Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 47 ✝ Petrína KristínJónsdóttir fædd- ist á Búðum á Snæ- fellsnesi 13. ágúst 1909. Hún lést á Landakotsspítala 22. mars síðastliðinn. Hún var einkabarn hjónanna Jóns Helgasonar, sjó- manns frá Gíslabæ á Hellnum, f. 31. októ- ber 1870, d. 10. júní 1912, og Sveinbjarg- ar Pétursdóttur frá Malarrifi, f. 19. jan- úar 1886, d. 2. októ- ber 1938. Kristín giftist 11. októ- ber 1930 Helga Thorberg Kristjánssyni, vélstjóra og kenn- ara, f. 20. september 1904, d. 9. september 1976. Foreldrar hans voru Kristján Kristjánsson, báta- smiður frá Ytra-Skógarnesi í Mikl- holtshreppi, f. 4. ágúst 1871, d. 22. janúar 1944, og fyrri kona hans Helga Ingibjörg Helgadóttir, frá Gíslabæ á Hellnum, f. 27. júní 1884, d. 20. október 1904. Kristín og Helgi voru systkinabörn. Af- komendur Kristínar og Helga eru: 1) Kristín fulltrúi, f. 1. ágúst 1931, maki Reinhard V. Sigurðs- son, börn þeirra a) Helga Margrét, f. 24. mars 1949, dætur hennar eru: Hildur Margrétardóttir, f. 12. mars 1968, maki Jóhannes Bjarni Eðvarðsson, börn þeirra eru Una, f. 3. ágúst 1991, og Hafsteinn Snorri, f. 23. maí 2001; Ásdís Erla Helgudóttir, f. 22. apríl 1974, maki Þórður Ingi Guðnason, sonur þeirra er Eiríkur Ingi, f. 17. sept- ember 1997, b) Reinharð Vilhelm, f. 19. mars 1960, dóttir hans og Þóru Álfþórsdóttur er Þórhildur, f. 23. ágúst 1981, börn hans og fv. eiginkonu, Sigríðar Albertsdóttur eru; Þóra Kristín, f. 21. júní 1991, Margrét Sól, f. 7. september 1994, og Helgi Albert, f. 20. október 1998. 2) Jón vélstjóri, f. 12. desem- ber 1932, maki Aðalheiður Guð- október 1975, unnusta Rakel Ósk Eckard og Iðunn, f. 4. nóvember 1980. b) Björg, f. 29. september 1958, börn hennar og fv. maka Björn Inga Stefánssonar: Sigur- veig Sara, f. 7. nóvember 1979, Helga Heiðbjört, f. 20. mars 1981, Stefán Andri, f. 18. desember 1983, og Ester Rós, f. 23. júní 1988. c) Olgeir, f. 3. desember 1959, maki Margareth Hartvedt, börn þeirra; Diðrik, f. 8. október 1992, Petrine, f. 13. apríl 1994, og Andr- ine, f. 23. júlí 1999, d) Una, f. 6. maí 1961, maki Óskar Magnússon, börn þeirra Fríða, f. 22. apríl 1987, og Víkingur, f. 7. mars 1995, e) Trausti, f. 18. júlí 1964, maki Steinunn Lovísa Þorvaldsdóttir, börn þeirra Elva Björk, f. 2. mars 1990, Þorvaldur Freyr, f. 4. maí 1992 og Tinna Ósk, f. 17. ágúst 1999. Kristín ólst upp á Hellnum á Snæfellsnesi. Föður sinn missti hún barnung en ólst upp hjá móð- ur sinni og fylgdust þær mæðgur að alla tíð. Kristín fór ung að vinna fyrir sér, í kaupavinnu á sumrin og í vist á veturna á ýmsum stöðum á Snæfellsnesi og á Þingeyri. Vetur- inn 1929–1930 stundaði hún nám við Húsmæðraskólann Ósk á Ísa- firði. Kristín og Helgi hófu búskap á Akureyri 1930 en fluttu til Siglu- fjarðar 1938. Þau bjuggu á Siglu- firði til ársins 1952 en þá fluttu þau suður, lengst bjuggu þau á Kársnesbraut 85 í Kópavogi eða til ársins 1972 þegar þau fluttu á Reykjavíkurveg 31 í