Morgunblaðið - 27.01.2002, Side 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 39
EINBÝLI
Skildinganes
Falleg u.þ.b. 200 fm einlyft einbýlishús
með innbyggðum bílskúr á frábærum
stað við Skildinganes. Eignin skiptist
m.a. í þrjú herbergi, sjónvarpsstofu,
borðstofu, stofu, baðherbergi og eldhús.
Arinn. Fallegur og gróinn garður. 2101
Suðurholt - einb. á 1 hæð.
162 fm einbýlishús með innbyggðum
bílskúr sem er fullbúið að utan, óklárað
að innanen þó íbúðarhæft. Lóð er frá-
gengin að mestu, falleg timburverönd og
gríðalegt útsýni. Laust fljótlega. V. 16,9
m. 2099
Lindarbraut
Sérlega vandað og glæsilegt tvílyft
u.þ.b. 300 fm einbýlishús á Seltjarnar-
nesi með fallegum garði. Eignin skiptist
m.a. í eldhús, borðstofu, stofur, sex
herbergi og tvö baðherbergi. Að auki er
sérstúdíóíbúð á neðri hæðinni með
baðherbergis og eldhúsaðstöðu. Vönd-
uð eign. Eigandi svarar í símann í dag
(sunnudag). Sími 660 3705 V. 29,0 m.
2108
HÆÐIR
Goðheimar - sérhæð -
vinnupláss.
Vorum að fá í einkasölu 150 fm fimm
herb. góða sérhæð (1. hæð), við Goð-
heima. Bílskúr. Einnig fylgir u.þ.b. 60 fm
vinnupláss á jarðhæð, sem er nú í út-
leigu. Eignirnar seljast saman. V. 15,5 m.
og 4,5 m. Í sama húsi húsi er einnig til
sölu um 40 fm einstaklingsíb. 2084
Efstasund
Falleg 3ja herbergja 84,3 fm neðri
sérhæð í tvíbýlishúsi auk 18,0 fm vinnu-
skúrs. Eignin skiptist m.a. í stofu, eld-
hús, baðherbergi og tvö herbergi. Sér-
bílastæði á lóð. Spennandi eign. Stór
fallegur garður með sólpalli. V. 13,2 m.
2077
4RA-6 HERB.
Bólstaðarhlíð - endaíb. m.
glæsilegu útsýni.
5-6 herbergja mjög falleg og björt
endaíbúð með glæsilegu útsýni og
tvennum svölum. Íbúðin skiptist í hol, 4
svefnherbergi, stofu/borðstofu, eldhús
og baðherbergi. Öll gólfefni eru ný í
íbúðinni. V. 12,9 m. 2098
Öldugrandi m/bílskýli
Falleg 100 fm íbúð á 3. hæð ásamt ca
15 fm geymslu í kjallara. Íbúðin skiptist í
3. svherb. sofu, eldhús og bað. Suður-
svalir og mjög fallegt sjávarútsýni til
norðurs. Laus flótlega. V. 12,9 m. 2089
Njarðargata
Vorum að fá í einkasölu stórglæsilega
miðbæjaríbúð á 2 hæðum með fallegu
útsýni, svölum, vönduðum innr. og fráb.
skipulagi. Eignin skiptist m.a. í tvö herb.,
sjónvarpsstofu, stofu, borðstofu og
eldhús. Snyrting og baðherbergi.
Sérþvottahús í íbúð. Furugólfborð. Búið
er að endurnýja allt rafmagn, lagnir og
þakið er nýeinangrað og með nýlegu
járni. Nýtt gler. V. 15,3 m.1974
Vorum að fá í einkasölu þetta sér-
staka timburhús í hjarta Reykjavíkur.
Húsið hefur verið endurbyggt að
miklu leyti. Um er að ræða timburhús
sem er kjallari, tvær hæðir og ris
samtals u.þ.b. 650 fm Húsið hefur allt
verið endurbyggt og endurnýjað að
utan, m.a. klæðning, gluggar, gler
o.fl. Að innan er eignin ófrágengin.
Húsið er laust og gæti hentað undir
ýmiskonar atvinnurekstur, svo sem
þjónustu, verslun, veitingastað o.fl.
Ath. skal að hugsanlega er fyrir hendi traustur leigutaki að öllu húsinu. Tilvalin
fjárfesting. Nánari upplýsingar veitir Stefán Hrafn. 64,5 1483
Hafnarstræti - Miðborgin - Atvinnuhúsnæði
Vorum að fá þennan fallega sumar-
bústað í einkasölu. Bústaðurinn er
um 40 fm, auk 7 fm geymsluskúrs og
stendur á 5.600 fm grónulandi (úr
Kárastaðalandi). Töluverður trjágróð-
ur. Fagurt útsýni yfir Þingvallavatn.
Bústaðurinn er með rafmagni og
heitu og köldu vatni. Allar nánari
upplýsingar veitir Inga á skrifstofunni.
