Morgunblaðið - 27.01.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.01.2002, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 19 útsala innihurða 18 - 35% w w w .b jo rn in n. is stgr. afsl. Borgartúni 28 • Sími 562 5000 2. að þeirri niðurstöðu að fjarstýringin sé biluð áður en ég átta mig á að það er slökkt á myndbandstækinu og bíó- myndin er í imbanum.“ Gemsar minna töluvert á banda- rísku kvikmyndina Kids, bæði hvað varðar kaldranalegt raunsæið, við- fangsefnið sjálft og hráa, hálfgildings heimildarmyndameðferð þess. Var hún áhrifavaldur? „Já, já, já. Og Reality Bites, Fuck- ing Åmål, Gummo, Clerks – og Fest- en meira að segja. Ég var að lesa sænskan dóm um Gemsa á Netinu og þar er mér líkt við Lars von Trier og myndinni við Idioterne. Ég er ekki að reyna að finna upp hjólið og væri nú alvarlega geðveikur ef jafn góðar myndir og ég hef nefnt hér að ofan hefðu engin áhrif á mig.“ Hvað ertu ánægðastur með nú þegar kvikmyndin er tilbúin til sýn- inga? „Ég er ánægðastur með að myndin er eins og gott partí. Stundum er ein- hver að segja ógeðslega fyndna sögu, einhver á bömmer, allir í stuði, allir á niðurtúr eða hvað það nú er sem ger- ist í góðu partíi í Breiðholti. Mér finnst ég hafi náð að gera mynd sem er gott partí og ég vona að áhorfend- ur setjist inn í myrkraðan salinn og njóti þess að hafa verið boðið.“ Hvað ertu óánægðastur með? „Ekkert. Ég klippti það út. Þegar maður gerir bíómynd hamast maður við að klippa og djöflast, rétt eins og við endurskrif bókar, og hættir ekki fyrr en maður er ánægður með hvert einasta sekúndubrot.“ Út úr svefnherberginu Að fenginni þessari reynslu höfðar kvikmyndagerð meira til þín en skáldsagnagerð? „Hvorugt. Þetta tvennt nærist hvort á öðru. Ég hef aldrei séð sjálfan mig sem neitt annað en mann sem verður allt í einu heltekinn af ein- hverri sögu, einhverju verkefni. Mér er alveg sama hvaða titil ég hef í símaskránni. Sögur eru það sem ég hef gaman af að segja og ég er ekkert að flækja það fyrir mér frekar. Þetta eru gerólík form þótt þau séu jafn lík hvert öðru og leikrit eru ljóðum. Ljóðin, rétt eins og skáldsögurnar, sem ég hef verið að senda frá mér, eru samin í einrúmi en það er ekki hægt að koma nálægt leikriti öðru vísi en að þar séu leikhússtjórar, leik- ararar, búningahönnuðir og ég veit ekki hvað og hvað með í spilinu. Þannig eru bíómyndir líka og hefur verið helvíti fínt að komast aðeins út úr svefnherberginu, þar sem ég eyði yfirleitt deginum og nóttinni, og fara út að gera bíó.“ Ertu með fleiri kvikmyndir á prjónunum og þá hvers konar? „Já. Það liggja fleiri fleiri handrit í skúffunum mínum eða skúffum ein- hvers sjóðs úti í heimi. Allar þessar myndir eiga það sameiginlegt að vera allt annað en fantasía eða uppspuni. Helst væri ég til í að gera sanna sögu frá upphafi til enda. Eitthvað sem ætti sér virkilega stoð í veruleikanum og væri byggt á ævi raunverulegrar manneskju. Og það er aldrei að vita hvernig það fer. Kannski kem ég aft- ur með bíómynd eftir nokkur ár. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég með eina sem mig langar ofsalega mikið til að gera en þangað til ég finn peninga í hana er ég líka með eina bók sem ég er að berjast við að end- urskrifa, aftur og aftur.“ Smári: Matthías Matthíasson. Guðmunda: Dagbjört Rós Helgadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.