Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 51
✝ Björn Gunnars-son fæddist að
Sælu í Skíðadal hinn
20. júlí 1918. Hann
lést á FSA laugar-
daginn 30. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Gunnar
Snorrason og Jónína
Sigfríður Sigurðar-
dóttir, f. 27.2. 1900, d.
10.11. 1974. Hálf-
systkini Björns, sam-
mæðra, eru Sigrún
Arnþórsdóttir, f.
1927, búsett á Akur-
eyri; Stefán Arnþórs-
son, f. 1929, búsettur á Dalvík; Mat-
tea Arnþórsdóttir, f. 1933, búsett á
Akureyri; Einar Arnþórsson, f.
1934, búsettur á Akureyri; Margrét
Arnþórsdóttir, f. 1938, búsett á Ár-
skógsströnd; Smári Skíðdal Arn-
þórsson, f. 1947, d. 1994.
Björn kvæntist 22.4. 1944 Lauf-
eyju Kristjánsdóttur, f. 26.11. 1921,
d. 6.5. 1990. Hún var dóttir Krist-
jáns Jóhanns Jónssonar og Önnu
Jónsdóttur á Brautarhóli í Glerár-
hverfi. Björn og Laufey bjuggu
fram til 1954 í Sandgerði í sambýli
Sigríður, f. 1975, Ásgeir, f. 1982 og
Arnar, f. 1989. 4) Anna Stefanía
Skofteland, f. 23.9. 1955, fulltrúi í
Noregi, gift Tor Arvid Skofteland
matreiðslumanni og eru börn
þeirra Anna Charlotte, f. 1979, og
Peder Christopher, f. 1984. Lang-
afabörn Björns eru níu talsins.
Jónína móðir Björns var dóttir
Sigurðar Jónssonar, b. í Sælu, og
k.h., Unu Guðrúnar Jónsdóttur og
var Björn alinn upp hjá þeim fram
til ellefu ára aldurs er hann flutti
inn í Sandgerði í Glerárhverfi, til
móður sinnar og stjúpa, Arnþórs
Jónssonar, f. 2.9. 1895, d. 17.9. 1973.
Björn stundaði ýmis verka-
mannastörf á sínum yngri árum.
Hann starfaði síðan í tæp fimmtíu
ár við Síldarverksmiðjuna í Krossa-
nesi sem verkamaður og bílstjóri.
Hann tók virkan þátt í störfum
verkalýðsfélaganna á Akureyri var
m.a. formaður í Verkamannafélagi
Glerárþorps og trúnaðarmaður
Einingar um árabil. Hann var gerð-
ur að heiðursfélaga Einingar árið
1989 í viðurkenningarskyni fyrir
störf sín og þátttöku í verkalýðs-
hreyfingunni. Þá tók hann tölu-
verðan þátt í kórstarfi á árum áður
en hann söng í Karlakór Akureyr-
ar, í Kantötukórnum og með Karla-
kórnum Geysi.
Útför Björns fer fram frá Gler-
árkirkju á Akureyri í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
við móður og stjúpa
Björns. Þá fluttu þau í
Sæberg sem hafði ver-
ið í byggingu frá 1951
og bjuggu þar upp frá
því. Börn Björns og
Laufeyjar eru: 1) Sig-
urður Kristján, f. 9.9.
1944, bifreiðarstjóri í
Ólafsfirði, var kvænt-
ur Guðrúnu Magnús-
dóttur en þau skildu og
eru dætur þeirra;
Laufey Marsibil, f.
1962, Sigríður Júlía, f.
1964, og Birna, f. 1968,
en seinni kona Sigurð-
ar Kristjáns var Linda D. Eyþórs-
dóttir en þau skildu. Sigurður er nú
í sambúð með Rannveigu Guð-
mundsdóttur. 2) Hjálmar, f. 11.12.
