Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 57
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 57
Afmælishátíð
í Sissu tískuhúsi
6 ára afmælili
Við fögnum 6 ára afmæli
verslunarinnar, um
þessar mundir og
bjóðum upp á fullt
af nýjum og
töff vörum í
öllum
stærðum
fyrir allar
konur.
Góð
afmælistilboðOpið alla helgina
Dragtir - Kjólar - Blússur
Vorlínan er komin
Nýbýlavegi 12, Kópavogi,
sími 554 4433.
Mikið úrval
EKKI er laust við að manni blöskri
virðing borgaryfirvalda fyrir skattfé
því er þeim er treyst fyrir. Fyrir
sprungna verksmiðju kaus R-listinn
að greiða tólf hundruð og áttatíu
milljónir króna. Er það svipað verð og
nokkrir kaupsýslumenn greiddu fyrir
verksmiðjuna nokkrum árum áður.
Þeir fengu verksmiðjuna í heilu,
ásamt birgðum sem metnar voru á
rúmlega sjö hundruð milljónir króna,
fyrir svipað verð og R-listinn stað-
greiðir þeim nú. Landið sem verk-
smiðjan stendur á er þegar í eigu
borgarbúa þannig að það sem keypt
var er varla mikið annað en húsnæði.
Hvergi hefur komið fram að búnaður
til áburðarframleiðslu hafi fylgt með í
kaupunum. Einhvers staðar kom það
fram að seljendur húsnæðis áburðar-
verksmiðjunnar væru að leita að
nýrri staðsetningu fyrir verkmiðjuna.
Verksmiðjan mun þannig ekki hætta
starfsemi heldur færast annað. Selj-
endurnir hafa líklega farið hlæjandi í
bankann.
Reykvíkingar hinsvegar hafa
ágæta ástæðu til að fella tár þegar
þeir heyra tíðindi sem þessi. Borgar-
stjóri sem þeir kusu og treystu hefur
brugðist þeim. Það er líkt og engar
samningaviðræður hafi farið fram um
þessi kaup. Borgarstjóri hafi bara
spurt eigendurna hvað þeir settu upp
og samþykkt án hiks. Það allavega lít-
ur þannig út. Telja verður að verðið
sem greitt var fyrir verksmiðjuna hafi
verið 3-400 milljónum of hátt. Ekki er
hægt að setja út á seljendur í máli
þessu. Eðlilega leituðu þeir eftir
hæsta mögulega verði. Spurningin
hinsvegar er hvort R-listinn hafi leit-
að eftir lægsta mögulega verði fyrir
áburðarverksmiðjuna?
Þegar, eðlilega, gagnrýni kemur
fram á þessi kaup fer borgarstjóri í
mikla vörn til að réttlæta gjörðir sín-
ar. Vísar því að bug að yfirverð hafi
verið greitt og telur að fasteignamat
eignanna sé á þessu bili. Borgarstjóri
hefur varla áttað sig á því hver samn-
ingsstaða borgarinnar var í þessu
máli. Vissulega er landið sem verk-
smiðjan stendur á hið ákjósanlegasta
til byggðar og verður eflaust eftirsótt.
Þetta háa verð á áburðarverksmiðj-
unni mun tryggja að þær lóðir sem
þar munu verða skipulagðar verða
dýrar. Ef áfram heldur sem horfir
mun sameiginlegur sjóður borgar-
búa … springa.
STEINÞÓR JÓNSSON,
Hléskógum 18, Reykjavík.
Uppsprengt verð
sprunginnar verksmiðju
Frá Steinþóri Jónssyni bakara:
ÉG hef nú oft lesið yfir þau bréf
sem send hafa verið til blaðsins og
oft taka þau á mikilvægum málefn-
um en þó svo það sem ergir mig
óheyrilega þessa stundina sé
kannski ekki mikilvægt í augum
allra þá snertir það mig og stóran
hluta af kunningjafólki mínu mjög
náið. Í gegnum tíðina hefur verið
kalt á milli margra MS-inga og nem-
enda Verzlunarskóla Íslands en það
sem ég hef að segja nú tengist þeirri
áralöngu streitu ekki neitt. Ég var
að lesa grein í ónefndu blaði fyrir
skömmu síðan og fjallaði hún um
nýtt teiknimyndasögublað sem
Verzló er að gefa út, það í sjálfu sér
er ekki frásögu færandi nema nafnið
á þessu líklegast ágæta riti en það
fékk nafngiftina Thalía. Síðastliðið
skólaár hef ég verið í stjórn leik-
félags Menntaskólans við Sund sem
einnig heitir Thalía. Mér persónu-
lega er ekkert í nöp við þá er
stjórna útgáfu þessa blaðs en við hjá
leikfélaginu Thalíu höfum borið
þetta nafn í þónokkur ár og bið ég
því nú stjórnendur teiknimynda-
blaðsins að hugsa um nafngiftina
sem þeir ákváðu á þetta rit sitt.
Vissulega er það satt að við höfum
ekki einkarétt á nafni þessu og því
er bón mín ekki meint sem árás á
þessa einstaklinga sem á bak við
þetta standa heldur er hún einungis
til að láta í ljós óánægju mína yfir
þessu málefni, og veit ég að all-
margir standa með mér í þessu.
