Morgunblaðið - 22.03.2002, Síða 22
ERLENT
22 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Umberto Bossi, leiðtogi Norður-
sambandsins, sem er lengst til
hægri í ítölskum stjórnmálum,
sakaði leiðtoga vinstriflokkanna
um að hafa stuðlað að morðinu
með því að ala á hatri í garð
hægrimanna. Hann sagði þá hafa
farið offari frá því að þeir misstu
völdin í fyrra með því „að tala, án
þess að hugsa, um fasisma og nas-
isma“.
„Hér ríkir hatur í garð þeirra
sem vilja breytingar,“ sagði Bossi,
sem fer með stjórnsýsluumbætur í
stjórninni. „Þeir sem vilja breyt-
ingar eru myrtir og hryðjuverka-
starfsemi hefur hafist á ný.“
Silvio Berlusconi forsætisráð-
herra hvatti til viðræðna milli
verkalýðssamtakanna og ríkis-
valdsins um fyrirhugaðar breyt-
ingar á vinnulöggjöfinni skömmu
eftir morðið á Biagi á þriðjudag.
Roberto Maroni atvinnumálaráð-
herra sagði hins vegar í gær að
viðræður kæmu ekki til greina
nema verkalýðssamtökin for-
dæmdu hryðjuverk skýrt og skor-
inort.
Maroni skírskotaði til yfirlýsing-
ar frá háttsettum félaga í róttæku
verkalýðsfélagi, Cobas, þar sem
hann gaf til kynna að hann harm-
aði ekki morðið á Biagi. „Þetta er
svo alvarleg játning að sýni
vinstrimenn og verkalýðssamtökin
ekki að þau séu andvíg hryðju-
verkum get ég ekki hafið viðræður
við þessa menn,“ sagði atvinnu-
málaráðherrann.
Rauðu herdeildirnar lýsa
morðinu á hendur sér
Leiðtogar verkalýðssamtakanna
og vinstriflokkanna fordæmdu
morðið en hafa boðað allsherjar-
verkfall fyrir apríllok til að mót-
mæla fyrirhuguðum breytingum á
vinnulöggjöfinni, sem eiga að auð-
velda fyrirtækjum að ráða og reka
starfsmenn.
Rauðu herdeildirnar, sem að-
hyllast marxisma, lýstu morðinu á
hendur sér í 26 síðna yfirlýsingu
sem birt var á Netinu í gær. Þar
sagði að Biagi hefði verið „líflát-
inn“ fyrir þátt hans sem helsta
málsvara breytinga á vinnulöggjöf-
inni sem miðuðust því að reyra
launþega í fjötra „arðráns og kúg-
unar“.
„Orðaval og innihald yfirlýsing-
arinnar virðist sanna að hún komi
frá Rauðu herdeildunum,“ sagði
talsmaður lögreglunnar í Bologna,
þar sem Biagi var myrtur.
Í yfirlýsingunni kvaðst hópurinn
hafa hafið „vopnaða baráttu“ og
„stríð gegn ríkisvaldinu“. Hann
lýsti einnig yfir stuðningi við bar-
áttuna gegn alþjóðavæðingu og
sagði að „fjármagnskreppa“ hefði
„knúið heimsvaldasinnaða eigna-
stéttina til að taka upp nýjar arð-
ránsaðferðir“. Í yfirlýsingunni eru
hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11.
september réttlætt og þeim lýst
sem lið í baráttunni gegn heims-
valdasinnum.
Ný kynslóð borgarskæruliða
Borgarskæruliðar Rauðu her-
deildanna, sem kölluðu sig stund-
um Vopnaða hermenn kommún-
ista, stóðu fyrir mörgum morðum,
mannránum og hryðjuverkum á
áttunda áratug síðustu aldar. Þeir
myrtu og limlestu leiðtoga verka-
lýðssamtaka, háskólaprófessora og
áhrifamikla stjórnmálamenn,
þeirra á meðal Aldo Moro, fyrrver-
andi forsætisráðherra, árið 1978.
Flestir leiðtogar Rauðu her-
deildanna náðust að lokum og
fengu langa fangelsisdóma. Lög-
reglan telur að nú hafi komið fram
ný kynslóð borgarskæruliða en
ekkert er vitað um leiðtoga henn-
ar. Þessa nýja kynslóð Rauðu her-
deildarinnar hefur sent ráðamönn-
um þau skilaboð að engin mála-
miðlunarlausn komi til greina í
deilu stjórnarinnar og verkalýðs-
samtakanna.
Sakaðir um að ala á
hatri á hægrimönnum
Stjórn Ítalíu krefst þess að
verkalýðssamtök fordæmi
hryðjuverk afdráttarlaust
Róm. AFP.
STJÓRN Ítalíu kvaðst í gær ekki ætla að hefja nýjar viðræður við
verkalýðssamök um fyrirhugaðar breytingar á vinnulöggjöfinni
nema leiðtogar þeirra fordæmdu afdráttarlaust morðið á Marco
Biagi, einum af höfundum lagabreytinganna.
VATN flæðir yfir tröppur í Amm-
an í Jórdaníu eftir úrhellisrign-
ingu síðustu daga. Óvenjumikil
úrkoma hefur verið í landinu í
vetur og regnið er kærkomið þar
sem þurrkar eru þar algengir og
Jórdanía er eitt þeirra ríkja í
heiminum sem hafa minnstan
vatnsforða. Alþjóðadagur vatns-
ins er í dag.
