Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 55 ASTMA- og ofnæm- isfélagið stendur fyr- ir fræðslufundi næst- komandi mánudag, 8. apríl, í Múlalundi klukkan 20. Þar munu þær Erla Kol- brún Svavarsdóttir, dósent við hjúkr- unarfræðideild Há- skóla Íslands, og Ragnheiður Ósk Er- lendsdóttir, verkefn- isstjóri á barnadeild Landsspítala – há- skólasjúkrahúss við Hringbraut, kynna niðurstöður viðamik- illa rannsókna sinna. Erla Kolbrún rannsakaði umönnunarálag á foreldrum barna með svokallað langvarandi astma. Ragnheiður Ósk tók hins vegar fyrir hegðun og aðlögun heil- brigðra systkina sömu barna. Alls komu 103 fjölskyldur við sögu á tveggja ára tímabili og að sögn Erlu Kolbrúnar hefur margt at- hyglisvert komið á daginn og sumt af því nýtt í umræðunni. Erla Kolbrún sagði í samtali við Morgunblaðið að þær Ragnheiður hefðu haft góða samvinnu og byggt rannsóknir sínar á sömu fjölskyld- unum. Alls hefðu 103 mæður og 76 feður komið að rannsókn sinni, og teldist það góð þátttaka karlanna. „Í þessum rannsóknum voru lagðir fyrir spurningalistar, en síðan hitt- um við fjölskyldurnar og fórum yf- ir úrlausnirnar. Í minni rannsókn svöruðu karlar og konur hver fyrir sig, en í rannsókn Ragnheiðar svöruðu foreldrar saman fyrir hönd barna sinna því í flestum til- vikum var um lítil börn að ræða. Meðalaldur hinna veiku barna var 3–4 ár, en aldur þeirra spannaði frá einum mánuði upp í sex ár,“ sagði Erla Kolbrún. Erla Kolbrún segir það of langt mál í stuttu viðtali að kafa djúpt í niðurstöður rannsókna sinna, en hún geti þó nefnt að mikill meiri- hluti foreldra hafi ver- ið samdóma um að tímafrekast og erfiðast í umönnunarferlinu hafi verið að takast á við agavandamál hinna veiku barna, en á svo lágum aldri væri þar átt við atriði eins og óværð, grát, svefn- truflanir og pirring, enda þyrftu sum þess- ara barna að taka inn stera og hlið- arverkanir þeirra væru m.a. pirr- ingur og skapsveiflur. „Einnig kom í ljós að foreldrarnir upplifa mikla þreytu í umönnunarhlutverkinu. Þær aðstæður leiða svo af sér greinilegan mun á körlum og kon- um. Mæðurnar eiga t.d. erfiðara með að vakna á nóttunni til að sinna veiku barninu, en feðurnir eiga aftur á móti erfitt með að veita maka sínum andlegan stuðn- ing. Þetta er meðal þeirra nýju nið- urstaðna sem kynntar verða. Þetta nefni ég sem dæmi, en það eru alls 24 umönnunaratriði sem tekin eru fyrir og ég verð að hvetja þá sem málið varðar til að kynna sér þess- ar niðurstöður. Astma er þrískipt eftir því af hve miklum þunga sjúk- dómurinn leggst á börn. Þó að öll börnin fái ekki verstu útgáfuna, þá er astmi algengasti langvinni sjúk- dómurinn sem hrjáir börn, alls um tíu prósent barna hafa mismikil einkenni og því á þessi fræðslu- fundur erindi til mjög margra for- eldra og annarra aðstandenda,“ voru lokaorð Erlu Kolbrúnar Svav- arsdóttur. Fræðslufundur Astma- og ofnæmisfélagsins Tíu prósent barna með meiri eða minni einkenni Erla Kolbrún Svavarsdóttir Á MORGUN, laugardag, verður svo- nefnt Flóahlaup Ungmennafélagsins Samhygðar og verður boðir upp á þrjár hlaupavegalengdir. Er þetta hið fyrsta af götu- og víðavangs- hlaupum FRÍ á þessu ári. Hlaupið hefst kl. 14 við Fé- lagslund, Gaulverjarbæjarhreppi. Vegalengdir: 3 km, 5 km og 10 km með tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn: 14 ára og yngri (3 km), konur 39 ára og yngri, 40 ára og eldri (5 km), opinn flokkur kvenna (10 km), karlar 39 ára og yngri, 40–49 ára, 50–59 ára, 60 ára og eldri (10 km), opinn flokkur karla (5 km). Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki. Upplýsingar á netfangi: markusiv@binet.is. Flóahlaup á laugardag REYKJAVÍKURAKADEMÍAN heldur málfund laugardaginn 6. apríl kl. 11–13 í Iðnó. Iðnó – veitingahús býður upp á hlaðborð sem kostar 1.200 kr. fyrir manninn. Erindi heldur Vigfús Geirdal sagnfræðingur: Hvernig íslenskir „nýbúar“ urðu að fullgildum Kan- adamönnum. Hann hefur kannað hvernig íslenskir innflytjendur og afkomendur þeirra aðlöguðust kan- adísku þjóðfélagi og hvernig þeir samsömuðu sig smám saman kanad- ísku þjóðerni. Reykjavík- urAkademían fundar LANGUR laugardagur verður á Laugaveginum á morgun, laugar- daginn 6. apríl, og munu kaupmenn standa fyrir götumarkaði í samstarfi við Götusmiðjuna. Allur ágóði af götumarkaði rennur til ungra fíkni- efnaneytenda í meðferð. Unglingar á vegum Götusmiðj- unnar verða á 3–4 stöðum á Lauga- vegi að selja nýjan fatnað sem versl- anir á Laugavegi gefa unglingunum. Hver flík mun kosta kr. 500. Einnig verða ýmis tilboð í gangi í verslunum og verða þær opnar frá klukkan 10–17 en götumarkaðurinn byrjar kl. 13. Frítt er í alla stöðumæla eftir kl. 13, segir í fréttatilkynningu. Götumarkaður á Laugavegi HELLIR heldur atkvöld mánudag- inn 8. apríl kl. 20. Fyrst eru tefldar þrjár hraðskákir þar sem hvor kepp- andi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með tuttugu mínútna umhugsunar- tíma. Sigurvegarinn fær verðlaun og einn keppandi sem dreginn verður út. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Þátttökugjöld eru kr. 300 fyrir fé- lagsmenn, kr. 200 fyrir 15 ára og yngri og kr. 500 fyrir aðra, kr. 300 fyrir 15 ára og yngri. Allir velkomnir, segir í fréttatil- kynningu. Atkvöld Hellis ALÞJÓÐADAGUR QiGong er laug- ardaginn 6. apríl. Þennan dag klukk- an 10 f.h. að staðartíma í yfir 80 borgum í heiminum hefst QiGong- stund sem mun breiðast yfir heiminn eins og alda með hverju tímabelti fyrir sig, segir í fréttatilkynningu. Alþjóðadagur QiGong STUTTMYND, erindi og umræður verða í Margmiðlunarskólanum í dag, föstudaginn 5. apríl, kl. 12. Að- gangur er ókeypis og allir velkomnir. Helena Stefánsdóttir kynnir og sýnir stuttmyndina Brot (30 mín.) sem framleidd var árið 2001. Eftir sýninguna fjallar Helena um gerð myndarinnar. Dagskrá lýkur með opnum umræðum og fyrirspurnum. Nánari upplýsingar er hægt að fá í netfanginu; fyrirlestrar@mms.is, segir í fréttatilkynningu. Stuttmynd í Margmiðlunar- skólanum AÐALFUNDUR Parkinsonsamtak- anna á Íslandi verður haldinn laug- ardaginn 6. apríl kl. 14 í Hátúni 10, 9. hæð, ath. gengið inn að vestanverðu. Venjuleg aðalfundarstörf, segir í fréttatilkynningu. Aðalfundur Parkinsonsam- takanna FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Ársel held- ur furðufataball laugardaginn 6. apr- íl kl. 20–23. Allir 16 ára og eldri vel- komnir. Aðgangseyrir er 400 kr. Verðlaun verða veitt fyrir flottustu fötin, segir í