Morgunblaðið - 27.01.2002, Side 15

Morgunblaðið - 27.01.2002, Side 15
Sigurður segir Sparisjóðabank- ann hafa staðið vel að baki spari- sjóðunum í gegnum tíðina og full- yrðir að hefði hann ekki verið stofnaður væru fáir sparisjóðir starfandi í landinu. „Sparisjóðirnir fengu líka meiri kraft með tilkomu bankans. Frá 1987 fram að síðustu áramótum juku sparisjóðirnir stöðugt mark- aðshlutdeild á innlendum banka- markaði, úr því að vera 15,5% upp í 24%. Þetta er gríðarleg hreyfing á markaði sem einkennist af hollustu viðskiptavina. Það þarf mikið til.“ Sigurður telur samvinnu spari- sjóðanna hafa skilað þeim áleiðis og er hún núorðið á fjölmörgum svið- um. „Samvinnan hófst á prentun sam- eiginlegra eyðublaða og birtingu sameiginlegra auglýsingaskilta. Þaðan þróaðist þetta yfir í mjög víð- tæka markaðssamvinnu þar sem sparisjóðirnir hafa byggt upp sam- eiginlega ímynd undir heitinu Sparisjóðurinn og undir sameigin- lega vörumerkinu, fjögurra laufa smáranum.“ Samstarf um önnur fyrirtæki Auk framangreindrar samvinnu hafa sparisjóðirnir staðið saman að ýmsum fyrirtækjum. Þeir stofnuðu árið 1989 Tölvumiðstöð sparisjóð- anna, þar sem unnið er sameigin- lega að tækniþróun, SP-fjármögnun árið 1995, sem hefur með eignaleigu að gera, og árið 1997 keyptu þeir Alþjóða líftryggingafélagið. Þá keyptu nokkrir sparisjóðanna 49% eignarhlut í Kaupþingi árið 1987 og frá 1990 áttu þeir helmings- hlut í fyrirtækinu á móti Búnaðar- banka Íslands. „Sú samvinna stóð fram til 1996 þegar sparisjóðirnir keyptu hlut Búnaðarbankans í Kaupþingi. Síðan hefur verið þar ævintýralegur vöxt- ur og uppbygging en á árinu 2000 var tekin ákvörðun um að fara með fyrirtækið á markað. Margir spari- sjóðanna hafa nú selt hlut sinn í Kaupþingi en hluti þeirra á, ásamt Sparisjóðabankanum, í kringum 50% hlutafjár en hlutdeild þeirra hefur farið heldur lækkandi vegna sameiningar Kaupþings við fyrir- tæki utan Íslands,“ segir Sigurður. Ekki alltaf sömu hagsmunir Tvennt er Sigurði efst í huga þeg- ar hann er inntur eftir því sem upp úr stendur á ferli hans hjá Spari- sjóðunum. Annars vegar er upp- bygging Sparisjóðabankans frá grunni. „Við lögðum af stað einungis með þá hugmynd að stofna banka sem ætti að sinna ákveðnu hlutverki. Bankinn hefur síðan reynst spari- sjóðunum ómetanlegur bakhjarl og án hans er óhugsandi að minni, meðalstórir og jafnvel stærstu sparisjóðir geti veitt þá þjónustu sem þeir gera.“ Hins vegar er sá árangur sem náðst hefur í því að virkja sparisjóð- ina til samvinnu. „Sparisjóðirnir eru jafnólík fyr- irtæki og fjöldi þeirra segir til um. Það er mikill stærðarmunur á þeim og þess vegna ekki sjálfgefið að þar séu alltaf sömu hagsmunir. Það hef- ur tekist að skapa gríðarlega mikla samkennd innan þessa hóps og mér hefur fundist hvað merkilegust þessi samkennd, þessi vilji manna til að standa saman og ná sameig- inlegum markmiðum. Ég er sann- færður um að engin fyrirtækja- keðja sjálfstæðra fyrirtækja hefur náð að vinna betur saman en spari- sjóðirnir á Íslandi.“ Hlutafélagavæðing ekki endilega lausnin Baráttan um jafna réttarstöðu heldur áfram. Í fyrra var gefin til þess heimild í lögum að breyta sparisjóðum í hlutafélög. Sigurður segir þetta gera sparisjóðunum kleift að standa jafnfætis við þá keppinauta sem geta aflað fjár með sölu hlutabréfa. „Langstærstur hluti eigin fjár sparisjóðanna er uppsafnað eigið fé, þ.e.a.s. hagnaður af rekstri í gegn- um ár og áratugi. Eina leið spari- sjóðanna til að afla frekara fjár er með sölu stofnfjárbréfa. Þau bréf eru ekki markaðsvæn vara og veita eigandanum aldrei hlutdeild í eigin fé sparisjóðsins líkt og hlutabréf. Þess vegna eru hlutabréf mun markaðsvænni vara heldur en stofnfjárbréf.