Reykjavík. Kristín vann ýmis tilfallandi störf eftir að hún stofnaði heimili en að- alstarf hennar var inni á heimilinu við uppeldi barna sinna. Helgi vann mikið að heiman, hann var vélstjóri á ýmsum skipum, togur- um og hjá Landhelgisgæslunni einnig kenndi hann og stýrði Mót- ornámskeiðum á vegum Fiski- félags Íslands víða um land vet- urna 1942–1957. Eftir lát Helga bjó Kristín áfram á Reykjavíkur- vegi 31 þar til fyrir nokkrum árum að hún flutti í þjónustuíbúðir aldr- aðra á Dalbraut 27. Útför Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. mundsdóttir, börn þeirra: a) Guðmundur, f. 11. október 1962, uppeldissonur hans er Daníel Takefusa Þór- isson, f. 31. janúar 1990, b) Kristín, f. 22. janúar 1964 maki Ragnar Smári Ingv- arsson, börn þeirra; Jón Ingi, f. 26. desem- ber 1984, Aðalheiður, f. 12. mars 1991, og Alexander, f. 29. júní 1992, c) Ægir Thor- berg, f. 27. júní 1971, dóttir hans og Ólafar Hönnu Gunnarsdóttur, Ragna Birna, f. 15. júní 1998. 3) Kristján, stýrimaður og hafnarvörður í Ólafsvík, f. 15. september 1934, maki Björg Lára Jónsdóttir, börn þeirra a) Helgi, f. 6. apríl 1958, maki Oddný Björg Halldórsdóttir, barn þeirra Helga Björg, f. 13. ágúst 2000. b) Jóhannes, f. 18. september 1959, sonur hans og Sigríðar Helgadóttur er Andri, f. 17. febrúar 1983, dóttir hans og Lilju J. Héðinsdóttur er Olga Kristín, f. 7. desember 1983, með fv. eiginkonu sinni Ruth Snædahl Gylfadóttur, Marteinn, f. 4. júlí 1996, c) Lára, f. 9. febrúar 1961, maki Þorsteinn Ólafs, dóttir Þor- steins er Elín Birgitta, f. 4. maí 1980, d. 7. desember 1996, börn Láru og Þorsteins: Þór Steinar, f. 27. maí 1985, Björg Magnea, f. 8. júní 1988, og Kristján Már, f. 11. desember 1993. d) Olga, f. 19. jan- úar 1963, maki Torfi Sigurðsson, dætur þeirra eru Hugrún, f. 4. des- ember 1983, Tinna, f. 15. nóvem- ber 1988, Telma, f. 27. desember 1989, og Sandra Ýr, f. 23. júlí 1999. 4) Jóhannes, útvarpsvirkjameist- ari og iðnskólakennari, f. 25. apríl 1936, maki Fríða Sigurveig Traustadóttir, börn þeirra: a) Sig- ríður, f. 8. apríl 1957, maki William Marra, börn með fv. maka Kára Tryggvasyni, Jóhannes Karl, f. 9. Móðir mín. Hún var góð og göfug kona. Hún var hjálpsöm og vildi öll- um gott gera. Þeir sem áttu um sárt að binda áttu sitt skjól hjá henni. Fróð var hún með afbrigðum og hafði gaman af að fara með ljóð og sögur frá liðnum tíma. Litla skóla- göngu öðlaðist hún en mér fannst hún alltaf vera fjölmenntuð og af henni skein menningarbragur, með- fæddur. Móðir mín. Hún var fríð sýnum og bar sig vel. Hún hafði létta lund og blandaði geði við fólk og manngrein- arálit var ekki í hennar huga. Hún talaði aldrei niður til fólks og var ekki hress með ef svo var við hana gert, þá kom meðfætt stolt hennar í ljós og réttlætiskennd. En sáttfús var hún er hún sá að fólk fann mistök sín og viðurkenndi þau. Móðir mín. Hún umfaðmaði okkur fjölskyldu sína með ást sinni og um- hyggju og veitingar urðum við öll að þiggja þó á