Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 39
GREINARGERÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 39 ÞAR sem undirritaður og þau við- fangsefni sem hann hefur fengist við um nokkurra ára skeið hafa rat- að í fjölmiðlaumræðu síðustu vikna verður ekki undan því vikist að ég tjái mig um helstu atriði málsins. Fram til þessa hef ég frekar kosið að láta verkin tala enda er í flestum tilvikum um trúnaðarsamband að ræða milli lögmanns og verkkaupa. Gegnir þá einu hvort verkkaupinn er Reykjavíkurborg, einkafyrirtæki eða einstaklingur. Ég hef kappkostað að sinna þeim verkefnum sem mér hafa verið falin af fagmennsku og trúnaði og geng- ið þvert á þrönga pólitíska hags- muni ef þeir hafa staðið í vegi fyrir bestu niðurstöðu. Þannig hef ég gefið mér að sú hagkvæmni í rekstri veitufyrirtækja borgarinnar sem náðist með sameiningu þeirra skili sér á endanum til allra borg- arbúa, hvar í flokki sem þeir standa. Sama má segja um öflugri og hagkvæmari almenningssam- göngur. Því hlýt ég að harma að þau hagræðingarstöf sem ég og samstarfsmenn mínir höfum unnið í þágu borgarinnar verði að pólitísku bitbeini öllum til tjóns. Undanfarið hafa aðallega tvö mál mér tengd verið til umræðu í fjöl- miðlum, annars vegar verktaka mín eða minnar lögmannsstofu við margháttuð rekstrartengd verkefni hjá borginni og hins vegar máls- meðferð og aðdragandi að því að öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu sömdu við mig að ég tæki að mér á verktökuformi að stýra hinu nýja byggðasamlagi um almenn- ingssamgöngur til bráðabirgða fyrstu mánuðina í rekstri þess. Sérfræðiverkefni fyrir Reykjavíkurborg Á undanförnum sex árum hef ég komið að mörgum rekstrartengdum verkefnum hjá Reykjavíkurborg. Má þar nefna:  Skýrslu og tillögur um hugsan- lega sölu borgarfyrirtækja.  Sölu á Pípugerð Reykjavíkur hf.  Stofnun Húsatrygginga Reykja- víkur hf. og sölu á fyrirtækinu í kjölfarið.  Stofnun Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. með sameiningu Mal- bikunarstöðvar Reykjavíkur og Grjótnáms Reykjavíkur.  Sölu á öllum hlutabréfum Reykjavíkurborgar í Skýrr hf.  Stofnun Félagsbústaða hf. og yf- irtöku félagsins á öllum leigu- íbúðum borgarinnar.  Athugun og tillögur varðandi annan fasteignarekstur borgar- innar.  Sameiningu Hitaveitu Reykjavík- ur og Rafmagnsveitu Reykjavík- ur í Orkuveitu Reykjavíkur.  Sameiningu Vatnsveitu Reykja- víkur og Orkuveitu Reykjavíkur.  Úttekt á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu og stofn- un Strætó bs.  Kaup Reykjavíkurborgar á fast- eignum og aðstöðu Áburðarverk- smiðjunnar í Gufunesi. Auk mín hefur hópur manna unnið að málum og má þar nefna aðra lögfræðinga, viðskiptafræð- inga, verkfræðinga, fasteignasala, endurskoðendur og fleiri. Öll fram- angreind verkefni hef ég unnið sem verktaki og hafa greiðslur til mín innifalið virðisaukaskatt, launa- tengd gjöld og hlutdeild í rekstri skrifstofu minnar. Ég hef því hvorki verið launþegi hjá Reykja- víkurborg né hjá Strætó bs. Ef sanngirni er gætt ber að skoða heildargreiðslur borgarinnar fyrir framangreind verkefni í því ljósi að þær dreifast á sex ára tímabil. En hver getur beðið um sanngirni í pólitískum