1945, byggingameistari á Akur-
eyri, kvæntur Pálínu Sigurlaugu
Jónsdóttur sjúkraliða og eru synir
þeirra; óskírður, f. 1970, d. 1970,
Björn Fannar, f. 1974, Birkir
Hrannar, f. 1975, og Guðjón Unnar,
f. 1984. 3) Úlfar, f. 6.6. 1954, skóla-
stjóri á Akureyri, kvæntur Mögnu
Guðmundsdóttur aðstoðarskóla-
stjóra og eru börn þeirra; Eydís
Það er undarlegt að þú sért farinn,
við borðuðum saman í síðustu viku
og þá varstu svo hress, en þetta var
ekki lengi að breytast. Nú er enginn
afi til að borða með á sunnudögum og
enginn afi sem situr á pallinum í Sæ-
bergi í góða veðrinu og les. Það eru
margar góðar minningar sem koma
upp í hugann á svona stundu. Ég og
Björn bróðir vorum svo heppnir að
þú og amma Laufey pössuðuð okkur
þegar við vorum litlir. Þið voruð gott
fólk, amma var kona af gamla skól-
anum sem eldaði, bakaði og sá um öll
tilfallandi störf innan heimilsins,
meðan þú varst að vinna úti á
Krossanesi. Þið bjugguð stærstan
hluta ævi ykkar í Sæbergi og þangað
var alltaf gott að koma.
Við gerðum svo margt skemmti-
legt saman. Allar veiðiferðirnar í
Skjálfandafljót og Ljósavatn. Þeir
voru líka ófáir kílómetrarnir sem við
vorum búnir að keyra um sveitir
Eyjafjarðar og nágrennis.
Afi hafði gaman af því að veiða,
hvort sem það var með stöng eða
byssu. Ekki er hægt að segja að afi
hafi höggvið stórt skarð í dýrastofna
landsins. Fyrir honum voru veiði-
ferðirnar fyrst og fremst góð leið til
að skoða landið, hitta fólk og borða
nesti í náttúrunni.
Afi vann mestan hluta ævi sinnar á
Krossanesi við ýmis verkamanna-
störf. Það var alltaf gaman að fara út
á Krossanes að veiða og hitta afa. Afi
útvegaði okkur bræðrunum yfirleitt
beitu og kom svo nokkrum sinnum
yfir daginn út á bryggju til að fylgj-
ast með okkur. Síðan þegar veiðideg-
inum á bryggjunni lauk bauð afi okk-
ur í kaffi.
Það var alltaf stutt í grínið hjá afa
og þú varst búinn að gera mikið grín
að mér þegar ég datt í Skjálfanda-
fljótið, það fannst þér fyndið.
Afi var mælskur og hann var líka
mjög góður sögumaður. Hann hafði
gaman af því að segja okkur barna-
börnunum sögur um liðna tíma, frá
stríðsárunum sem og gamlar veiði-
sögur. Jæja, afi og amma, nú eru þið
saman aftur, ég er viss um að amma
hefur beðið þín, afi, með steikt
lambalæri, kartöflur og brúna sósu.
Eftir matinn hafið þið rennt fram í
fjörð og skoðað lífið og náttúruna.
Elsku afi og amma, þakka ykkur
fyrir allt sem þið gerðuð fyrir mig og
allar þær stundir sem við áttum sam-
an, ykkar er sárt saknað. Hittumst
síðar. Kveðja
Birkir Hrannar
Hjálmarsson og fjölskylda.
Mér fannst afi Bjössi skemmtileg
persóna og hélt hann mikið upp á
okkur barnabörnin sín. Ég heimsótti
hann oft í Sæberg, sátum við þá og
spiluðum eða horfðum á sjónvarpið.
Hann var mér svo góður og sakna ég
hans mikið.
Nú ertu farinn, elsku afi minn, og
ég þakka þér fyrir allar stundirnar
sem við áttum saman.
Arnar Úlfarsson.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
(Páll Jónsson.)
Elsku afi minn, ég kveð þig nú
með einu bæninni sem ég er búin að
læra. Ég veit að núna átt þú heima
hjá Guði og ömmu Laufeyju og ert
ekki lengur lasinn.
Alltaf þegar ég horfi upp í stjörn-
urnar mínar veit ég að þú ert þar að
fylgjast með mér. Núna ertu búinn
að breytast í fallegan engil með
stóra hvíta vængi, alveg eins og
strumpurinn minn.
Bless, elsku afi minn, og takk fyr-
ir að koma og kyssa mig bless.
Þín nafna
Laufey Ýr.