hraðferð værum. Ekki kom annað til greina. Börnin fengu gott í munninn. Við hin eldri kaffi og meðlæti og fróðleik af vörum henn- ar. Öll sóttum við visku, heilræði og ást til hennar. Ekki hvað síst unga fólkið í fjölskyldunni. Í dag fylgja þau ömmu sinni, langömmu og langalangömmu, komin frá fjarlæg- um löndum og heimsálfum. Svo er mikill þeirra kærleikur. Við kveðjum móður mína í dag hinstu kveðju því nú er hún farin á fund frelsara síns og bróður, Jesú Krists, og dvelur þar í þeim sælunn- ar stað sem henni er þar búinn. Ég gleðst í dag yfir heimkomu hennar sem hún var búin að þrá mik- ið. Móðir mín. Ég þakka þér fyrir lífið sem þú gafst mér, alla ást þína, um- hyggju og gleði er þú veittir mér. Betri móður hefur enginn átt. Kristín. „Komdu nú ævinlega margblessuð og sæl.“ Þannig heilsaði hún amma mín alltaf að rammíslenskum sið. Hún ólst upp á þeim tímum þegar dauðinn var svo nálægur í daglegu lífi. Þess vegna skipti það hana máli að heilsa og kveðja alla sem að garði bar með okkar fallegu íslensku kveðju, allir fengu blessunarorðin. Í dag kveð ég elsku ömmu mína sem fallin er frá í hárri elli, á 93. ald- ursári. Hún var orðin södd lífdaga, búin að skila sínu hlutverki, sátt við allt og alla. Amma ólst upp á Hellnum á Snæ- fellsnesi, í litlu húsi sem hét Bjarg er pabbi hennar reisti og þar bjó hún uppvaxtarárin ásamt Sveinbjörgu móður sinni. Bjarg stóð á bjargbrún- inni fyrir ofan lendinguna á Hellnum þar sem blasir við Valasnös og hellis- hvelfingin Baðstofa. Fegurð sjávar- bakkanna er rómuð á þessum slóð- um og unni amma fegurð átthaganna undir Jökli. Í næsta nágrenni bjuggu föðurafi hennar og föðuramma, Helgi Árnason, hreppstjóri og út- vegsbóndi, og Kristín Grímsdóttir ásamt uppkomnum börnum sínum. Hún ólst því upp í faðmi stórfjöl- skyldunnar innan um hagleiksfólk, verklagið og skáldmælt. Amma sótti mikið í Kristínu ömmu sína og kunni orðrétt frásagn- ir hennar af lífinu til sveita um miðja nítjándu öld. Frásögur hennar af lífi langalangömmu minnar eru mér margar minnisstæðar. Ein fjallaði um þegar hún hafði eignast sitt fyrsta barn, Guðrúnu, haustið 1869 en þann vetur hafði gert svo mikið frost að grýlukertin héngu niður úr baðstofuloftinu og til að geta laugað barnið breiddi hún brekán yfir svo barnið fengi ekki lungnabólgu með- an hún sinnti því. Sögur af baráttu forfeðranna urðu lifandi í frásögum ömmu minnar, hún var meistari frá- sagnarinnar, hver saga hafði sinn dramatíska aðdraganda, ris og fall. Aldrei mátti fara illa með góða frá- sögn. Þegar amma var um fermingu kom frændi hennar í fyrsta skipti í heimsókn til móðurforeldra sinna í Gíslabæ. Þarna hittust þau afi og amma í fyrsta skipti, hún um ferm- ingu og hann 17 ára. Þau voru systk- inabörn að skyldleika en systkinin, foreldrar þeirra bæði dáin, afi missti móður sína aðeins mánaðar gamall og amma missti föður sinn þegar hún var á þriðja ári. Afi hafði verið tekinn í fóstur af föðurbróður sínum Gísla