Morgunblaðið - 05.04.2002, Side 35

Morgunblaðið - 05.04.2002, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 35 ÞURFA Bandaríkin á NATOað halda eða þarf NATO áBandaríkjunum að halda?Þetta er spurning sem áhugamenn beggja vegna Atlantsála um framtíð og gildi NATO hafa velt meira og minna fyrir sér í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin og stríðsins í Afganistan. Sitt sýnist hverjum. Sterk öfl innan ríkis- stjórnar Bush forseta halda því fram að NATO sé að ganga sér til húðar og einu notin fyrir sam- tökin nú, séu lögreglustörf í Balkanríkjunum. Þeir sömu segja að Frakkar og Þjóðverjar hafi ekki þor til að leggja bandaríska hernum lið við innrás í Írak til að eyða gjöreyð- ingarvopnum sem þar leynast. Sömu öflin í Washington segja að það sé lítið gagn í evrópskum NATO-herjum, því Evr- ópuríkin hafi hvorki vilja né getu til að halda í við hernaðartækniframfarir í Bandaríkj- unum. Þess vegna sé ekki hægt að treysta NATO þegar taka þarf kröft- uglega á alþjóðlegri hryðjuverkastarf- semi með vopnavaldi. Bandaríkin og Evrópa verða nú að reyna að leysa misklíð sín í milli og skil- greina samstarf sitt með þeim hætti að það endist næstu áratugina. Það verð- ur afar athyglisvert að fylgjast með því sem gerist á utanríkisráðherrafundi NATO-ríkja sem fram fer í Reykjavík í næsta mánuði. Auk NATO-ráðherra koma hingað utanríkisráðherrar Rúss- lands og fyrrum ríkja Austur-Evrópu. Leiðtogar Evrópuarms NATO verða að ræða það sín á milli hvort þeir séu reiðubúnir að taka þátt í hernaðarað- gerðum gegn Saddam Hussein eða ekki. Þeir þurfa einnig að ákveða hvort Evrópa eigi að verða virkt afl á nýrri öld í baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverkaöflum rétt eins og þau voru í baráttunni gegn heimsyfirráða- stefnu kommúnismans á síðustu öld. Slík ákvörðun myndi renna nýjum styrkum stoðum undir framtíð Atlants- hafsbandalagsins. Einnig virðist þurfa að sætta ólík sjónarmið í Washington gagnvart NATO og Evrópu. Samtímis þarf að samhæfa sjónarmið Evrópu- ríkja og Bandaríkjanna í öryggis- og varnarmálum til framtíðar jafnt hvað Evrópu og heiminn varðar. Bandarísk stjórnvöld leggja áherslu á að halda áfram því verkefni að færa NATO meira í austur og ná sem flest- um fyrrum Austur-Evrópuríkjum inn í bandalagið. Bandaríkin, líkt og Evr- ópuríki, leggja áherslu á það öryggis- ins vegna að stofna þurfi sem fyrst NATO-Rússlandsráðið til þess að tryggja aðild Putíns, Rússlandsfor- seta, að öllum öryggisverkefnum sem framundan kunna að bíða í öðrum heimsálfum. Þeir telja að með stofnun slíks öryggisráðs megi tryggja betur frið í álfunni, minnka líkur á frekari stríðsátökum í Balkanríkjunum og samhæfa aðgerðir gegn vaxandi ógn alþjóðlegrar hryðjuverkastarfsemi í heiminum. Hvar stöndum við Íslendingar í öllu þessu? Það er spurning sem stjórnvöld þurfa að svara fyrr en seinna. Upphaf- lega var varnarbandalagið Norður-Atl- antshafsbandalag sem hafði það eitt á stefnuskrá sinni að verja Vestur-Evr- ópu og N-Atlantshafssvæðið gegn ógn sovéska alræðisvaldsins á dögum kalda stríðsins. Eftir endalok þess virðast flest umræddra ríkja hafa gleymt þess- ari mikilvægu staðreynd. Norður-Atl- antshafssvæðið skiptir þau ekki lengur máli og um leið skiptir Ísland minna og minna máli. Gleggsta merkið er minnkandi áhugi í Washington á framtíð varnarliðsins hér á landi. Þess sér engin merki að íslenskir stjórnmála- menn og ríkisstjórn taki þessa þróun neitt sér- saklega alvarlega. Það er röng afstaða. Þetta þýðir einfaldlega að áhrif okkar minnka mun meira en það sem er ör- yggispólitískt hag- kvæmt fyrir þjóðina. Við höfðum á árum áður talsverða vigt í NATO sem kom sér vel t.d. í landhelgisátökunum. Við höfum ekki lengur þessa þungavigti í jafnrík- um mæli og áður. Þungamiðja öryggis- mála hefur færst í suðaustur – allt nið- ur til Balkanlandanna og ríkjanna fyrir botni Miðjarðarhafsins. Við ráðum ekki þeirri þróun, en eigum samt að vinna ötullega að því að minna á mik- ilvægi N-Atlantshafssvæðisins jafnt