Morgunblaðið - 27.01.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MUMMI var í mikillineyslu frá 1976–1992og margoft hefur hannfarið inn á meðferðar-
stofnanir, komist í kast við lögin og
víða leitað sér hjálpar. Mummi
segir að fíklinum líði alltaf illa
nema hann komist í vímu og fái
þannig frið í sálinni. Þess vegna lá
leiðin á þessu tímabili í lífi Mumma
alltaf í neysluna. 1992 hafði hann
verið í neyslu á áfengi og spítti
[amfetamíni, innsk. blm.] í langan
tíma. Hann hélt partí heima hjá
sér. Í veislunni lét ættingi hans
eina vitlausa setningu út úr sér á
röngum tíma. Mummi réðst á
hann. Slagsmálin bárust um alla
íbúðina og að endingu hafði
Mummi hann undir og sló hann
ítrekað í andlitið með þungum sím-
svara. Mummi minnist þess að
blóðgusur slettust á veggina.
Ofbeldið var mér ekki framandi
„En mér leið vel með það að
hálfdrepa ættingja og á einum
tímapunkti vildi ég bara drepa
hann. Daginn eftir varð ég ofsalega
hræddur. Ég vissi að ég var ann-
aðhvort á leið inn á geðdeild, í
fangelsi eða ég myndi stytta mér
aldur. Ég hafði gælt við þá hug-
mynd mjög lengi. Ég man enn þá
hvernig bragðið af haglabyssu-
hlaupi er. Ég sat einhvers staðar í
kjallarakompu með haglabyssuna
og vissi að þessu var að ljúka. En í
stað þess að taka í gikkinn fór ég í
enn eina meðferðina, en skelfingu
lostinn að þessu sinni. Það sem
hræddi mig mest var firringin og
geggjunin sem heltók mig; ég hafði
verið tilbúinn að drepa mann.
Fíkniefnin hefðu hæglega getað
gert úr mér morðingja. Ég er í
grunninn friðelskur maður, en var
reyndar alinn upp við ofbeldi,
beitti ofbeldi og varð fyrir ofbeldi
öll mín uppvaxtarár. Ofbeldi var
því ekkert framandi fyrir mér. En
þarna var ég kominn að leiðarlok-
um og þá kviknaði sú spurning
Firringin í fíkniefnaheim-
inum orðin miklu meiri
Guðmundur Týr Þór-
arinsson, betur þekktur
sem Mummi í Götu-
smiðjunni, hefur helgað
líf sitt meðferð ungra
fíkniefnaneytenda og
hefur sjálfur marga fjör-
una sopið í „fíkniefna-
bransanum“. Hér segir
Mummi af sjálfum sér
og viðhorfum sínum til
fíkniefnavandans.
Morgunblaðið/RAX
Flugfélagið Atlanta styrkti Götusmiðjuna með fjárframlagi á síðasta ári. Fyrir miðju er Mummi og Marsibil Sæmunds-
dóttir og aðaleigendur Atlanta, Þóra Guðmundsdóttir og Arngrímur Jóhannsson.
ÞETTA eru mál sem viðþekkjum afar vel hér hjáfíkniefnadeildinni og höfumvitað af í langan tíma. Fólk
veigrar sér við að láta okkur vita af
fíkniefnasmyglurum og fíkniefnasöl-
um af ótta við hefndaraðgerðir.
Menn þora ekki heldur að koma fram
undir nafni og kæra gerandann,“
segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn í fíkniefnadeild.
Hann segir brögð að því að svona
mál geti magnast upp stig af stigi
sem endar oft með því að menn fara
að svara í sömu mynt í stað þess að
leita til lögreglu. Það komi hins veg-
ar alltaf til með að hafa skelfilegar af-
leiðingar.
Ásgeir segir að hefndaraðgerðir
innan fíkniefnaheimsins hafi þekkst
hérlendis í mörg ár en harkan sé orð-
in meiri í dag. Einnig séu fleiri ein-
staklingar viðriðnir málin en áður.
Helmingshækkun á fíkniefnaskuld
ekki óalgengt
Algengast er að mál af þessum
toga þróist með þeim hætti að fíkni-
efnasali fær fíkniefni hjá „heildsala“.
Salinn á síðan að gera upp við heild-
salann eftir að hann hefur komið
fíkniefnunum í verð. Þar sem flestir
fíkniefnasalar eru sjálfir fíklar nota
þeir oft hluta af efnunum sjálfir auk
þess sem flest annað í lífi þeirra er í
óreiðu. Þá getur komið upp sú staða
að þeir geta ekki staðið í skilum.
„Heildsalinn getur ekki beitt venju-
legum innheimtuaðgerðum heldur
verður að innheimta skuldina sjálfur.
