Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 31 OUTLET 10 +++merki fyrir minna+++ Faxafeni 10, s. 533 1710 Opið mán.-fös. 11-18 laugardag 11-16 50-80% lægra verð GERÐU GÓÐ KA UP Levis gallabuxur -- 1.450 Fila úlpur -- 1.900 Billi bi stígvél -- 2.450 Rectangle blanc pils -- 250 Sparkz bolir -- 500 Morgan buxur -- 250 InWear peysur -- 990 á merkjavöru og t ískufatnaði Saint Tropez bolir 250 Mod Ecran jakkar 1.900 Herra skór 500 Henry Jones skyrtur 500 Matinique nærföt 250 Barnaföt frá 990 Justin kjólar 1.900 Dæmi: OUTLET 10 NÝJAR VÖRUR Frá EVU, InWear og DKNY Jeans 50% aukaafsláttur af öllum útsöluvörum BÓKIN um matarfíkn er skrifuð af manni sem kallar sig Jim A. Hann segist sjálfur hafa verið langt yfir kjörþyngd árum saman en hafa loks náð tökum á mat- arfíkn sinni með aðstoð OA-sam- takanna. Hann léttist um ein 50 kíló og hefur haldið sér þannig í tvo áratugi. Hann notar þá aðferð að segja ekki frá nafni sínu fremur en AA-meðlimir gera en þó kemur fram að hann sé doktor í fjármála- vísindum og kenni við þekktan há- skóla í Bandaríkjunum. OA-samtökin eða Overeaters Anonymous hafa á íslenzku verið kölluð ónefndar ofætur eða átfíkl- ar. Það eru samtök sem nota sömu grundvallarreglur og AA-samtökin og byggjast á 12 spora kerfinu svo- kallaða. Í upphafi bókarinnar lýsir Jim sjálfum sér eins og hann var orð- inn, tuttugu og tveggja ára, með 117 cm mittismál og 50 kílóum of þungur. Hann hafði reynt ótal megrunarkúra, en lifði á ruslfæði, var að missa heilsuna og var vina- laus þegar hann leitaði loks uppi OA-samtökin sem urðu honum til bjargar. Mikið af starfi samtak- anna fer fram á fundum þar sem rætt er um átfíknina og hvað virk- ar og hvað virkar ekki fyrir hvern og einn, því flestir hafa reynt allt undir sólinni, alla heimsins megr- unarkúra, reynt að fasta, kasta upp, taka hægðalosandi lyf, farið í skurðaðgerðir, látið koma blöðru fyrir í maganum eða látið víra sam- an tennurnar. Jim A segir að í OA sé ekki að finna lækningu heldur lausn, lífsstíl sem tryggi að átfíklar verði ekki sjálfum sér að bana með áti. Þar er ekki lofað neinum skyndilausnum heldur unnið að því að draga úr áráttunni til að borða um of, að halda fíkninni í skefjum. Nauðsynlegt er að hætta að borða sykur og snarl, hætta að taka át- köst og forðast það sem getur komið þeim af stað. Einn dag í einu. Byggt er á trúnaðarmanna- kerfi og sporunum tólf frá AA sam- tökunum þar sem orðinu matur er komið fyrir í stað áfengis. Auðvitað hentar þessi aðferð ekki öllum fremur en AA-leiðin öllum drykkjumönnum. Hver og einn verður að meta það fyrir sig. Nægt getur að vera átfíkill og nógu langt leiddur til að vilja ná bata þótt það geti verið erfitt. Ég hef lesið margar bækur um áfengismeðferð og enn fleiri um át- raskanir. Yfirleitt finnst mér þær bækur sem skrifaðar hafa verið fyrir almenning um þessi efni hafa eitthvað gagnlegt fram að færa, allavega má segja að það sem sýnir sig að hjálpa einum getur hjálpað öðrum. Ég var þó heldur neikvæð fyrirfram áður en ég fór að lesa bók Jims A., kannski vegna þess að ég hef haft spurnir af fólki sem ekki hefur góða reynzlu af