Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 49
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
S. 555 4477 555 4424
Erfisdrykkjur
✝ Aðalbjörn Aðal-björnsson, verka-
maður, fæddist á
Skólavörðustíg 24a í
Reykjavík 3. ágúst
1915. Hann lést á
Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund 21.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Þorbjörg Grímsdótt-
ir, húsfrú, f. 8.júlí
1889 í Litla-Seli, nú
Vesturgata 59 í
Reykjavík, d. 3.
ágúst 1993, 104 ára
gömul og þá elsti þá-
lifandi og barnfæddi Reykvíking-
urinn, og Aðalbjörn Stefánsson,
prentari, f. 28.des. 1873, á Garðsá
í Öngulsstaðahreppi, Eyjafirði, d.
18.júní 1938. Systkini Aðalbjörns
eru: a) Grímur, f. 1.mars 1917, d.
2. feb. 1987, kvæntur Lovísu Rut
Bjargmundsdóttur, f. 6. okt.
1918, og áttu þau fjögur börn. b)
Stefán, f. 20. júlí 1918, d.
26.sept.1991, kvæntur Sigur-
laugu Guðmundsdóttur, f. 10. jan.
1928, d. 10.maí 1977 og áttu þau
átta börn. c) Kristín, f. 2.júní,
1920, d. 12. mars, 1981. Átti eitt
barn með Karli Emilssyni, f. 1.
jan. 1926. d) Katrín, f. 17.ágúst
1922, d. 10.júlí 1986, gift Kjartani
Einarssyni, f. 22. maí 1923, d. 31.
des. 1961, og áttu þau tvö börn. e)
Guðjón, f. 30. okt. 1924, d. 31. des.
1979, ókvæntur og barnlaus. f)
Guðrún, f. 10. feb. 1928, gift
Helga Einarssyni, f. 31. júlí 1926,
d. 20. júní 1998, og áttu þau fjög-
ur börn. g) Þorbjörn, f. 21. nóv.
1932, d. 4. ágúst, 1977, ókvæntur
og barnlaus.
Aðalbjörn lauk hefðbundnu
barnaskólanámi og eftir það fór
hann út á vinnu-
markaðinn. Hann
var fyrst og fremst
verkamaður og
stundaði ýmis störf í
Reykjavík, til sveita
og í Danmörku, þar
sem hann vann við
bústörf á bóndabæj-
um. Eftir það stund-
aði hann almenna
verkamannavinnu í
Reykjavík hjá ýms-
um verktökum. M.a.
vann hann við upp-
byggingu Hótel
Sögu og síðar við
uppbyggingu í Breiðholti í mörg
ár þegar það var að byggjast upp.
Einnig vann hann um nokkurra
ára skeið sem sjálfstæður at-
vinnurekandi. Helstu verkstörf
hans voru við járnabindingar,
ásamt tré- og múrverki.
Aðalbjörn var mikill áhuga-
maður um stangaveiði og stund-
aði til margra ára veiðar í hinum
ýmsu vötnum og ám á landinu.
Hann gerðist félagi í Stangaveiði-
félagi Rangæinga eftir stofnun
þess árið 1972 og stundaði veiðar
í Rangánum nær óslitið frá þeim
tíma og þar til heilsan fór að bila.
Þá var hann einn af frumkvöðl-
um í að stofna til samskipta við
þýskt veiðifélag í Bæjaralandi ár-
ið 1980 og fór þangað í vináttu-
og veiðiferðir og eignaðist þar
marga vini.
Músík var ef til vill efst á vin-
sældalistanum hvað áhugamál
snertir og spilaði hann á harm-
oniku og orgel sér til hugarhægð-
ar og með ættingjum og vinum.
Útför Aðalbjörns fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30
Móðurbróðir minn, Aðalbjörn Að-
albjörnsson verkamaður, er látinn.
Andlát hans kom mér vissulega á
óvart, þótt hann hafi átt við van-
heilsu að stríða hin síðustu misseri,
en andleg heilsa hans var óskert
fram til hins síðasta.