frá öryggis- og umhverfissjónarmið- um. Það skapast gott tækifæri til þess þegar utanríkisráðherrar NATO-ríkja, Rússlands og annarra ríkja austur- hluta Evrópu komu hingað til fundar. Spurningin er nú hvort ríkisvaldið ætli að nota sér þetta gullna tækifæri til að hafa hagsmunaleg áhrif á sendinefnd- irnar og fjölmiðlafólkið sem fylgja þeim hingað? Eða ætla stjórnvöld að láta það nægja að vera einvörðungu gestgjafar? Á leiðtogafundinum í Höfða 1986 notaði þáverandi ríkis- stjórn sér tækifærið sem skapaðist til þess að koma Íslandi á landakortið meðal fjölskyldu þjóðanna svo eftir var tekið. Ég legg til að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að hér verði haldin, fyrr en síðar, ráðstefna um mikilvægi Norður- Atlantshafssvæðisins í þessum efnum. Til hennar verði boðið stjórnmála- mönnum, fjölmiðlafólki, stjórnmála- fræðingum og háskólafólki frá öllum ríkjum sem liggja að Norður-Atlants- hafinu að Rússlandi meðtöldu. Ráð- stefnan á ekki að vera formleg heldur opið málþing til að ræða horfur, þarfir og væntingar svæðisins til framtíðar. Ef við höldum ekki flagginu á lofti, ger- ir enginn það fyrir okkur. Að lokum vil ég svara minni eigin upphafsspurningu. Já, Bandaríkin þurfa á NATO og Evrópu að halda. NATO-hluti Evrópu þarf enn meira á Bandaríkjunum að halda því slíkir eru yfirburðir þeirra í öryggis- og hernað- artækni. Ísland þarf auk þess að eiga greiðan aðgang að öllum þessum ríkj- um bæði nú og í framtíðinni. Þarf NATO á Bandaríkjun- um að halda? Við höfðum á árum áður talsverða vigt í NATO sem kom sér vel t.d. í landhelgisátökunum. Við höfum ekki lengur þessa þungavigti í jafnríkum mæli og áður. Þungamiðja öryggismála hefur færst í suðaustur – allt niður til Balkanlandanna og ríkjanna fyrir botni Mið- jarðarhafsins, segir Jón Hákon Magnússon. Við ráð- um ekki þeirri þróun, en eigum samt að vinna ötullega að því að minna á mikilvægi N-Atlantshafssvæðisins jafnt frá öryggis- og umhverfissjónarmiðum. Jón Hákon Magnússon Höfundur er formaður Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og fram- kvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins KOM ehf. jonhakon@kom.is heima- ir betri m. „En l betra yrir að r neyð fir. Við t gegn ðrum,“ inn eða urfa að m.k. að tórauk- a, betri un lög- amæra- að var ó svo að egið úr að ðvaðir í inn á leiðinni leið til -landi í m bæði þátt í. æstum e. föls- deildin ð verða n til að öðvaðir því að ds síns. fá hér enn en avíkur- a þeim mburð- egur. Í eflavík- velli en lærður þeirra ru ekki taldir hafa nokkurn möguleika á að hljóta hæli er fólk sem bersýnilega er ekki flóttafólk, t.d. frá Eystra- saltsríkjunum og Póllandi. Bíða og sjá hvernig einum gengur Jón Pétur Jónsson, varðstjóri á Keflavíkurflugvelli, segir að lög- reglan eigi að geta á vísað á landa- mærum frá fólki sem augljóslega er að misnota hin mikilvægu mann- réttindaákvæði sem hælisleitendur njóta. „Með því að geta snúið fólki við á landamærunum erum við að loka fyrir flóðgátt sem við höfum séð með því að kynna okkur ástand- ið í nágrannalöndunum,“ segir hann. Víðast á Vesturlöndum hafi stjórnvöld miklar áhyggjur af straumi svonefndra efnahagslegra flóttamanna, fólks sem oftast er ekki að flýja átakasvæði eða póli- tískar ofsóknir, heldur er í leit að betra lífi. Jón Pétur segir afar mik- ilvægt að landamæraverðir geti snúið fólki við á landamærunum sé augljóst að það hefur ekki rétt á hælismeðferð. Slíkt hafi mun meira forvarnargildi en flestir geri sér al- mennt grein fyrir. Þess séu dæmi að tugir manna fylgist með því hvort einum þeirra takist að kom- ast inn fyrir landamæri ákveðins ríkis og leita þar hælis. Takist hon- um það fylgi hinir í kjölfarið. Hann segir mjög mikilvægt að veikja ekki heimildir lögreglu á landamærum því þá sé hætta á að vandamálin aukist og verði nánast óviðráðanleg eins og raunin er á Írlandi. Írar eigi í miklum vandræðum með fjölda flóttamanna og ólöglega innflytj- endur. Þannig hafi hælisleitendum fjölgað úr nokkrum tugum árið 1992 í samtals 