Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 73 78 04 /2 00 2 YNGJUM UPP Komdu með gamla varalitinn þinn og fáðu í staðinn NÝJAN varalit fyrir aðeins 490 kr. Gildir til og með 17. apríl 2002. Veittu sjálfri þér ánægju. Gefðu lífinu lit. YFIRVÖLD í Afganistan hafa handtekið hundruð manna sem grunur leikur á að hafi haft uppi áform um að steypa bráðabirgða- stjórn Hamids Karzais af stóli og efna til hryðjuverka í landinu. Flestir hinna handteknu eru liðsmenn Hezb-e- Islami, samtaka róttækra músl- ima sem lúta for- ystu Gulbuddins Hekmatyars, fyrrverandi for- sætisráðherra Afganistans. Meðal hinna handteknu var Wahidullah Zabaoon sem á sínum tíma gegndi ráðherraembætti í rík- isstjórn Hekmatyars. Yunus Qanooni innanríkisráð- herra sagði að meira en þrjú hundruð manns hefðu verið hand- tekin í tengslum við samsærið og voru um 160 enn á bak við lás og slá í gær. Samsærismennirnir hugðust m.a. efna til sprengjuárása í Kabúl, höf- uðborg Afganistans, að sögn Din Muhammad Jurat hershöfðingja, en hann hefur öryggismál á sinni könnu. Þá munu þeir hafa ætlað að hleypa upp loya jirga, höfðingja- samkundunni sem halda á í júní, í því skyni að velja nýja ríkisstjórn fyrir Afganistan. Einnig munu hafa verið áætlaðar hryðjuverkaárásir gegn útlending- um, sem nú dveljast í Afganistan. Qanooni var spurður hvort eitt- hvað benti til að samsærismenn- irnir hygðust ráða Karzai forsætis- ráðherra af dögum. „Þeir höfðu uppi áform um árásir gegn ýmsum háttsettum einstaklingum, þ.á m. Karzai forsætisráðherra og kon- ungnum fyrrverandi,“ sagði Qan- ooni. Gert er ráð fyrir að Mohamm- ad Zaher Shah, fyrrverandi kon- ungur Afganistans, snúi aftur til landsins síðar í þessum mánuði en hann hefur um áratuga skeið verið í útlegð á Ítalíu. Skapar spennu í samskiptum þjóðarbrota Óttast er að handtökur mann- anna valdi aukinni spennu í sam- skiptum þjóðarbrotanna sem byggja Afganistan. Pastúnar eru fjölmennastir en hins vegar eru flestir liðsmanna Norðurbandalags- ins, sem ráða ríkjum í afganska inn- anríkisráðuneytinu, Tadjíkar. Vitað er að stuðningsmenn Hekmatyars, fyrrverandi forsætisráðherra, eru flestir Pastúnar og hætta er á að leiðtogar Pastúna túlki handtökurn- ar sem tilraun til að skaða tilraunir þeirra til að tryggja samstöðu Past- úna á samkundunni, loya jirga, sem framundan er. Raunar segir í frétt The New York Times að þar sem margir hinna handteknu séu kunnir and- stæðingar Karzais forsætisráðherra sé óhjákvæmilegt að því verði hald- ið fram að stjórnin hafi skáldað upp þetta samsæri í því skyni að út- rýma allri stjórnarandstöðu í Afg- anistan. Bar talsmaður Hezb-e-Islami, flokks Hekmatyars, algerlega til baka fregnir þess efnis í gær að hann hefði nokkuð með samsærið að gera. Sagði hann aðgerðirnar einfaldlega lið í tilraunum Norður- bandalagsmanna til að auka áhrif sín á stjórn landsins. Frægur að endemum Hekmatyar varð frægur á níunda áratugnum fyrir að sýna fádæma hörku í bardögum heimamanna við sovéska innrásarherinn í landinu. Hann varð síðan forsætisráðherra Afganistans í forsetatíð Burhanudd- ins Rabbanis fyrri hluta síðasta áratugar en stjórnartíð hans ein- kenndist af óreiðu og hjaðningavíg- um og óhætt er að segja að Hekm- atyar sé frægur að endemum. Hekmatyar fór í útlegð þegar tal- ibanar hrifsuðu til sín völdin árið 1996 og fór þá til Írans. Þarlend stjórnvöld létu hins vegar nýlega loka skrifstofum hans í Teheran og ekki er vitað hvar hann er nú nið- urkominn. Hekmatyar hafði hins vegar verið duglegur við að gagn- rýna Karzai á opinberum vettvangi, sem og þá staðreynd að bandarískir hermenn skyldu fá að athafna sig sem raun ber vitni á afganskri jörð undanfarna mánuði. Yfirvöld í Afganistan handtaka hundruð manna Sagðir hafa lagt á ráðin um valdarán Kabúl. AP. Gulbuddin Hekmatyar YFIRMENN stjórnarhersins í Angóla og hersveita uppreisnar- hreyfingarinnar UNITA undirrit- uðu í gær vopnahléssamning sem á að binda enda á langvinnustu borg- arastyrjöld Afríku. „Stríðinu í Ang- óla er lokið og komið hefur verið á friði til