Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Tæknidagar verk- og tæknifræðinga 14 erindi um Smáralind TÆKNIDAGARTækni- og Verk-fræðingafélags Ís- lands verða haldnir á næstu dögum. Þeir hafa verið haldnir áður af um- ræddum aðilum og er nú hönnun og bygging Smáralindar skoðuð frá mörgum sjónarhólum. Í forsvari fyrir Tæknidag- ana er Jóhannes Bene- diktsson, formaður Tæknifræðingafélags Ís- lands, og svaraði hann nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Hvenær eru Tækni- dagar 2002, á hvers vegum og hvar haldnir...og hvert er meginviðfangsefnið? „Tæknidagar Tækni- fræðingafélags Íslands og Verkfræðingafélags Íslands sem nú verða haldnir í fjórða sinn 8.– 12. apríl verða með öðru sniði en áður. Að þessu sinni munu hönn- uðir og ráðgjafar við byggingu Smáralindar flytja erindi þar sem greint er frá einstökum þáttum mannvirkisins. Fyrirlestrar verða fluttir dag hvern milli kl. 12.15 og 13.30 í einum af ráð- stefnusölum Smárabíós og eru öllum opnir.“ – Hvers vegna ráðstefna um Smáralind frá umræddum sjón- arhólum? „Við undirbúning, fjármögnun, hönnun og framkvæmd Smára- lindar var á margan hátt leitað nýrra leiða og aðrar samskipta- reglur viðhafðar milli hönnuða og opinberra aðila en viðgengist höfðu fram að þessu. Sem dæmi má nefna samskipti byggingar- aðila við opinbera aðila en þar á ég við varðandi úttektir og eftirlit á framkvæmdatíma. Talið er að þessir þættir hafi átt stóran þátt í hversu vel tókst til með hönnun og framkvæmd hússins og það að allar tímasetningar stæðust.“ – Hverjum eru Tæknidagarnir ætlaðir? „Fyrirlestrarnir eru öllum opn- ir og aðgangur ókeypis. Tilgang- ur Tæknidaga er annars vegar að vekja athygli almennings og námsmanna á fjölbreyttum störf- um verkfræðinga og tæknifræð- inga og kynnast þeim viðfangs- efnum sem þeir leita lausna við í sínum störfum. Hins vegar gefst tæknimönnum hér kjörið tæki- færi að kynnast störfum annarra tæknimanna sem miðla af reynslu sinni í erindum sínum. Hönnuð- um sem öðrum er afar mikilvægt að fylgjast með öllum nýjungum á sviði hönnunar hverju sinni þar sem tækniframfarir eru afar hraðar.“ – Frá hve mörgum sjónarhól- um er hægt að ræða verkfræði- og tæknifræðilega þætti Smára- lindar? „Eins og menn munu sjá og heyra í þeim 14 fyrirlestrum sem fluttir verða þá má ræða þessa þætti frá öllum sjónar- hólum en við munum aðallega ræða þessi mál út frá sjónarhólum hönnuða og verkkaup- enda.“ – Hverjar verða helstu áhersl- urnar á Tæknidögum? „Áherslurnar liggja svo að segja á öllum sviðum hönnunar- og tæknilausna. Meðal fyrirlestra má nefna aðkomu fjárfesta á hús- inu. Arkítekt hússins flytur erindi sem hann nefnir „Frá hugmynd til hönnunar“. Vegna stærðar og fjölbreytileika hússins er burðar- virki þess afar flókið og þá sér- staklega í kringum bíósalina og Vetrargarðinn. Þá má nefna að í húsinu sem er 250 metrar að lengd eru engar þensluraufar í steypum, sem er andstætt hefð- bundnum hönnunarforsendum hérlendis. Talningarkerfi hússins ásamt hússtjórnarkerfi var sér- staklega hannað fyrir húsið og hefur það vakið mikla athygli. Vatnsinntak hússins er hannað fyrir 40 l/s sem er svipað og fyrir