Morgunblaðið - 27.01.2002, Síða 17
því lífi sem við sjáum í Gemsum.
Markmið krakkanna eru kannski
að leika á móti Edward Norton eða
taka þátt í súludansi eða bara eiga
nóg fyrir næsta partí.
„Ja, það er auðvitað ákveðinn til-
gangur með lífinu að leika á móti
Edward Norton eða dansa súludans.
Það er að minnsta kosti eitthvað. En
þetta samdi ég ekki inn í handritið.
Þarna er verið að vitna beint í líf leik-
aranna. Strákurinn sem vill leika á
móti Edward Norton hefur einmitt
lýst því yfir í Séð og heyrt og stúlkan
sem hefur gaman af súludansi hefur
bæði setið fyrir hjá Bleiku og bláu og
Hustler og dansað í Þórscafé. Þau
höfðu gert það áður en ég kynntist
þeim og því er það ekki mér að kenna.
Myndin er unnin þannig að við aug-
lýstum eftir leikurum til að leika í bíó-
mynd og völdum svo í hlutverk út frá
persónuleikum. Þetta eru ungir
krakkar og allt annað að leikstýra
þeim en til dæmis Sigurði Skúlasyni
leikara. Við hann ræðir maður bara
persónuna í þaula og svo skilar hann
glimrandi leik alla leið á tjaldið. En
unga fólkið verður helst að leika sjálft
sig. Samt er það ekki algilt í Gemsum.
Við spiluðum þetta oft eftir eyranu en
ánægjulegast þótti mér þegar jafn
ungar manneskjur og við fengum til
liðs við okkur mættu á tökustað og
gerðu mann agndofa. Þá var maður
ánægður. Og í klippiherberginu
klipptum við út þegar slíkt var ekki til
staðar. Enda áttum við yfir 70
klukkustundir af efni og gátum leyft
okkur að vera mjög kröfuharðir við
gerð á eins og hálfs tíma kvikmynd.“
Og leitin að sjálfsmynd, eins og það
er víst kallað, sjálfsvirðingu, fer í
Gemsum einkum fram gegnum fjöl-
miðla?
„Það er auðvitað bara sá veruleiki
sem við búum við. Af hverju heldurðu
að fólk liggi í vikublöðunum? Af
hverju heldurðu að „veruleikaþættir“
í sjónvarpi séu svona vinsælir? Það
gæti maður búið við hliðina á þér í tíu
ár og þú myndir varla yrða á hann en
værir samt til í að fylgjast með hon-
um í Big Brother eða á Temptation
Island á hverju kvöldi – vegna þess að
þá er hann í sjónvarpinu. Þá er hann
til. Hann er ekki raunverulegur með-
an hann er í næsta húsi. Einbúi norð-
ur í rassgati varð ekki raunverulegur
fyrr en Ómar Ragnarsson dró hann
fram fyrir áhorfendur til sjávar og
sveita. Það sama er að segja um skúr-
ingakonu hjá Hrafnistu. Við vitum öll
af henni og að hún er á skítalaunum
og eigi sér fortíð og sé jafnvel for-
vitnileg eða skemmtileg. En við höf-
um engan áhuga á henni fyrr einhver
virkilega góður sjónvarpsmaður á
borð við Jón Ársæl eða Þorstein Joð
dregur hana fram í dagsljósið. Þang-
að til þeir gera það er hún ekki til.
Hún er bara einhver kelling á Hrafn-
istu og okkur er sama hvort hún lifir
eða deyr. Það er veruleikinn sem við
búum við. Fjölmiðlar gefa okkur
sjálfsmyndina. Þjóðin verður ekki
lengur til í bókum heldur í Íslandi í
dag. Með undantekningum þó.“
Sé mig í öllum persónunum
Samkvæmt þinni reynslu og leik-
hópsins: Er það líf sem við sjáum í
Gemsum undantekning eða regla?
„Við vitum það náttúrulega ekki.
Við lögðum líf okkar í þessa mynd og
þetta er útkoman. Það getur vel verið
að við séum undantekning en ég held
að allir geti fundið samsvörun við sig í
einhverri persónu Gemsa. Sjálfur sé
ég mig í þeim öllum. Einhvern tíma
hef ég verið lúðinn, eins og hann
Doddi, á öðrum tíma dreymdi mig um
að verða leikari eins og Smári og síð-
an hef ég staðið mig að því að vera al-
veg rosalegur töffari líkt og Gulli og
Maggi.“
Að hve miklu leyti er handritið um
þig?
„Ég byggi alla þessa mynd á minni
ævi og ævi leikaranna. Ég kom með
ákveðinn ramma sem ég hafið soðið
upp úr gelgjuárum mínum og bjó efn-
inu búning í nútímanum með þessu
unga fólki sem við réðum til að leika í
myndinni. Svo þetta er sönn saga frá
A til Ö. Það er ekkert í henni sem er
hreinn uppspuni. Þetta hefur allt
gerst.“
Á þetta fólk, þrátt fyrir allt, fram-
tíðina fyrir sér?
„Já. Þetta eru ég og vinir mínir,
leikararnir í myndinni, blanda af okk-
ar lífi. Ég átti framtíð fyrir mér.
Æskufélagar mínir eru eins, tveggja
og þriggja barna feður og búa í blokk-
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 17