Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
22 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
synlegt sé að fylgjast með veðum og
framlagi í varasjóði, sérstaklega
vegna raunlækkunar fasteigna-
verðs.
Sendinefndin segir einnig að lán
lífeyrissjóða á skuldabréfum geti
myndað lánaáhættu sem ekki sé
nægilega fylgst með og að hætt sé
við að lán á skuldabréfum til
tengdra fjármálafyrirtækja auki
hagsmunatengsl og geti orðið til að
hindra markvissa áhættustjórnun.
Ef verðbólga og lækkun fasteigna-
verðs fari saman um lengri tíma geti
áhætta Íbúðalánasjóðs og lífeyris-
sjóða vaxið vegna þess að greiðslu-
byrði veðtryggðra veðlána og ann-
arra skulda aukist.
Eiginfjárreglur banka taki mið af
áhættu í starfsemi þeirra
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins lýsir þeirri skoðun sinni að
stjórnvöld hafi náð verulegum ár-
angri við að taka á veikleikum í
reglum sem varði starfsemi og eft-
irlit á fjármálamarkaði og bent hafi
verið á í skýrslu um fjármálastöð-
ugleika sem gerð hafi verið í fyrra.
Fjármálaeftirlitið er sagt hafa lagt
sérstaka áherslu á að bankar ykju
eigið fé sitt og því er fagnað að
regluverk og eftirlit með fjármála-
stofnunum hafi verið eflt og ekki er
lengur gerð athugsemd við að Fjár-
málaeftirlitið sé undirmannað eins
og gert var í fyrra.
Sendinefndin leggur til að hert
verði ákvæði um lágmarksstaðla
fyrir áhættuflokkun útlána, framlög
í afskriftareikning og veðmat. Þá
mælir hún með því að oftar verði
framkvæmd athugun á staðnum hjá
fjármálastofnunum og að fylgst
verði náið með ört vaxandi lánum á
skuldabréfum og á fjárfestinga-
bankastarfsemi.
Telur nefndin að leggja beri
áherslu á samþykkt og framkvæmd
laga sem séu í undirbúningi, en gera
megi ráð fyrir að þau geri kleift að
hafa betra eftirlit með innbyrðis
tengdri fjármálastarfsemi, opni fyr-
ir eftirlit á samstæðugrundvelli með
vensluðum fyrirtækjum og leggi til
reglur sem miði að því að eiginfjár-
reglur banka taki mið af áhættu í
starfsemi þeirra. Loks fagnar
sendinefndin þeirri ákvörðun
stjórnvalda að fylgja með framhald-
súttekt eftir athugun Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins í fyrra á fjármálastöð-
ugleika.
Fjármálaeftirlitið hefur
eflst verulega
Gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins á fjármála- og eftirlitskerfið hér
á landi var borin undir Pál Gunnar
Pálsson, forstjóra Fjármálaeftirlits-
ins. „Það sem snýr að okkur beint
um regluverk og eftirlit á fjármála-
markaði eru málefni sem voru til
umræðu í sérstakri skýrslu um fjár-
málastöðugleika sem Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn gerði og birti í maí á
síðasta ári,“ segir Páll Gunnar. „Þar
voru gerðar ýmsar athugasemdir.
Í NÝJU áliti sendinefndar Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins um íslenskt efna-
hags- og fjármálalíf kemur fram
ýmis gagnrýni á íslenskt fjármála-
kerfi og fjármálaeftirlit. Sumt hefur
þó batnað frá því úttektir á fjár-
málakerfinu og sérstaklega stöðug-
leika þess voru gerðar í fyrra og má
þar til dæmis nefna að greiðslukerf-
ið sem þá var gagnrýnt er ekki
gagnrýnt nú. Í fyrra var tekið fram
að þróun fjármálamarkaðarins hefði
verið svo hröð að regluverkið hafi
ekki haldið í við hana.
Í áliti sendinefndarinnar nú segir
meðal annars að bankarnir hafi í
fyrra bruðist við auknum vanskilum
með því að leggja meira inn á af-
skriftareikning útlána, en reglur um
afskriftaframlög séu lakari hér á
landi en það sem best gerist erlend-
is. Fram kemur að gæði lánasafna
versni enn á þessu ári vegna minni
umsvifa í efnahagslífinu og nauð-
Athugunin á regluverkinu og eftir-
litinu var byggð á alþjóðlegum
stöðlum sem alþjóðasamtök fjár-
málaeftirlita hafa sett sér og miðast
þeir við það sem best gerist í heim-
inum. Þar er dregið fram allt það
sem þarf að vera fyrir hendi til að
fjármálakerfi standist ströngustu
kröfur. Ætla má fyrirfram að ekk-
ert land geti uppfyllt kröfurnar að
öllu leyti og sú var einnig raunin
með Ísland og það regluverk og
fjármálaeftirlit sem hér er.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sá
veikleika í fjármálakerfinu hér á
landi, en þetta voru flest atriði sem
Fjármálaeftirlitið hefur ítrekað
bent á, bæði í útgefnum skýrslum
sínum og samskiptum við eftirlits-
skylda aðila.
