Morgunblaðið - 05.04.2002, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 05.04.2002, Qupperneq 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Arna HildurValsdóttir fædd- ist á Seyðisfirði 14. júlí 1976. Hún lést í Reykjavík 30. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Valur Harðarson, sölustjóri hjá Johan Rönning hf., f. 11. mars 1954, og Kristín A. Árna- dóttir, sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg, f. 18. mars 1957. For- eldrar Vals eru Hörður Hjartarson og Sigfríð Hall- grímsdóttir frá Seyðisfirði. Hörð- ur var til skamms tíma fram- kvæmdastjóri á Seyðisfirði og Sigfríð húsmóðir og starfsmaður Hrafnistu. Kristín er dóttir Árna Halldórssonar, fyrrv. skipstjóra, og Ragnhildar Kristjánsdóttur á Eskifirði. Þau ráku lengst af útgerð og fiskvinnslu á Eski- firði. Arna Hildur var elst þriggja systra og dætra þeirra Vals og Kristínar. Systur hennar eru Sigrún, f. 20. ágúst 1985, nemi í Menntaskól- anum við Sund, og Þórdís, f. 7. nóvem- ber 1987, nemi í Ölduselsskóla. Arna Hildur gift- ist Unnari Haralds- syni 6. júní 1998 en þau slitu sam- vistir. Hún lætur eftir sig átta ára dóttur, Kristínu Líf, f. 13. sept- ember 1993. Útför Örnu Hildar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég þekki ungan Guðföður friðar hann talar nú til yðar. Andvari andans til hans handar opin er sú gátt til griðar. Hratt honum áfram svo miðar. Andvari andans til hans handar hvert sem hann fer hans hestur er Herkúles. Ör hans sem friður fer, fyrir þér því réttlætis þjónn hann er. Hans ættir og vættir við Snæfellsnes búðir hans feðra sem áfram hann herða hvert sem hann fer með honum riddaraher. Þar mun hann áfram þjóna til Drottins unna sér hvíldar við fótskör Lausnarans Leiftur sem skriður loftsins skylmingaþræll ótæmdur brennur fyrir orðum sannleikans. Andvari andans til hans handar. Sannleikann ég las í bók ég hann með mér tók. Réttlætið hefur brugðist mér hver burtu það tók. Brugðist getur mannfólkið ég las í sömu bók. Ég mun alltaf elska þig sama hvernig fór. Reyndu að finna hjarta þínu sannan frið, syngur englakór. Á baki vogar skálum sannleika og réttlætis getur myndast bil. Á himnum ég mun hitta þig og semja við þig frið. Ég sé þig í stjörnuryki, skipar alltaf, þinn sess. Strax, á okkar fyrsta augnabliki, heitt, ég óskaði þess. Mitt hjarta slær með þínu, og saman yfir Stínu. Enn á ég, von í brjósti, um að hamingjan, þig finni. Þó að ég upp um þig ljóstri, kannski nóg að sinni. Rétt er þín stefna til himna skal stefna. (Unnar Haraldsson.) Að morgni sunnudagsins 31. mars fékk ég fréttir af þér, Arna er dáin var sagt. Hversu erfitt og sárt það er fæ ég ekki lýst hér. Elsku Arna, ég mun áfram gæta að hjartagullinu okkar Kristínu Líf, og stuðla að því besta fyrir hana. Minningarnar eru margar, flestar skemmtilegar og góðar. Ég geymi þær í hjarta mér og um þær gæti ég skrifað heila bók. En ég læt nokkur meðfylgjandi ljóð segja þá sögu fyrir mig. Arna Hildur Valsdóttir var öllum góðum kostum gædd, var afburða greind, góður vinur og móðir. Þeir sem þekktu Örnu vita hvar hennar veikleiki lá. Frá því snemma síðast- liðið haust virtist leiðin liggja upp á við og þess vegna komu fréttirnar á óvart. Við vitum að þetta var slys og vonast ég til að þú hafir fundið