Morgunblaðið - 05.04.2002, Side 6

Morgunblaðið - 05.04.2002, Side 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra vottaði minningu Ho Chi Minh, leiðtoga þjóðernissinna og komm- únista og fyrsta forseta Lýðveld- isins Víetnams og Norður- Víetnams, virðingu sína með því að leggja blómsveig að grafhýsi hans í Hanoi, höfuðborg Víetnams í gær. Hann skoðaði meðal annars safn og heimili Ho, Bókmenntahof- ið og hitti ráðamenn að máli. Í við- ræðum við forsetann vakti for- sætisráðherra máls á því að þær umbætur á skipulagi atvinnulífsins sem átt hafa sér stað á und- anförnum árum væru forsenda vaxandi samstarfs landanna. Mikil þátttaka var í viðskiptaráðstefnu sem Íslendingar efndu til. Það var söguleg stund þegar for- sætisráðherra Íslands lagði blóm- sveig að grafhýsi Ho Chi Minh sem stendur við hið sögufræga Ba Dinh torg í Hanoi. Íslenska sendinefndin gekk í gegn um grafhýsið þar sem smurður líkami þjóðarleiðtogans hvílir upplýstur á börum. Vörðu síðan drjúgum tíma í að skoða safn um ævi þjóðarleiðtogans og heimili hans, meðal annars tréhúsið þekkta þar sem hann bjó síðustu ár sín, vann og fundaði með ýmsum forystumönnum frá öðrum lönd- um. Á þessum stöðum eru margar af eigum Ho frænda, eins og hann kaus stundum að kalla sig, en þær eru ekki margbrotnar. Einnig sím- ar sem hann notaði til að halda sambandi við heri sína og Víet- kong og hjálmur sem honum var ráðlagt að hafa á höfði sér vegna loftárása Bandaríkjamanna á Norður-Víetnam í Víetnamstríð- inu. Forsætisráðherra lagði einnig blómsveig að minnisvarða um þjóð- hetjur og fórnarlömb stríðsins. Ho var sem kunnugt er helsti leiðtogi í sjálfstæðisbaráttu Víet- nams og síðan í stríðinu sem Norð- ur-Víetnamar og samverkamenn þeirra í skæruliðasamtökunum Víetkong háðu við þáverandi stjórnvöld í Suður-Víetnam og Bandaríkjamenn. Ho lést 1969, áð- ur en félagar hans unnu sigur í stríðinu og sameinuðu Víetnam. Lifði næstum eins og meinlætamaður „Það var fróðlegt að sjá hvernig hann lifði og starfaði, næstum eins og meinlætamaður, eins og því var lýst fyrir okkur. Það var ótrúlega lítið viðhaft varðandi ytri umgjörð hans og persónu, en fróðlegt og sögulegt að skoða. Greinilegt er að mikil helgi hvílir yfir honum í huga landsmanna,“ sagði Davíð eftir heimsóknina á safn og heimili Ho. Spurður að því hvort ekki teld- ist sögulegt að forsætisráðherra Íslands heiðraði minningu Ho Chi Minh, í ljósi stöðu landanna á tím- um kalda stríðsins, sagði Davíð að þegar komið væri til lands eins og Víetnams bæri mönnum skylda til að sýna landsmönnum fulla virð- ingu og því sem þeir bjóða upp á. Það væri siður gestgjafanna að heiðra minningu þessa leiðtoga síns og sér þætti það eðlilegt og sjálfsagt að taka þátt í því. Í samtölum forsætisráðherra og Tran Duc Luong, forseta Víet- nams, vakti Davíð máls á þeim breytingum í efnahagslífinu sem stjórnvöld í Víetnam hafa staðið fyrir og sagði að þær væru for- senda aukinnar samvinnu land- anna. Sagði hann í samtali við Morgunblaðið að Víetnamar væru að auka mjög alþjóðleg viðskipti, vildu eiga vinsamleg samskipti við allar þjóðir og væru greinilega að veita íbúunum aukið frelsi. Segir augljóst að slíkar breytingar séu mikilvægar fyrir íslensk fyrirtæki sem flest séu lítil og eigi erfiðara en stórfyrirtæki að glíma við við- skiptahindranir af ýmsu tagi. Á vinnufundi með Ta Quang Ngoc, sjávarútvegsráðherra, kom fram að mikill skortur er á stjórn- unarþekkingu af öllu tagi í sjávar- útvegi og var leitað eftir aðstoð Ís- lendinga við fagleg og tæknileg störf á því sviði, meðal annars við hafrannsóknir og mat á stofnstærð fiskistofna. Yfir 200 manns komu á við- skiptaráðstefnu sem Útflutnings- ráð efndi til með fulltrúum ís- lensku