Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ félaga með Sveini. Þrátt fyrir að hann hefði verið kvalinn og yrði að liggja á sjúkrahúsi yfir jólin þá var þessi stund einstaklega björt og mikið gert að gamni sínu, eins og alltaf þegar hann var nálægur. Þessa stund mun ég alltaf geyma. Hún var samnefnari fyrir allt það já- kvæða og ósérhlífna sem ávallt ríkti í fari þessa manns. Megi Sveinn vinur minn Þor- móðsson hvíla í friði eftir annasam- an dag mannblendni, dugnaðar og áræðis. Ég sendi Dagfríði og fjöl- skyldu hennar mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Óttar Sveinsson. Á gamla Melavellinum sá ég hann fyrst. Snuðrandi fyrir aftan markið með myndavélina á lofti. Einn af þeim sem vildu ekki aðeins sjá leik- ina, heldur eiga þá á filmu. Okkur strákunum, inn á vellinum, þótti þetta skrítin sérviska, í besta falli góð aðferð til að komast frítt inn, en nutum þess á stundum þegar Sveinn kom færandi hendi með myndir af atvikum og tilburðum, sem gerðu okkur að meiri mönnum og fræknari köppum, en efni stóðu til. En Sveinn Þormóðsson var ekki mættur til að gera okkur greiða. Hann var þarna af áhuga og ástríðu, ljósmyndarinn ódrepandi, vinur okkur og félagi, maðurinn með myndavélina, sem naut þess að eiga þátt í mörkunum og sigrunum og at- vikum augnabliksins. Áður en varði var hann orðinn að vini okkar og velgjörðarmanni og þegar Sveinn lenti í slysinu í tjald- inu forðum og lagðist á spítala, nær dauða en lífi, var það okkur mikið gleðiefni, strákunum í KR-liðinu, að heimsækja Svein á sjúkrahúsinu og sýna honum bikarinn og verðlauna- peningana, sem við unnum til, þá um haustið. Það var ógleymanleg stund. Og seinna kom Sveinn í ferðalagið með okkur til Liverpool, þegar ís- lenskt knatttspyrnulið tók í fyrsta skipti þátt í Evrópukeppni og þar myndaði Svenni allt í bak og fyrir. Hann var vinur okkar og vernd- arengill og sjálfsagt hefur Sveinn Þormóðsson sömuleiðis verið vinur allra þeirra liða og kappliðsmanna sem þreyttu knattspyrnu á þeim ár- um, á sjöunda og áttunda áratugn- um og allar götur síðan og þótt vænt um þá alla, strákana sína, sem hann myndaði í leik og keppni. Löngu seinna hittumst við Svenni aftur á ritstjórn DV, þegar við gerð- umst samstarfsmenn á ný, hann frá Dagblaðinu, ég frá Vísi og það urðu fagnaðarfundir. Í allan þann tíma sem við störfuðum saman féll aldrei neinn blettur á okkar góðu vináttu og alltaf dáðist ég að þolinnmæði hans og dugnaði, góðu skapi og elju og áhuga. Þarna var hann mættur á undan öllum öðrum, alltaf fyrstur með myndirnar, alltaf bestur þegar mest á reyndi. Sveinn þurfti að vinna langan dag til að eiga í sig og á og leggja í mik- inn kostnað til að sinna sínu starfi. Bíllinn hans var nokkurskonar stjórnstöð með beint samband við lögreglu og slökkvilið og björgunar- sveitir og ekki var það allt löglegt og umsamið en þannig var sambandi Sveins háttað við yfirvöld og lög- gæslu, að menn litu í gegnum fingur sér og fyrirgáfu Sveini Þormóðs- syni, einum manna, að hlera bráða- útköll og einkasamtöl, því hann fór vel og vinsamlega með þann trúnað sem honum var sýndur. Fyrir vikið var Sveinn oftar en ekki mættur með fréttamynd dagsins og nætur- innar, snemma morguns og brosti breitt, sínu fallega brosi, þegar hon- um varð ágengt í þessu ótíma- bundna starfi sínu. Ég þekki engan mann, sem var jafn hugljúfur, hæglátur og hjarta- hlýr og Sveinn Þormóðsson. Hann vildi öllum vel, hann var jafnan kurt- eis, hógvær og jákvæður, brosmild- ur og bjartur. Hann var húsbónda- hollur með afbrigðum, lítlillátur en stoltur, geðgóður en skapmikill, hreinn og beinn. Fölskvalaus og ein- lægur. Með Sveini Þormóðssyni er fall- inn í valinn einn ágætasti og heið- arlegasti maður sem ég hef kynnst um ævina. Hann átti sína erfiðleika við að etja í prívatlífi, heilsuleysi og slys og lífsbarátta settu mark sitt á lífs- hlaup hans. En Sveinn