frið- inn sem þú leitaðir ávallt að. Að lok- um langar mig til að hafa orð á því hversu einstök og góð samstaða er ríkjandi bæði í föður- og móðurætt Örnu, sem ég veit að hefur verið mik- ilvægur stuðningur fyrir alla sem koma að máli. Megi Guð gefa okkur öllum styrk á erfiðum tímum og blessuð sé minning Örnu í Jesú nafni, amen. Hver dimmblá nótt til fjalla og fjöru sanda, hvert einasta strá og skref mín öll. Sköpun alla, sólroðann og íslenzka mjöll, öll heimsins sjávarföll. Von mína og drauma, upphaf þessa dags, frá fyrsta til síðasta sólarlags. Við leitum þín og fáum eins og dagur þessi mætir nótt, þar hugur minn og hjarta hamast svo ótt. Jesús biður að heilsa systir sæl lausn hans fann hjarta þínu lausn. Með kærleiksins kveðju dýrðar sannleika þræll. Sterk er Guðs höndin vertu áfram sæl í ljósið stefnum drauma-löndin. Ég stend í stjörnuskini og elska þína drauma. Ég stend í miðri sorginni og finn þinn anda sem strauma. Ég stend og skil ekki neitt og spyr hvort lausn sé nú fundin. Ég stend en allt er svo breytt og finnst ég sjái þig yfir sundin. Ég stend og gæti að henni og bið þú eignist loks frið. Ég stend þó ég skjálfandi brenni og hugsa með gleði um svo margt Þar til hittumst við. (Unnar Haraldsson.) Ástar- og saknaðarkveðjur Unnar Haraldsson, Kristín Líf Örnudóttir. Arna Hildur systurdóttir okkar hefur kvatt þennan heim, langt um aldur fram. Hún var fyrsta barn Kristínar elstu systur okkar og fyrsta barnabarn foreldra okkar. Hún var frá upphafi hugljúfi okkar allra, kekk og skemmtileg. Ársgömul var hún altalandi og átti hnyttin til- svör sem oft var vitnað til og kættu okkur öll. Hún var bráðþroska og lá alla tíð mikið á að kynnast marg- breytileika lífsins. Dætur okkar og frænkur hennar litu upp til hennar enda var yfirleitt mikið að gerast í kringum Örnu og enginn áræðnari eða úrræðabetri. Strax sem lítið barn fann hún til ríkrar samkenndar með þeim sem nærri henni voru og mátti ekkert aumt sjá. Það er minnisstætt að hún var alltaf reiðubúin að gefa þau leik- föng sem henni voru kærust væri það til þess að gleðja aðra. Góðir eig- inleikar í fari hennar voru alla tíð til staðar og fékk dóttir hennar Kristín Líf að njóta þeirra. Hún mun búa að því þegar hún vex úr grasi og einnig þeirrar hlýju sem Unnar, sem geng- ið hefur henni í föðurstað, hefur frá fyrstu tíð veitt henni. Það er gott til þess að vita hve góða Kristín Líf á að þar sem eru afi hennar og amma, Sigrún og Þórdís og við öll hin sem munum styðja hana af fremsta megni. Lífsleið Örnu Hildar var stutt og oft gekk hún sólarmegin í lífinu. Hún var allof ung þegar skuggi fíknarinn- ar féll á hana en undan honum megn- aði hún ekki að komast. Ásetningur um að losna var einlægur, þráin eftir að njóta birtu og yls var innileg og oft var tekið á af öllum lífs- og sál- arkröftum, en það dugði ekki til. Í bréfum sem hún skrifaði kom djúp von hennar í ljós. Stuðningur fjöl- skyldu og ástvina fékk þar heldur ekki við ráðið. Þegar horft verður um öxl eru það minningarnar um sólskinsstundirn- ar í lífi Örnu Hildar sem lifa og þær eru sem betur fer margar. Þær fyrstu eru frá Seyðisfirði þar sem hún fæddist og frá Eskifirði þegar hún heimsótti afa sinn og ömmu. Síð- ar voru þær margar á heimili for- eldra hennar þar sem ættingjar og