verið rið- in við vopnasmygl. Jafnvel er búist við, að Bandaríkjastjórn beiti Palestínu- menn einhverjum refsiaðgerðum. Tals- menn Ísraelsstjórnar neita harðlega ásökunum um, að hún hafi staðið að baki morðinu á Elie Hobeika, einum helsta stríðsherra kristinna manna á tímum borgarastyrjaldarinnar í Líb- anon. Gaf Emile Lahoud, forseti Líb- anons, þetta í skyn en talið er, að ýmis samtök Palestínumanna hafi einnig hugsað Hobeika þegjandi þörfina vegna fjöldamorða á palestínskum flóttamönnum í Líbanon 1982. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, er sakaður um að bera óbeina ábyrgð á morðunum og ætlaði Hobeika að vitna gegn honum í máli, sem nú er fyrir rétti í Belgíu. Dagblað í Beirut sagði í fyrra- dag, að Hobeika hefði verið búinn að láta taka upp vitnisburð sinn áður en hann var ráðinn af dögum. Hafnar gagnrýni á meðferð fanga JOHN Walker Lindh, bandaríski talib- aninn, sem svo er kallaður, hlýddi á ákæru gegn sér fyrir rétti í Virginíu á fimmtudag en réttarhöld yfir honum hefjast 6. febrúar næstkomandi. Enn er deilt á Bandaríkjastjórn fyrir með- ferðina á öðrum liðsmönnum al-Qaeda, sem eru í fangelsi í Guantanamo á Kúbu, en George W. Bush Bandaríkja- forseti hafnar gagnrýninni og segir komið fram við fangana af virðingu og mannúð. Til allmikilla átaka kom við Kandahar í Afganistan í vikunni en bandarískir sérsveitamenn réðust á búðir talibana og liðsmanna í al-Qaeda. Felldu þeir 15 og handtóku 27. Einn Bandaríkjamaður særðist. Bush eykur þrýstinginn á Arafat  GEORGE W. Bush, for- seti Bandaríkjanna, hefur farið fram á við þingið, að útgjöld til hermála verði aukin um nærri 5.000 milljarða íslenskra króna. Er þetta mesta aukning í 20 ár og á að fara til að hækka laun hermanna, fjölga nákvæmnisvopnum og til eldflaugavarnakerf- isins. Þá vill Bush ráða 30.000 öryggisverði á flugvöllum og fjölga starfsmönnum alríkislög- reglunnar.  ALAN Greenspan, seðlabankastjóri Banda- ríkjanna, segist sjá ýmis merki þess, að bandarískt efnahagslíf sé að ná jafn- vægi, en telur þó, að bat- inn verði hægari en marg- ir vonist til. Kvað hann mikilvægt, að afgangur yrði í rekstri ríkissjóðs, einkum vegna kostnaðar við almannatryggingar, en fjárlagatillögur Bush- stjórnarinnar gera hins vegar ráð fyrir 10.000 milljarða ísl. kr. halla.  DAVID Duncan, fyrr- verandi endurskoðandi Enrons, kom fyrir þing- nefnd á fimmtudag en neitaði þá að svara spurn- ingum um förgun skjala. Gjaldþrot Enrons er það mesta í bandarískri við- skiptasögu og hefur vald- ið þúsundum, hluthöfum og starfsmönnum, stór- tjóni. Talið er, að rann- sókn á gjaldþrotinu geti dregið dilk á eftir sér, enda var fyrirtækið ötult við styrkja stjórn- málamenn með fram- lögum. BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra lýsti því yfir í ræðu sinni á kjör- dæmisþingi reykvískra sjálfstæðis- manna á Hótel Sögu í gær að hann æskti eftir umboði til þess að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórnarkosningunum í Reykjavík í vor. Í ræðu sinni rakti Björn ástæður þess að hann hefur ákveðið að sækj- ast eftir því að verða borgarstjóra- efni flokksins. Hann sagði að valda- missir R-listans og sigur Sjálf- stæðisflokksins væru höfuðforsend- ur þess að