Blönduós. Varðandi upphitun og stýringu á hitastigi hússins er kæling hússins eitt stærsta vandamálið sem leysa þurfti. Loftflæði í Vetrargarðinum er tölvugreint og hefur slíkt ekki verið gert áður hérlendis. Gerð verður grein fyrir fjölnýtingu varmaorku í lagnakerfum, en til þess að halda hitastigi hússins niðri þá dregur kælikerfi hússins hita út úr húsinu sem síðan er notaður til upphitunar á bílastæð- um. Leitast er við að spara orku hvar sem tækifæri gefst. Í því til- efni má nefna að í Hagkaup er varmi frá matvælum nýttur til að forhita útiloftið sem síðan er blás- ið inn í verslunina. Í húsinu eru um 30 loftræstikerfi sem blása inn um 9 milljón lítrum á klukku- stund af fersku lofti.“ – Er Smáralindin verkfræði- og tækniundur? „Það er kannski fullmikið sagt að Smáralindin sé tækniundur. Hins vegar má fullyrða að mann- virkið, sem er eitt hið stærsta og viðamesta hérlendis eða um 60.000 fermetrar, sé það tæknivæddasta sem byggt hefur verið í landinu. Sem dæmi má nefna að uppsett vara- aflsstöð hússins getur framleitt 3,5 MW af rafmagni sem er heldur meiri orkunotkun en almennt gerist á Húsavík. Ég held að segja megi, að við hönnun hússins hafi íslenskum hönnuðum tekist að uppfylla ýtrustu kröfur notenda og fjárfesta á sem hag- kvæmastan hátt þannig að þeir séu sáttir og þar með sannað að þeir séu í fremstu röð í heiminum á sínu sviði.“ Jóhannes Benediktsson  Jóhannes Benediktsson er fæddur í Reykjavík 1957. Stúd- ent frá MH 1977. Próf í bygging- artæknifræði frá Tækniháskól- anum í Horsens 1983. Starfaði á byggingadeild borgarverkfræð- ings 1983–92. Rekstrarstjóri Trésmiðju Reykjavíkur til 2002 er Trésmiðjan varð deild innan Fasteignastofu Reykjavíkur. Hefur starfað í ýmsum nefndum TFÍ frá 1988. Formaður TFÍ frá 1997. Maki er Björg Bergljót Pálmadóttir lyfjatæknir. Tæknivædd- asta mann- virki íandsins Ef þið eruð ekki með fagmann á lausu í djobbið, gæti ég þá ekki bara fengið græjurnar lánaðar, góði? ÁSKRIFENDUM Morgunblaðs- ins gefst nú tækifæri til að fara í sérstaka sælkera- og menningar- ferð til Boston 23.–27. maí nk. und- ir fararstjórn matar- og vínsér- fræðings Morgunblaðsins, Stein- gríms Sigurgeirssonar. Steingrím- ur er eins og stendur við nám í Harvard og hefur því kynnst borg- inni vel. Hann hefur áður tekið að sér fararstjórastarf í áskrifenda- ferðum Morgunblaðsins en þetta er í sjötta sinn sem Flugleiðir og Morgunblaðið hafa samstarf um að bjóða áskrifendum upp á svona ferðir. Helstu sögustaðir skoðaðir Flogið er til Boston á fimmtu- deginum 23. maí og gist á Tremont Hotel í fjórar nætur. Hótelið er í leikhúshverfinu í Boston. Innifalið í verði ferðarinnar er gönguferð um Freedom Trail (Frelsisslóðin), þar sem skoðaðir verða helstu sögustaðir í Boston undir leiðsögn Steingríms. Ef næg þátttaka fæst geta ferðalangar valið um dagsferð (farið verður með báti) um strend- ur Cape Cod, skoðunarferð í Harv- ard og máltíðir á vinsælum veit- ingastöðum. Takmarkaður sætafjöldi er í boði en bókanir í ferðina fara fram á söluskrifstofu Flugleiða í Kringl- unni. Áskrifendaferð Morgunblaðsins til Boston 23.–27. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.