Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í TILEFNI aldarafmælis Halldórs Laxness frumsýn- ir Þjóðleikhúsið leikrit þjóðskáldsins, Strompleik- inn í kvöld. Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir. Halldór Laxness samdi sitt fyrsta leikrit, Straumrof, árið 1934, en samdi fjögur leikrit til viðbótar, Silfurtúnglið (1954), Strompleikinn (1961), Prjónastofuna Sólina (1962) og Dúfnaveisluna (1966). Leikgerðir eftir skáldsögum Laxness hafa not- ið gífurlegra vinsælda íslenskra leikhúsgesta í gegnum tíðina. Má þar nefna leikgerðir eftir Sölku Völku, Sjálfstæðu fólki, Heimsljósi, Íslandsklukkunni, Atómstöðinni og Kristnihaldi undir jökli. Halldór Laxness sat um árabil í þjóðleik- húsráði. Á fyrri helmingi sjöunda áratug- arins lagði Halldór Laxness skáld- sagnaritun á hilluna í nokkur ár og sneri sér að leikritagerð í fullri al- vöru. Strompleikurinn var fyrsta leikritið af þeim þremur sem þá urðu til og kvað þar við nýjan tón í íslenskri leikritun, enda fylgdist Halldór Laxness vel með því sem helst var að gerast í leikritun á er- lendri grundu, og hikaði ekki við að gera tilraunir með leikritunarform- ið í verkum sínum. Leikritið var frumflutt í Þjóðleikhúsinu árið 1961 og sýnt aftur árið 1972 hjá Leik- félagi Akureyrar. Strompleikurinn er gamanleikur með alvarlegum undirtóni þar sem kímnigáfa skáldsins og hæfileikar til að skapa eftirminnilegar persónur njóta sín vel. Verkið fjallar um mæðgurnar frú Ólfer og Ljónu sem búa í nið- urníddum bragga í Reykjavík og hafa hin ótrúlegustu ráð til að kom- ast af. Skáldið hafði skemmtun af að skrifa Strompleikinn Strompleikurinn er fyrsta leik- stjórnarverkefni Kristínar Jóhann- esdóttur hjá Þjóðleikhúsinu. „Þegar Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri bauð mér þetta verk, las ég auðvit- að Strompleikinn aftur. Ég hafði kynnst verkinu sem unglingur og fengið einhverjar mjög undarlegar hugmyndir um það eftir þá umfjöll- un sem þá var í gangi. Það kom mér svo mjög á óvart þegar ég las verkið í haust, að það reyndist vera eitthvað allt annað en ég hafði gert mér í hugarlund á sínum tíma. Mér varð strax ljóst að þetta var ör- væntingarfullur ærslaleikur með ómótstæðilega skemmtilegum and- stæðum. Ég frétti síðar frá mjög áreiðanlegum manni sem talað við Laxness rétt eftir að hann hafði klárað verkið, að hann hafi haft orð á því að sér hefði sjaldan eða aldrei á ævinni verið jafn skemmt við nokkurn hlut eins og að skrifa þetta verk, það er eitthvað sem skín í gegn þegar maður les það. Verkið á sér bakland í ákveðnu tímabili í sögu okkar; gerist á mjög afmörk- uðum tíma og lýsir mjög sérstæðu ástandi, sem skapaðist á árunum eftir seinni heimsstyrjöld, – upp úr miðri tuttugustu öld, þ.e. þjóð- félagslegum hræringum; – það voru þjóðflutningarnir úr sveitum í borg, stríðsgróðinn, hafta- og skömmtun- arstefna; – þetta ástand virðist hafa skapað mjög brogað siðferði. Leik- ritið sjálft er dásamlegt hvað það snertir að Laxness skapar þar al- veg sjáfstæða leikveröld. Honum virðist vera það alveg eiginlegt að skapa verk sem lýtur algjörlega lögmálum leikhússins. Þess utan áttaði ég mig fljótlega á því að þarna voru mjög sterkar tengingar við nútímann. Það er þetta ástand sem hann lýsir svo vel, sem er eitt- hvað sem mér finnst vera það sama og ríkir í dag. Fyrst og fremst er