Morgunblaðið - 27.01.2002, Side 18
18 SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
um eða einbýlishúsum. En svona vor-
um við, eins og krakkarnir í Gemsum,
á einhverjum tímapunkti. Við vorum
tómir í hausnum. Vissum ekki hvort
við vorum að koma eða fara en vissum
þó af partíi hjá einhverri gellu í Ár-
bænum.“
Íhaldssamur tveggja barna faðir
Ertu eins reiður ungur maður og
þú og verk þín benda til, bitur jafn-
vel? Eða ertu svona rosalega stríð-
inn?
„Ég fæ þessa spurningu aldrei frá
konum eða ungu fólki. Það er satt.
Ungt fólk er oft nær mér í hugsun og
finnst bara gaman að ég skuli velja
mér hin ýmsu umfjöllunarefni og
konur líta á þau í ætt við þau uppgjör
sem þær hafa fjallað um í verkum sín-
um. Konur hafa sem rithöfundar
skrifað sínar uppgjörsbækur en við
strákarnir höfum alveg sleppt því ef
frá er talin pólitík og svoleiðis vit-
leysa. Nei, við höldum bara áfram að
vera kaldir karlar og tökum ekki á
neinu sem gæti verið vandræðalegt,
hvað þá dónalegt. Ekki nema þá að
það sé gert úr ákveðinni fjarlægð sem
leyfir mönnum að sleppa því að tengj-
ast verkinu tilfinningalega. Ég var al-
inn upp af eintómum feministum svo
ég gæti ekki skrifað staf öðruvísi en
að hann væri beintengdur mér tilfinn-
ingalega. Svo þetta er alls ekki stríðni
í mér. Langt því frá. Það er ekki til í
mér stríðni. Þetta eru tilfinningar og
og samkvæmt klisjunni eru tilfinn-
ingaríkir karlmenn reiðir, bitrir eða
beiskir. En ég er það ekki. Dagsdag-
lega er ég mjög sáttur og lífið leikur
við mig. Ég er bara mjög tilfinninga-
ríkur þegar kemur að mínum verkum
og er alveg sama þótt ég verði mér til
skammar eða opni mig of mikið. Ég
gef allt í það sem ég geri og vona að
hlutirnir séu sannir.
Ég held samt að ég sýni alltaf
hræðilega ranga mynd af mér sem
persónu þegar ég er í svona viðtölum.
Og ekki hjálpa þau umfjöllunarefni
sem ég hef valið mér. Ég segi það
sem mér finnst og er ekkert að rit-
skoða sjálfan mig og því kem ég út
sem ótrúlega hrokafullur og reiður
ungur maður. Í rauninni er ég frekar
íhaldssamur tveggja barna faðir og
hef hefðbundnustu gildi samfélagsins
í hávegum. Enda held ég að fólk muni
aldrei ná að þekkja mig í gegnum
skoðanir mínar. Þær abbast ekki upp
á mig dagsdaglega. Ég geng í gegn-
um lífið án þess að ræða þessi þungu
mál mín við aðra en blaðamenn. Svo
stundum verður fólk voða neikvætt í
minn garð ef það er ekki sammála
mér. Maður hefur heldur ekki farið
varhluta af því að skoðanaleysið hrjá-
ir ótrúlega marga. Allir eru skít-
hræddir að segja sína skoðun og því
er reglulega haft samband við mig ef
vantar eitthvað krassandi; ég reyni að
svara því sem ég er spurður að og
spái ekkert í afleiðingarnar.“
Í Gemsum virðist samúð höfundar
einna mest með persónunni Dodda,
sem glímir við einelti og efasemdir
um eigin kynhneigð. Hann er einna
geðþekkastur þessara krakka og
þrátt fyrir allt er það hann, sá sem
virðist undir, sem gæti orðið ofaná í
sínu lífi?
„Það er nú bara oft þannig. Aðal-
töffarinn sem ég kynntist þegar ég
var unglingur er á Litla-Hrauni núna.
Þangað virðist leiðin oft liggja hjá
þeim sem á unglingsárunum sýnast
ofan á. Ég get ekkert gert að því;
hversu heitt sem ég myndi óska þess
að lífið væri öllum sanngjarnt myndi
það ekki breyta neinu um gang þess.“
Reynsla og reynsluleysi
Þú hefur til þessa einbeitt þér að
ritstörfum. Hafði lengi blundað í þér
löngun til að gera bíómynd?