Aðalbjörn, eða Alli, eins og ég kýs
að nefna nafna minn í þessari minn-
ingargrein, var barnfæddur Reyk-
víkingur, fæddur á Skólavörðustíg
24a, elstur af átta börnum þeirra
Þorbjargar Grímsdóttur húsfreyju
og Aðalbjörns Stefánssonar prent-
ara, sem bæði eru látin, en Þorbjörg
lést í hárri elli árið 1993, 104 ára
gömul. Öll eru þau systkini látin, að
undanskilinni Guðrúnu, sem búsett
er á Hvolsvelli, næstyngst þeirra
systkina.
Í þessum orðum sögðum, vil ég
láta þess getið, að þegar Alli og móð-
ir hans Þorbjörg, voru tvö ein orðin
eftir á Skólavörðustíg 24a, af hinni
stóru fjölskyldu sem þar bjó, og
einnig eftir að hún flutti að Drop-
laugarstöðum, annaðist hann um
hana af þvílíkri kostgæfni að eftir
var tekið og ekki betur gert.
Alli nafni var ekki langskólageng-
inn maður fremur en margir jafn-
aldrar hans á þessum árum. Að
barnaskólanámi loknu, stundaði
hann ýmis störf bæði í Reykjavík, til
sveita og erlendis, en í nokkur miss-
eri á yngri árum, réðst hann til
starfa á dönskum bóndabæjum.
Mestan hluta ævi sinnar stundaði
hann verkamannavinnu í Reykjavík
hjá hinum ýmsu verktökum og þá að
mestu við járnabindingar ásamt tré-
og múrverki. M.a. vann hann við
uppbyggingu Hótel Sögu ásamt því
að taka þátt í uppbyggingu Breið-
holtshverfis frá fyrstu tíð og til
margra ára eftir það. Hann var
handlaginn mjög og liggja eftir hann
smíðagripir hinir bestu svo ekki sé
minnst á uppbyggingu heimilis hans
og viðhalds á Skólavörðustíg 24a,
ásamt því að leggja skyldmennum lið
og fór undirritaður ekki varhluta af
því. Um nokkura ára skeið starfaði
hann sjálfstætt við járnabindingar
o.fl. með nokkrum félögum sínum, en
einhvern veginn hafði ég það á til-
finningunni að hann kynni ekki við
sig þeim megin við borðið, enda
verkalýðssinni af gamla skólanum og
hélt uppi vörnum fyrir málstað
verkalýðsins og þá kannski þvert á
hagsmuni sína sem atvinnurekandi,
þó að sjálfsögðu fari þessir hags-
munir saman. 1. maí göngur voru
fastir liðir hjá frænda og miklir há-
tíðisdagar, jafnvel á atvinnurek-
endaárunum.
Með þessu er ég að segja, að
frændi var nokkuð rauðlitaður í lífs-
skoðunum. Fyrst og síðast sem Al-
þýðuflokksmaður eins og foreldrar
hans, en stundum þess á milli eilítið
lengra til vinstri. En þrátt fyrir
nokkurn aldursmun og að skoðanir
okkar nafna færu ekki alltaf saman á
þessu sviði, urðum við miklir vinir
frá fyrstu tíð og til hins síðasta. Að
hafa fæðst á heimili hans og alist þar
upp meira og minna í gegnum lífs-
hlaupið og átt þar húsaskjól, á ef-
laust mestan þátt í því, svo og að
bera sama nafn og hann. En hvað
pólitíkina varðar, áttaði maður sig
ekki alltaf á hvort hann var að meina
það bókstaflega sem hann sagði,
enda hafði hann, rólyndur maðurinn,
hina mestu ánægju af að stríða við-
mælendum og ná þeim upp á háa c-
ið.
Alli var einhleypur og eignaðist
ekki börn svo vitað sé, en ekki er þar
með sagt að hann hafi ekki komist í
návígi við hitt kynið enda ekki að
undra, því hann var fríður maður
mjög. Ekki er mér örgrannt um, að
meyjarnar hafi á stundum litið hann
hýru auga. Skopskyn hans, tilsvör og
orðaleikir voru honum huglæg og
ávallt á hraðbergi og eru mörg
þeirra orðin þekkt í fjölskyldunni og
víðar.