hildarleik? Heildar- greiðslur borgarinnar til allra þeirra sem að framangreindum verkum komu á sex ára tímabili námu innan við 50 milljónum króna. Kostnaðurinn í heild hefur raun- ar ekki sætt gagnrýni í þessari um- ræðu enda er hann tiltölulega lágur sé hann borinn saman við ýmis önnur verkefni af sama toga. Enn síður hefur árangur þessara verk- efna verið í umræðunni. Þar virðast allir á einu máli um að vel hafi til tekist í hvívetna. Loks hefur verk- lagið sjálft ekki verið gagnrýnt. Því hefur aldrei verið haldið fram að réttur þeirra mörg hundruð starfs- manna sem átt hafa í hlut hafi verið fyrir borð borinn. Nei, það er aðallega tvennt sem hefur verið gagnrýnt; annars vegar að óþarfi hafi verið að kaupa um- rædda sérfræðiþjónustu þar sem embættismenn borgarinnar hefðu sem best getað leyst verkefnin af hendi án kostnaðarauka fyrir borg- ina og svo hitt að undiritaður hafi verið í meintri áskrift af sérfræði- verkefnum. Lítum nánar á þetta. Vannýttir embættismenn? Hér eru sérkennileg rök að baki. Því er haldið fram að starfsmenn Ráðhússins hefðu getað leyst öll framangreind verkefni án kostnað- arauka fyrir borgina. Af þessu ætti ég að hafa stórar áhyggjur sem skattgreiðandi í Reykjavík. Þetta myndi þýða að hluti opinberra embættismanna hafi setið með hendur í skauti árum saman. Bágt á ég með að trúa því. Að öðru leyti kemur mér málið ekki við því það tíðkast almennt ekki að verktaki svari verkbeiðni með þeim orðum að verkbeiðandi geti sem best leyst þetta sjálfur. Slíkt væri dónaskap- ur. Þessi aðfinnsla hlýtur því að snúa alfarið að borginni. Að auki hljómar það sem ný sannindi að op- inber þjónusta sé ókeypis. Stað- reyndin er að embættismaður í hærri kantinum getur kostað um níu milljónir króna á ári með öllu sem honum fylgir; launatengdum gjöldum og starfsaðstöðu. Það gera 54 milljónir króna – fyrir einn mann – á sex árum. Leiðréttið mig, vísir menn, fari ég með rangt mál. Og hvers vegna fer ríkið þá leið að kaupa sérfræðiráðgjöf fyrir hundr- uð milljóna króna á ári hverju með öll ráðuneyti full af sérfræðingum? Ef til vill er skýringuna að finna í slagorðinu ,, Báknið burt“. Ekki ætti að þurfa að tíunda hér hag- ræðið af því að verkefnaráða menn frekar en æviráða – allra síst fyrir þeim sem sett hafa fram þessa gagnrýni. Forgangur til verkefna? Það hefur verið gert tortryggi- legt að mér hafi verið falin ofan- greind verkefni síðustu sex árin. Hvorki er mér kunnugt um að það sé ósiðlegt né beinlínis bannað að skipta við hvern ráðgjafa oftar en einu sinni. Enn síður þekki ég til reglna sem banna ráðgjafa að taka að sér fleiri en eitt verkefni fyrir sama verkkaupa. Regla reynslunn- ar segir okkur þvert á móti að falli okkur vara eða þjónusta vel þá veljum við hana aftur. Ég hygg að þess finnist fjölmörg dæmi að ráðgjafa sé falið hvert stórverkefnið á fætur öðru af op- inberum aðilum og fyrir töluvert hærri upphæðir en hér um ræðir án þess að það sé gert tortryggi- legt. Nægir hér að benda á verk- fræðistofur en þær vinna gjarnan langtímum saman fyrir sama verk- kaupann í nýjum og nýjum verk- efnum og stundum mörgum verk- efnum samtímis. Slíkt er eðlilegt ef árangur er góður og endurgjald með