Það er af mörgu að taka þegar
rifja á upp allt það sem við afi gerð-
um saman í gegn um tíðina. Enda-
lausir bíltúrar fram Eyjafjörðinn, í
Hörgárdalinn, á æskuslóðirnar út í
Skíðadal eða hvert sem okkur datt í
hug. Alltaf hafði afi frá einhverju að
segja, annaðhvort um ábúendur á
bæjunum, eða í hvaða hyl hann
hafði fengið silung eða á hvaða túni
hann hafði skotið gæs. Þannig má
segja að afi hafi smitað okkur af
veiðibakteríunni með sífelldu tali
um veiði á hinum og þessum stöð-
um. Enda var það svo að sem börn
og unglingar eyddum við bræður
mörgum dögum á sumri í veiði með
afa og ömmu. Oftast lá leiðin austur
að Skjálfandafljóti en stundum eitt-
hvað annað. Árangurinn var nú oft
ekki merkilegur en það skipti engu
máli, þá kíkti maður bara í nest-
isboxið frá ömmu. Ef við vorum
ekki með afa og ömmu að veiða vor-
um við úti á Krossanesbryggju að
dorga. Alltaf kom afi og leit til með
okkur, spurði hvort við værum
svangir eða kaldir. Ef við vorum
svangir gaf hann okkur bita af nest-
inu sínu og ef okkur var kalt feng-
um við að fara með honum upp í
verksmiðju að hlýja okkur.
Vorin voru okkar tími. Á hverju
vori, jafnvel dag eftir dag, fórum við
í bíltúr til þess að athuga hvort gæs-
irnar væru komnar. Vorið kom ekki
fyrr en gæsirnar komu. Svo voru
það bryggjurnar, við urðum að
skoða hvaða skip og bátar væru í
landi og athuga hvernig fiskiríið
væri hjá trillukörlunum í bótinni.
Oft enduðum við svo á því að fara
einn hring út á Krossanes, svona rétt
til að fullvissa okkur um að ekkert
hefði breyst án þess að við tækjum
eftir því.
Afi var meira en bara afi. Hann
var minn besti vinur. Hann bæði leit
á mann og talaði við mann sem jafn-
ingja og var alltaf tilbúinn að aðstoða
mann á einn eða annan hátt.
Enda var það svo að í hvert skipti
sem við hittumst þurftum við mikið
að tala saman og brjóta til mergjar
brýnustu mál. Ég veit að hann mun
áfram hlusta þegar mér liggur mikið
á hjarta.
Því miður náði ég ekki að vera með
honum síðustu stundirnar vegna
fjarlægðar en ég veit að hann fyr-
irgefur það. Nú hittir hann ömmu
Laufeyju á ný en hennar hafði hann
saknað í tæp 12 ár. Nú sitja þau sam-
an og fylgjast með börnunum, barna-
börnunum og barnabarnabörnunum.
Við sem eftir erum minnumst þeirra
fyrir einstaka hlýju og velvild í garð
allra. Þeirra er sárt saknað.
Björn Hjálmarsson.
Elsku langafi. Nú ertu kominn til
Guðs og englanna að hitta ömmu. Við
munum sakna þess mikið að geta
ekki komið og heimsótt þig í Sæberg.
Við munum alltaf hugsa til þín. Góða
nótt.
Þínir langafastrákar
Darri Hrannar og Almar Daði.
Elsku Bjössi. Þá ertu farinn yfir
móðuna miklu. Nú líður þér betur og
Laufey konan þín hefur tekið á móti
þér. Þær voru ófáar ferðirnar sem þú
og nafni þinn hann Björn fóruð á
rúntinn inn Eyjafjörðinn. Þér fannst
það alltaf jafngaman. Einu sinni tók-
um við þig með að Hólavatni. Þar
undir þú þér vel, sast á stól og horfð-
ir á nafna þinn og Darra veiða. Alltaf
áttirðu eitthvað gott handa okkur
þegar við komum í heimsókn. Við
munum öll sakna þín. Megi góður
Guð varðveita þig og styrkja ætt-
ingja og aðra nákomna í sorginni.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Hulda Hrönn Guðmundsdóttir.
BJÖRN
GUNNARSSON
✝ SvanbjörgMagdalena Jós-
efsson fæddist í
Þórshöfn í Færeyj-
um 27. apríl 1925.