20.000 á síðustu tveimur árum. Í nýju frumvarpi til laga um eft- irlit með útlendingum, sem lagt hef- ur verið fram á Alþingi er ekki gert ráð fyrir að heimilt sé að vísa þeim frá á landamærunum sem sækja um hæli, á grundvelli þess að fram- burður þeirra um að þeir séu póli- tískir flóttamenn teljist ósennileg- ur. Eftir að frumvarpið tekur gildi munu allir þeir sem óska eftir hæl- ismeðferð á landamærum hljóta slíka meðferð. Hælismeðferð tekur að meðaltali þrjá mánuði. Rauði krossinn sér um uppihald hælisleitenda fyrstu þrjá mánuðina sem þeir dvelja hér á landi en eftir það tekur Útlendinga- eftirlitið við kostnaði af framfærslu hælisleitenda. Að sögn Kristínar Völundardótt- ur, lögfræðings hjá Útlendingaeft- irlitinu, sóttu 52 útlendingar um hæli hér á landi í fyrra. Engum þeirra hefur verið veitt hæli og eru 44 farnir, annaðhvort af sjálfsdáð- um (23) eða voru sendir úr landi. Stór hluti þeirra er var sendur úr landi á kostnað íslenska ríkisins fór á grundvelli Dyflinarsamningisns eða 14, en samningurinn kveður á um að það Schengen-ríki er veitir viðkomandi vegabréfsáritun eða heimilar útlendingi komu inn á Schengen-svæðið, beri ábyrgð á meðferð hælisbeiðnar. Slíkt á sjaldnast við um Ísland en frá gild- istöku Dyflinarsamningsins í fyrra hefur Ísland borið ábyrgð á þremur hælisleitendum. Frá 1999 hefur nokkrum einstaklingum sem óskað hafa eftir hæli eftir að þeir koma til landsins, verið veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum en einum manni hefur verið veitt hæli hér á landi á grundvelli Flóttamanna- samningsins. Það var á árinu 2000 þegar sautján ára piltur frá lýðveld- inu Kongó í Afríku hlaut hér póli- tískt hæli en sannað þótti að hann hefði orðið fyrir ofsóknum þar. a varir við straum ólöglegra innflytjenda og smygl á fólki m Morgunblaðið/Sverrir Það er sjaldan svona mikill viðbúnaður í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Myndin er tekin þegar 19 Hells Angels-meðlimir voru stöðvaðir í Leifsstöð í vetur en þeim var öllum meinað um landvistarleyfi. pu da- á mi          @ @  @  @  @  @  @  @  @  @  @                  !"## $%   "## 7! 1* * "A9'  !.* " 6/6;* :* ! B "*'! 1 *,   * ' <A&'  !. C * ,," 6. *#  !" 6    C? ! *A<  * - runarp@mbl.is stigu við flóttmanna- straumnum með því að breyta löggjöf og efla löggæslu. Þetta hafi borið ár- angur í fyrstu en fljótlega hafi sprottið upp glæpahópar sem sérhæfðu sig í að smygla fólki yfir landamærin. Nú sé svo komið að glæpa- samtök um nánast allan heim taki þátt í að smygla fólki með skipulögðum hætti til Evrópu. Flestir koma frá þeim löndum sem áður mynduðu Sovét- ríkin og frá Afganistan, Pakistan, Indlandi, Kína, Miðausturlöndum og Vestur-Afríku. Illa gengur að stöðva smyglarana Jóhann segir að stjórnvöldum hafi gengið illa að stöðva þessa glæpastarfsemi enda eru miklir fjármunir í húfi fyrir smyglarana. Jóhann nefnir sem dæmi að þýska og ítalska lögreglan vissi með tals- verðum fyrirvara af því að von væri á skipi með ólöglega innflytj- endur sem í lok mars lagðist upp að Sikiley með um 930 manns um borð. Ferðin hafði verið undirbúin í rúmlega hálft ár og undir vernd Hizbollah-skæruliðanna var skipið fermt í í Sýrlandi. Þrátt fyrir til- raunir stjórnvalda tókst ekki að koma í veg fyrir að skipið kæmist til Sikileyjar en farþegarnir hót- uðu því m.a. að henda börnum sín- um í sjóinn yrði ferð þess stöðvuð. Talið er að smyglararnir hafi grætt um 300 milljónir á athæfinu. Jóhann segir að stjórnvöld í V-Evrópu hafi á margan hátt verið illa undirbúin þegar straumur ólöglegra innflytjenda hófst fyrir alvöru. Íslendingar hafi lítið orðið varir við vandamálið vegna fjar- lægðarinnar frá meginlandi Evr- ópu. Það muni á hinn bóginn breyt- ast og því verði að nota þann tíma sem gefst skynsamlega og jafn- framt draga lærdóm af því hvað betur hefði mátt fara í löggjöf ná- grannaríkja okkar. gir að fjarlægðin veiti ekki sömu vernd og áður ð að Ísland verði ngastaðurinn Jóhann R. Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.