Það er hins vegar niðurstaða Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins núna að
Fjármálaeftirlitið hafi styrkt sig
verulega og þær breytingar sem
gerðar hafi verið og séu í farvatninu
séu verulega til bóta. Þessar breyt-
ingar eru bæði í eftirlitinu sjálfu,
með fjölgun starfsmanna og aukinni
sérfræðiþekkingu, og líka í breyt-
ingum á reglum um fjármálamark-
aðinn, en Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn telur Fjármálaeftirlitið hafa
sýnt frumkvæði í þessu. Við erum
þess vegna ánægð með þetta álit
hvað okkur varðar, en það eru engu
að síður nokkur atriði sem út af
standa. Þeir telja
til dæmis enn þá
að reglur um
áhættuflokkun út-
lána og afskrifta-
reglur hér séu
undir því sem best
gerist annars
staðar. Við höfum
miðað okkar regl-
ur hér við það sem við þekkjum í ná-
grannalöndum okkar, til dæmis á
Norðurlöndunum. Það kann vel að
vera, og við erum alveg opin fyrir
því, að við þurfum að gera betur en
það og við munum að sjálfsögðu
bregðast við slíkum ábendingum.“
Reglur um afskriftir
hafa verið styrktar
Páll Gunnar bætir því við að Fjár-
málaeftirlitið sé nýlega búið að
breyta reglum um afskriftir og að
þær hafi verið styrktar talsvert. Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn telji að
gera þurfi meira og það verði skoð-
að vandlega, enda hafi Fjármálaeft-
irlitið áhuga á því að nýta sér álit al-
þjóðastofnana á borð við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins til þess að
styrkja samkeppnishæfni fjármála-
markaðarins.
Spurður um athugasemdir Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins um eigin-
fjárhlutföll banka segir Páll Gunnar
að þar sé nú verið að ítreka þá skoð-
un sem komið hafi fram í fyrra um
að Fjármálaeftirlitið þurfi að hafa
sterkari heimildir til að ákveða
hærri eiginfjárhlutföll fyrir einstak-
ar lánastofnanir ef um sérstaka
áhættu sé að ræða. „Það er verið að
undirbúa slíkar breytingar í nefnd-
um á vegum viðskiptaráðuneytis-
ins,“ segir hann. „Hitt er annað mál
að staðan er breytt frá því í fyrra,
því eiginfjárhlutföll lánastofnana
hafa heldur hækkað þrátt fyrir auk-
in afskriftaframlög. Þar er bæði að
þakka meiri árvekni fjármálafyrir-
tækjanna sjálfra og væntanlega er
einnig að skila sér aukið aðhald og
eftirlit Fjármálaeftirlitsins.“
Lán á skuldabréfum
skoðuð nánar
Um þá gagnrýni Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins að varasamt kunni að
vera að lífeyrissjóðir láni fjármála-
stofnunum skuldabréf sín til að nota
í endurhverfum viðskiptum segir
Páll Gunnar að þetta sé ábending
sem kemur frá þeim nú og hafi ekki
komið áður. „Við höfum verið að
huga að þessu og munum gera það
áfram. Þeir hafa áhyggjur af stöð-
ugleika í framhaldi af því að lána-
stofnanir fái lánuð skuldabréf til að
nota í endurhverf-
um viðskiptum.
Við höfðum orðið
vör við þetta en
munum nú taka
þetta til nánari at-
hugunar og skoða
það hvort áhyggj-
ur Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins séu
á rökum reistar.“
Páll Gunnar sagði að athuga-
semdirnar sem Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn hafi haft fram að færa
bæði nú og í fyrra séu að hluta til
þess eðlis að breyta þurfi lögum.
Starfandi séu nefndir á vegum við-
skiptaráðuneytisins, meðal annars
bankalaganefnd sem sé að taka til
endurskoðunar löggjöf um við-
skiptabanka, sparisjóði, lánastofn-
anir og verðbréfafyrirtæki. Þar
verði væntanlega tekið á mjög
mörgum af ábendingum Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins. „Ég get ekki
sagt til um hvenær þessar laga-
breytingar fara í gegnum Alþingi,
en þegar og ef þær verða samþykkt-
ar munu margar af fram komnum
athugasemdum Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins heyra sögunni til,“ segir
Páll Gunnar Pálsson að lokum.
Áframhaldandi gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á íslenskt fjármála- og eftirlitskerfi
Morgunblaðið/Arnaldur
Lagabreytingar
mæta ábendingum
’ Reglur um afskriftaframlög
banka eru ekki
með því besta sem
gerist erlendis ‘