Morgunblaðið - 27.01.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.01.2002, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ verð hlutabréfa í öllum þeim fyrir- tækjum sem voru þættir í þessum viðskiptum héldu áfram að hækka gekk þetta upp. Það sem meira er, æðstu yfirmenn þessara skelfyrir- tækja voru í mörgum tilvikum sömu menn og stýrðu Enron, og þar með snarhækkuðu launin þeirra. Svo fjár- festu þeir sumir í þessum nýju fyr- irtækjum, og högnuðust á því. Svona rekstur utan efnahagsreikn- ings þarf ekki að vera í sjálfu sér slæmt í viðskiptum, segja fjármála- skýrendur, og þeir hjá Enron fundu þetta ekki upp. En þeir gengu mun lengra í þessu en talið hefur verið var- legt. April Klein, aðstoðarprófessor í bókhaldi við viðskiptadeild New York-háskóla, segir í viðtali við blaðið Chicago Tribune nýverið, að þetta sé t.d. notað af risafyrirtækjum á borð við Coca Cola og United Airlines. Í afkomutilkynningum geri fyrir- tækin fjárfestum jafnan góða grein fyrir því í neðanmálsgreinum hvaða skuldaábyrgðir komi ekki fram í bók- haldinu. En það sé matsatriði hversu opinská fyrirtæki þurfi að vera í þess- um efnum. Þótt svo virðist sem eitt- hvað óhreint hafi verið í pokahorninu þegar sum þessara sameignarfyrir- tækja voru stofnuð, segir Klein, séu viðskipti Enron utan efnahagsreikn- ings þó einkum sérstök fyrir það FUNDARHERBERGIÐ á 48.hæð í höfuðstöðvum Enron íHouston – þar sem lögð voruá ráðin um flókna og áhættu- sama samninga orkusölufyrirtækis- ins – var beint á móti skrifstofum ytri endurskoðanda fyrirtækisins, Ander- sen, sem voru við hinn enda gangsins. Uppi um alla veggi í herberginu voru tússtöflur og nóg var af túss- pennum í öllum litum. Þarna var framkvæmdastjórum Enron greint frá svimandi flóknum fyrirbærum sem ráðgjafar höfðu aukið við samn- inga sem í flestum tilvikum höfðu í upphafi verið tiltölulega skýrir. Eftir þessa fundi voru samningamennirnir oft alveg lens. „Maður sá þarna ýmislegt sem tengdist 30 til 40 einingum,“ sagði Clayton Vernon, fyrrverandi greinir og sölustjóri verðbréfa. „Þeir þurrk- uðu af töflunni og teiknuðu flæðirit sem var algerlega óskiljanlegt.“ Annar fyrrverandi framkvæmda- stjóri sem oft sat í fundarherberginu sagði: „Þeir teiknuðu kassa og örvar í allar áttir.“ Þessar teikningar áttu að lýsa skelfyrirtækjum og deildum er- lendis sem tengdust innbyrðis á afar flókinn máta, og öllu var stýrt af dul- arfullum mönnum sem á tússtöfl- unum voru nefndir „Herra X“ eða „Herra Y“. Þegar gengið var á þá útskýrðu endurskoðendurnir þessa dularfullu menn einungis sem „vini fyrirtækis- ins“, sagði framkvæmdastjórinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Þessir óútskýrðu stjórnendur, sögðu endur- skoðendurnir, fengu hundruð þús- unda dollara í laun fyrir sín dularfullu hlutverk í viðskiptunum. Endurskoðendafyrirtækið Ander- sen, sem hefur höfuðstöðvar í Chicago, sá um ytri endurskoðun fyr- ir Enron, og bar að tryggja að bók- hald fyrirtækisins væri í samræmi við viðmiðunarreglur um fjárreiðuupp- lýsingar. En Andersen veitti Enron líka ráðgjafarþjónustu. Þetta tvö- falda hlutverk, sem kann að hafa leitt Andersen út í