Morgunblaðið - 27.01.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.01.2002, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 33 gerðum við margt skemmtilegt t.d. fórum í pottinn og margt fleira. Alltaf á kvöldin fórst þú með bænirnar með mér og mig minnir að við höfum alltaf farið með Faðir vorið. Á jóladags- kvöld þegar öll fjölskyldan borðaði saman, þá gat ég ekki ímyndað mér að þetta yrði í síðasta skiptið sem við ættum saman svona ánægjulega kvöldstund með þér. Megi Guð passa þig og vaka yfir þér um alla framtíð. Þinn Andri Már. Elsku amma mín, ég vil þakka þér fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Guð gefi þér góða nótt, elsku amma mín. Þinn Arnór Jón. Elsku amma mín, nú ertu farin yfir móðuna miklu. Í hjarta mínu veit ég að þú gengur um með langömmu og langafa í sveitinni. Það voru margar ferðirnar sem ég fór með ykkur í sumarbústaðinn, það var draumi lík- ast að vera uppí sveit með þér og afa, alltaf svo hlýtt og gott. Alltaf komstu að horfa á mig syngja með kórnum og hringdir alltaf í okkur á daginn, þegar við komum heim úr skólanum til að athuga hvernig hefði gengið. Oft gát- um við líka hlegið mikið saman, ég á margar minningar um þig brosandi eins og þú alltaf varst. Þú varst góð vinkona og amma og ég vona að ég líkist þér þegar ég verð eldri. Við sjáumst aftur, amma mín. Þín ömmustelpa, Elísa Ýr. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pétursson.) Guð geymi þig, elsku amma mín, Þinn Helgi Birgir. Elsku amma mín, það var nú margt sem við gerðum saman, föndruðum og spiluðum ólsen ólsen. Ég fékk oft að fara með ykkur afa í sveitina, svo fórum við oft í heita pottinn og það var nú gaman. Ég sakna þín svo mikið en ég veit að þér líður vel hjá guði og ég veit líka að þú verður alltaf hjá mér. Guð geymi þig, elsku hjartans amma mín. Þinn Emil Þór. Í rósóttum kjól skoppaði litla stúlk- an í hlaðvarpanum, kroppaði hunang- ið úr Venusvagninum í kappi við bý- flugurnar, sem suðuðu svo hátt á sólbjörtum sumarmorgni í Birtinga- holti fyrir meir en hálfri öld. Þetta er myndin sem bregður fyrir í huganum þegar við systkinin kveðj- um nú yngstu systur okkar. Hún mamma kallað þau „litlu krakkana“, Magnús og Móu, enda voru þau nokkrum árum yngri þeim sem næst voru. Og litlu krakkarnir verða gjarn- an í uppáhaldi eldri systkina. En bernskuárin liðu með ógnar hraða. Og litla systir, sem nú var hreint ekki orðin lítil, fór til náms í Reykja- vík að loknu námi á Laugarvatni. Þá gerðist það, sem átti eftir að hafa áhrif á líf Móu æ síðan. Hún veiktist alvarlega af því, sem síðar kom í ljós að var hinn svo kallaði MS-sjúkdómur og enn hefur ekki fundist lækning við. Svo alvarlegt, sem það er fyrir kornunga stúlku að veikjast af slíkum sjúkdómi, kom í ljós að gæfan hafði síður en svo snúið baki við henni. Austfirðingurinn ungi, sem hún hafði nýlega kynnst kom inn í líf hennar sem slík himnasending að þeir, sem til þekkja, geta vart ímyndað sér annað en þar hafi gæfan að unnið til þess að bera í bætifláka fyrir ill örlög, sem annars hefðu getað beðið hinnar ungu stúlku. Sjúkdómurinn, sem svo illa leit út með í upphafi, linaði nokkuð tök sín og slík var hamingja Móu að jafnframt því að geta búið eiginmanni sínum, Austfirðingnum, sem áður var getið, Þorleifi Eiríkssyni, yndislegt heimili og alið honum mannvænleg börn þá fékk hún þeirrar gæfu notið að eiga mörg góð ár, áður en að kreppti að nýju. Það er gott að geta munað eftir henni, hvernig hún gekk, há vexti og hnarreist til verka sinna. Það var allt- af reisn yfir henni Móu með sinn bjarta hlátur og léttu lund, jafnvel eft- ir að hún var orðin bundin við hjóla- stól. Og hjólastóllinn var hennar hlut- skipti mörg síðustu árin og sjúkdómurinn herti sífellt tök sín á henni. Um leið og við minnumst elskulegrar systur viljum við flytja þakkir okkar systkinanna til mágs okkar, hans Þorleifs, fyrir þá tak- markalausu elsku og umhyggju, sem hann sýndi systur okkar alla tíð. Sumarbústaðurinn, sem hann byggði á æskuslóðum Móu, uppi á Klettum í Birtingaholti, varð þeirra unaðsreitur, sem hann var óþreytandi að búa að aðstæðum konu sinnar. Þar undu þau öllum stundum, sem þau máttu við koma. Vegna umhyggju eiginmanns síns, barna sinna og tengdabarna, gat Móa dvalist heima, allt þar til hún var lögð inn á krabbameinsdeild Landspítal- ans á annan jóladag. Þar andaðist hún að morgni 18. jan- úar