Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDIR við endur- byggingu Ásgarðs, vinnustofu fatlaðra í Kópaseli í Lækjar- botnum, eru í biðstöðu. Skipu- lagsstjórinn í Kópavogi segir verið að finna leið til þess að koma nýju húsi fyrir á svæðinu en forstöðumaður Ásgarðs segir bæjaryfirvöld ekki tilbú- in að afgreiða deiliskipulag svæðisins sem Ásmegin, rekstraraðili staðarins, hefur látið vinna. Vinnustofan brann hinn 6. desember síðastliðinn en þar störfuðu 18 fatlaðir einstak- lingar. Ásgarður hefur verið rekinn frá árinu 1993 sam- kvæmt þjónustusamningi við ríkið en rekstraraðili staðar- ins, Ásmegin, rekur einnig grunnskóla sem kenndur er við Waldorfstefnuna og leik- skóla í Lækjarbotnum. Enn hefur ekki verið hafist handa við endurbyggingu vinnustofunnar og segir Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópavogsbæjar, málið í bið- stöðu. „Það er í bígerð að end- urreisa húsið sem brann og við erum að finna leiðina að því hvernig við gerum það.“ Hann segir verið að vinna deiliskipulag að hluta svæðis- ins til þess að koma húsinu fyr- ir en starfsemin samræmist aðalskipulagi bæjarins. „Við ætlum að taka málið aftur fyr- ir í skipulagsnefnd um miðjan apríl og þá skýrist málið eitt- hvað frekar,“ segir hann. Kom á óvart Þór Ingi Daníelsson, for- stöðumaður Ásgarðs, segir endurbygginguna stranda á því að Kópavogsmenn vilji ekki samþykkja það deili- skipulag sem Ásmeginn hefur látið vinna að svæðinu. „Það eru nokkuð mörg ár síðan við lukum við deiliskipulagið og lögðum það inn til kynningar. Þegar aðalskipulagið var tekið til skoðunar á dögunum var okkar getið þar þannig að við héldum að okkar skipulag yrði tekið í framhaldi af því en það virðist ekki vera sjálfgefið.“ Hann segir afstöðu bæjaryf- irvalda hafa komið sér á óvart. „Þetta er allt samkvæmt áætl- un sem við lögðum fyrir Kópa- vogsbæ árið 1989 og við höfum alltaf unnið samkvæmt þeim hugmyndum. Þannig að þetta er alveg nýtt fyrir okkur.“ Starfsemi Ásgarðs er sem stendur í bráðabirgðaaðstöðu í gamla Kópavogshælinu en Þór Ingi segir hana hafa fengið þar inni þar fram á sumar. „Eftir að við tókum ákvörðun um að byggja upp aftur á sama stað var okkur boðið þetta húsnæði og við reiknuðum með því að fara inn í nýtt húsnæði í haust. Nú verða hins vegar einhverj- ar tafir á því og ég veit ekki einu sinni hvernig þetta fer allt saman.“ Uppbygging Ás- garðs í biðstöðu Lækjarbotnar TÓNMENNTAKENNSLA er víða lítil í grunnskólum Reykjavíkur og jafnvel dæmi um að heilu árgangarnir hafi ekki fengið tilskilda tón- menntakennslu. Þetta segir Óskar Ísfeld Sigurðsson, for- maður SAMFOK, sambands foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur. Í töflu frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur sést að í fjöl- mörgum skólum er engin tón- mennt á stundaskrá efri bekkja barnadeilda en sam- kvæmt aðalnámskrá er tón- mennt skyldunámsgrein í 1. – 8. bekk grunnskólans. Óskar segir töfluna þó aðeins segja hálfa söguna því í mörgum til- fellum fari ekki fram tón- menntakennsla samkvæmt að- alnámskrá í þessum tímum. Óskar segist lengi hafa haft grun um að víða vanti sér- greinakennara í grunnskólana, þar á meðal tónmenntakenn- ara. „Ég spurðist fyrir um þetta munnlega á fræðsluráðs- fundi síðastliðið haust og sagði frá því að ég vissi til þess að það væru skólar þar sem eng- inn tónmenntakennari væri og það væru börn sem hefðu ekki fengið tónmenntakennslu í fleiri, fleiri ár, jafnvel heilu ár- gangarnir,“ segir hann. Ástandið verra en taflan segir Hann segir skólastjóra oft úthluta tónmenntatímunum til almennra kennara eftir að auglýsingar eftir tónmennta- kennurum hafi ekki borið ár- angur. „Sumir kennaranna reyna að gera sitt besta til þess að kenna einhverja tónmennt en aðrir eru mjög hreinskilnir og segjast ekki geta kennt tón- mennt. Þeir reyna kannski að láta börnin syngja eða spila fyrir þau tónlist af geisladiski eða einfaldlega nota tímann í eitthvað annað.