fyrirtækjanna í viðskipta- sendinefnd Íslands og fólki sem hefur áhuga á viðskiptum við land- ið. Fór þátttakan fram úr vonum og var fólkið áhugasamt. Forsætisráðherra og föruneyti skoðuðu heimili og safn Ho Chi Minh í Hanoi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Davíð Oddsson forsætisráðherra og íslenska sendinefndin gengu á eftir varðliðum með blómsveig að grafhýsi Ho Chi Minh. Ráðherra lagði sveiginn að grafhýsinu til að heiðra minningu þjóðarleiðtogans. Ungar tónlistarkonur léku á þjóðleg hljóðfæri og sungu fyrir sendi- nefnd Íslands í Bókmenntahofinu í Hanoi. Síðan settu þær bambushatta á höfuð Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Ástríðar Thorarensen, eiginkonu hans, og fleiri í sendinefndinni. Með þeim og stúlkunum er Al- bert Jónsson, sérfræðingur forsætisráðuneytisins í utanríkismálum. Lagði blóm- sveig að graf- hýsi Ho frænda Hanoi. Morgunblaðið. SAMÞYKKTUR hefur verið B-listi Framsóknarflokks og óháðra fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Garða- bæ í vor. Einar Sveinbjörnsson, bæj- arfulltrúi Framsóknarflokksins, leið- ir listann en fulltrúar óháðra skipa þar annað, fimmta, ellefta og þrett- ánda sætið. Í síðasttalda sætinu er Ragnar Magnússon forstjóri sem hefur átt sæti í fulltrúaráði Sjálf- stæðisflokksins í Garðabæ. Spurður um tilurð þessa framboðs segir Einar í samtali við Morgun- blaðið að hópur fólks hafi komið að máli við framsóknarmenn á undan- förnum vikum, jafnt fólk úr Sjálf- stæðisflokknum og einstaklingar sem ekki hafi fundið sér samastað hjá öðrum flokkum. Hugmyndir um sam- eiginlegt framboð hafi verið ræddar og á endanum samþykktar. Niður- staðan hafi verið sú að fulltrúar þessa hóps fengju fjögur sæti á B-listanum. Einar segist líta svo á að klofning- ur sé innan Sjálfstæðisflokksins í bænum þegar flokksmenn, sem m.a. eiga sæti í fulltrúaráði, gangi til liðs við önnur framboð. Vissulega megi deila um hve mikill sá klofningur sé en Einar segist klárlega skynja og heyra óánægju margra sjálfstæðis- manna með forystusveit þeirra í Garðabæ. Einar telur að B-listinn eigi góða möguleika á að bæta við manni í komandi kosningum. Ef það gangi eftir sé meirihluti Sjálfstæðis- flokksins til 35 ára fallinn, en hann á nú fjóra af sjö bæjarfulltrúum. Framsókn er með einn og J-listi Garðabæjarlistans með tvo. Í yfirlýsingu frá B-listanum segir m.a. að „sérgæska og persónulegt framabrölt“ hafi einkennt starfs- hætti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og dregið hafi úr vilja til þess að hlusta á rödd hins almenna bæjar- búa. Um það beri glöggt vitni fleiri undirskriftasafnanir íbúa til bæjar- stjórnar útaf smáum sem stórum málum. Helstu stefnumál framboðs- ins eru sögð vera markvissari þjón- usta við íbúa og fyrirtæki, skarpari framtíðarsýn fyrir bæjarfélagið og betri nýting skattfjár. Kynna á Garðbæingum stefnuskrána nánar á næstu vikum. „Grátbroslegt sjónarspil“ Ásdís Halla Bragadóttir, bæjar- stjóri í Garðabæ og oddviti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir kosning- arnar í vor, segir að kynningin á framboði framsóknarmanna sé ekk- ert annað en „grátbroslegt sjónar- spil“ af þeirra hálfu. „Ég hef skoðað framboðslistann og sé að í þeim hópi er einn sjálfstæð- ismaður og hann er settur í þrett- ánda sætið. Allar fullyrðingar um að hópur sjálfstæðismanna hafi flykkst um þennan lista Framsóknarflokks- ins, eða að klofningur sé innan okkar raða, eru algjörlega úr lausu lofti gripnar. Enda er mjög góð samstaða meðal okkar sjálfstæðismanna í Garðabæ. Við erum með nýjan og glæsilegan framboðslista, sem sam- þykktur var á fjölmennum fundi með 97% greiddra atkvæða,“ segir Ásdís Halla. „Framsóknarmenn grípa nú í það hálmstrá