OA. Eftir lestur hennar skil ég betur en áður um hvað málið snýst. Það snýst um endalausa ósigra og ein- staka sigra matarfíkilsins og hina duldu hlið hans, þá sem hann aldr- ei sýnir nokkrum manni og hvernig hann hagar sér þegar enginn sér til hans. Manni verður ósjálfrátt hugsað til þeirra sem eru með lyst- arstol eða lotugræðgi. Í bókinni er að finna einlæga lýsingu manns sem kominn var á yztu nöf með heilsu sína og matarvenjur. Hann náði tökum á lífi sínu og hefur haldið heilsu í tuttugu ár, ekki sízt með því að vinna með öðru fólki. Hann ákvað, eins og hvatt er til hjá samtökunum, að hjálpa sér sjálfum með því að hjálpa öðrum ofætum Margar spurningar kunna að vakna hjá lesandanum um OA, hvernig meðferðin fer fram o.s.frv. og Jim A tekur fjölmargar þeirra fyrir. Hann gerir trúarþáttinn að umtalsefni, en eins og margir vita ber tólf spora kerfið í sér vissar til- vitnanir í trúmál og fundir hefjist á bæn. OA-samtökin eru ekki sér- trúarflokkur og taka ekki afstöðu til þess á hvað meðlimirnir trúa. Þar eru engar kennisetningar sem fólk þarf að undirgangast. Hjá OA- samtökunum starfar ekki fagfólk fremur en hjá AA þótt því sé ekki neitað að nauðsynlegt geti verið að leita einnig til fagfólks. Þátttakan þarf ekki að kosta neitt, byggt er á frjálsum framlögum. OA-samtökin telja sjálf að þau henti bezt þeim sem ekkert annað hefur dugað fyr- ir. Ég tek ekki afstöðu til þess en þótt vísindalegar sannanir séu ekki fyrir hendi þá blasir við að OA og tólf spora kerfi AA-samtakanna getur bjargað sumum átfíklum frá ofáti og leitt þá í átt til heilbrigðari matarvenja, einn dag í einu. BÆKUR Lífsstíll Leið til bata með 12 spora kerfi OA-samtakanna eftir Jim A. í þýðingu Reynis Harðarsonar. Útgefandi: HUXI 2001. Prentuð og bundin í Riga, Lett- landi. 177 bls. MATARFÍKN Einn dag í einu Katrín Fjeldsted FJÓRÐU og næstsíðustu tónleikar í tónleikaröð Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar verða haldnir á morg- un, sunnudag, kl. 20. Flutt verða tvö tríó eftir Ludvig van Beethoven og eitt eftir Antonin Dvorák. „Við byrjum á einþáttungi eftir Beethoven, allegretto í B-dúr Op. 39,“ segir Gunnar Kvaran sellóleik ari tríósins. „Þetta verk samdi hann töluvert seint á sínum ferli, 1812, og tileinkaði dóttur vinafólks síns. Beethoven var á þessum tíma tíður gestur hjá Brentano-fjölskyldunni íVínarborg. Fjölskyldufaðirinn var ríkur kaupmaður og átti fagra konu, Antoniu og tíu ára gamla dóttur, sem hét Maximilliana. Náin vinátta tókst með Beethoven og Antoniu og það er talið að þessi frægu bréf sem fundust eftir hans daga, sem hann stílar til „minnar ódauðlegu elskuðu“, séu til þessarar konu, þó kvikmyndin, sem margir þekkja, hafi komist að ann- arri niðurstöðu. Svo virðist sem Beethoven hafi elskað þessa konu, alla vega á platónskan hátt, þótt ekki fengi hann að eiga hana, þar sem hún var gift.