vinir söfnuðust oft saman. Arna Hildur verður lögð til hinstu hvíldar á fæðingardegi Óla Kristjáns móðurafa okkar. Við kveðjum hana með söknuði, fullviss þess að hún sé komin til bjartari heima. Missir Kristínar Lífar, Kristínar systur, Vals, Sigrúnar og Þórdísar er mikill. Megi góður guð styrkja þau og styðja. Halldór, Björn, Sigrún, Guðmundur og fjölskyldur. Ég veit ekki hvað skal segja því þögult orð mitt er ekki reiðubúið (José Ramón Jiménez.) Ég geri orð höfundarins að mín- um. Hún Arna frænka mín er dáin. Arna var tveim árum eldri en ég. Við vorum systradætur og mjög nán- ar, frænkur og vinkonur. Arna frænka mín var yndisleg. Hún var skemmtileg, hlý, gefandi, örlát og ráðagóð. Hún var góður vinur og traust. Við höfum átt óteljandi skemmtilegar stundir saman, bæði þegar við vorum litlar og þegar við urðum eldri. Arna var stóra frænkan mín, ég leit alltaf á hana sem stóra systur. Arna kenndi mér margt, verndaði mig og var mér stoð og stytta. Við leituðum ávallt til hvor annarrar ef eitthvað bjátaði á og hún tók alltaf á móti mér með útbreiddan faðminn. Við hittumst og töluðum saman reglulega og ef svo stóð á, skrifuðumst við á, falleg og einlæg bréf. Bréfin frá Örnu geymi ég nú, eins og gull. Ég get varla hugsað mér nútið eða framtíð án Örnu, svo mörgu deildum við saman og svo margt var planað. Við göntuðumst oft með að verða gamlar skvísur saman, hafa saumaklúbb og sjón- varpskvöld. Okkur langaði að verða hamingjusamar konur. Arna var mikill dýravinur og hef- ur átt ótal tegundir dýra, sem ég var flest hrædd við en hún kenndi mér af mikilli nærgætni að virða þau og líta á þau sem vini. Ég man þegar við vorum litlar langaði hana að verða dýralæknir. Afi og amma okkar búa á Eskifirði og langamma okkar, sem við kölluð- um bara löngu, bjó þar uns hún dó. Við vorum þar flest sumur, páska, og jól og alltaf nóg að gera þar. Við lék- um okkur í fjörunni, við bryggjuna, í gullabúinu okkar og í garðinum hjá afa og ömmu. Við vorum oft hjá lang- ömmu okkar, í stóra húsinu hennar, þar sem margt var svo forvitnilegt. Þegar ég hitti hana síðast, í afmæli Kristínar móður hennar, rifjað hún upp minningar að austan, eða fata- leikinn. Okkur þótti amma eiga endalaust af fötum, og við lékum okkur mikið með þau. Við fórum nokkrum sinnum sam- an til útlanda. Fyrst þegar ég var tveggja og hún fjögurra. Þá fórum við með mæðrum okkar og pabba Örnu til Karrebæksminde í Dan- mörku þar sem mæður okkar voru fararstjórar í heilt sumar. Arna var fljót að læra dönskuna og á umhverf- ið og hún kenndi mér. Við fórum aft- ur þangað sumarið á eftir. Þegar við vorum orðnar aðeins eldri fórum við með mömmu til Ítalíu að heimsækja Gumma frænda, sem var fararstjóri þar. Við lékum okkur saman daginn út og inn, og áttum í nágrannaerjum við kallinn á neðri hæðinni. Hann átti ansi erfitt með að þola lætin í okkur og varð vitlaus þegar bolurinn henn- ar Örnu datt á svalirnar hans. Arna sótti hann galvösk og glotti. Við hlógum svo oft að þessu og mér fannst Arna alltaf svo djörf, hún hik- aði aldrei við neitt. Eitt sumarið fór- um við svo til Portúgal, með fjöl- skyldu Örnu og móðurforeldrum okkar. Það var alveg frábær ferð, við kynntumst fullt af fólki, festumst nokkrum sinnum í lyftunni og áttum öll góðar stundir saman. Ég