sanngjörnum hætti. Hvers vegna leitað er til mín aftur og aft- ur er spurning sem aðrir en ég þurfa að svara. Hugsanlega er ástæðan sú að ég hef lagt mig fram um að vinna að öllum málum í víð- tækri sátt og þá sérstaklega við starfsmenn viðkomandi fyrirtækja, sem ég hef kappkostað að eiga sem best samskipti við. Fyrir öll þau ánægjulegu kynni og samstarf er ég þakklátur. Eitt er víst að ég hef ekki beðið um þessi verkefni enda hef ég verið svo lánsamur að hafa nóg fyrir mig að leggja þau 18 ár sem ég hef rekið lögmannsstofu og hef hvorki þurft á ölmusu að halda úr hendi Reykjavíkurborgar eða annarra. Strætó bs. Um hvað snýst hið svokallaða „Strætómál“? Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því, ekki síst eftir að farið var að ræða ,,Strætómálið“ sem hliðstæðu við ,,Landssímamálið“. Strætómálið snýst bara um eitt atriði: Stjórnarmönnum Strætó virðist hafa verið ókunnugt um efn- isatriði samnings sem sveitarfélög- in sjö sem eru eigendur byggða- samlagsins gerðu við mig áður en stjórnin var fullskipuð um það að ég yrði starfandi stjórnarformaður í upphafi starfseminnar þar til framkvæmdastjóri yrði ráðinn að félaginu. Annað var það nú ekki. Auðvitað er hægt að fjalla enda- laust um einstök atriði málsins; hver var réttur viðsemjandi, hvern- ig umboði verkkaupa var háttað, hvort og þá hverjum hafi borið að upplýsa stjórnina, hvort ég var tímabundinn framkvæmdastjóri eða starfandi stjórnarformaður o.s.frv. En lítum nú á staðreyndir málsins. Ekkert ólögmætt Í kjölfarið á vinnu minni að út- tekt á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu og undirbún- ingi að stofnun byggðasamlags fóru fulltrúar eigenda þess á leit við mig að ég stýrði hinu nýja fyrirtæki fyrstu mánuðina eftir stofnun þess. Þetta var sama fólkið og ég hafði starfað með nánast daglega að und- irbúningi stofnunar fyrirtækisins. Undirbúningsnefndina skipuðu fulltrúar allra sveitarfélaganna. Ég starfaði sem verkefnisstjóri þess- arar nefndar. Fyrir nefndinni fór Helga Jónsdóttir borgarritari en Halldór Árnason, fulltrúi Hafnar- fjarðarbæjar, var þar einnig at- kvæðamikill enda fulltrúi stórs bæjarfélags. Þau tvö sömdu við mig fyrir hönd eigendanna um ofan- greint bráðabirgðafyrirkomulag. Ekki veit ég hvernig formlegu um- boði þeirra var háttað en geri ráð fyrir að það hafi verið fullnægjandi. Samningur var undirritaður við mig 10. maí 2001 en þann dag fékk Strætó bs. kennitölu. Samningurinn átti sér þó lengri aðdraganda eða allt frá því að undirbúningsvinnu að stofnun félagsins lauk. Ég kallaði saman fyrsta stjórnarfund 14. maí enda þótt stjórn væri þá ekki full- skipuð. Mér fannst rétt að hefjast þegar handa og ærin vinna var framundan. Það er því alrangt sem haldið hefur verið fram að reynt hafi verið að ,,hespa samningum af“ til að geta smeygt honum framhjá stjórn- inni. Á fyrsta fundi var rætt um væntanlega ráðningu framkvæmda- stjóra og annarra yfirmanna. Jafn- framt gerði ég grein fyrir því að ég hefði fallist á að sinna áfram verk- stjórn sameiningarinnar þar til framkvæmdastjóri gæti hafið störf. Ekki var rætt frekar um aðkomu mína, hvorki spurt frekar né upp- lýst af minni hálfu enda löngu frá- gengið