Mörg dæmi eru um að heildsalinn
selji skuldina til þriðja aðila sem síð-
an sér sjálfur um að innheimta hana
og hirðir þá ávinning af því. Þannig
getur þetta orðið vítahringur. Skuld
sem hefur verið 50.000 kr. er orðin
150.000 kr. á augabragði. Þegar
menn standa ekki í skilum hefst þessi
keðjuverkun. Skuldin eykst meira og
meira og menn ákveða bara hvað
skuldin er hverju sinni. Helmings-
hækkun er ekki óalgeng. Það verður
því sífellt erfiðara fyrir fíkniefnasal-
ann að standa í skilum. Heiftin er
líka orðin óhemjumikil þegar málið
er komið á þetta stig. Við höfum
heyrt af því að til séu ákveðnir pynt-
ingarstaðir hér í nágrenni borgar-
innar. Þeir sem skulda eru hirtir upp
af götunni og þeim kippt upp í bíla og
farið með þá á staði þar sem þeir eru
pyntaðir. Þetta eru skúrar hér og þar
og þarna eru menn barðir sundur og
saman. Við höfum heyrt dæmi um að
borað hafi verið með borvél inn í axlir
manns. Lengi hefur orð farið af því
að menn hafi brotið hnéskeljar á
mönnum en við höfum ekki fengið
upplýsingar um það í gegnum
sjúkrahúsin, en við höfum heyrt um
fingurbrot og annað. Vandamálið er
það að þeir sem verða fyrir ofbeldi af
þessu tagi upplýsa ekki lögreglu um
það af ótta við enn frekari hefndarað-
gerðir,“ segir Ásgeir.
Handrukkarar snúa sér til fjöl-
skyldu þess sem skuldar
Af þessum sökum getur lögreglan
illa beitt sér gegn ofbeldismönnun-
um. Lögreglan hvetur þolendur of-
beldis til að kæra slík mál því ef ger-
endurnir komast óáreittir upp með
ofbeldisverk er nokkuð víst að þeir
halda uppteknum hætti.
Þó eru dæmi um að þolendurnir
sjálfir hafi upplýst lögreglu um pynt-
ingar og líkamsmeiðingar en einnig
hafa foreldrar fórnarlamba leitað á
náðir lögreglu og skýrt frá slíkum
árásum. „Síðast í gær var ég að ræða
við áhyggjufullan föður yfir ástand-
inu en hann á son sem á yfir höfði sér
heimsókn handrukkara. Hann vissi
ekki hvernig hann ætti að bregðast
við. Þetta er gríðarleg ógnun við
venjulegt fólk sem sogast inn í at-
burðarásina án þess að eiga nokkurn
hlut að máli. Það er líka alþekkt í
þessum heimi að handrukkararnir
svífast einskis og árangursríkast er
snúa sér til fjölskyldu þess sem
skuldar; foreldra, systkina eða ætt-
ingja. Við höfum heyrt dæmi þess að
þeir sem eiga skuldina hafi hvatt
handrukkara til þess að snúa sér
fyrst að aðstandendum, áður en þeir
snúa sér að þeim sem skuldar. Það er
því mikilli ógn beint að saklausu fólki
sem er auðvitað mikið áhyggjuefni,“
segir Ásgeir.
Lögreglan getur í einstökum mál-
um þar sem ofbeldi er ítrekað hótað
sett menn í nálgunarbann. Þeim úr-
ræðum hefur þó nokkuð oft verið
beitt. En meðan ekkert sannast á of-
beldismanninn eru í raun engin
raunhæf úrræði.
Það gengur illa að koma höndum
yfir handrukkarana, þótt þetta sé í
raun fámennur hópur manna, og
ástæðan er sú að menn þora ekki að
kæra þá af ótta við hefndir. Lögregl-
an hefur þó þau úrræði að bjóða þeim
sem getur upplýst um fíkniefnamál
upp á nafnleynd. Sá sem veitir upp-
lýsingar og óskar nafnleyndar þarf
ekki að óttast að upplýst verði á síð-
ari stigum hver hann er. Vitnavernd,
eins og þekkist erlendis frá, er ekki
raunhæfur kostur í fámenninu hér
og hefur aldrei verið beitt hérlendis.
Vitnavernd felur í sér að sá sem kem-
ur fram í máli og upplýsir fær nýtt
Ofbeldi í un
Mikil harka og ofbeldi fylgir fíkniefnaviðskiptum
og limlestingar og vopnaburður algengur. Lög-
reglan hefur fá úrræði því skapast hefur vítahring-
ur vegna þess að þolendur ofbeldisins veigra sér
við leggja fram kærur af ótta við enn frekari
hefndaraðgerðir. Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn og yfirmaður fíkniefnadeildar, segir að
heyrst hafi af sérstökum pyntingarstöðum í
grennd við borgina og mönnum sé kippt upp af
götunni og þeir pyntaðir vegna fíkniefnaskulda.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjöldi vopna hefur verið gerður upptækur í húsleitum hjá fíkniefnaneytendum.