minnist þess líka hvernig henni tókst oft að hughreysta mig, t.d. þegar ég kvart- aði yfir freknunum í andlitinu á mér. Þá brosti hún og sagði að þetta væru lítil gullkorn, taldi þau og sagði að ég væri rík. Við töluðum svo oft um hversu lánsamar við værum með fjölskyld- una okkar. Við gátum ekki hugsað okkur betri. Arna á einstaka foreldra og tvær yndislegar systur. Það var hún þakklát fyrir og minntist ósjald- an á það. Gullmoli Örnu var Kristín Líf dóttir hennar. Hún sá ekki sólina fyrir henni. Missir litlu Kristínar er mikill, því tengslin milli mæðgnanna voru sterk. Ég talaði við Örnu síðast fyrir nokkrum dögum. Hún hljómaði ánægð, og sagðist elska mig í enda símtalsins. Við gerðum það alltaf, kvöddumst með þeim orðum. Og nú kveð ég Örnu með trega. Aldrei hef- ur jafnmikill harmur og missir orðið í fjölskyldu okkar. Arna var trúuð, og ég veit að hún er nú hjá Guði, laus við þjáningar, sem of oft voru of miklar í lífi hennar. Ég gæti haldið endalaust áfram, því minningarnar eru óþrjótandi. Elsku Kristín, Valur, Sigrún, Þór- dís og elsku Kristín Líf. Megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Auður. Elsku Arna. Nú ert þú farin, farin og býrð í öðrum heimi. Nú ert þú hjá Aðalbjörgu langömmu þinni og ykk- ur líður vel saman. Ég man hvað þú varst góð frænka, nærgætin í alla staði og þú hafðir gaman af að koma til ömmu þinnar og langömmu á Eskifirði. Ég man eitt sinn 1983, þegar ég var á Dalbraut, að mamma þín hringdi í mig og sagði að þú ættir heima á Rauðalæk og ég væri vel- kominn í heimsókn, og svo heimsótti ég ykkur og við lékum okkur saman. Mér er einnig minnisstætt er ég kom og heimsótti foreldra þína júlí 1998 og mamma þín hringdi í þig og sagði þér að ég væri hjá henni. Þú komst og varst svo ánægð að sjá mig. Við fórum í bíltúr og fengum okkur ís. Svo í ágúst sama sumar heimsóttir þú mig austur á Sólheima í Gríms- nesi með Árna afa þínum. Við fórum í sumarbústaðinn á Flúðum og hitt- um Diddu og vorum þar og áttum góðan dag. Svo keyrðir þú mig aftur heim á Sólheima og stoppaðir á Laugarási og bauðst mér ís. Þú vildir að ég spennti á mig beltið svo ég myndi ekki slasast ef við lentum í slysi. Þú sagðist hafa orðið vitni að miklu bílslysi uppá Hellisheiði og vildir ekki að eins færi fyrir mér. Nú ertu hjá Aðalbjörgu og líður vel hjá langömmu. Nú vil ég þakka þér allt sem þú gafst mér af þér og megi Guð styrkja mömmu þína, pabba þinn og systkini þín og dóttur þína í þessari miklu sorg. Vertu svo sæl, Arna mín Ég mun hitta þig aftur hjá Guði og við munum öll, Aðal- björg, þú og ég, upplifa sanna endur- fundi. Guð geymi þig. Árni Ragnar. Elsku frænka. Minningarnar eru margar sem koma upp í hugann þessa dagana, við brösuðum nú ým- islegt þegar þú komst í heimsókn á Eskifjörð, ég, þú og Auður. Við fór- um í útilegu út á sveit og líka í Atla- vík þegar þú hrakfallabálkurinn, sem varst nú ósjaldan með gifs ein- hversstaðar, fékkst ryðgaðan nagla í gegnum löppina, það þótti þér nú ekkert sérstaklega merkilegt þótt við Auður værum með tárin í aug- unum, það varst nú frekar þú sem varst að hughreysta okkur. Þú varst alltaf stóra frænka okkar sem passaðir uppá okkur og hafðir vit fyrir okkur. Þú varst ótrúlega hlý og góð manneskja og alltaf hægt að leita til þín. Ég mun