Þótt vinátta okkar frænda hafi
varað frá fyrstu tíð og við einungis
hist með hléum eftir að undirritaður
flutt í sveitina tíu ára gamall, mátti
gera enn betur að hans mati. Þátta-
skil urðu í kringum 1970, en þá datt
honum í hug að skerpa enn frekar á
vináttunni með því að draga nafnann
til veiða, en þær hafði frændi stund-
að í fjölda ára og þá aðallega í vötn-
um.
Látið var undan þrýstingi þótt
áhugi væri ekki mikil, en sérstaklega
var tilhugsunin um að þræða maðk á
öngul og húkka fisk af öngli og
drepa, óbærileg. Allt lærðist þetta
nú og ekki leið á löngu þar til þetta
varð að einu mesta áhugamáli und-
irritaðs og skerpti enn meir á vináttu
okkar nafnanna. Margir veiðitúrarn-
ir hafa verið farnir síðan, bæði í vötn
og ár og skal þar fyrst og fremst
nefna Rangárnar, en þar hafa sam-
verustundirnar verið margar og ljúf-
ar með Alla og öðrum skyldmennum
og vinum. Stangaveiðifélag Rang-
æinga var stofnað um þetta leyti, eða
árið 1972, en þar gerðumst við
nafnar félagsmenn rétt eftir stofnun
þess.
Árið 1980, var stofnað til sam-
skipta milli Stangaveiðifélags Rang-
æinga og veiðifélags í Bæjaralandi í
Þýskalandi, nánar tiltekið í Kempten
og nágrenni. Alli var einn af fimm fé-
lögum sem ruddu þessa ótroðnu og
óvenjulegu braut í samskiptum
veiðifélaga milli landa. Á tíu ára af-
mæli þessara samskipta, árið 1990,
var Alli einn af 20 félögum sem fóru
til Þýskalands af því tilefni. Í þessum
ferðum og fjölmörgum heimsóknum
Þjóðverja til Íslands, eignaðist Alli
marga góða þýska vini sem nú sakna
hans þótt málakunnáttunni hafi ekki
verið fyrir að fara. Það þvældist ekki
fyrir. Viðmót og látbragð frænda var
svo sérstakt, að engin þýsk orð
þurfti til tjáskipta. Íslensk, dönsk og
ensk orð í bland við nýlærð og frum-
samin þýsk orð dugðu alveg. Þá var
og til viðbótar, notuð ein aðferð enn
til tjáskipta og gleðskapar, en það
var músíkin, sem var eitt mesta
áhugamál frænda alla tíð. Hann
eignaðist ungur harmoniku og þær
nokkrar í gegn um tíðina og fannst
endilega ásamt öðrum skyldmenn-
um, vera þörf á að gefa undirrituðum
eitt slíkt apparat í fermingargjöf.
Ekki var þetta til að eyðileggja veiði-
túrana og önnur samskipti á lífsleið
okkar frænda. Margar minningar
koma upp í hugann þar sem við
frændur og önnur skyldmenni komu
saman til að lemja á hljóðfærum
ýmsum, hvort sem var á Skóló, fjöl-
skylduferðum eða veiðitúrum. Bestu
stundir frænda var þegar allt þetta
blandaðist saman, veiðitúr, spila-
mennska og smá félagsskapur við
„Brand gamla“. Voru þá tekin uppá-
haldslögin, O solo mio, Sipp-o-hoj,
valsar, polkar, Luis Armstrong, Fats
Domino og önnur rokklög í bland og
endað í öðru hverju lagi á vörumerki
frænda í þessum efnum: „Æ, æ, ó og
lengi lifi Gudda“ sem allt að því
landsfrægt er orðið og jafnvel í
Þýskalandi. Þá voru og Haukur
Morthens og Alfreð Clausen í miklu
uppáhaldi.
Á yngri árum fylgdist Alli vel með
íþróttum og tók þátt í fótbolta ásamt
bræðrum sínum og var Valur uppá-
haldsfélag hans eins og svo margra
annarra í fjölskyldunni.
En allt tekur enda. Nú er komið að
leikslokum hérna megin tilverunnar.
Ég er þess fullviss að nafni er kom-
inn í góðan félagsskap og á góðan
stað. Þótt mér hafi brugðið við dán-
artíðindin, sem mér þóttu óvænt og
allt að því ótímabær og þrátt fyrir að
þreyta hafi verið komin í minn kæra
vin, þá óska ég honum til hamingju
með að fá að kveðja þetta jarðneska
líf á þennan hátt. Að sofna svefninum
langa með þessum hætti, var hans
æðsta ósk.