milli mín og eigenda að þessi háttur skyldi hafður á. Nóg var að gera þessar fyrstu vikur og mánuði annað en að fara ofan í saumana á því sem þegar var frá- gengið. Til hins er og að líta að samning- urinn sem slíkur er auðvitað ekki formlegt afskiptaefni stjórnarinnar þar sem hann var þegar frágeng- inn. Þá er það einnig misskilningur að samningurinn hafi þarfnast ein- hvers konar staðfestingar stjórn- arinnar. Þess þurfti ekki með þar sem ekki var verið að ráða fram- kvæmdastjóra heldur einungis að semja um störf stjórnarformanns ,,vegna vinnuframlags umfram hefðbundna stjórnarformennsku á fyrstu mánuðum byggðasamlagins“ eins og segir orðrétt í samningnum. Ég hafði í störfum mínum hvorki framkvæmdastjóratitil né kjör – ég var einfaldlega starfandi stjórnar- formaður. Samningurinn sjálfur var verksamningur en ekki vinnusamn- ingur. Á því er auðvitað allur mun- ur og ég held að gera verði þá kröfu til þeirra sem bjóða sig fram til þátttöku í stjórnmálum að þeir viti muninn á þessu tvennu. Hina get ég upplýst um að reikna má með að 30–50% að hámarki af út- seldri vinnu í tilviki eins og hér um ræðir séu laun viðkomandi starfs- manns. Það er því rangt að klifa á því í sífellu að ég hafi haft 800.000 krónur á mánuði í laun þegar reyndin er sú að um útselda vinnu er að ræða. Meintar hliðstæður Þótt mér sé þvert um geð að rifja upp Símamálið svokallaða er það óhjákvæmilegt samhengisins vegna þar sem ákveðnir aðilar hafa reynt að setja samasemmerki á milli þessara tveggja mála. Ef mig misminnir ekki voru fjölmargir þættir til umfjöllunar í svokölluðu „Símamáli“. Nægir þar að nefna ráðningu og kjör framkvæmda- stjóra og meintan trúnaðarbrest og starfslok hans í kjölfarið og marg- háttaðar smærri aðfinnslur um meinta misnotkun framkvæmda- stjóra og stjórnarformanns á að- stöðu sinni. Hjá Landssímanum var einnig um að ræða tvo fram- kvæmdastjóra á fullum launum samtímis án vinnuskyldu og þriðja framkvæmdastjórann verkefnaráð- inn á útseldu gjaldi, um tvær millj- ónir á mánuði. Þá var um að ræða söluferli á ráðandi hlut sem gekk ekki upp og söluferli til einstak- linga sem gekk til baka þar sem endurgreiða þurfti fjölda hluthafa. Um var að ræða háan ráðgjafar- kostnað, líklega um 160 milljónir króna og þar af greiðslur til eins ráðgjafa að fjárhæð 80–90 milljónir króna. Sami ráðgjafi þiggur greiðslurnar nú fyrir tímabundna framkvæmdastjórn. Loks var um að ræða ráðgjafasamning ráðherra við stjórnarformann án vitundar sitjandi stjórnar og var þess samn- ings heldur ekki getið í sölulýsingu fyrirtækisins. Ég þekki ekki til hjá Símanum og vil því ekki kveða upp neina dóma um hvað þar raunverulega gerðist og hvers vegna. Enn síður vil ég dæma einstaka menn sem þar komu að, þeir hafa sjálfsagt all- ir viljað vel. En hverjar gætu svo verið meint- ar hliðstæður „Símamálsins“ og hins svokallaða „Strætómáls“. Ég kem ekki auga á neitt nema það að gerðir voru samningar við stjórn- arformenn beggja fyrirtækjanna. Samningarnir voru þó í eðli sínu af- ar ólíkir og fyrirtækin einnig. Ann- ars vegar var um að ræða ráðgjaf- arsamning sem aðaleigandi hlutafélags gerði við stjórnarfor- mann án þess að stjórn væri um það