geyma allar minningarn- ar sem hér eru sagðar og ósagðar í hjarta mínu ásamt okkar síðasta samtali þar sem þú varst að hug- hreysta mig og sagðir svo marga fal- lega hluti, enda gafstu alltaf svo mik- ið af þér. Við ætluðum að fara að hittast en því miður var þér ekki skammtaður lengri tími hér, við hittumst bara seinna í staðinn. Elsku Kristín Líf, Kristín, Valur, Sigrún, Þórdís og aðrir aðstandend- ur, guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Agla Heiður. Hjarta mitt er örmagna af sorg þessa stundina, elsku Arna mín. Ég sit hér og reyni að henda reiður á til- finningunum sem bærast í brjósti mínu og koma þeim hérna niður á blaðið. Mig langar svo að geta komið í orð hvernig mér líður gagnvart þessu ótímabæra dauðsfalli þínu, ástin mín. Mér er minnisstætt er ég hitti þig í síðasta skiptið. Það var erfið stund, mér fannst ég ekki vera að tala við Örnu mína, ég held að okkur hafi báðum fundist það óþægilegt. Ég þráði svo heitt að fá að sjá þig blómstra, elsku frænka mín, þú hafð- ir svo marga kosti að bera, yndislega útgeislun og jákvæðni. Það sem tengdi okkur svo sterk- um böndum var baráttan við þann hræðilega sjúkdóm sem við vorum báðar haldnar. Ég finn fyrir gífur- legum vanmætti í dag vegna þess að mig langaði svo innilega að gefa þér af því sem mér hafði hlotnast – lausnina. Ég var alltaf að bíða eftir að þú myndir hringja í mig því ég sagði alltaf við þig að ef þú vildir hjálpina þá væri ég tilbúin til að styðja þig. En þinni þrautargöngu er nú lokið, elsku frænka mín, og ég veit að í dag ert þú glöð, hamingju- söm og frjáls – sál þín hefur fundið hvíld hjá Guði almáttugum. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Ég elska þig, Eva Hrönn. Það er erfitt að finna orð yfir þær tilfinningar sem hellast yfir þegar staðið er frammi fyrir því að elsku vinkona okkar og frænka, hún Arna Hildur er dáin. En við geymum í hjarta okkar minningar. Eins og minningarnar frá þeim ljúfu dögum þegar Arna Hildur kom í heimsókn í sveitina. Hún var vin- sæll gestur. Uppáhaldsfrænka mín, sagði Vigdís oft þegar henni var til- kynnt að von væri á Örnu Hildi frænku í heimsókn. Stelpuskarinn hljóp áhyggjulaus um gangana í Nýjabæ og það gekk á ýmsu. Hlaupið á náttfötunum úti á túni í morgundögginni. Freistast til að hoppa í hjónarúminu þegar enginn sá til. Stóðu á tröppunum útataðar í mýrarauða frá toppi til táar. Höfðu hreinlega neyðst til að stökkva ofaní skurð, því brjálaður hestur hafi ætl- að að ráðast á þær. Í stóra brúna rúminu sváfu þær allar saman í einni kös úrvinda eftir hvern annasaman dag. Þetta voru góðir tímar. Arna Hildur var hlý, skýr og skemmtileg, með glettnisblik í aug- um og dillandi hlátur. Okkur þótti óskaplega vænt um hana og er þungt um hjartarætur þegar við nú kveðj- um hana í hinsta sinn. Valur, Kristín, Sigrún, Þórdís og litla Kristín Líf. Þið eigið okkar dýpstu samúð. Halla María, Tryggvi og stelpurnar. Elskuleg bróðurdóttir mín er lát- in, aðeins 25 ára gömul. Í huganum er afneitunin rík, að þetta geti ekki verið satt, ekki aftur í okkar fjöl- skyldu. Aðeins tvö ár síðan eigin- maður minn lést. Upp í hugann koma minningar síðastliðinna 25 ára. Hún var elsta barn bróður míns og börnin ARNA HILDUR VALSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.