Fyrir nokkrum árum flutti Alli af
Skólavörðustígnum, eftir að hafa
verið þar í sambýli í nokkur ár við
son okkar, Kjartan, sem annaðist
hann af mikilli umhyggju og kost-
gæfni og varð þeim mjög vel til vina
og áttu vel skap saman. Alli flutti á
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund,
þar sem hann bjó til dánardags og
naut hann þar mjög góðrar aðhlynn-
ingar sem ég vil fyrir hönd aðstand-
enda þakka fyrir hér og nú.
Fyrir mér var Alli nafni eins og ég
kallaði hann oft, svo sannarlega ljúf-
ur og elskulegur maður og mikill vin-
ur vina sinna. Maður sem mátti ekki
vamm sitt vita. Sumum fannst hann
á stundum vera nokkuð þungur á
manninn og þver, ef sá gállinn var á
honum, en mjög grunnt var í húm-
orinn og tilsvörin og aldrei sá ég
hann reiðast. Ef sú geðshræring bjó
með honum, eða að honum mislíkaði
eða þótti að sér vegið, lét hann
kannski einhver orð falla, sem oftast
voru þá í háðskum eða húmoriskum
stíl sem sumum féll ekki í geð eða
vildu misskilja. Fór undirritaður
ekki varhluta af þessu frekar en aðr-
ir, en í þessum efnum sem öðrum,
reynir á vinskapinn eins og í góðum
hjónaböndum.
Megi sá sem öllu ræður taka vel á
móti mínum kæra vini og frænda og
varðveita hann. Bestu þakkir flytj-
um við Dúna og fjölskylda fyrir frá-
bær kynni og samveru á lífsleiðinni í
blíðu og stríðu.
Eftirlifandi systur og öðru vensla-
fólki flytjum við samúðarkveðjur.
Hvíl í friði minn kæri nafni, frændi
og vinur og takk fyrir allt.
Aðalbjörn Kjartansson
og fjölskylda.
Ég minnist Alla frænda fyrst þeg-
ar ég var lítill pjakkur heima á
Hvolsvelli.
Hann kom þangað oft í heimsókn
til skyldmenna. Til systra sinna,
ömmu Kötu og Gunnu frænku, og til
pabba, en þeir voru sérstaklega góð-
ir vinir. Tilefnið var oftast að fara í
veiðiferðir og fékk ég þá stundum að
fara með, hvort sem var í Rangá,
Gíslholtsvatn eða inn á fjöll. Voru þá
yfirleitt fleiri með okkur, bæði vinir
pabba og aðrir úr fjölskyldunni.
Alli var greinilega mikill náttúru-
unnandi, það sá ég af þessum ferðum
okkar.
Tilefnið með þessum veiðiferðum
var miklu frekar að vera í góðum fé-
lagssskap og njóta náttúrunnar en
að moka fiski upp. Hann sat oftar á
bakkanum að greiða úr girnisflækj-
um með sígarettuna og eitthvað gott
í vasa frekar en að kasta fyrir fiskinn
á fullu. Alli hafði mjög gaman af tón-
list og eftir veiðiskapinn var harm-
oníkan, sem hann spilaði á, og fleiri
hljóðfæri tekin upp og menn
skemmtu sér eftir „fengsælan dag“.
Eftir hvert lag var svo kyrjað: „Hæ,
og hó, og lengi lifi Gudda.“ Það má
segja að þessi texti sé hans einkenn-
ismerki og mun hann lifa með okkur
eftirlifendum alla tíð.
Þá mun Alli frændi alltaf koma
upp í hugann. Eitt lag söng hann þó
alltaf þegar hann var kominn í stuð
en það var „O solo mio“, það var allt-
af efst í huga hans. Var því líka snúið
upp í Ó Skóló míó vegna búsetunnar.