hagsmunaárekstra, verður væntanlega grandskoðað í rannsóknum nefnda bandaríska þingsins á gjaldþroti Enron. Í mörgum tilfellum var markmiðið með þessum flóknu viðaukum tví- þætt, segja starfsmennirnir. Í fyrsta lagi að halda þeim utan við bókhaldið hjá Enron og þannig úr augsýn al- mennings, og í öðru lagi að gera Enron kleift að skrá tekjur af samn- ingunum áður en þeir voru í höfn – í mörgum tilvikum meiri hagnað en líklegt var að samningarnir myndu gefa af sér. Jedi og Chewco Með því að stofna fyrirtæki sem voru lítið annað en skelin og höfðu engar eignir gat Enron gengið til samstarfs við þessi fyrirtæki. Þau voru oft á Caymaneyjum, sem er skattaparadís í Karíbahafi, og hétu nöfnum á borð við Jedi og Chewco (eftir karakterum úr Star Wars-kvik- myndunum), Raptor og Condor. Síðan veitti Enron t.d. fyrirtækinu Condor lán, sem var tryggt með hlutabréfum í Enron, og Condor not- aði lánið til að kaupa eignir af Enron. Þetta var fært í bókald Enron sem hagnaður, en skuld Condor við Enron kom hvergi fram í bókhaldi Enron, þótt hún væri í raun tryggð með hlutabréfum í Enron. Í öðru tilviki lánaði Enron Raptor rúmar 550 milljónir dollara, tryggðar með hlutabréfum í Enron. Raptor notaði féð til fjárfestinga í öðrum fyr- irtækjum. Enron skráði lánið sem útistandandi skuld. Svo lengi sem hversu gífurlega flókin þau hafi verið. Það var síðla á síðasta áratug sem Enron fór að fjarlægjast hefðbundin viðskipti utan efnahagsreiknings. Undir stjórn æðstu yfirmanna fyrir- tækisins, Kenneth L. Lay forstjóra, Jeffrey Skilling yfirframkvæmda- stjóra og Andrew S. Fastow yfirfjár- málastjóra, urðu viðskiptin við sam- eignarfyrirtækin sífellt margbrotn- ari. „Ég skil ekki þessi viðskipti,“ viðurkennir Klein, „og ég er með doktorspróf í hagfræði frá Háskólan- um í Chicago.“ Hvernig svo sem þetta er skil- greint eru þetta forsendur hinnar gríðarlega flóknu kaupsýslu Enron og útskýrir að hluta hvernig alvar- legir annmarkar á þessum fjölmörgu rekstrareiningum fóru árum saman fyrir ofan garð og neðan hjá endur- skoðendum, hluthöfum, eftirlits- mönnum og skattayfirvöldum. 3.800 dótturfyrirtæki Í ársskýrslu Enron í fyrra er listi yfir rúmlega 3.800 dótturfyrirtæki, þar af eru yfir 700 staðsett á Cayman- eyjum eða öðrum, erlendum skatta- paradísum. Flest eru skilgreind sem „sértækar einingar,“ sem Enron setti á laggirnar til að halda flóknum við- skiptum sínum gangandi. Það var meðal annars þetta sem Sherron Watkins, aðstoðarforstjóri hjá Enron, gagnrýndi harðlega á minnisblaði sem hún skrifaði Lay for- stjóra 15. ágúst sl. Þetta minnisblað hefur verið birt í fjölmiðlum. Opinber gögn og viðtöl við fyrrver- andi starfsmenn Enron benda til þess að á undanförnum tveim árum hafi samningarnir, sem fyrirtækið gerði, orðið sífellt flóknari, og viðskiptaleg- ar útskýringar á þeim grunsamlegri. Af þessu leiddi að viðskiptin komu ekki rekstri Enron til góða, heldur voru fremur til þess fallin að auðga háttsetta yfirmenn sem áttu rétt á sérstökum kaupauka fyrir þátttöku sína í samningunum. Fastow, sem sagður er hafa verið maðurinn sem lagði grunninn að þessum flóknu við- skiptaaðferðum, var sagður hafa átt rétt á þrjátíu