að heyja persónulega og gagnrýna kosningabaráttu. Ekki geta þeir gagnrýnt okkur fyrir að hafa eytt biðlistum eftir leikskóla- plássum, aukið framlög á hvern grunnskólanema um 47% eða að út- svar skuli hvergi vera lægra á höf- uðborgarsvæðinu en í Garðabæ. Við ætlum að heyja málefnalega kosn- ingabaráttu með hag bæjarins að leiðarljósi. Við trúum því að Garðbæ- ingar láti neikvæðan áróður fram- sóknarmanna ekki villa um fyrir sér,“ segir Ásdís Halla og minnir á að Sjálfstæðisflokkurinn ætli nk. mið- vikudagskvöld að bjóða Garðbæing- um á „stefnumót“ þar sem þeir eigi að fá tækifæri til að móta kosninga- stefnuskrána með frambjóðendum. Undirbúningur bæjarstjórnarkosninga í Garðabæ Framsóknarmenn fá óháða til liðs við sig HJÁLMAR Árnason, formaður iðn- aðarnefndar Alþingis, segist vera sáttur við þær skýringar sem samn- ingamenn Íslands gáfu á svörum sem þeir veittu nefndinni um samskipti þeirra við samningamenn Norsk Hydro um stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi. Hjálmar sagðist ekki telja að nefndin hafi verið blekkt á fyrri stigum málsins heldur hefðu samningamenn Íslands fengið misvís- andi svör frá Norðmönnum og nokk- urn tíma hefði tekið að fá fram end- anlega afstöðu eftir að vísbendingar komu fram um hik af hálfu Norsk Hydro. Bryndís Hlöðversdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í fyrradag að hún ósk- aði eftir að fundur yrði haldinn í þing- nefndum sem um málið hefðu fjallað til að fá skýringar á misvísandi upp- lýsingum um málið. Iðnaðarnefnd hélt fund í gær þar sem mættu fulltrúar Hæfis, Landsvirkjunar, iðn- aðarráðuneytisins og Þórður Frið- jónsson sem einnig hefur unnið að málinu. „Við teljum að það hafi enginn sagt neitt ósatt og að enginn hafi verið að leyna upplýsingum heldur hafi málið verið í þeim farvegi sem hægt er að ætlast til í svona viðræðum. Spurn- ingin er sú hvort þeir [samningamenn Íslands] hefðu átt að láta okkur vita í trúnaði að það mætti greina hik á mönnum hjá Norsk Hydro. Það gerðu þeir þegar þeir fengu það staðfest. Þeir skynjuðu þetta hik í lok febrúar, en þá fengu þeir misvísandi skilaboð frá Norsk Hydro eftir því við hvern er talað. Málið var sem sagt þá á við- ræðustigi og það er ekki fyrr en málið er lagt fyrir æðstu stjórnendur Norsk Hydro að ákvörðun er tekin hinn 19. mars. Þá hafði Morgunblaðið fjallað um málið og í kjölfarið er þingnefndin upplýst um málið og í framhaldinu greindi ráðherra Alþingi frá afstöðu fyrirtæksins,“ sagði Hjálmar. Hjálmar sagði að Norsk Hydro væri stórt fyrirtæki og það virtist hafa verið ágreiningur innan þess um málið. Sumir stjórnendur sem komu að málinu hefðu talið nauðsynlegt að óska eftir fresti á framkvæmdum á meðan aðrir hefðu talið það óþarft. Ennfremur skipti máli að menn hefðu verið að kasta á milli sín þessari hug- mynd um að fresta framkvæmdum í u.þ.b. hálfan mánuð áður en hin end- anlega afstaða var tekin. Að sögn Hjálmars mun efnahags- og viðskiptanefnd ekki hafa uppi áform að ræða þetta mál sérstaklega enda hefðu samningamennirnir, sem gagnrýnin beindist að, fært fram skýringar á fundi iðnaðarnefndar og Alþingi hefði verið gerð grein fyrir þeim á þingfundi í gær. Iðnaðarnefnd fjallaði um ákvörðun um að fresta stóriðjuframkvæmdum Sáttur við skýr- ingar samninga- manna Íslands EKKERT varð af boðuðu upp- boði á Hótel Örk í gær. Sam- kvæmt upplýsingum frá sýslu- mannsembættinu á Selfossi var uppboðskrafan afturkölluð í kjölfar samninganna um sölu Hótel Valhallar. Samningur fól í sér að kaupverð Valhallar gengi til greiðslu á áhvílandi veðskuldum á hótelinu og að hluta til einnig á veðskuldum sem hvíldu á Hótel Örk. Uppboð aft- urkallað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.