Morgunblaðið - 27.01.2002, Page 4

Morgunblaðið - 27.01.2002, Page 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Frábært tilboð á klassískri tónlist Laugavegi 26 40% afsláttur af geislaplötum margra þekktustu og virtustu tónlistarmanna heims. Mikið úrval fyrir vandláta tónlistarunnendur. HÖSKULDUR Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., segir af og frá að fyrirtækið geri flugþjónustufyrir- tækjum ókleift að keppa á jafn- réttisgrundvelli um afgreiðslu far- þegaflugvéla á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri Vallarvina sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fyrirtækinu hefðu á ýmsan hátt verið boðin óhagstæðari kjör en Flugþjónustunni á Keflavíkur- flugvelli, dótturfyrirtæki Flug- leiða. Höskuldur bendir á að nýir eig- endur og stjórn hafi tekið við rekstri flugstöðvarinnar síðla árs 2000. „Í janúar 2001 tók stjórnin ákvörðun um að fjárfesta fyrir 40 milljónir í nýjum innritunarborðum og tölvubúnaði fyrir innritun í flug- stöðina. Sett voru upp fimm ný borð sem voru tilbúin til notkunar í lok maí sama ár. Þessi aðstaða ger- ir fyrirtækjum eins og Vallarvinum og Suðurflugi kleift að innrita far- þega í flugstöðinni,“ segir Hösk- uldur. Síðla hausts 2000 hafi náðst sam- komulag við Flugleiðir um að gefa eftir fjögur innritunarborð frá og með 1. janúar 2001 þannig að önn- ur flugþjónustufyrirtæki hafi tök á að innrita farþega. Þetta hafi verið tilkynnt til Suðurflugs og Vallar- vina. Höskuldur segist hafa átt í samningaviðræðum bæði við Suð- urflug og Vallarvini og boðið þeim hina nýju aðstöðu á sama gjaldi og Flugþjónustan greiðir. Því miður hafi samningar ekki tekist. Höskuldur segir ekki rétt sem Þórarinn Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Vallarvina, sagði í Morgunblaðinu í gær; að flugstöðin færi fram á 300.000 króna lág- marksmánaðargjald fyrir hvert innritunarborð. Hið rétta sé að Vallarvinum hafi verið boðið að greiða 50.000 krónur miðað við fjögurra tíma notkun á sólarhring. Líklega hafi Þórarinn miðað við að hann verði að greiða fyrir notkun á borðunum allan sólarhringinn. Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Leifsstöðvar Keppa á jafnréttis- grundvelli um afgreiðslu GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að samanburður á launaþróun einstakra launþegahópa sé mjög flókinn og margþættur og margt sem taka þurfi tilliti til að fá raun- sanna mynd í þeim efnum. Þannig skipti mjög miklu máli hvaða tímabil séu borin saman og einnig samsetn- ing þeirra launþegahópa sem um sé að ræða, spurður um þann mismun sem launavísitala Hagstofu Íslands mælir á launaþróun opinberra starfsmanna og bankamanna annars vegar og á launum á almennum markaði hins vegar, en frá því var sagt í Morgunblaðinu á fimmtudag- inn. Fram kom að milli ársmeðaltala 2000 og 2001 hefðu laun opinberra starfsmanna hækkað að meðaltali um 9,6% en laun á almennum mark- aði um 8,3%. Ef hins vegar litið er til síðustu tólf mánaða kemur fram að laun opinberra starfsmanna hafa hækkað um 12,3% milli fjórða árs- fjórðungs 2000 og 2001, en um 7,3% á almenna markaðnum á sama tíma. Síðustu fimm árin hafa laun opin- berra starfsmanna hækkað um 52,6%, en á almennum markaði um 36,8%. „Það er hægara sagt en gert að bera þessa hluti saman. Á þeim árum sem almenni markaðurinn er að semja hækkar hann meira en opin- berri markaðurinn. Þegar opinberir aðilar semja eins og árið 2001 eru kauphækkanir þar náttúrlega meiri en á almenna markaðnum,“ sagði Geir. Hann sagði að þegar litið væri lengra aftur í tímann, eins og gert hefði verið í Morgunblaðinu, þyrfti einnig að hafa í huga að síðan þá hefðu horfið út úr opinbera geiran- um ýmsar stéttir sem hefðu áhrif á þetta meðaltal, t.a.m. póstmenn, símamenn o.fl. „Í þessum samanburði þarf að gá mjög vel að því að um sé að ræða samanburðarhæfa hópa, þannig að það er meira en að segja það að bera þetta saman af einhverri ná- kvæmni,“ sagði Geir einnig. Hann bætti því við að einn þáttur í skýringu á þessari launaþróun væri síðan sá að ákveðnir hópar hjá hinu opinbera hefðu verið að fá hækkanir, sem talið hefði verið að þokkaleg sátt væri um í þjóðfélaginu, eins og til dæmis kennarar. Spurður um þau orð Gylfa Arn- björnssonar, framkvæmdastjóra Al- þýðusambands Íslands, í Morgun- blaðinu í gær að til viðbótar við mismunandi launaþróun komi einnig mismunandi réttindi opinberra starfsmanna hvað varði lífeyrissjóð og