Reuters
Kærkomin rigning
HAGSMUNAHÓPUR kvenna með átrask-
anir hugðist í gær ræða við fulltrúa norsku
hirðarinnar um áherslu fjölmiðla á líkama,
útlit og mataræði Mörtu Lovísu prinsessu, að
því er Aftenposten greindi frá. Merete Ness-
et Andersson, fulltrúi hópsins, sagðist hafa
áhyggjur af og vera misboðið vegna þeirrar
auknu athygli sem sífellt grennri líkami
prinsessunnar hafi fengið.
„Prinsessan er fyrirmynd þúsunda
norskra stúlkna sem eru að takast á við
sjálfsímynd sína og sjálfstraust. Þegar prins-
essan fær svona mikla viðurkenningu og lof
fyrir að hafa tekist að grenna sig getur mað-
ur rétt ímyndað sér hvernig þessum stúlkum
líður þegar þær lesa tímarit full af fréttum
um nýtt útlit Mörtu,“ sagði Nesset Anders-
son við Aftenposten.
Nesset Andersson var nóg boðið þegar
hún las grein í slúðurblaðinu Se og Hør þar
sem sagt var að prinsessan nærðist nú á lofti,
ást og smávegis af heilsufæði. „Það getur
verið að prinsessan sé ekki meðvitað í megr-
un, og hún hefur ekki sagt að hún sé í megrun.
Að prinsessan sé ástfangin og hamingjusöm
og grennist þar af leiðandi er gott fyrir hana.
En það er grundvallaratriði fyrir okkur að
prinsessan láti til sín heyra og segi að hún sé
ekki í megrun svo að ungar stúlkur á öllum
aldri fari ekki að byrja á því,“ hefur Aften-
posten ennfremur eftir Nesset Andersson.
Upplýsingafulltrúi konungshallarinnar,
Wenche Rasch, minnti á fréttamannafund
sem prinsessan hélt í tilefni af 30. afmælis-
degi sínum í september í fyrra, þar sem Aft-
enposten spurði hvernig hún brygðist við allri
þeirri athygli sem líkami hennar og útlit hefði
fengið. Prinsessan svaraði því þar til, að hún
ætti vinkonu sem ætti við átröskun að etja og
hún gæti því sett sig í spor þeirra sem væru í
slíkri aðstöðu.
„Ég man eftir því, að ég reiddist þegar ég
las, fyrir nokkrum árum, að ég hefði mjúkar
línur. Slíkar athugasemdir geta því miður
verið nóg til að valda átröskunum,“ sagði
prinsessan.
Mótmæla áherslu á
líkama prinsessunnar
Reuters
Marta Lovísa Noregsprinsessa ásamt unnusta
sínum, rithöfundinum Ara Behn, í janúar sl.
JÓHANNES Páll páfi II for-
dæmdi í gær þá presta, sem
hafa rofið sín heit, og lýsti yfir
samstöðu með þeim, sem sætt
hafa kynferðislegri misnotkun.
Kemur þetta fram í ávarpi,
sem páfi kall-
aði „Bréf til
presta“, en að
undanförnu
hefur hvert
hneykslismál-
ið öðru verra
komið upp í
kaþólsku
kirkjunni,
einkum í
Bandaríkj-
unum. Nýlega var John Geogh-
an, prestur í Boston, dæmdur í
10 ára fangelsi fyrir að misnota
dreng, en alls var hann borinn
þeim sökum af 85 manns. Gerðu
þeir miklar skaðabótakröfur en
sömdu um þær við kaþólska
erkibiskupsdæmið í Boston án
þess, að dómstólar kæmu nærri.
Leszek Miller, forsætisráð-
herra Póllands, ættlands páfa,
hvatti í síðasta mánuði til lög-
reglurannsóknar á ásökunum
um, að erkibiskupinn i Poznan
hefði beitt unga guðfræðinema
og presta kynferðislegri mis-
notkun.
Páfi for-
dæmir heit-
rof presta
Jóhannes Páll
páfi
ETA, aðskilnaðarhreyfingu
Baska, var í gær kennt um
morð á sveitarstjórnarmanni úr
röðum sósíalista sem skotinn
var til bana um miðjan dag í
gær í borginni San Sebastian í
Baskalandi.
Atburðurinn átti sér stað á
krá í San Sebastian og var
stjórnmálamaðurinn, Juan
Priede Perez, skotinn nokkrum
skotum. Er þetta fyrsta morðið,
sem talið er tengjast baráttu
ETA fyrir sjálfstæði Baska-
lands, í héraðinu á þessu ári.
Perez var eini fulltrúi sósíalista
í bæjarráði Orio-bæjar.
Stjórnmála-
maður
myrtur
YFIRMAÐUR Innflytjenda-
eftirlits Bandaríkjanna segir að
til greina komi að takmarka
vegabréfsáritanir ferðamanna
til Bandaríkjanna við 30 daga.
Hingað til hafa slíkar áritanir
verið til sex mánaða.
Þetta kom fram í máli James
Ziglar er hann viðurkenndi að
stofnunin sem hann er í forsvari
fyrir hefði brugðist með því að
endurnýja dvalarleyfi tveggja
þeirra manna sem flugu tveim-
ur þotnanna í árásinni á Banda-
ríkin 11. september. Sú stað-
festing var send út í liðinni viku,
sex mánuðum eftir að mennirn-
ir frömdu sjálfsmorð með þess-
um hætti.
Ziglar sagði að til greina
kæmi að breyta í grundvallar-
atriðum mörgum þeirra reglna
sem gilda um ferðamenn og út-
lendinga í Bandaríkjunum.
Þannig kæmi til álita að banna
hverjum þeim sem kæmi til
Bandaríkjanna sem ferðamað-
ur eða í viðskiptaerindum að
setjast í skóla þar vestra fyrr
en stofnun hans hefði samþykkt
það.
Breyttar
reglur um
áritanir?
STUTT