fréttatilkynningu. Furðufataball í Árseli BÓKASAFN Garðabæjar verður með kynningar á ferðahandbókum og öðru efni sem tengist ferðalögum og menningu hinna ýmsu þjóða í apr- ílmánuði. Kynningar verða dagana 6. og 13. apríl. Fulltrúi frá Ferðafélagi Ís- lands sýnir myndir og kynnir ferða- möguleika um hálendi Íslands laug- ardaginn 6. apríl kl.13 og Auður Haralds rithöfundur segir frá lífi og menningu á Ítalíu laugardaginn 13. apríl. kl. 13, segir í fréttatilkynningu. Kynningar í Bókasafni Garðabæjar STOFNFUNDUR Samtaka um rannsóknir í félagsráðgjöf verður haldinn í dag, föstudaginn 5. apríl, kl. 15 í húsnæði Félagsþjónustunnar í Reykjavík við Síðumúla. Sams konar samtök starfa nú á hinum Norður- löndunum og hafa landssamtökin fern myndað með sér norrænan stýrihóp undir nafninu Forsa-Nord- en. Að stofnun samtakanna standa að- ilar frá félagsmálaráðuneyti, Fé- lagsþjónustunni í Reykjavík, Sam- tökum félagsmálastjóra, Stéttar- félagi íslenskra félagsráðgjafa, Námi í félagsráðgjöf við Háskóla Ís- lands og Guðrúnar Kristinsdóttur, prófessors við Kennaraháskóla Ís- lands, sem er hvatamaður að stofnun samtakanna. Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á slíkum rannsóknum og þróunarstarfi. Stofnfélagaskrá verð- ur opin í nokkurn tíma eftir stofn- fundinn. Samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf stofnuð ELÍAS Davíðsson tónskáld heldur fyrirlestur sem hann nefnir: „Bakgrunnur átakanna í Palest- ínu. Hvað er til ráða?“ í Norræna húsinu laugardaginn 6. apríl kl. 14. Fundarstjóri verður Einar Már Guð- mundsson skáld. Elías hyggst greina frá forsögu og bakgrunni þeirra átaka sem eiga sér stað í Landinu helga, fjalla um leiðir til friðsamlegrar lausnar og ræða um það sem Íslendingar geta gert til að stuðla að réttlátum og varalegum friði. Að loknu framsöguerindi verð- ur fundarmönnum gefið gott tóm til almennra umræðna og skoðana- skipta. Elías Davíðsson fæddist í Palest- ínu 1941 en hefur búið á Íslandi síðan 1962. Foreldrar hans, gyðingar, fæddust í Þýskalandi en urðu að flytja til Palestínu vegna ofsókna nasista, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlestur um Palestínu VERSLUNIN Fantasía stendur fyrir skiptimarkaði með barnaföt í Kringlunni nú um helgina. Skipti- markaðurinn er opinn frá 10–18 á laugardag og 13–17 á sunnudag, seg- ir Vigdís Jónsdóttir, eigandi Fant- asíu. Markaðurinn verður frammi á gangi fyrir framan verslunina og segir Vigdís tekið á móti barnafötum á laugardagsmorgni. Ekki er tekið við fötum á sunnudag. Einnig er tekið á móti hlutum sem tengjast börnum og barnauppeldi, segir hún ennfremur, svo sem barna- stólum, göngugrindum, kerrum og vögnum sem verslunin tekur í um- boðssölu. Vigdís segir efnt til uppá- komu fyrir börnin báða dagana og kemur Rauðhetta til að mynda í heimsókn á laugardaginn klukkan 12 og klukkan 15.30 á sunnudag. Skiptimarkaður með barnaföt Allt í grænu! ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 17 27 4 04 . 20 02 IKEA er opið: Virka daga kl. 10-18.30 Laugardaga kl. 10-17 Sunnudaga kl. 12-17 EKTORP með Fresvik grænu áklæði 3ja sæta 59.900 kr 2ja sæta 46.900 kr. Hægindastóll 32.900 kr. Býður einhver betur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.