Þormóðsson stóð þetta allt af sér sem hetja, hvunndagshetja, sem skilaði sínu og stóð sína vakt, með prýði, með sæmd, með óaðfinnanlegu dagsverki fyrir húsbændur sína, fjölskyldu og samfélag. Megi hann hvíla í friði. Ellert B. Schram. Þegar ég réðst sem ritstjóri að DV árið 1997 eftir svolitlar svipt- ingar í blaðaheiminum sem enduðu með beisklegum aldurtila Alþýðu- blaðsins var Sveinn Þormóðsson ljósmyndari einn af þeim fyrstu sem ég kynntist. Það voru góð kynni. Þau slitnuðu ekki þrátt fyrir veik- indi Sveins og djúpa vík milli mín og blaðamennskunnar. Hann var auð- vitað löngu orðinn að goðsögn þegar ég loksins kynntist honum sem starfsfélaga. Ég hafði þá velkst á fjörum hins prentaða orðs af og til frá 1978, og stýrt tveimur harðpóli- tískum dagblöðum áður en forlögin stefndu mér í Þverholtið á DV. Allan þann tíma var litið upp til Sveins Þormóðssonar sem frábærs fréttaljósmyndara. Hann hafði ein- stakan hæfileika til að fanga augna- blikið, smella af á nákvæmlega því eina sekúndubroti sem skipti máli. Líklega hefur enginn blaðaljós- myndari komist eins langt í því og Svenni þegar hann var upp á sitt allra besta. Þegar róttækir strákar stýrðu Þjóðviljanum upp úr 1980 og tókst að selja hann um stund inn á fimmta hvert heimili í Reykjavík komumst við aldrei með tærnar þar sem Mogginn hafði hælana hvað varðaði „skúbbin“ á ljósmyndasvið- inu. Mogginn hafði nefnilega Svein Þormóðsson. Þegar Þjóðviljinn tók sjálfan sig stundum í gegn og reyndi að fríska upp á fréttasíðurnar var ekki síst litið til frábærra fréttaljós- mynda Sveins Þormóðssonar, sem öllum ritstjórum annarra blaða voru stöðugt öfundarefni. Það var þó ekki fyrr en á DV sem ég skildi hvílíkur happafengur Sveinn Þormóðsson var fyrir sér- hvern ritstjóra sem hafði metnað fyrir hönd síns blaðs. DV gerði út á augnablikið, út á eins stutta fjar- lægð í tímanum og var möguleg milli atburðar og fréttar af honum. En um leið út á eins skarpa og hnitmið- aða lýsingu og hægt var í blaði sem kom út svo snemma á morgnana að fréttasíðurnar voru flestar skrifaðar áður en þjóðin rumskaði. Það er gamalt mottó í blaðamennsku að mynd er ígildi þúsund orða. DV var eina blaðið í íslenskri fjölmiðlasögu sem gerði beinlínis út á fréttaljós- myndir og lét þær ganga fyrir hinu skrifaða orði. Enda ól það upp fréttaljósmyndara í heimsklassa. Á þeim vettvangi bar Sveinn Þor- móðsson höfuð og herðar yfir aðra hvað reynslu varðaði. Aldrei brást, að þegar syfjaður þingmaður í líki ritstjóra kom á vaktina klukkan sjö var Svenni mættur með hlýlegt spaug á vör, löngu kominn á fætur, og lagði eina til tvær pottþéttar fréttamyndir á borðið. Þarmeð var morgninum oftast borgið. Þá var hann kannski búinn að skjótast til Grindavíkur að mynda skip sem sökk í höfninni eða í Þorlákshöfn að festa á filmu krana sem féll á bát. Ég skildi ekki hvernig hann fór að þessu, og hann hló bara giska stolt- ur þegar ég lofaði Guð fyrir að hafa menn einsog hann í liðinu. Sveinn Þormóðsson var nefnilega pottþétt- ur á hverju sem gekk. Við áttum sannarlega skap sam- an. Menn sem voru jafn glaðlega vaxnir og við tveir gátum ekki annað en hlegið saman að tilverunni á hverjum morgni fyrir að gabba okkur í starf þar sem aldrei var hægt að sofa út. Ekki dró úr morg- ungleðinni þegar spéfugl einsog Jónas Haraldsson fréttastjóri bland- aði sér í málið af alkunnri alvöru. Og allir hlógum við saman þegar svitinn perlaði af Reyni Traustasyni frétta- hauk Íslands og morgunstjóra DV þegar við ákváðum að bylta öllum útsíðum og stokka allt upp á nýtt. Svona á að gera þetta, sagði Svenni Togga og hló við fót þegar Reynir bölvaði. Sveinn Þormóðsson þekkti tím- ana tvenna. Í starfi sínu sem ljós- myndari var hann staddur í bylting- unni á Mogganum þegar Matthías og Styrmir kipptu honum undan beinni stjórn Sjálfstæðisflokksins inn í frjálslyndan nútíma, og hann var líka partur af áhöfn