milljónum dollara í slík- an kaupauka. (Fastow var látinn fara í október sl.) Markmiðið kann einnig að hafa verið það, að láta líta út fyrir að tekjur fyrirtækisins ykjust sífellt, en vöxtur í mörgum grundvallarrekstr- areiningum þess fór hægt minnkandi. En jafnvel áður en fór að hægja á vextinum fór orð af því innan Enron hversu margslungnir samningar fyr- irtækisins væru. Í byrjun árs 2000, sagði Vernon, sá hann fyrst samninga sem virtust ekki með öllu eðlilegir, fjórum mánuðum eftir að hann hóf störf hjá fyrirtækinu. „En þetta voru svo flókin viðskipti að ég reiknað með því að það væru í þeim einhver atriði sem færu fram hjá mér en gerðu þetta að skynsamlegum viðskiptum fyrir hluthafa í Enron. Eftir á að hyggja hefði þetta átt að vekja fleiri spurningar,“ sagði Vernon. Hann og fleiri halda því fram, að ým- islegt hafi bent til þess að háttsettir framkvæmdastjórar í endurskoðenda- fyrirtækinu Andersen hefðu lagt blessun sína yfir þessa kaupmennsku. Vernon sagðist hafa spurt Lay að því á „þorpsfundi“ í fyrirtækinu 26. september hvort hann væri sáttur við heilindi og eftirlit Andersens. Um það leyti heyrðist fyrst gagnrýni á Enron vegna sameignarfyrirtækjanna sem komu í veg fyrir að skuldir sæjust. Lay játti því, sagði Vernon, og sagði Lay ennfremur að ekki einung- is skrifstofa Andersens í Houston, heldur einnig höfuðstöðvar Ander- sens hefðu fyrirfram lagt blessun sína yfir sameignarfyrirtækin. „Þetta er allt gert á siðlegan máta,“ sagði Lay. Talsmaður Enron kvaðst hvorki geta staðfest eða neitað því að Lay hefði látið falla þau orð sem Vernon hafði eftir honum. Rannsóknar- fulltrúar þingsins hafa farið fram á að fá upptökur af þessum fundi og öðr- um fundum í fyrirtækinu þar sem Lay mun hafa stappað stálinu í menn. Allt um það, flókinn rekstur gerði Enron kleift að fela hin raunverulegu áhrif viðskiptanna við erlend sam- eignarfyrirtæki á eiginlega fjárhags- stöðu Enron. Haft er eftir heimild- armönnum að viðskiptin hafi orðið enn vafasamari er kom fram á árið 2000. „Einn leikurinn sem þeir léku var að gera [viðskiptasamningana] svo flókna að maður kom ekki auga á hvar hættan lá. Maður þurfti að verja mörgum klukkustundum með grein- ingarfólkinu til að komast að því, og þá var manni sagt: Þeir hjá Andersen eru þegar búnir að skrifa upp á þetta,“ sagði ónafngreindur heimild- armaður. Kassar og örvar í allar áttir Fjármálaskýrendur segja að það sem hafi á end- anum orðið Enron að aldurtila hafi verið sameign- arfélög sem fyrirtækið kom á fót í skattaparadís- um á borð við Caymaneyjar, og notaði til að fela raunverulega skuldastöðu sína. Þessi viðskipti voru svo flókin að fæstir botnuðu nokkuð í þeim. Reuters Eitt af þrem háhýsum Enron í Houston í Texas gnæfir yfir baptistakirkjuna. The Los Angeles Times. Andrew S. Fastow Kenneth L. Lay EITT af því sem réð mestu um hrun Enron hefur verið rauði þráðurinn í slíkum kafsiglingum á undanförnum árum – áherslan á að halda verði hlutabréfa háu, og helst hækka það. Sagt er, að stórfelldum skuldum hafi verið haldið fyrir utan bók- hald Enron til þess að fyrirtækið virtist skila þeim hagnaði sem kaupahéðnar á Wall Street kröfð- ust, og