“ Verkið er sum sé samið fyr- ir dóttur Antoniu til að hvetja hana til dáða í hennar píanónámi. „Þetta er stutt en ákaflega ljúft og fallegt verk. Það er ekki tæknilega erfitt en við- kvæmt upp á samspil,“ segir Gunnar. Næst á efnisskrá er tríó í Es-dúr Op. 70 nr. 2. eftir Beethoven. „Hann samdi tvö tríó Op. 70 og hefur tríóið númer eitt, Draugatríóið, notið mik- illa vinsælda en tríóið sem við flytj um fallið í skuggann. Það er alveg ótrúlegt því þetta tríó er ekkert síðra. Það er mjög frábrugðið Draugatríóinu og bendir, að mínu mati, meira fram á við í sambandi við hans tónsköpun. Það gerir miklar kröfur til flytjenda, sérstaklega síð- asti kaflinn,“ segir Gunnar. Náðargáfa Dvoráks Eftir hlé verður leikið tríó í f-moll Op. 65 eftir Antonin Dvorák. „Þetta tríó var samið á undan hinu fræga Dumky-tríói, 1882, en heyrist ekki nærri eins oft á tónleikum. Það er meira að segja alls ekki víst að það hafi verið leikið á tónleikum á Íslandi áður. Þetta hlýtur að vera lengsta tríóið hans, tekur fjörutíu mínútur í flutningi, og var samið við nokkuð óvenjulegar aðstæður. Það gekk virkilega vel hjá Dvorák á þessum tíma, hann var heiðraður í heima- landi sínu og var að verða þekktur er- lendis, en missti móður sína um líkt leyti. Fljótlega þar á eftir fór hann í gang með þetta tríó, og þótt hann væri að jafnaði fljótur að semja stór verk, tók það hann þrjá mánuði að ljúka við þetta. Það hefur greinilega gengið mikið á í hans sál eins og fram kemur í tónlistinni, verkið er stór- brotið. Náðargáfa Dvoráks kem ur líka glöggt í ljós, hann hlýtur að hafa átt afskaplega auðvelt með að semja fagrar laglínur og setja þær í falleg- an búning. Þetta streymir frá hon- um. Það er líka mál manna að með þessu verki hafi hann brotið nýjar brautir í sinni tónsköpun. Sýnt á sér nýjar og þroskaðar hliðar,“ segir Gunnar. Meðlimir Tríós Reykjavíkur eru, auk Gunnars, Peter Máté píanóleik- ari og Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari. Tónleikarnir eru tileinkaðir Hafsteini Guðmundssyni bókaútgef- anda en hann hefði orðið níræður þann 7. apríl. Guðný Guðmundsdóttir, Peter Maté og Gunnar Kvaran. Smíðar tónrisa Þrjú tríó Beethovens og Dvoráks JASSBALLETTSKÓLI Báru stend- ur fyrir sinni árlegu nemendasýn- ingu á morgun, laugardag, og næst- komandi laugardag. Um 600 nemendur stíga á svið Borgarleik- hússins og verður hópnum skipt til helminga milli tónleikanna. Sýn- ingar verða fjórar kl. 13.30 og kl. 15.30 báða sýningardagana. Nem- endur bjóða áhorfendum með sér í „Tímavélina“. Flakkað verður um tímabeltið og staldrað við á mis- munandi tímum, áhorfendur munu heyra tónlist helstu átrúnaðargoða sögunnar og finna smjörþefinn af tíðaranda hvers tíma fyrir sig. Nokkrir dansarar á nemendasýningu Jassballettskóla Báru. Dansað í Tímavélinni KÓR Svarfdæla, söngfélagið Sunnan heiða, heldur tónleika í Langholts- kirkju í dag, laugardag, kl. 16. Ein- söng með kórnum syngur Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari og mun hann einnig syngja nokkur einsöngslög. Undirleikari er Helga Bryndís Magnúsdóttir. Stjórnandi kórsins er Kári Gestsson. Flutt verður kirkjuleg tónlist, negrasálmar, óperutónlist og lög eft- ir Hafliða Hallgrímsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson og Árna Thorsteins- son. Svarfdælingar syngja í Lang- holtskirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.