Morgunblaðið - 05.04.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 05.04.2002, Síða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ RÚSSNESKI togarinn Olga, sem Eystrasalt ehf. gerir út til rækju- veiða á Flæmingjagrunni, kom til hafnar í Hafnarfirði í gærmorgun frá Long Pond á Nýfundnalandi. Skipið er með 49 tonn af þorski sem talinn er ólöglega veiddur á Miklabanka. Skipstjóri og stýrimaður skipsins eru enn í farbanni ytra. Þá segir tals- maður sjávarútvegsráðuneytisins í Ottawa að Olga verði svipt veiðileyfi á NAFO-svæðinu. Framkvæmda- stjóri Eystrasalts vísar á bug fregn- um um að ólöglegur afli hafi verið um borð og að olíu hafi verið sleppt í sjó- inn. Olga var færð til hafnar í Long Pond um miðjan mars fyrir að hafa sleppt olíu í sjóinn 137 km suðvestur af Race-höfða á Nýfundnalandi en áhöfn eftirlitsflugvélar kvaðst hafa séð olíubrák á eftir skipinu. Við eft- irlit kanadísku strandgæslunnar kom síðan í ljós að um borð voru m.a. 49 tonn af þorski. Þá eru laun háseta talin allt of lág eða um 70 kanadadoll- arar á viku. Skipstjórinn, Rússinn Vladímír Globokín, og Jón Bjarni Helgason stýrimaður eiga yfir höfði sér nokkr- ar ákærur fyrir meint brot á kan- adískum umhverfislögum. Þeir hafa verið látnir lausir úr haldi gegn 5.000 kanadadollara tryggingu, en eru að sögn kanadískra fjölmiðla enn í far- banni. Eftirlitsmaður Fiskistofu fór um borð í Olgu í Hafnarfjarðarhöfn í gær og fékk þar uppgefið að í lestum væri aðallega þorskur, einnig koli og lítilræði af skötu, að sögn Sigurjóns Aðalsteinssonar hjá landeftirliti Fiskistofu. Hann sagði að löndun yrði hafin næsta mánudag og yrði fylgst með henni og viðkomandi yf- irvöldum, hérlendis sem erlendis, gerð grein fyrir niðurstöðum henn- ar. Viðar Halldórsson, framkvæmda- stjóri Eystrasalts ehf., segir það ekki rétt að ólöglega veiddur þorsk- ur hafi verið um borð í togaranum. Segir ekkert hæft í fréttum kanadískra fjölmiðla Hann segir fátt annað rétt í frétt kanadíska netmiðilsins Fish & In- formation Service en nafn togarans. Hann segir að fiskistofa Kanada hafi farið um borð í skipið og skoðað bækur. „Það er ekki einn einasti fisktittur um borð ólöglega veiddur.“ Viðar segist ekki hafa staðfestingu kanadískra yfirvalda fyrir þessu en að allt það sem um borð í skipið hafi farið, í þessum túr sem öðrum, sé veitt skv. NAFO-reglum. Hann segir þorskinn vera veiddan í Atlantshafi en vill ekki gefa nánari staðsetningu. Hann segir hann þó ekki veiddan á Flæmska hattinum. Hann segir þá sem hafi verið á staðnum hafa neitað því að hafa sleppt olíu í sjóinn og að hann hafi ekki ástæðu til annars en að trúa þeim. Þá segir hann skipið ekki leka olíu. Viðar vill ekki gefa upp laun háseta um borð en segir þau miklu hærri en 70 kanadadoll- ara, sem eru um 4.340 krónur, á viku. „Það er búið að magna upp mikil læti gagnvart erlendum skipum. Til dæmis er búið að banna færeyskum skipum að landa í Kanada. Þá er búið að tala um að til standi að banna eistneskum skipum að landa í Kan- ada.“ Viðar segist ekki hafa vitn- eskju um hversu lengi kanadískum stjórnvöldum sé heimilt að halda skipstjórunum í farbanni. „Þetta er ekkert annað en brot á mannréttind- um. Menn eru sviptir lífsviðurværi sínu með því að vera meinað að vinna,“ segir Viðar. Hann segir að útgerðarfélagið hafi áður fengið dæmdar á sig tvær sektir, annars vegar 6.900 kanadadollara þar sem áætlað hafi verið að skipverjar hafi misst 15 lítra í sjóinn og hins vegar 20.000 kanadadollara þar sem skip- verjar voru sagðir hafa misst 1.000 lítra í sjóinn. Hann segir að nú séu skipverjar sakaðir um að hafa sett 72 lítra í sjóinn. Talinn vera með ólöglegan afla Morgunblaðið/Þorkell Olga kom til hafnar í Hafnarfirði í gærmorgun. Rússneski togarinn Olga kom til Hafnarfjarðar í gær eftir veiðar á Flæmingjagrunni Enn óvissa um Senegals- för landsliðsins / C1 Njarðvík og Keflavík berjast um Íslandsmeistaratitilinn / C1 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR  Skart um allan skrokk/B1  Saltfiskur um hálsinn/B2  Í furðulegum félagsskap/B4  Ævintýrin um eggið og sæðið/B6  Hringsól um heimilið/B7  Auðlesið efni/B8 Sérblöð í dag FRESTA varð aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn fimm mönnum sem eru ákærðir vegna