“ Sigurður segir þennan mun hafa orðið til þess að sparisjóðirnir leit- uðu nýrra leiða. Hann tekur fram að hlutafélagavæðing þurfi ekki endi- lega að vera rétta leiðin fyrir alla. Hún gefi sparisjóðunum hins vegar möguleika á að breyta sér í hluta- félög en slíkt eignarform henti vart nema stærstu sparisjóðunum ef til- gangurinn er að afla aukins eigin fjár. Þess vegna segir hann mikil- vægt fyrir alla þá sparisjóði sem ekki hafa hug á að breyta núverandi rekstrarformi, að markaðshæfni núverandi stofnfjárbréfa hafi einnig verið efld til mikilla muna. Hættan við hlutafélagavæðingu felst, að mati Sigurðar, í yfirtökum og það segir hann að geti ekki orðið starfi sparisjóðanna til framdráttar. „Sparisjóðirnir þurfa hver á öðrum að halda og mega ekki missa neinn úr sínum röðum til að glata ekki fjárhagslegri hagkvæmni stór- rekstrar og samvinnuverkefna þar sem hægt er að dreifa kostnaði. Kostnaðurinn verður áfram til stað- ar en mun þá dreifast á færri aðila, verða þungbærari. Þess vegna skiptir gríðarlegu máli fyrir spari- sjóðina að þeirra raðir riðlist ekki og það náist að halda þessari sam- stöðu“, segir Sigurður Hafstein, sem ætlar að halda áfram að leggja sitt af mörkum til að svo verði og segist hlakka til góðrar samvinnu við Guðmund Hauksson, núverandi formann Sambands sparisjóða, um þessi mál. ’ Efnahagur bankans hefur rúmlega þrefaldast á síðustu fjórum árum. Upphaflega voru starfsmennirnir fimm en eru nú rúm- lega 60 talsins. ‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 15 FÓLK Í FRÉTTUM BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 • FAX: 562 3025 E-MAIL: holt@holt.is • http://www.holt.is 1.OG 2. FEBRÚAR STEMNING Jacques Lacipierre Jean Francois Rouquette 5rétta matseðill Einstakt tækifæri til að upplifa matargerð eins og hún gerist best í París. Tveir af efnilegustu kokkum yngri kynslóðar í Frakklandi verða gestakokkar hótelsins á föstudags- og laugardagskvöld 1.og 2. febrúar. rekur einnar stjörnu Michelin veitingastað í París, Au Bon Accueil. Félagi hans var aðstoðaryfirkokkur á tveimur af bestu veitingahúsum Parísar, þriggja stjörnu Michelin Restaurant Taillevent og tveggja stjörnu Michelin Restaurant Les Ambassa- deur Hotel Grillon sem er eitt dýrasta og virtasta hótelið í París. Rouquette starfar um þessar mundir á Restaurant Le Bourdonnaise sem er með eina stjörnu. Talað er um að Rouquette komi sterklega til greina með að taka við eldhúsi Taillevent þegar fram líða stundir. Því miður verða Lacipierre og Rouquette aðeins þessi tvö kvöld á Hótel Holti því þeir komu einnig til þess að sjá um hátíðarkvöld- verð fyrir fransk / íslenska verslunarráðið sunnudagskvöldið 3. febrúar. Framreiddur verður Takmarkaður gestafjöldi. Ekki missa af þessum einstaka viðburði. Upplýsingar og borðapöntun í síma 552 5700 Heimsferðir kynna nú glæsilegar páskaferðir, þar sem þú getur val- ið sól og strönd á Kanarí, Beni- dorm eða Costa del Sol, eða heillandi menningarviku í Prag, þessari fegurstu borg heimsins. Í öllum tilfellum er beint flug á áfangastað og þar taka reyndir fararstjórar Heimsferða á móti þér til að tryggja þér ánægjulega dvöl í fríinu og bjóða þér spennandi kynnisferðir í fríinu. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð frá kr. 57.805 Verð fyrir manninn m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, El Pinar. Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar. Sértilboð á fyrstu 50 sætunum. Verð kr. 69.900 M.v. 2 í stúdíó, Aguamarina. Skattar kr. 2.950, ekki innifaldir. Páska- ferðir Heimsferða Costa del Sol Páskaferðir að seljast upp. Bókaðu meðan enn er laust. 27. mars – 11 nætur Verð frá kr. 59.705 Verð fyrir manninn m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, El Faro. Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar. Sértilboð á fyrstu 50 sætunum. Verð kr. 69.000 M.v. 2 í íbúð, El Faro. Skattar kr. 2.950, ekki innifaldir. Benidorm 27. mars – 14 nætur Verð frá kr. 70.605 Verð fyrir manninn m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, Tanife. Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar. Verð kr. 88.850 M.v. 2 í stúdíó, Green Sea. Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar. Kanarí 28. mars – 2 vikur Verð frá kr. 36.900 Flugsæti fyrir manninn. Flugvallarskattar, kr. 3.350, bætast við fargjald. Verð kr. 57.700 Flug og hótel, m.v. 2 í herbergi, Quality með morgunmat. Skattar kr. 3.350, ekki innifaldir. Prag 28. mars – Vikuferð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.