Þannig er að Verzló hefur ávallt
verið ofarlega í sviðsljósinu þegar
kemur að menntaskólamálefnum,
sérstaklega vegna þess að skóla-
félagið þar er betur statt fjárhags-
lega en önnur skólafélög og því gæti
leikfélagið Thalía horfið í skugga
þessa nýja teiknimyndasögublaðs
og finnst mér það vera algerlega
óviðunandi. Enn fremur vil ég
benda á að hin forngríska gyðja
Thalía var gyðja leiklistar en ekki
teiknimynda. Ég bið enn á ný Verz-
linga að athuga nafn þetta áður en
meira vatn rennur til sjávar.
JÓN GESTUR
BJÖRGVINSSON,
nemandi í MS og formaður
Leikfélagsins Thalíu.
Thalía
Frá Jóni Gesti Björgvinssyni:
KIRKJUSTARF
ATHYGLI foreldra er vakin á því
að sunnudagaskólinn verður
næstu þrjá sunnudaga ekki í
Landakirkju vegna ferminga.
Þess í stað verðum við með
sunnudagaskóla kl. 11 á elliheim-
ilinu Hraunbúðum bæði 7. og 21.
apríl. Í þessum stundum taka
heimilismenn Hraunbúða þátt í
helgistundinni. Það er tilvalið að
koma í sunnudagaskólann á
Hraunbúðum og heimsækja í
leiðinni ömmu og afa, langömmu
eða langafa ef því er að dreifa.
Sunnudaginn 14. apríl kl. 11
verður sunnudagaskólinn í Staf-
kirkjunni. Þar munum við upplifa
helgi hússins og enda með bless-
un og lofgjörð úti á Skans-
bryggju. Ég hvet foreldra til að
fjölmenna í sunnudagaskólann
með börnum sínum fram á vor.
Senn líður að uppskeruhátíð
sunnudagaskólans og verður sú
stund kynnt þegar nær dregur.
Með ósk um Guðs blessun,
séra Bára Friðriksdóttir.
Sunnudagaskólaferð
úr Garðasókn í
Garðabæ
LAUGARDAGINN 6. apríl næst-
komandi verður lokaferð sunnu-
dagaskólans í Vídalínskirkju í
Garðabæ, í húsdýragarðinn í
Laugardal. Farið verður í rútu
frá kirkjunni kl. 11 og komið til
baka kl. 13. Við munum grilla í
húsdýragarðinum og gera okkur
glaðan dag. Mætum vel klædd og
með góða skapið með í för. Leið-
beinendur sunnudagaskólans og
prestar Garðasóknar í Garðabæ.
Sunnudagaskóli
á Hraunbúðum
og í Stafkirkju
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Háteigskirkja. Samverustund eldri borg-
ara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjónustufull-
trúa.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6:45–
7:05 alla virka daga nema mánudaga.
Mömmumorgnar kl. 10 í umsjá Hrundar
Þórarinsdóttur djákna. Kaffispjall fyrir
mæður, góð upplifun fyrir börn.
Kirkjuskólinn í Mýrdal. Lokasamvera.
Síðasta samvera vetrarins á morgun,
laugardag, kl. 11.15 í Víkurskóla. Kveðj-
um brúðurnar Sollu og Kalla. Fjölmenn-
um. Sóknarprestur.
Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 14.30
helgistund á heilbrigðisstofnun Vest-
mannaeyja, dagstofu 3. hæð.
Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í
Varmárskóla kl. 13.15–14.30.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam-
komur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lof-
gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu-
fræðsla. Barna- og unglingadeildir á
laugardögum. Létt hressing eftir sam-
komuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla
alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM
105,5.
Sjöundadags aðventistar á Íslandi:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu-
fræðsla kl 10. Sameiginleg guðsþjónusta
allra aðventsafnaðanna á Íslandi kl 11.
Cindy Tutch frá Aðalsamtökunum, predik-
ar. Hlaðborð – sameiginlegt borðhald í
Suðurhlíðarskóla eftir guðsþjónustuna.
Síðdegissamkoma fyrir unga fólkið í Stof-
unni í Suðurhlíðarskóla kl 14:30. Biblíu-
rannsókn og bænastund á miðvikudags-
kvöldum kl 20.
Allir hjartanlega velkomnir.
Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut
2, Keflavík:
Samlestrar- og bænastund á föstudags-
kvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomn-
ir.
Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði
40, Selfossi: Safnaðarheimili aðventista
Gagnheiði 40, Selfossi.
Samlestrar og bænastund á mánudags-
kvöldum kl 20. Allir hjartanlega velkomnir.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum: Biblíufræðsla kl 10.
Samlestrar- og bænastund er í safnaðar-
heimilinu á fimmtudögum kl 17:30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði:
Biblíurannsókn / bænastund á miðviku-
dagskvöldum kl 20.
Allir hjartanlega velkomnir.
Safnaðarstarf
Gjafavara – matar- og kaffistell .
All ir verðflokkar.
- Gæðavara
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Eggjabikarar
verð
kr. 2.300
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mánudag-föstudag 11-18 ,
laugardag 11-15
Vandaðar heimilis-
og gjafavörur
Kringlunni 4-12 - sími 533 1322
DUKA
bláklukkuglös –
munnblásin og handslípuð glös
FÓLK Í FRÉTTUM