frambúðar,“ sagði Jose Eduardo dos Santos, forseti lands- ins. Hann ræddi síðar um daginn við framkvæmdastjóra UNITA, Paulo Lukama „Gato“, og var það fyrsti fundur forsetans með leið- toga uppreisnarhreyfingarinnar frá 1994. Kostaði hálfa milljón manna lífið UNITA samþykkti að afvopna 50.000 hermenn sína og leggja upp- reisnarherinn niður fyrir árslok undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Stjórnarherinn og UNITA lofuðu einnig að virða skilmála friðarsamn- ings, sem var undirritaður 1994 en rofinn fyrir tæpum fjórum árum. Efnt verður til viðræðna um hvernig útfæra eigi friðarsamning- inn og m.a. verður þá samið um skipun forystumanna UNITA í op- inber embætti. Friðarviðræðurnar hófust eftir að Jonas Savimbi, leiðtogi UNITA, féll í bardaga 22. febrúar. Tugir herforingja hans lágu einnig í valn- um eða voru teknir til fanga. Savimbi hafði stjórnað UNITA í meira en 30 ár og var álitinn helsta fyrirstaða friðar í Angóla. Borgara- styrjöldin hófst þegar landið fékk sjálfstæði frá Portúgal fyrir 27 ár- um og talið er að hún hafi kostað a.m.k. hálfa milljón manna lífið. Um fjórar milljónir manna, eða um þriðjungur íbúa landsins, flúðu af átakasvæðunum og hafa verið háð- ar aðstoð erlendra hjálparstofnana. Vopnahléssamningurinn var und- irritaður í Luanda. Kvaðst Dos Santos ætla að efna til þing- og for- setakosninga eins fljótt og mögu- legt væri. Kosningar áttu að fara fram 1997 en þeim var aflýst vegna stríðsins. „Stríðinu í Angóla lokið“ Vopnahléssamningur í höfn í Luanda Luanda. AP, AFP. BANDARÍSKUR piltur, sem eign- aðist tvö börn með kennara sínum þegar hann var í 6. bekk grunn- skóla, hefur stefnt skólastjórn og borgaryfirvöldum í Des Moines í Washingtonríki og krafist einnar milljónar dala skaðabóta, um 100 milljóna króna, á þeirri forsendu að stjórnvöld hafi brugðist skyldu sinni og ekki varið hann fyrir kyn- ferðislegri áreitni kennarans. Vili Fualaau, sem nú er 18 ára, bar fyrir rétti í gær að hann hefði verið skotinn í kennaranum, Mary Kay Letourneau, þegar hann var 12 ára. Hún var þá 34 ára gömul, gift og fjögurra barna móðir. Hún var á sínum tíma sakfelld og dæmd í 7½ árs fangelsi fyrir barnanauðgun, eftir að samband hennar og piltsins komst upp, og situr nú í fangelsi. Fualaau sagði fyrir réttinum að Letourneau hefði gefið honum und- ir fótinn með ýmsum hætti og m.a. lofað að hún myndi kyssa hann á síðasta skóladeginum og síðan að hún myndi fara úr einni spjör fyrir hverja spurningu sem hann svaraði rétt á söguprófi. Þau borðuðu sam- an í júní 1996 og Fualaau sagði að þau hefðu síðan eytt næstu þremur nóttum saman heima hjá Letourn- eau meðan eiginmaður hennar og börn sváfu annars staðar í húsinu. Fualaau og Letourneau eign- uðust fyrra barn sitt árið 1997 þeg- ar hann var 13 ára og það síðara tveimur árum síðar. Mál þeirra vakti mikla athygli, einkum eftir að þau skrifuðu saman bók um ást- arsambandið og er talið að Fualaau og móðir hans hafi fengið greitt jafnvirði um 18 milljóna króna frá bókaútgáfum og fjölmiðlum. Þeir peningar eru uppurnir og þeir sem skaðabótakrafan beinist nú að segja að mæðginin séu einungis að reyna að afla sér meira fjár. AP Vili Fualaau ásamt móður sinni, Soona Vili, í réttarsalnum í gær. Krefst nú skaðabóta Unglingspiltur sem átti tvö börn með kennara sínum stefnir yfirvöldum YFIRVÖLD í Bandaríkjunum sögðu í gær líklegt að litið yrði á Sádí- Araba, sem nú er haldið föngnum í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu, sem bandarískan ríkisborgara en fundist hafa gögn sem sýna að mað- urinn fæddist í Baton Rouge í Louis- iana-ríki. Maðurinn heitir Yasser Esam Hamdi og er 22 ára gamall. Hann mun hafa fæðst í Bandaríkjunum en foreldrar hans sneru aftur heim til S-Arabíu þegar hann var ungabarn. Ákveði yfirvöld að líta á hann sem bandarískan ríkisborgara mun hann fá sömumeðferð og bandaríski talib- aninn, John Walker Lindh, sem nú bíður réttarhalda í Bandaríkjunum. Hefur bandarískan ríkisborgararétt Washington. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.