framtíðarþróun Reykja- víkur yrði jafnbjört og sá dagur var hér í Reykjavík er hann á stuttri gönguferð ígrundaði hvernig hann myndi kynna þingfulltrúum ákvörð- un sína. Hann lýsti jafnframt því sem fyrir augu bar í áðurnefndri göngu- ferð og rökstuddi með þeim lýsingum sínum þá nauðsyn sem hann sagði bera til að Sjálfstæðisflokkurinn tæki á ný við stjórnartaumunum í Reykja- vík. Í ræðu sinni rakti ráðherrann m.a. aðdraganda ákvörðunar sinnar: „Þegar rætt var við mig um virka og beina þátttöku í baráttunni fyrir því að koma R-listanum frá völdum aftók ég það ekki. Hef ég fengið hvatningu úr ólíklegustu áttum – langt út fyrir raðir okkar góða flokks. Ég hafði ekki á móti því að hug- myndin um þátttöku mína og fram- boð fengi að fara sína leið; annað- hvort mundi hún lifa eða deyja. Nú er svo komið að hún hefur fengið miklu meiri byr en mig gat nokkru sinni ór- að fyrir. Brygði ég fæti fyrir hana nú væri ég jafnframt að bregðast þeim fjölmörgu sem telja það sigurstrang- legt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ég verði borgarstjóraefni hans í kom- andi kosningum. Leiðarljós mitt hef- ur verið viðleitni til að efla samstöðu sjálfstæðismanna til sigurs. Síðustu daga hefur þessi vilji til samstöðu birst skýrar en áður og færi ég Ingu Jónu Þórðardóttur, oddvita okkar í borgarstjórn, sérstakar þakkir fyrir stuðning hennar,“ sagði Björn og kvaðst vilja þakka borgarstjórnar- flokknum í heild fyrir framgöngu og málflutning undanfarin ár þar sem málefnastaða Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn væri góð. „Ráðleysi R-listans“ Ráðherra var harðorður í garð R-listans og sagði ráðleysi einkenna stjórnartíma hans og valdamissir R-listans og sigur Sjálfstæðisflokks- ins væri höfuðforsenda þess að fram- tíðarþróun borgarinnar yrði björt. „Ráðleysið blasir alls staðar við okkur Reykvíkingum, sama hvar við búum eða hvert við lítum. Og þess sjást vissulega lítil merki hvert af- raksturinn af sífellt þyngri álögum á okkur borgarbúa hefur runnið.“ Björn nefndi sem dæmi um téð ráðleysi vandræðagang um framtíð flugvallarsvæðisins í Vatnsmýrinni sem hann sagði hafa náð hámarki í atkvæðagreiðslunnni um Vatnsmýr- ina. „Lýðræðisleg þátttaka borgar- anna í töku ákvarðana er mikilvæg en til þessarar rúmlega 30 milljóna króna atkvæðagreiðslu var stofnað í því eina skyni, að R-listinn gæti skot- ið sér undan ábyrgð. Aldrei lá fyrir hvernig niðurstaðan yrði nýtt og rangtúlkanir borgarstjóra á úrslitum hennar gera lýðræðislegar umræður að skrípaleik.“ Björn sagði stefnumarkandi frum- kvæði að því að ramma inn miðborg- armynd Reykjavíkur ekki hafa komið frá R-listanum heldur frá ríkisstjórn. Óleyst mál í Suðurhlíðum Húsbyggingar og skólamál í Suð- urhlíðum í Reykjavík urðu frambjóð- andanum einnig að umtalsefni. „Í Suðurhlíðunum fór ég framhjá Suðurhlíðarskólanum, einkareknum grunnskóla, en miðstýringarárátta R-listans stangast á við rekstur slíkra skóla hvort sem þeir eru leik- skólar, grunnskólar eða tónlistar- skólar, og þessi árátta veldur miklum áhyggjum hjá forráðamönnum skól- anna og foreldrum barna sem þar stunda nám. Óttast málsvarar skól- anna um framtíð þeirra vegna skiln- ingsleysis hjá R-listanum auk þess sem erfitt sé að fá úr því skorið hvað í raun vaki fyrir fræðsluyfirvöldum borgarinnar gagnvart skólunum. Er ljóst að R-listinn heimilar hvorki auk- ið sjálfstæði skóla eða þróun í þá átt né gefur foreldrum færi á að velja skóla án tillits til fastmótaðrar hverfaskiptingar.