“ Nýlega ítrekaði Óskar svo fyrirspurn sína til fræðsluráðs skriflega og fékk hann svar við henni á fræðsluráðsfundi þann 11. mars síðastliðinn. Í töflu sem svarinu fylgdi, og birt er hér, kemur fram að víða er engin tónmenntakennsla á unglingastigi og eldri bekkjum barnaskólans. „Ég spurði ítarlega um hvar verið væri að kenna tónmennt samkvæmt aðalnámsskrá en í svarinu hefur einungis verið færð inn tónmennt samkvæmt stundaskrá skólans,“ segir Óskar. „Þannig stendur t.d. á stundaskrá hjá mínu barni að það eigi að vera í tónmennt einu sinni í viku og það er lýs- ing í skólanámsskránni á því hvernig eigi að kenna þessa tónmennt, en kennararnir hafa sagt við okkur að þeir geti ekki kennt þetta því þeir séu ekki tónmenntakennarar. Þannig að börnin fá ekki kennslu í tón- mennt í tónmenntatímanum.“ Að sögn Óskars kom fram á síðasta fræðsluráðsfundi að þrír aðrir fundarmenn töldu sig hafa vitneskju um að í skól- um, sem börn þeirra gengju í, væri tónmennt færð inn á töfl- una í bekkjum sem engin tón- menntakennsla væri í. Þannig stæðust upplýsingarnar í töfl- unni ekki. „Af töflunni sjáum við að það er ekki verið að kenna samkvæmt aðalnám- skránni og við vitum að ástandið er enn verra en þarna kemur fram.“ Í svarinu til Óskars segir að til þess að kenna tvær kennslu- stundir á viku í tónmennt í 1. – 8. bekk grunnskólans vanti um 20 tónmenntakennara en ítrekað er að í aðalnámskrá sé ekki gerð krafa um tvo tíma á viku. Óskar telur þetta vanáætlað þar sem skólastjórarnir hafi einungis verið spurðir hvort þeir væru með lærðan tón- menntakennara í skólanum. Hins vegar sé ærið misjafnt hvort þeir tónmenntakennar- ar, sem í skólunum eru, geti sinnt allri tónmenntakennsl- unni. „Við erum mjög ósátt við þetta en það sem er kannski al- varlegast við þetta er að menn hafa vitað af þessu lengi. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir þessu en við viljum leggja áherslu á að menn bregðist við. Það má ekki láta duga að segja að menn viti af vandamálnu og gera síðan ekkert í því. Það er ákveðin fræðsluskylda, það ber að fara eftir lögum og reglugerðum varðandi þetta og aðalnámskráin hefur reglu- gerðarígildi.“ Óskar segist vera sannfærð- ur um að ástandið sé einnig slæmt í öðrum sérgreinum sem kenna á í grunnskólanum. „Menntamálaráðuneytið tók nýlega saman skýrslu varð- andi ástandið í sundi og íþrótt- um og þar kom fram að það vantaði upp á íþrótta- og sund- kennslu í um 26% af þeim skól- um sem þar voru í úrtaki. Og mér vitandi hefur ekki verið brugðist við þessu ennþá.“ Erfitt að fá tónmenntakennara Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, seg- ir að samkvæmt töflunni sé verið að kenna tónmennt í einn til tvo tíma á viku en í nokkrum skólum sé ekki kennsla á ung- lingastigi. Hún segir landlæg- an skort á tónmenntakennur- um en það stafi af því að mjög fáir nemendur í kennarahá- skólanum velji sér tónmennt sem valgrein. „Það er mjög erfitt að fá tónmenntakennara og ég reikna með því að þar sem ekki er tónmenntakennsla í 7. og 8. bekk vanti tón- menntakennara.“ Spurð hvort rétt sé að ekki sé alltaf kennd tónmennt í tón- menntatímum segir Gerður. „Það er sumstaðar sem um- sjónarkennarinn er með tón- menntatímann. Sumir vilja meina að þar sem ekki sé lærð- ur tónmenntakennari sé ekki kennd tónmennt þrátt fyrir að kennarinn sé að vinna með músík og syngja og annað slíkt.