Mér er sérstaklega minnisstætt
að árið 1986, þegar ég var 17 ára,
bauð hann mér og Gísla jafnaldra
mínum og frænda okkar á Selfossi að
koma með til Algarve í Portúgal,
ásamt mömmu og pabba. Við vorum
þrír saman í íbúð, við strákarnir rétt
komnir með hvolpavit og lífsreyndi
maðurinn, þá rúmlega sjötugur. Við
fengum þá í fyrsta sinn að kynnast
allt öðru umhverfi og veðurlagi, frá-
bærum golfvöllum og að sjá stelp-
urnar á ströndinni í beinni. Kom
okkur alltaf mjög vel saman og
skemmtum við okkur frábærlega.
Þegar við sátum saman og virtum
fyrir okkur skvísurnar og pískruðum
okkar á milli hvað hin og þessi væri
flott kallaði hann bara „Manga“, og
ekkert meira, en það var nafnið sem
hann notaði yfir allar föngulegar
konur. Þær litu við en ég held að þær
hafi ekkert botnað í honum!
Alli var mikill húmoristi og gerði
hann mikið af því að snúa orðum í allt
aðra merkingu. T.d. fyrir stuttu þeg-
ar hann var á Elliheimilinu Grund
vatt sér að honum kona og spurði
hann hvort hann væri dama!!! Þá
svaraði hann í sömu mynt: Hvað seg-
irðu, er ég frá Damaskus? Einu sinni
þegar ég var í heimsókn á Grund
sagði ég að pabbi hefði gefið mömmu
túlípana. Jæja, gaf hann henni svo
talibana.
Hann lét yfirleitt lítið á sér bera
en hnyttin tilsvör hans og athuga-
semdir létu menn oft veltast um af
hlátri, eins og reyndar fleiri systkini
hans áttu til.
Alli hafði mikla réttlætiskennd og
bar hann ávallt hag verkalýðsins,
aldraðra og þeirra sem minna máttu
sín, fyrir brjósti.
Alli ólst upp á Skólavörðustígnum
ásamt sjö systkinum og bjó þar alla
tíð undir það síðasta. Hann var elst-
ur af þeim og þurfti að sjá á eftir
þeim flestum deyja úr krabbameini
síðustu árin. Guðrún, sem nú býr á
Hvolsvelli, er nú eina eftirlifandi
systkinið. Móðir þeirra og langamma
mín, Þorbjörg, lifði þau einnig og lést
árið 1993, þá 104 ára gömul. Hann
annaðist hana af mikilli alúð síðustu
árin þar sem þau bjuggu orðið tvö
ein þangað til hún fluttist á Drop-
laugarstaði þar sem hún andaðist.
Mál æxluðust síðan þannig, að við
systkinin, ég, Kata og Steini, keypt-
um íbúðina á Skólavörðustígnum og
fluttist ég þangað frá Hvolsvelli fyrir
um fimm árum.
Við bjuggum þar síðan saman
frændurnir í sátt og samlyndi. Við
elduðum matinn saman, spjölluðum
um hitt og þetta og fengum okkur í
aðra tána þegar vel lá á okkur.
Það kom þó að því að Alli treysti
sér ekki til að vera einn í íbúðinni
löngum stundum. Hann hafði fundið
til ákveðins lasleika og gat illa séð
um sig sjálfur, enda orðinn nokkuð
aldraður. Hann dvaldi um nokkurn
tíma á Vífilsstöðum þar til hann fékk
inni á Elliheimilinu Grund. Þangað
heimsóttum við hann, við allra nán-
ustu, síðustu mánuðina. Höfðum við
því yfirleitt „Brand gamla“ með í för,
en það var nafnið sem hann gaf
tárinu sem honum þótti gott að
dreypa á þegar þannig lá á honum.
Hann var alltaf skýr í hugsun, oft-
ast léttur í lund og stutt í húmorinn,
þótt síðustu mánuðina hafi hann
fundið fyrir miklum slappleika. Ég
er því viss um að nú er hann hvíldinni
feginn.
Hann fékk blessunarlega að yfir-
gefa þetta jarðneska líf á kvalalaus-
an hátt, eins og hann óskaði sér.
Alli var mjög trúaður, og erum við
viss um að nú er hann á góðum stað
ásamt sínum nánustu.
Elsku frændi.
Lengi lifi Gudda og blessuð sé
minning þín.
Þakka þér fyrir þær stundir sem
við áttum saman.
Kjartan Aðalbjörnsson.
AÐALBJÖRN
AÐALBJÖRNSSON