Morgunblaðið - 05.04.2002, Page 26

Morgunblaðið - 05.04.2002, Page 26
LISTIR/KVIKMYNDIR 26 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGSTILBOÐ Stuttkápur kr. 1.000 Jakkar kr. 5.000 Nýjar vörur 20% afsláttur aðeins í dag Snorrabraut 38, sími 562 4362 Á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs, sími 551 4050 Tilboðsverð á rúmfatnaði Póstsendum Langur laugardagur Njálsgötu 86 - sími 552 0978 Dún - gervi Einbreiðar - tvíbreiðar Sett fylgir hverri sæng Opið laugardag kl. 10-16 Sængurkynning Laugrvegi 25, sími 533 5500 15% afsláttur af peysum á Löngum laugardegi GÖTUMARKAÐUR Á LAUGAVEGI Vorstemning Kaupmenn á Laugavegi og Götusmiðjan standa fyrir götumarkaði þar sem allur ágóði sölunnar rennur til ungra fíkniefnaneytenda í meðferð. Unglingar á vegum Götusmiðjunnar verða á 3-4 stöðum á Laugavegi að selja nýjan fatnað sem verslanir á Laugavegi gefa unglingunum. Hver hlutur mun kosta kr. 500 og mun því vera hægt að gera reyfarakaup um leið og við styrkjum gott málefni! HARÐJAXLINN Vinnie Jones, sem fór með eft- irminnileg hlutverk í kvikmyndunum Snatch og Swordfish, fer með aðalhlutverkið í Mean Machine, sem frumsýnd verður í dag. Hér er á ferðinni endurgerð myndarinnar The Long- est Yard frá árinu 1974 þar sem Burt Reynolds lék titilhlutverkið, en í þessari nýju útgáfu leik- ur Vinnie Jones fyrrver- andi fyrirliða enska landsliðsins, Danny Meehan að nafni, sem lent hefur upp á kant við lögin. Hann er dæmdur í þriggja ára fangelsisvist. Fangelsisstjórinn vill að Danny taki að sér þjálf- un fótboltaliðs fanga- varða. Hinn fyrrverandi landsliðsfyrirliði neitar að verða við þeirri bón. Hins vegar er hann reiðubúinn að taka að sér að þjálfa lið fanga svo hægt sé að skipuleggja æsispennandi leik við harðsnúið lið fangavarða. Hefst nú þjálfunin fyrir alvöru og er leikurinn rétt að byrja. Að baki Mean Machine standa sömu framleið- endur og framleiddu Snatch og Lock Stock and Two Smoking Barr- els. Myndin kemur frá Paramount Pictures og er Matthew Vaughn framleiðandi myndarinn- ar. Leikstjórinn er Barry Skolnick, sem hér er að þreyta frumraun sína sem leikstjóri kvik- myndar, en frá árinu 1995 hefur hann starfað sem auglýsingaleikstjóri hjá Ridley Scott Advert- ising. Aðalleikarinn Vinnie Jones er fyrrverandi fót- boltastjarna og þurfti því ekki að hugsa sig lengi um þegar til hans var leitað með aðalhlutverkið enda fóru þar saman tvö af hans helstu áhugamál- um í einni mynd, það er fótbolti og kvikmynda- gerð. „Mig hefur alltaf langað til að leika í góðri fótboltamynd,“ segir Vinnie og bætir við að í gegnum árin hafi sér verið boðin nokkur slík hlutverk, en hann alltaf hafnað þar til nú enda sé Mean Machine miklu meira en fótboltamynd. Leikarar: Vinnie Jones (Lock Stock and Two Smoking Barrels, Snatch, Gone In 60 Seconds); Jas- on Statham (Lock Stock and Two Smoking Barrels, Snatch, Ghosts of Mars); David Kelly (Waking Ned, Ordinary Decent Criminal, Greenfingers); David Hemmings (Gladiator, Gangs of New York, Spy Game); Vas Blackwood (Lock Stock and Two Smoking Barrels, Tight Trousers, Babymother); Danny Dyer (Human Traffic, Loved Up, Heart- stones). Leikstjóri: Barry Skolnick. Fangar keppa við fangaverði Úr kvikmyndinni Mean Machine. Háskólabíó frumsýnir Mean Machine með Vinnie Jones, Jason Statham, David Kelly, David Hemmings, Vas Black- wood, og Danny Dyer. LÍF efnafræðingsins Elmo McElrey, sem leikinn er af Samuel L. Jackson, hefur ekki verið neinn dans á rósum til þessa, en með nýrri efnafræðiformúlu, sem hann býr yfir, hyggst hann breyta lífi sínu svo um munar. Hann fer til Liverpool á Englandi þar sem hann hyggst kynna vöru sína á evrópskum markaði, en það fer hinsvegar ekki allt samkvæmt áætlun og mjög fljótt flækist hann í miklu svikaneti. Þetta er söguþráður kvikmyndarinnar The 51st State sem frumsýnd verður í nokkrum bíóhúsum í dag, en segja má að myndin sé sambland af spennu- og gam- anmynd. Hún er framleidd af Alliance Atlantic