Hún lést á elli- og
hjúkrunarheimilinu
Grund 30. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Knut
Petersen, skósmiður
í Þórshöfn, og Jetta
Alvilda Maria Peter-
sen. Svanbjörg var
þriðja elst af þrettán
systkinum, tíu bræð-
ur og tvær systur,
fjórir bræður hennar eru á lífi og
búa þrír í Færeyjum og einn í
Danmörku.
Svanbjörg átti fjögur börn með
fyrri eiginmanni sínum, Auðuni
Hafsteini Fossdal, en hann lést af
slysförum í janúar
1962. Þau eru:
Björn Knútur Foss-
dal, f. 15.4. 1948, dá-
inn 13.3. 1983, Matt-
hildur Alvilda
Hafsteinsdóttir, f.
29.11. 1949, Sævar
Benedikt Hafsteins-
son, f. 1.4. 1951, og
Ingi Jóhann Haf-
steinsson, f. 22.7.
1952, d. 12.12. 1987.
Eftirlifandi maki
hennar er Gísli Jós-
efsson.
Svanbjörg flutti
til Íslands árið 1948 og bjó á
Skagaströnd til ársins 1965 þeg-
ar hún flutti til Reykjavíkur.
Svanbjörg verður jarðsungin
frá Grafarvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Ástkær tengdamóðir mín Svan-
björg Jósefsson hefur kvatt þennan
heim.
Þessi merka kona kenndi mér
margt um lífið og tilveruna.
Hún fæddist í Færeyjum, en flutt-
ist ung til Íslands til að vinna á elli-
og hjúkrunarheimilinu Grund, þar
sem hún kom svo aftur og þá orðin
mikill sjúklingur í júlí sl. Fyrstu 18
árin sín á Íslandi bjó hún á Skaga-
strönd ásamt fyrri eiginmanni sín-
um. Ævi þeirra var erfið og bjuggu
þau við mikla fátækt eins og svo
margir á þessum árum. En aldrei lét
þessi kona bugast, hún hélt alltaf
áfram ótrauð. Það þurfti mikinn
kjark og þor til að þrauka þessi erf-
iðu ár með bros á vör eins og hún
gerði. Hún missti ung mann sinn
Auðun Hafstein Fossdal frá fjórum
ungum börnum, en hann féll á milli
skips og bryggju þegar hann var að
huga að bát í miklu ofsaveðri. Flest-
um þætti nóg um að missa eiginmann
en auk þess þurfti hún að horfa á eftir
sonum sínum Birni og Inga en þeir
dóu báðir á 35. aldursári.
Hún var svo lánsöm að kynnast
eftirlifandi manni sínum Gísla árið
1965 og hefur hann stutt hana á allan
hátt síðan. Stórt skarð er höggvið í líf
Gísla og votta ég honum mína inni-
legustu samúð á þessum erfiðu tím-
um. Allan tímann sem Svanbjörg var
veik kom hann til hennar daglega,
hvernig sem viðraði og þurfti hann að
vera alvarlega veikur til að það dytti
úr dagur. Börnum, barnabörnum og
barnabarnabörnum votta ég samúð
mína og bið þess að þau horfi til þess
að Svanbjörg komst í gegnum öll sín
erfiðu ár með bros á vör.
Ég kveð ástkæra tengdamóður
með söknuði.
Hólmfríður Einarsdóttir.
Merk kona yfirgaf þennan heim
hinn 30. mars sl.
Að kveðja nákominn ættingja er
alltaf sárt. Samt er ég afskaplega
þakklát fyrir að hún skuli vera búin
að fá hvíld, elskulega amma Svana,
eftir nokkuð erfið veikindi sl. tvö ár.
Minningarnar fljúga um hugann
frá því er ég var barn og fram á dag-
inn í dag og vona ég að hún hafi vitað
hvað hún skipaði alltaf stóran sess í
huga mér. Svana amma var mjög
sterkur persónuleiki, svo blíð, þakk-
lát og þægileg, en oftast glöð þrátt
fyrir mjög erfiða ævi framan af. Hjá
henni gátum við systkinin alltaf feng-
ið eins mikla ást og gleði og hægt er
að fá frá nokkurri ömmu. Ég minnist
allra sumarbústaðarferðanna austur
á Þingvelli með ömmu og afa Gísla.