“ Skipulagsmál R-listans urðu Birni einnig umtalsefni þar sem hann sagði vond vinnubrögð skipulagsyfirvalda hafa leitt til deilna m.a. við íbúa í Suð- urhlíðum og lóðareigendur þar sem byggingarkranar stæðu aðgerða- lausir. „Enn eitt málið til marks um harðar deilur þegar R-listinn stofnar til ágreinings með offorsi í skipulags- málum,“ sagði Björn. 100 milljónir verða 1.000 Sem dæmi um stjórnleysi R-list- ans nefndi Björn mál Línu.nets og sölu Perlunnar. Björn sagði Perluna hafa verið auglýsta til sölu þegar Al- freð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, hefði verið kominn í „rökþrot í umræðum um hóflaust fjárstreymi úr sjóðum borg- arbúa í hít Línu.nets. Fjárausturinn í Línu.net er orðinn svo mikill að borg- arstjóri nær ekki upp í tölurnar nema í áföngum, því hún hélt þær vera 100 milljónir króna en fékk síðar að vita að milljónirnar eru orðnar 1.000 eða einn milljarður“, sagði Björn og sagði að snúa yrði tafarlaust frá beinni þátttöku borgarinnar í slíkum sam- keppnisrekstri. Í ræðu sinni setti Björn út á stjórn- arhætti R-listamanna og sagði milli- stjórnendum hafa fjölgað á kostnað borgarbúa og sífellt meiri tími færi í að handlanga skjöl á milli þeirra án þess að ákvarðanir væru teknar. Hann sagði mál velkjast árum saman án niðurstöðu og þau hlæðu aðeins á sig tilgangslausum kostnaði. „Skip- aðar hafa verið alls kyns stjórnir og ráð, sem annars vegar eiga að sinna einstökum málaflokkum en hins veg- ar einstökum borgarhverfum, og rekst allt hvert á annars horn í fram- kvæmdinni,“ sagði Björn og kvað Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra hafa hælt sér af því að hún stjórnaði með fólki. „Hið sanna er að hvarvetna kvarta borgarbúar undan því að ná engu sambandi við borgarstjóra.“ Björn sagðist í lok ræðu sinnar bjóða sig fram vegna þess að lýðræð- islegar hefðir Sjálfstæðisflokksins og vinnubrögð dygðu betur við stjórn Reykjavíkur en „ráðleysi og valda- brölt R-listans. Ég geri þetta vegna þess að Reykvíkingar eiga betra skil- ið en neikvæða stjórn R-listans. Und- ir styrkri stjórn sjálfstæðismanna verður Reykjavík að nýju höfuðborg allra landsmanna. Ég býð mig fram til að leiða Sjálfstæðisflokkinn til sig- urs í snarpri kosningabaráttu“. Framtíðarþróun borgarinnar háð valdamissi R-listans Björn Bjarnason menntamálaráðherra lýsti yfir framboði sínu til forystu fyrir Sjálf- stæðisflokk í borgar- stjórnarkosningum í Reykjavík í vor á kjör- dæmisþingi reykvískra sjálfstæðismanna í gær. TENGLAR ..................................................... Hægt er að lesa ræðu Björns Bjarna- sonar á Fréttavef Morgunblaðsins með því að smella á Helstu mál/ Undirbúningur sveitarstjórnarkosn- inga á forsíðu mbl.is. Morgunblaðið/Árni Sæberg Björn Bjarnason heilsar þeim Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra sem var þingforseti og Margeiri Péturssyni, formanni stjórnar Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.