Comm- unications og er leikstjóri hennar Ronny Yu frá Hong Kong, sem m.a. hefur leikstýrt myndunum Bride of Chucky og The Bride with the White Hair. Handritshöfundurinn Stel Pavlou á sjálfur hugmynd- ina að myndinni, en þessa hugdettu fékk hann er hann var við nám í Liverpool árið 1994 og eru margar persón- ur myndarinnar grundvallaðar á vinum hans frá þessum árum. Sjálfur var hann atvinnulaus er hann hófst handa við handritsgerðina, en vann síðan hlutastarf í vínbúð til að framfleyta sér á meðan á skrifunum stóð. Hann gerði sér síðan ferð á kvikmyndahátíðina í Cannes ásamt nán- um vini sínum og samstarfsmanni Mark Aldridge til að hitta rétta fólkið og hugsanlega framleiðendur sem gekk eftir að lokum. Sjálfur stakk hann svo upp á Ronny Yu sem leikstjóra þar sem hann hafði haft sérstakt dálæti á honum sem leikstjóra. „Ég tók að mér leikstjórn mynd- arinnar aðeins vegna Sam Jacksons,“ segir Ronny Yu. „Hann sagðist myndu verða í skotapilsi og það var eitt- hvað svo mikilfenglegt að fá að sjá svartan mann í skota- pilsi að ég sló til.“ Loks gátu tökur hafist eftir að aðilar beggja vegna Atlantsála höfðu samþykkt fjármögnun, en það voru aðilar í Kanada og Englandi sem fjármögn- uðu gerð myndarinnar. Leikarar: Samuel L. Jackson (Shaft, Rules of Engagement, Star Wars); Robert Carlyle (Trainspotting, The Beach, The Full Monty); Sean Pertwee (Soldier, Event Horizon); Rhys If- ans (Notting Hill, Kevin & Perry); Ricky Tomlinson (The Roy- ale Family, Cracker); Emily Mortimer (Scream 3, Disney’s The Kid, Love’s Labours Lost); Meat Loaf (Fight Club, Spice- world, Crazy in Alabama). Leikstjóri: Ronny Yu. Robert Carlyle í kvikmyndinni The 51st State. Flæktur í svikaneti Laugarásbíó, Sambíóin og Borgarbíó á Akureyri frumsýna The 51st State með Samuel L. Jackson, Robert Carlyle, Sean Pert- wee, Rhys Ifans, Ricky Tomlinson, Emily Mortimer, Meat Loaf og Nigel Whitmey. ÞEIR Wes Anderson og Owen Wilson sameinuðu krafta sína við gerð gamanmyndarinnar The Roy- al Tenenbaums, sem frumsýnd verður í dag, en þeir voru jafn- framt höfundar Rushmore, sem frumsýnd var árið 1998. Nýja myndin segir frá hinni undarlegu Tenenbaum-fjölskyldu. Gene Hackman leikur fjölskylduföðurinn Royal Tenenbaum og Anjelica Huston fer með hlutverk móður- innar Etheline. Börnin þrjú, þau Chas, Margot og Richie leika Ben Stiller, Gwyneth Paltrow og Luke Wilson. Fjölskyldufaðirinn, sem er mik- ill fýlupoki, hefur tapað öllum tengslum við fjölskyldu sína og eiginkonan er með öllu orðin af- huga honum, en hefur þess í stað mun meiri áhuga á vonbiðlinum Henry Sherman. Og börnin þrjú eru öll stórundarleg. Til að sam- einast fjölskyldunni á ný, grípur Royal til þess ráðs að gera sér upp alvarleg veikindi og segist vera dauðvona. Afleiðingarnar verða þær að samskipti fjölskyldumeð- limanna breytast til batnaðar og fjölskylduböndin styrkjast svo um munar. Auk þess að vera annar af tveimur handritshöfundum mynd- arinnar, leikstýrði Wes Anderson jafnframt The Royal Tenenbaums, en hann skaust fram á sjónarsviðið með Bottle Rocket árið 1996 með þeim bræðrum Luke og Owen Wil- son í aðalhlutverkum, en þeir fara hér einnig með hlutverk. Fram- leiðendur myndarinnar, sem kem- ur frá Touchstone Pictures, eru Wes Anderson, Barry Mendel og Scott Rudin auk Rudd Simmons og Owen Wilson. Leikarar: Gene Hackman (The French Connection, Unforgiven, Bonnie and Clyde); Anjelica Huston (Prizzi’s Hon- or, The Golden Bowl, The Addams Family); Ben Stiller (Zoolander, Meet the Parents, There’s something about Mary); Gwyneth Paltrow (Shakespeare in Love, Shallow Hal, Duets); Luke Wilson (Legally Blonde, Charlie’s Angels, Blue Streak). Leik- stjóri: Wes Anderson. Undarleg fjölskylda Úr kvikmyndinni The Royal Tenenbaums. Sambíóin Álfabakka og Nýja Bíó á Akureyri frum- sýna The Royal Tenenbaums með Gene Hack- man, Anjelica Huston, Ben Stiller, Gwyneth Palt- row, Luke Wilson og Owen Wilson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.