Þar eru einnig ljósmyndir og teikn-
ingar. V. 8,0 m. 2088
Sumarbústaður - Þingvallavatn
Lækjargata - Íbúð til leigu
Höfum til leigu 4ra herbergja 110 fm íbúð auk stæðis í bílageymslu í nýlegu húsi
við Lækjargötu. Frábær staðsetning. Lyfta. Langtímaleiga. Eingöngu traustir
aðilar koma tilgreina. Nánari upplýsingar veitir Óskar. 2102
Pósthússtræti nr. 3 og
Pósthússtræti nr. 5 eru til sölu
Vorum að fá þessar virðulegu eignir í miðborg Reykjavíkur í einkasölu:
Pósthússtræti 3 sem er samtals u.þ.b. 762,1 fm. Pósthússtræti 5 sem er
samtals u.þ.b. 1.544 fm. Eigirnar eru báðar í langtímaútleigu til traustra aðila.
Allar nánari upplýsingar veita Óskar, Stefán Hrafn og Sverrir 2090
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði Bæjarhraun - Hf. - Til leigu
Til leigu sérlega glæsilegt 180-500 fm verslunarhúsnæði og
lagerhúsnæði á jarðhæð í vönduðu húsi, innkeyrsludyr, næg
bílastæði, mjög góð aðkoma, frábær staðsetning. 4187
!
! " !
# ! #
#
$
%!& '(
)
! "
"""
!" # $
% &'( ) *'
MÁLÞING verður haldið sem ber
heitið Fjárhagsaðstoð í velferðar-
samfélagi, föstudaginn 1. febrúar kl.
12.30 á Grand Hóteli. Að mál-
þinginu standa félagsmálaráðu-
neytið, Samband íslenskra sveitar-
félaga, félagsráðgjöf í Háskóla
Íslands og Samtök félagsmálastjóra
á Íslandi.
Markmiðið er að fá fram ítarlega
umræðu um stöðu og þróun fjár-
hagsaðstoðar sveitarfélaganna hér
á landi og skoða sérstaklega ólíkar
aðstæður sveitarfélaganna.
Dagskráin hefst með ávarpi fé-
lagsmálaráðherra Páls Péturssonar.
Málþingið skiptist í þrjú svið:
þróun fjárhagsaðstoðar og reglur
sveitarfélaganna, félagsþjónustu á
landsbyggðinni og hugmyndafræði
og ólík sjónarmið.
Erindi halda: Kristinn Karlsson
félagsfræðingur, Anný Ingimars-
dóttir félagsráðgjafi, Ellý A. Þor-
steinsdóttir framkvæmdastjóri,
Halldór Halldórsson bæjarstjóri,
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
sveitarstjóri, Gunnar Sandholt fé-
lagsmálastjóri, Vilborg Oddsdóttir
félagsráðgjafi, Unnur Ingólfsdóttir
félagsmálastjóri, Sigríður Jónsdótt-
ir framkvæmdastjóri. Fundarstjóri
er Elín R. Líndal, formaður byggð-
arráðs Húnaþings vestra.
Nánari upplýsingar er að finna á
heimasíðu félagsmálaráðuneytis
www.felagsmalaraduneyti.is og
Sambands íslenskra sveitarfélaga
www.samband.is, skráning fer fram
í félagsmálaráðuneyti.
Málþing um
fjárhagsað-
stoð sveitar-
félaganna
FÉLAGSFUNDUR Umsjónarfélags
einhverfra verður haldinn þriðju-
daginn 29. janúar kl. 20 í Hátúni
10b, í kaffistofu á 1. hæð (gengið
inn um aðalinngang við hlið mat-
vöruverslunar).
Fundarefni: Ritþjálfi í höndum
einhverfra barna.
Fyrirlesari: Viðar Ágústsson,
framkvæmdastjóri Hugfangs. Við-
ar er kennaramenntaður eðlisfræð-
ingur og hefur staðið fyrir fjöl-
mörgum nýjungum í notkun
Ritþjálfa.
Fundurinn er öllum opinn, segir í
fréttatilkynningu.
Notkun Ritþjálfa
kynnt við
kennslu barna á
einhverfurófinu
JÓN Tómas Guðmundsson, lektor í
rafmagns- og tölvuverkfræði við Há-
skóla Íslands, heldur fyrirlestur á
vegum IEEE á Íslandi og rafmagns-
og tölvuverkfræðiskorar Háskóla Ís-
lands í Odda, stofu 101, þriðjudaginn
29. janúar kl. 17.15. Fyrirlesturinn
nefnist Segulspætur og fjallar um
rannsóknir hans á þessu efni. Allir
eru velkomnir, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Fyrirlestur á
vegum IEEE
STEINÞÓR Þórðarson guðfræðing-
ur heldur námskeið um spádóma
Biblíunnar með sérstakri áherslu á
efni Opinberunarbókarinnar. Nám-
skeiðin verða á mánudögum og mið-
vikudögum og byrja 30. janúar kl. 20
í Hlíðasmára 9, Kópavogi, efstu
hæð.
Námsgögn sem verða afhent á
staðnum eru þáttakendum að kostn-
aðarlausu, einnig er boðið upp á
kaffi. Þátttakendur í fyrri námskeið-
um eru líka velkomnir.
Innritun stendur yfir. Námskeiðið
er ókeypis, segir í fréttatilkynningu.
Námskeið
um spádóma
Biblíunnar