kunnugt. Hins vegar var um að ræða samning sem allir eigendur byggðasamlags gerðu við verðandi stjórnarformann samlagsins áður en stjórn var skipuð um að hann tæki að sér að vera ,,starfandi stjórnarformaður“ um tiltekinn tíma. Ég get fullyrt að hvað mig varð- ar og viðsemjendur mína var frá- leitt um neina leynd að ræða. Hins vegar kann að hafa verið skortur á upplýsingagjöf innbyrðis milli eig- enda og verður nú varla bætt úr því úr þessu, sama hversu menn hamast, enda sjálfur samningurinn löngu útrunninn. Þótt ég sé almennt tregur til að taka afstöðu án þess að þekkja vel til málavaxta, get ég ekki annað en látið það eftir mér að hafa á því af- dráttarlausa skoðun að það sé ald- eilis fráleitt að nefna fyrrnefnd tvö fyrirtæki sem nokkra hliðstæðu um eitt eða neitt á grunni svo hæpins snertiflatar milli málanna tveggja. Niðurlag Ég held því miður að staðreyndir skipti litlu máli í þeim málum sem ég hef gert hér að umtalsefni. Löngu áður en ,,leynisamningur- inn“, sem engin leynd hvíldi þó yfir, kom upp voru ákveðnir aðilar byrj- aðir að miða á mig og gera mig tor- tryggilegan í þeirri von að þar mætti finna hliðstæðu við ýmis mál sem verið hafa óþægileg í þjóð- málaumræðunni að undanförnu. Þegar hliðstæðan reyndist ekki fyr- ir hendi var hún búin til. Dettur manni þá óneitanlega í hug sagan af Richard Nixon sem þótti á sinni tíð umgangast sannleikann nokkuð frjálslega. Þegar aðstoðarmenn hans gerðu við það athugasemd á hann að hafa sagt hin fleygu orð: ,,Let them deny it“. Sem betur fer held ég að flestir fjölmiðlamenn og almenningur séu löngu búin að sjá í gegnum þá froðu og þann skít sem ég hef mátt þola undanfarið. Mér er það því þvert um geð að lengja þessa undarlegu, tilhæfulausu og særandi umræðu þó nauðsyn beri til að bera af sér sakir. Eins og það er uppörvandi þegar æskan iðar af fjöri og þrótti og metnaði til góðra verka, þá er það jafn sorglegt þegar ungir og kapps- fullir menn sjást ekki fyrir og halda að þeim sé allt leyfilegt ef þeir verma sæti á framboðslistum fyrir kosningar. Það er hrapallegur mis- skilningur að framboð gefi þeim skotleyfi á hvern sem er. Áður en menn vita af eru þeir sjálfir sokkn- ir upp að eyrum í eigin skít. Ég vil trúa því að mannorðsmorðið á mér hafi misheppnast, kannski af því að menn skutu langt yfir markið. Menn skyldu gera sér grein fyrir því að orðum fylgir ábyrgð – líka í kosningabaráttu. Það gengur auð- vitað ekki að hægt sé rakalaust að ásaka menn um sjálftöku á al- mannafé og skort á fagmennsku. Lítill vafi leikur á því að hægt væri að knésetja slík lítilmenni í meið- yrðamáli og satt best að segja hef ég hugleitt það nokkuð. Niðurstaða mín í augnablikinu er hins vegar sú að láta kjurt liggja. Í refsirétti er að finna hina gullvægu ævafornu grunnreglu að sakborningur skuli njóta vafans þar sem það á við, „in dubio pro reo“ eins og hún heitir upp á latínu. Ég hef ákveðið að láta viðkomandi njóta vafans hvort um afsakanlegan barnaskap og kjána- gang er að ræða eða þaulhugsaða meingerð. Greinargerð frá Skúla Bjarnasyni, lögmanni og stjórnarformanni Strætó bs. Orðum fylgir ábyrgð – líka í kosningabaráttu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.