Dagblaðs- ins, þegar Jónas Kristjánsson ný- rekinn af Vísi breikaði í geggjuðum ham með mestu villimönnum blaða- mennskunar í þá daga. Starfssaga hans fléttaðist þannig saman við fjölmiðlasögu landsins um áratuga skeið. Í einkalífinu beið Sveinn tíma- bundna ósigra einsog við flest en reis alltaf sterkari á fætur en áður, hvort heldur hann glímdi við Bakk- us eða afleiðingar brunans sem gerði hann í reynd að öryrkja og gjörbreytti lífi hans. Hann bjó yfir meiri hetjuskap en margir starfs- félagar hans gerðu sér grein fyrir. Þessu er vel lýst í frábærri ævisögu sem vinur hans og félagi Reynir Traustason skrifaði fyrir nokkrum árum. Sveinn Þormóðsson var heið- ursmaður. Hann var frábær starfs- félagi, sem lagði sig alltaf allan fram, og aðeins betur. Einn eðlis- kostur stóð upp úr í fari hans. Það var einlægnin. Ég tók eftir því í rit- stjóratíð minni að góðir blaðaljós- myndarar voru jafnan einlægir menn. Þessvegna náðu þeir augna- blikunum sem allt líf þeirra gengur út á að veiða í auga myndavélarinn- ar. Sveinn var þeirra einlægastur. Á áttræðisaldri minnti hann mig stundum á stóran, einlægan dreng. Ég kveð hann með söknuði og þökk- um fyrir lærdómsríka samleið í Þverholtinu og bið fjölskyldu hans guðs blessunar. Össur Skarphéðinsson, fyrrv. ritstjóri DV. Þegar ég frétti að Sveinn væri dá- inn þá gat ég ekki hugsað mér ann- að en að skrifa nokkuð af mínum fá- tæku orðum um þennan merkismann, sem sleppti aldrei augnabliki við að heyra hvað væri að gerast úr skannernum sínum og var innan við hálfa mínútu að hlaupa út með vélina sína ef eitthvað var um að vera. Hann var fyrrverandi tengdapabbi minn. Þegar ég kynntist þeim hjónum fyrir 12 árum var eins og að koma til ömmu og afa þar sem aldursmunur er nokkur á þeim og foreldrum mín- um. Það var alltaf tekið vel á móti okkur og alltaf jafn ánægð að sjá okkur og passaði hann upp á að ég fengi köku og mjólk þar sem ég drekk ekki kaffi. Hann var ótrúlega duglegur og lét ekkert aftra sér að mynda. Hann var búinn að fara í ótal aðgerðir, þar á meðal gangráð í hjartað og nokkrum sinnum búið að keyra á hann svo að hann slasaðist. Ef eitthvað bjátaði á hjá okkur eins og þegar við urðum bensínlaus í miðri keyrslu sem var frekar oft þá kom hann eins og sjúkrabíllinn og margt annað sem hann hjálpaði okk- ur með. Það var mjög stutt í húm- orinn hjá honum. Ég heimsótti hann hálfum mánuði áður en hann dó, þá var hann orðinn mjög veikur, í hálfgerðu móki, samt þekkti hann mig og tók í höndina á mér og ávarpaði mig nafni. Eftir að konan hans hætti að vinna fór hann mikið í bíltúra með hana, fór með hana í Kaffivagninn og keypti mat handa henni í hádeg- inu. Svo sagði hann einu sinni við mig, við reynum að vera eins mikið saman og hægt er, því við vitum ekki hve langan tíma við fáum að vera saman, þetta var alveg rétt hugsun. Hann ásamt Fríðu konu sinni fór flest sumur til útlanda þar sem fimm af sjö börnum þeirra búa erlendis, fjögur í Bandaríkjunum og eitt í Svíþjóð. Það var mjög gaman að fá að kynnast þessum manni og vona að honum líði vel á nýju tilverustigi. Ég sendi Fríðu og börnum og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Hjálmfríður Þ. Auðunsdóttir. SVEINN ÞORMÓÐSSON 9 3      * 2 %7    9!7  %0 6   6       5  "     < "   , $ 7   )  .  7    7  !  7  '%  & 7    ! 1     80  '%# )8 ' 6 &0  7   8 !0  )8 3& 2)          4 '2+ ,, 7 " ! %0 !  3 0   "# 3 0  4     6     ( 5       5  "      "  # $ () ' )          ) 4 $& 9               +2  9!  :=   6           5  "     &! 5 "   / .$$ '%  $% $ $%  $ $ $% 3 " & 9     3  9 5) +  52  ><>  4 !   4     7 >3  <3 6      '&     &   & 0 ' !)&    & 9              ,?  , - + ,, 7 "'      '       3  $     5    7 @ 31      "@  ! 8!  #3  @  0      @ 9 $ 1   & *    )2, 2   ,  4   '    &"  8     7  ! 5    '  2   8       2" ' ) 3        !$ 3/.   &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.