„Já, ég byrjaði náttúrlega að skrifa
kvikmyndahandrit áður en ég fór að
skrifa skáldsögur. Hafði eitthvað
dundað mér sem unglingur við að
skrifa ljóð, smásögur og leikrit en
vatt mér svo yfir í handritin og var
kominn með handritsstyrk frá Kvik-
myndasjóði tæplega ári áður en ég
sendi frá mér fyrstu skáldsöguna.
Svo það var á hreinu að ég myndi
gera bíómynd fyrr eða síðar. Á þessu
tímabili sem um ræðir hafði ég líka
verið starfsmaður hjá kvikmyndafyr-
irtækinu Plúton og unnið þar við gerð
heimildarmynda, sjónvarpsþátta og
auglýsinga. Svo þetta hefur alltaf ver-
ið á planinu.“
Vafðist ekkert fyrir þér að leik-
stýra sjálfur handritinu, óskólageng-
inn maður í kvikmyndagerð?
„Nei, vá. Það er eins með leikstjóra
og rithöfunda að þú ert talinn þeim
mun meiri snillingur því minni
menntun sem þú hefur. Ég ætti því að
gera lítið úr reynslu minni hjá kvik-
myndafyrirtækinu Plúton og hvernig
ég hef komið að hinum ýmsu hand-
ritum í gegnum tíðina og fylgst náið
með mínum bestu vinum gera sínar
fyrstu bíómyndir. Enda eru framleið-
endurnir líka vinir mínir og við fórum
út í þetta á svipuðum tíma; það hefur
aldrei farið milli mála að ég myndi
leikstýra bíómynd fyrir þá. Menn
geta heldur ekki lært að leikstýra
heilli bíómynd eða skrifa heilt handrit
að kvikmynd eða bók. Slíkt býr ann-
aðhvort í þér eða ekki og skiptir engu
máli hvað þú borgar mikið fyrir gráðu
úti í heimi; annaðhvort geturðu skrif-
að eða leikstýrt eða þú finnur þér eitt-
hvað annað að gera.“
Hvaða veganesti reyndist þér best
við leikstjórnina?
„Reynslan við kvikmyndagerð og
svo hafði ég gert eina heimildarmynd
um smábæ á Grænlandi sem mér hef-
ur gengið illa að selja. Það var einmitt
þar sem ég fékk hugmyndina að
Gemsum, við gerð þessarar heimild-
armyndar. Hún fjallar um leit mína
að tilgangi lífs inúíta sem drekka all-
an daginn og drepa sig eða drepa
aðra. Sú reynsla nýttist mér vel og
ekki síður það, að geta átt samskipti
við fólk. Að gera bíómynd gengur að-
allega út á það að leikstjórinn finni
leið til að draga fram það besta og
meira til út úr hverri einustu mann-
eskju sem kemur að myndinni.“
Á hvaða punktum fannstu fyrir
reynsluleysi?
„Engum, eiginlega. Nema þá að ég
kann hvorki á klippiforritið Avid né
hljóðforritið Pro Tools. Ég veit hvað
þau heita en þarf ekkert að kunna á
þau. Fagfólkið sem vann að eftir-
vinnslu myndarinnar kann á þau.“
Eins og gott partí
Hefurðu horft mikið á kvikmyndir
gegnum tíðina?
„Alltof mikið. Ég er alinn upp við
að bíó í Reykjavík séu tíu og mynd-
bandaleigur á sitthvoru horni sömu
götunnar. Þær eru margar hverjar
farnar á hausinn núna en þegar ég
hékk ekki inni í þeim að læra að
reykja var ég heima með spólu frá
þeim í tækinu. Ég er meira að segja
svo forfallinn myndbandafíkill að ég
stend mig stundum að því að setja
myndir í sjónvarpinu á pásu og kemst
Í rúminu: Langþráður áfangi …
Maggi: Kári Gunnarsson.
Gulli: Guðlaugur Karlsson.
Kristín: Halla Vilhjálmsdóttir. Doddi: Andri Ómarsson.