það þessi stærsti löstur mannsins, græðgin, og skammtímasjónarmið sem skapa það ástand sem er mjög vel við lýði enn þann dag í dag, ekk- ert síður en þá. Laxness og Kusturica Það er skemmtilegt, að nýlega sá ég svipuðu ástandi gerð mjög góð skil með aðferðum sem eru mjög skyldar aðferðum Laxness. Þetta eru kvikmyndir Emirs Kusturicas sem fjalla um mjög svipað þjóð- félagsástand, með stríð í baksýn og þar hafa siðferðismörk skolast burt. Við studdumst við það í okkar vinnu við uppsetninguna að skoða tengingarnar milli þessara tveggja höfunda. Það er mjög skemmtilegt að eitthvað svipað skuli einmitt koma upp í dag; höfundarverk sem er svona tengt þessu verki Laxness. Reyndar fer Halldór Laxness mjög víða til að afla sér fanga í verkið. Í Strompleiknum finnur maður skýrar vísanir allt frá Forn- Grikkjunum til Bertolts Brechts og í absúrdismann, sem var að ryðja sér til rúms á þessum tíma. Það eru óskaplega margar vísanir sem Lax- Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld leikrit Halldórs Laxness, Strompleik- inn. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við leikstjórann, Kristínu Jóhannes- dóttur, um verkið, samtíma þess og erindi Strompleiksins í dag. Morgunblaðið/Þorkell Ljóna gerir sig til, Sólveig Arnarsdóttir í hlutverki sínu. EFT IR HALLDÓR KILJAN LAXNESS Leikarar: Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Hjalti Rögnvalds- son, Jóhann Sigurðarson, Krist- björg Kjeld, Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Marta Nordal, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Sigurður Skúlason, Sólveig Arn- arsdóttir og Valur Freyr Ein- arsson Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson Leikmynd og búningar: Rebekka A. Ingimundardóttir Sviðshreyfingar: Ástrós Gunn- arsdóttir Lýsing: Páll Ragnarsson Leikstjóri: Kristín Jóhannes- dóttir STROMP- LEIKURINN Strompleikur fyrir sköllóttan skósmið og sminkaða ljósku ÓLÖF Nordal opnar sýninguna Gull í galleri@hlemm- ur.is í kvöld, föstu- dagskvöld, kl. 20 og gefur þar að líta ljósmyndir af skúlptúrum. Þetta er sjöunda einka- sýning Ólafar og ber í sér þjóðlegan undirtón. Ólöf útskrifaðist úr skúlptúrdeild Yale University School of Art í New Haven í Connecticut 1993. Nýlega vann Ólöf samkeppni um gerð myndlistaverks í nýjan þjónustuskála Alþingis. Halldóra Thoroddsen skrifar m.a. í sýningarskrá: „Hvaða merk- ingu bera þau stórfurðulegu plast- fyrirbæri sem nútíma foreldrar ryksuga upp af gólfum sínum. Veruleikinn er merkingarlaus þar til mennirnir hafa merkt hann. Börnin fæðast með þessari merk- ingaráráttu, leggja merkingu í snifsi, spýtu, plastskrímsli, horn, legg og skel. Íslenska barnið hef- ur í margar aldir gefið hornunum merkingu bústofns. Listamaðurinn setur sig í spor barnsins og losar hlutina úr lærðu samhengi. Leik- urinn er forsenda sköpunar. Leikur Ólafar Nordal felst í því, að setja plast inní lífið og líf inní plastið. Verkin eru fram borin sem dígítal ljós- myndir. Ólöf hefur valið skala verk- anna með hjálp tækninnar og breytt eðli þeirra. Verkin eru ekki lengur skúlptúrar í eiginlegri merkingu, heldur tvívíðar heim- ildamyndir um gjörninga.“ Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–18 og stendur til 28. apríl. Tvívíðar heimildamyndir Eitt verka Ólafar Nordal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.