Við fórum oft þrjú og áttum yndis-
lega helgi með söng, spilamennsku
og göngutúrum niður að vatni. Þess-
ar ferðir okkar voru svo tíðar að þau
útbjuggu sérherbergi handa mér í
bústaðnum og fannst mér ég mjög
sérstök vegna þess.
Þegar ég kom í heimsókn til henn-
ar fyrir nokkrum dögum tók hún svo
blítt í höndina á mér og það þurfti
engin orð því handtakið sagði allt um
ást hennar á mér. Ég sá hvert
stefndi, en maður er aldrei tilbúinn
að kveðja náinn ættingja og skarðið
er stórt sem þessi merka kona skilur
eftir í hjarta mér. Hennar mun verða
minnst um ókomin ár og hugsað til
með söknuði. Því miður fær litli son-
ur minn ekki að njóta þess að kynn-
ast henni en ég mun halda á lofti
minningu hennar og fræða hann um
það sem hún fræddi mig um og kenna
honum íslensku og færeysku lögin
sem við sungum svo oft saman.
Ég kveð elskulega ömmu mína
með söknuði.
Margrét Jónína Sævarsdóttir.
Svilkona mín Svanbjörg er látin.
Svanbjörg eða Svana átti við veik-
indi að stríða um árabil. Ég kynntist
henni þegar hún hóf búskap með
Gísla Jósefssyni, bróður mannsins
míns. Hún var þá ekkja og átti fjögur
börn, eina dóttur og þrjá syni. Tveir
synir hennar eru látnir en dóttir
hennar og sonur búa hérna á Reykja-
víkursvæðinu.
Svana var glaðleg og kát og þótti
gaman að taka þátt í félagsskap með
öðrum. Hún var í Færeyingafélaginu
og sótti dansleiki og aðrar skemmt-
anir með þeim ásamt Gísla mannin-
um sínum.
Samband þeirra var gott og eftir
að Svana veiktist heimsótti Gísli
hana nánast á hverjum degi. Hún var
töluvert farin að tapa minni og að síð-
ustu hætt að þekkja fólk.
Síðustu mánuðina dvaldi hún á elli-
heimilinu Grund og lést þar síðastlið-
inn laugardag. Við sendum eigin-
manni, börnum og barnabörnum
innilegustu samúðarkveðjur. Guð
veri með ykkur.
Valborg S. Böðvarsdóttir.
Það var sólríkur og fallegur vetr-
ardagur þegar við fengum þær frétt-
ir að amma Svana væri látin. Það var
eins og englarnir væru að bjóða hana
velkomna með sólargeislunum.
Það var fyrir ellefu árum að ég
kynntist ömmu Svönu eins og hún
var kölluð af öllum í fjölskyldunni,
hvort sem hún var amma þeirra eða
ekki. Reyndar var hún amma allra,
og vildi helst af öllu hafa börnin,
tengdabörnin, barnabörnin og
barnabarnabörnin hjá sér í mat og
kaffi alla daga. Það var aldrei neitt
mál þrátt fyrir þröngan húsakost hjá
henni og Gísla að fá til sín fólkið sitt í
kaffi og/eða mat, hvort heldur sem
var heim til þeirra eða í bústaðinn á
Þingvöllum.
Amma Svana var búin að reyna
ýmislegt um ævina, búin að missa
eiginmann og tvo syni sína. En hún
átti einnig fallegar og góðar stundir,
sérstaklega með honum Gísla sínum
sem hún var svo óskaplega heppin að
hitta, það var svo fallegt að sjá þau
saman, þau voru alltaf eins og nýtrú-
lofuð.
Velferð afkomenda hennar var
henni mjög hugleikin og mikils virði
og hún vildi gera allt fyrir fólkið sitt
til að létta því lífið og tilveruna.
Það má ekki gleyma því að hún var
ekki bara mikið fyrir börn heldur var
hún sérstaklega mikill dýravinur og
átti hún yfirleitt eitthvert gæludýr.
Elsku amma Svana, ég vona að þér
líði vel í faðmi strákanna þinna og
allra fallegu englanna, þar sem þján-
ingar og erfiðleikar eru víðsfjarri.
Guð geymi þig.
Elsku Gísli, Sævar minn, Matta og
þeir sem eiga um sárt að binda þessa
daga, Guð geymi ykkur og styrki
ykkur í sorginni.
Halldóra Bergsdóttir.
SVANBJÖRG
JÓSEFSSON