fleira sagði Geir að það væri mál sem hann þyrfti að skoða betur. Réttindi í lífeyrissjóðum væri ára- tugagamalt mál sem tengdist ekki samanburði á launaþróun síðustu ára. Hins vegar væri ljóst að rétt- indamunur almennt hefði farið minnkandi og hann gæti verið á báða bóga. Þannig hefði stundum verið straumur frá félögum á almennum markaði yfir í félög opinberra starfs- manna og stundum hefði það verið öfugt. Þarna væru hins vegar ákveð- in vandamál á ferðinni sem fjármála- ráðuneytið hefði orðið ásátt um að fara yfir með ASÍ, eins og kæmi fram í yfirlýsingu varðandi endur- skoðun á forsendum samninga í des- ember síðastliðnum. Geir H. Haarde fjármálaráðherra um launaþróun opinberra starfsmanna og á almennum markaði Samanburður á launa- þróun mjög flókinn KYNNINGARFUNDUR á námsefn- inu Dagblöð í skólum fór fram í vik- unni, en um er að ræða samstarfs- verkefni Morgunblaðsins, DV, Fréttablaðsins og Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur. Á fundinn mættu yfir 20 kennarar 3. bekkjar grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er annað skólaárið sem náms- efnið Dagblöð í skólum er kennt og í fyrsta skipti sem 3. bekkingar taka þátt í því. Verkefnið felur í sér að nem- endur lesa dagblöðin, ræða um þau og vinna margvísleg verkefni upp úr þeim. Á hálfsmánaðarfresti eiga Kynning á verkefninu „Dagblöð í skólum“ Morgunblaðið/Sverrir Kennarar á kynningarfundi í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur um náms- efni sem dagblöðin hafa gefið út. nemendurnir von á blöðum undan- farinna daga frá dagblöðunum og vinna síðan verkefni úr bókinni „Dagblaðabókin mín“. 7. bekkingar á höfuðborgarsvæð- inu hafa einnig fengið námsefnið og segir Auður Huld Kristjánsdóttir verkefnistjóri og kennari í Breiða- gerðisskóla að kennarar séu al- mennt mjög ánægðir með árang- urinn. „Krakkarnir eru mjög áhugasamir og það er greinilegt að þeir hafa meiri áhuga á að lesa blöðin en áður og fylgjast jafnvel með í sjónvarpsfréttum vilji þau vita meira um ákveðin mál.“ ÞETTA reisulega hús var flutt frá Arnarbakka í Breið- holti upp á Vatnsendablett í fyrrinótt. Lögregluvörður fylgdi húsinu til að tryggja að allt færi vel fram og ekki síður til að vara aðvífandi öku- menn við ferlíkinu sem náði yfir þrjár akreinar. Að öðrum kosti hefði sjálfsagt mörgum brugðið enda ekki á hverjum degi sem heilu húsi er ekið á milli bæjar- félaga. Morgunblaðið/Júlíus Hús flutt í lögreglufylgd upp Breiðholtsbraut og eitthvað upp á Vatnsenda. 150 fermetra hús á ferðalagi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði á föstudag gegn Lífeyris- sjóði hjúkrunarfræðinga þegar við- urkennt var að skerðing á lífeyris- réttindum hjúkrunarfræðings hefði verið ólögmæt. Málið varðaði áunnin lífeyrisréttindi stefnanda, fyrir nematíma áranna 1954 til 1957 sem voru felld brott með lögum er tóku gildi árið 1996, samtals 4,8% af við- miðunarlaunum lífeyris. Stefnandi stundaði hjúkrunarnám við Hjúkrunarskóla Íslands á árun- um 1954 til 1957. Allt frá þeim tíma vann hún við hjúkrunarstörf í fullu starfi og átti aðild að Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna, sem síðar varð Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga. Hún stundaði á námsárum hjúkrun- arstörf á Landspítalanum en á þeim tíma voru nemum ekki greidd bein laun en samkvæmt þágildandi lögum fengu þeir tiltekin réttindi. Stefnandi sagðist hafa áunnið sér lífeyrisrétt sem samsvaraði 1,6% fyrir hvert námsár eða samtals 4,8% á nematímanum. Á árinu 1996 voru samþykkt lög á Alþingi sem fólu í sér breytingar á fyrri lögum. Í þessum lagabreytingum kvað stefnandi hafa falist grundvallarbreytingar að því er varðar áunnin réttindi sín. Dómurinn lítur svo á að lífeyris- réttindin, sem stefnandi aflaði sér meðan á námi stóð, hafi þannig kom- ið í stað vinnulauna. Vinnulaun, sem menn hafa þegar unnið fyrir eða það, sem í stað þeirra kemur, er eign, sem varin er af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Þegar af þeirri ástæðu er það niðurstaða dómsins að Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga hafi verið óheimilt að skerða lífeyr- isréttindi stefnanda með þeim hætti sem gert var. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Lögmaður stefnanda var Óskar Norðmann hdl. og lögmaður stefnda Þórunn Guð- mundsdóttir hrl. Skerðing lífeyris- réttinda úrskurð- uð ólögmæt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.