“ En er rétt að fleiri bekkjar- deildir og jafnvel heilu árgang- ar barna hafi ekki fengið til- skilda tónmenntakennslu? „Við höfum ekki upplýsingar um það á fræðslumiðstöð,“ segir Gerður. „Samkvæmt þeirri könnun sem við gerðum er enginn almennur grunn- skóli sem ekki er með tón- menntakennslu fyrir yngstu börnin en við vitum að sums staðar er það bekkjarkennar- inn sem er með tímana þar sem ekki hefur tekist að ráða sérhæfðan tónmenntakenn- ara.“ Hún segir fræðsluráð lítið geta gert við þessum skorti. „Við auglýsum á hverju vori eftir tónmenntakennurum en það tekst ekki að ráða í allar stöður. Skorturinn er vegna þess að of fátt fólk fer í gegn- um þetta nám. Þetta gildir einnig um kennaranám al- mennt og við getum ekkert við því gert. Það er búið að hækka laun en það mun samt verða skortur vegna þess að það hafa ekki verið útskrifaðir nógu margir kennarar.“ Formaður SAMFOK segir víða vanta upp á kennslu í sérgreinum í grunnskólum Fjöldi grunnskólabarna án tónmenntakennslu Reykjavík                                        !" !"  !"#  $  %!  %&  % '  ( &  ) *+ )   ),!  )-"  ) !  )  )' !.  /    01!  02  3  #  3   *+ 3 !  4!  51 # *+ 5  6!,  6!  7!     7-   7  8& !  61   9     $# *+ )-" #  6     7!  #-"   8 #-"   !  !  !  !  !  !  !  !  ;            <          < ;  <        <   ;            <          < ;  <        <               <          < ;  <        <               <          < ;  < ;      <               <        < ;  < ;     <            <       < ;  <     <         <    < ;  <   <   < < < <   < < < <   =!*1 "**-*>! '! ! +*  *! ? *!"*:** :*! Fræðslustjóri segir skort á tón- menntakennurum landlægan Stærðfræðimaraþon verður þreytt í Haga- skóla í dag og fram á morgundaginn en með því hyggjast 10. bekk- ingar í skólanum afla fjár fyrir ferðalag í lok samræmdu prófanna í vor. Maraþonið mun ekki síður nýtast nemendun- um til undirbúnings fyr- ir samræmt próf í stærð- fræði því ætlunin er að reikna í gegnum allar stærðfræðibækur sem nemendur 10. bekkjar hafa lært í grunnskóla. Gert er ráð fyrir að stærðfræðingarnir vinni sér inn hvíldartíma með því að reikna. Þannig mun hver nemandi skila 12 klst. starfi. Maraþon- ið stendur í sólarhring en stefnt er að því að reikna fram yfir hádegi á laugardag. Hægt verður að koma og fylgjast með ungling- unum að störfum í sal Hagaskóla eftir kl. 14 í dag og eftir kl. 8 á morg- un. Skólanum verður lokað yfir nóttina en opnaður aftur að morgni fyrir þá sem vilja sjá iðjusama unglinga sveitast við stærðfræð- ina. Stærðfræði stunduð af kappi Vesturbær FRÆÐSLURÁÐ Reykjavík- ur úthlutaði á miðvikudag styrkjum til 34 aðila, að upphæð rúmlega 32 millj- ónir króna. Er styrkjunum ætlað að efla og styðja við grunnskólastarf í borginni. Hluti styrkjanna er veitt- ur til þróunarverkefna og nýjunga í skólastarfi og hluti þeirra er í formi rekstrarstyrkja t.d. til aðila sem leggja áherslu á for- eldrastarf og þjónustu við fötluð börn að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Fræðslumiðstöð Reykja- víkur. „Við úthlutun úr þróun- arsjóði grunnskóla Reykja- víkur undanfarin ár hefur megináherslan verið lögð á styrki til svokallaðra móð- urskóla en þessir skólar hafa því hlutverki að gegna að vera frumkvöðlar á sínu sviði í uppbyggingu náms og starfs og að vera ráð- gefandi gagnvart öðrum skólum,“ segir í frétta- tilkynningunni. Móðurskólarnir eru Foldaskóli, Grandaskóli, Selásskóli, Hólabrekku- skóli, Melaskóli, Breiðholts- skóli, Engjaskóli, Álftamýr- arskóli, Austurbæjarskóli, Breiðagerðisskóli og Korpuskóli. Styrkir úr þróunarsjóði grunnskóla afhentir Reykjavík Morgunblaðið/Golli Fulltrúar styrkþega og fræðsluráðs fyrir utan Höfða þar sem afhending styrkjanna fór fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.