umvafin elsku eiginmanns síns og barna. Við systkini og tengdafólk Móu kveðjum elskulega systur og mág- konu. Við sendum fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Systkinin frá Birtingaholti. Það var heldur hryssingslegt vetr- arveður í Hreppunum þegar þau Mó- eiður og Þorleifur mágur minn voru gefin saman í Hrepphólakirkju fyrir um 35 árum. En það kom ekki að sök, því að inni var bjart og hlýtt og ungu brúðhjónin ástfangin og hamingju- söm. Við vorum öll á einu máli um að vart hefði getið myndarlegri brúð- hjón og ég verð nú bara að segja eins og er að ég hefi ekki séð fegurri brúði. Þegar gengið var úr kirkju ætlaði vindhviða að svipta brúðina brúðar- slörinu en tókst ekki. Náði ég að festa þá viðureign á mynd og þykir vænt um. Heima í Birtingaholti beið okkar veisla með gleði og söng. Ég hafði heyrt mikið látið af Birtingaholts- heimilinu og varð ekki fyrir vonbrigð- um. Það rifjaðist upp fyrir mér lýsing séra Árna Þórarinssonar í ævisögu sinni: „En mest gaman þótti mér að koma í Birtingaholt. Þar vantaði ekki góðgerðir. Og þar voru mörg börn, öll glöð og kát, og við fórum oft í leiki. Í Birtingaholti var að sjá gleði, stjórn og starfa. Ég hefi aldrei orðið eins hrifinn af nokkru heimili.“ Það var greinilegt að heimilið hafði haldið reisn sinni. Úr þessum jarðvegi var Móeiður sprottin og allt hennar yfirbragð og viðmót bar þess órækt vitni. Ég sá að Þorleifur mágur minn var vel kvænt- ur. Framtíðin brosti við ungu hjón- unum. Þau eignuðust 3 mannvænleg börn og komu sér upp fallegu heimili. Þetta voru annasöm ár en þó gaf Mó- eiður sér tíma til að aðstoða mig á lækningastofu minni þegar yngri son- ur hennar var rétt eins árs. Þá kynnt- ist ég enn betur mannkostum hennar og háttvísi. Sjúklingar mínir dáðu hana og því var bæði þeim og mér eft- irsjá í að hún sneri sér aftur að ljós- móðurstarfinu á fæðingardeild Land- spítalans þar sem mannkostir hennar og menntun nutu sín til fulls á meðan heilsan leyfði. Þegar MS-sjúkdómurinn fór að hefta för hennar svo að hún loks var bundin hjólastól kom enn betur í ljós hvern mann hún hafði að geyma, æðrulaus, kjarkmikil og góð. Öllum þótti vænt um hana. Ein tengdadóttir mín lýsti henni með þessum orðum: „hún hafði svo góða nærveru“. Það var gaman að sjá hve um- hyggjusöm þau Þorleifur voru hvort við annað. Þau byggðu sumarbústað á einum fegursta stað í Birtingaholti og nutu þess að vera þar eins oft og þau gátu. Móeiður var mikil húsmóðir og skemmtileg og var jafn gaman að heimsækja hana og að fá hana í heim- sókn. Alveg framundir það síðasta tók hún á móti gestum og veitti þeim af gnægðum hjarta síns. Mér finnst svo stutt síðan hún hélt upp á merkisaf- mæli bónda síns og þá ómaði söng- urinn með gleðibrag eins og forðum í Birtingaholti. Mér er það enn þá bet- ur í minni hve hún ljómaði af ánægju í giftingarveislu yngri sonarins í sumar sem leið. Þá hefur hún verið langt leidd af illvígum sjúkdómi en lét það ekki á sig fá, hamingja barna hennar var fyrir öllu. Hún var einstök kona, vinföst og ég held að hún hafi einnig verið vönd að vinum. Við Lovísa mín áttum því láni að fagna að vera vinir hennar og söknum nú vinar í stað. Það er mannbætandi að hafa kynnst slíkri konu og Móeiði Sigurð- ardóttur. Hugur okkar er nú bundinn Þorleifi og börnunum þeirra og barnabörnum, sem voru svo hænd að ömmu sinni. Missirinn er mikill, hún hafði svo mikið að gefa. Blessuð sé minning hennar. Jón Þorsteinsson.  Fleiri minningargreinar um Móeiði Á. Sigurðardóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284                                      !"#$%% ! #$%%  $  &' #$%% (() ((()                                          ! "#$$%   &  '  ""(    & ! "#$$% %&   ) &% ' #""(  *   ! ""( (& +  +,                                          ! "#   " "  "  $     %   '    ()) *    +   $    "%   %            , --  ".      ! " # $ % &     &  '(  )* ! + ,**  !  -./   &  *     &  , * 0   ! ./ '( ! /-/ ! * /-/                                     ! "# $               !   "   #$     %%& '       (                &))*&#$ ! +   , (        ! -     . /    !  0      1   (1      *%&22*&$ 3         4   !    5 1 (1    (1   %& '(   )*  +  &   )*    %&   ,  +(  , - .    )*    ,)*  , %     , . #&(  , / #  )*  & ,)* )*    0*  ,(        !"                !" # $!"%  %!   &  '" #  "  # $" %   &'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.