tryggði að verð hlutabréf- anna í því hækkaði stöðugt. Eftir að fréttist af bókhaldsóreglu höfðu yfirmenn Enron í ofboði samband við Hvíta húsið og báðu um aðstoð, og reyndu að sannfæra ráðamenn um að ef ofmetið verðið á hluta- bréfum fyrirtækisins myndi hrynja myndi það taka með sér í fallinu stóran hluta af bandarísku efna- hagslífi. Þegar verð hlutabréfa í fyr- irtækinu MicroStrategy hrundi fyrir um tveimur árum, og fyrst fór að hrikta í stoðum netfyrir- tækjaspilaborgarinnar, var því haldið fram, að fyrirtækið hefði fært peninga frá einum ársfjórð- ungi yfir á þann næsta þar á und- an, einmitt í því skyni að standa undir tekjuáætlunum héðnanna á Wall Street og halda verði bréf- anna hækkandi. Albert Dunlap og aðrir fyrrver- andi framkvæmdastjórar fyrirtæk- isins Sunbeam samþykktu í þarsíð- ustu viku að greiða 15 milljónir dollara í dómssátt í hópmálshöfðun hluthafa sem höfðu sakað fram- kvæmdastjórana um að villa um fyrir fjárfestum til að tryggja að hlutabréfin héldu áfram að seljast. „Það er gífurlegur þrýstingur á yfirframkvæmdastjórana að halda hlutabréfaverðinu uppi og láta það hækka,“ segir Peter Cramton, hagfræðiprófessor við Háskólann í Maryland. „Þetta verður einkum að vandamáli á óraunhæfum upp- gangstímum þegar hlutabréfaverð er óeðlilega hátt. Þá lenda yfir- framkvæmdastjórarnir í þeirri stöðu að til þess að réttlæta þetta svimandi háa hlutabréfaverð verða þeir að sýna fram á ofboðslegan uppgang, og það er eiginlega óger- legt að viðhalda slíkum uppgangi.“ Þótt netfyrirtækjaspilaborgin hafi hrunið gætir áhrifa hennar enn. Margir líta svo á, að leiðin til að græða fé í viðskiptum sé ekki að framleiða vörur sem fólk vill kaupa, heldur að ná miklum ár- angri á hlutabréfamarkaðinum. Það er þannig sem margir fram- kvæmdastjórar auðgast. Þegar „hámörkun hagnaðar hluthafa“ varð að viðurkenndu leiðarstefi í bandarísku viðskiptalífi voru laun margra framkvæmdastjóra tengd við gengi hlutabréfa fyrirtækis þeirra. Margir eru þeirrar skoðunar, að laun framkvæmdastjóra eigi að vera tengd hlutabréfagengi. „Yf- irframkvæmdastjórar hafa engan mikilvægari og meira viðeigandi starfa en að halda uppi verði hluta- bréfanna,“ segir Joel N. Morse, yf- irmaður hagfræði- og stjórn- unardeildar Háskólans í Baltimore. Morse segir að hátt hlutabréfaverð þýði að fyrirtæki hafi aðgang að fjármagni til að vinna að markmiðum sínum til skamms og langs tíma. Þegar kerf- ið virki eins og til sé ætlast taki fjárfestar með í reikninginn lang- tímahorfur fyrirtækis þegar þeir ákvarði verð hlutabréfa í því hverju sinni. „Ef maður er framkvæmdastjóri fyrirtækis og maður veit að maður missir vinnuna og glatar öllum auði sínum ef hlutabréfin fara úr hundrað dollurum í fimmtíu doll- ara, en veit líka að maður þarf að fara varlega á nokkrum sviðum í viðskiptunum og vill að fjárfestar viti það, þá er þetta erfitt,“ segir Morse. „Þá er erfiðara að kalla hlutina sínum réttu nöfnum, og grundvöllur bandaríska mark- aðarins er að hlutirnir séu kallaðir sínum réttu nöfnum.“ Áherslan á hlutabréfaverð grefur undan skynsamlegri kaupsýslu The Baltimore Sun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.