alvarlegra átaka á bifreiðastæði við ÍR-húsið fyrir tæplega ári, þar sem ekki mættu allir fyrir dóminn sem höfðu verið boðaðir þangað til að gefa skýrslu. Einn þeirra mun hafa gefið þá skýringu að hann teldi öryggi sínu ógnað með því að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur því þar ætti hann von á að hitta óvildarmenn sína. Málið vakti á sínum tíma talsverða athygli enda skotárásir blessunar- lega fátíðar á Íslandi. Aðalmeðferðin hófst í gær og var ætlunin að ljúka málflutningi en þar sem fjórir þeirra sem höfðu verið boðaðir komu ekki fyrir dóminn var ákveðið að ljúka að- almeðferðinni síðar. Munaði þar mestu um að fá framburð tveggja bræðra sem tengjast málinu. Annar þeirra hafði tilkynnt að hann myndi ekki mæta en hinn kom einfaldlega ekki fyrir dóminn. Af framburði þeirra sem komu fyrir dóminn í gær mátti ráða að átökin við ÍR-húsið hafi átt sér nokkra forsögu og hafi fyrst og fremst snúist um óvild milli annars bróðurins og manns sem er ákærður í málinu fyrir að hafa slegið steypu- styrktarjárni í framrúðu bifreiðar sem annar þeirra var í við ÍR-húsið. Hann neitar sök og lagði sjálfur fram kæru gegn félaga bróðurins fyrir að hafa vísvitandi ekið á sig. Einungis með því að hoppa upp hafi hann get- að komið í veg fyrir að lenda undir bifreiðinni. Hann hafi síðan skollið á framrúðu og rúllað eftir þakinu þar til hann skall í götuna. Enn kenni hann meiðsla í mjöðm vegna þessa auk þess sem hann hafi skaddast á vinstra þumalfingri. Eftir þetta hafi annar félagi bræðranna reynt að aka á hann en honum hafi tekist að forða sér. Maðurinn lýsti aðdraganda átak- anna þannig að fyrr um daginn hefðu bræðurnir ráðist með bareflum inn á heimili sitt við þriðja mann með það í hyggju að ganga í skrokk á sér. Þeir hafi hins vegar hætt við það þar sem foreldrar hans voru staddir á heim- ilinu. Eftir þetta hafi hann hringt í annan bróðurinn og þeir hafi sam- mælst um að hittast fyrir utan ÍR- húsið. Úr hafi orðið að fjórir félagar hans fylgdu honum að ÍR-húsinu og biðu síðan áttekta á bensínstöð þar skammt frá. Maðurinn sagði fyrir dómi að einungis hefði verið ætlunin að ræða við annan þeirra og gera út um málin en ekki efna til átaka við aðra. Bræðurnir hafi síðan mætt með sex félaga sína með sér á tveim- ur bifreiðum og í sama mund renndu félagar mannsins inn á bifreiðastæð- ið við ÍR-húsið. Eftir að einn þeirra sem kom með bræðrunum var sleg- inn niður hafi ökumaður bifreiðar- innar sem annar bróðirinn var í ekið á sig og síðan flúið af vettvangi. Segist hafa ekið af stað eftir að skotið var á bifreiðina Ökumaður bifreiðarinnar sem ók á manninn bar á annan veg um máls- atvik. Hann sagðist hafa komið á staðinn fyrir beiðni annars bróður- ins. Hann hafi sagt sér að maðurinn hefði hótað sambýliskonu sinni og þeir síðan ákveðið að hittast við ÍR- húsið. Þegar hann kom á staðinn hafi honum ekki litist á blikuna þar sem maðurinn og fjórir félagar hans hafi allir verið vopnaðir bareflum. Skyndilega hafi hann heyrt dynki og verið sagt að einn þeirra væri að skjóta á bílinn en lögregla fann alls átta kúlnaför á bílnum. Ofsahræðsla hefði gripið um sig í bílnum og hann ekki hugsað um annað en að komast undan. Bíl hafi verið lagt fyrir aftan hann og hann því orðið að aka áfram. Maðurinn hafi hins vegar í tvígang reynt að stöðva för þeirra með því að hoppa í veg fyrir bílinn og hann hefði því ekki átt annan kost en að aka á hann. Sá sem skaut á bílinn segist hins vegar ekki hafa skotið fyrr en ökumaðurinn hafi verið búinn að reyna að aka félaga sinn niður. Hann kvaðst vera afar örugg skytta og hann hefði miðað á neðri hluta bíls- ins til að skaða engan. Taldi ekki öruggt að koma fyrir dóm Byssumaður segist hafa hleypt af í sjálfsvörn BIRGIR Svan Símonarson reið á vaðið í upplestri hóps ljóðskálda fyrir fullum sal í Borgarbókasafn- inu, Grófarhúsi, í gærkvöld til stuðnings palestínsku þjóðinni. Einar Ólafsson, ljóðskáld, segir kvöldið hafa verið vel heppnað. Samskotum var safnað og fulltrú- ar frá félaginu Ísland Palestína til- kynntu að í næstu viku færu menn héðan til Palestínu til þess að standa þar eins konar friðarvakt. Morgunblaðið/Þorkell Fullt hús á ljóðakvöldi fyrir Palestínu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.