Kristjánssyni í Ytra-Skógarnesi og þar ólst hann upp til 17 ára aldurs. Þegar ég var lítil sagði amma mér frá því hvað hún varð hrifin af þess- um frænda sínum við fyrstu kynni. Næst þegar hann kom í Gíslabæ nokkrum árum síðar trúlofuðu þau sig „leynilega“, voru heitbundin í sjö ár áður en þau opinberuðu trúlofun sína. Mikið þótti mér þetta ævintýra- legt allt saman, bæði hvað þau voru náskyld og að þau þurftu sérstakt leyfi frá Kristjáni X. Danakonungi til að ganga í hjónaband og til vitnis um það geymdi amma skrautritað skjal í kistlinum sínum með áritun kon- ungsins. Hjónaband afa og ömmu var far- sælt. Þau nutu skyldleikans ríku- lega, kunnu ógrynni sagna af for- feðrum og ættingjum, þjóðsögur og fornsögur, rímur og lausavísur. Þau ræktuðu vináttuböndin við skyld- menni og vini og var oft glatt á hjalla. Mér er minnisstætt eitt sinn þegar Þórður vinur þeirra á Dagverðará kom í heimsókn til þeirra um miðjan dag og sagðar voru sögur og þuldar vísur, móðurbræður mínir voru líka heimavið og um morguninn var Þórður enn að segja þeim sögur af refaskyttiríi og draugagangi undir Jökli með tilheyrandi ýkjum. Amma og afi voru alþýðufólk sem byggði líf sitt á trúmennsku og vinnusemi. Þau veittu okkur fjöl- skyldu sinni ómælda umhyggju og ástúð alla tíð. Þau glöddust yfir hverjum nýjum fjölskyldumeðlimi og fylgdust með okkur niðjum sínum af miklum áhuga og ekkert var þeim óviðkomandi sem sneri að okkur krökkunum. Afi smíðaði og amma saumaði, handunnar afmælis- og jólagjafir voru regla fremur en und- antekning. Þau fylgdust með áhuga- málum okkar og tengdu gjafirnar við þau, alltaf voru þau með hugann við að gleðja okkur. Amma var stálminnug alla tíð, hún hélt minni sínu óskertu fram á síð- ustu ár og þó að líkaminn væri orð- inn hrumur undir það síðasta þá vor- um við öll þakklát forsjóninni fyrir hvað hún hélt andlegri reisn sinni. Amma var hafsjór fróðleiks og m.a. var leitað til hennar áratugum sam- an frá Orðabók Háskólans þegar verið var að spyrjast fyrir um orð og orðatiltæki af Snæfellsnesi. Amma var frekar lágvaxin en gekk alltaf teinrétt í baki og virkaði því hærri en sentimetrarnir gáfu til kynna. Hún var með hátt enni, blítt augnaráð og miklar dökkar auga- brúnir á yngri árum sem gáfu andlit- inu svip, hún varð snemma gráhærð og var hún stolt af fallega hárinu sínu. Hún var jafnlynd og glaðlynd alla tíð og sá spaugilegu hliðarnar á tilverunni og hafði gaman af þegar henni voru sagðar skemmtilegar sögur, en illu umtali eyddi hún, það var ekkert fjarlægara í hennar huga en gróusögur og hnýsni um annarra hagi. Góð saga var aftur á móti gulls ígildi. Amma lagði mikið upp úr því að vera vel til höfð. Hún átti íslenskan búning, bæði peysuföt og upphlut. Í peysufötin eða upphlutinn klæddist hún á hátíðisdögum. Þau voru glæsi- leg hjón, afi og amma, þegar hún var komin í möttulinn yfir íslenska bún- inginn og afi í spariföt og frakka, með hatt og staf, gjarnan á leið í leik- hús. Hún elskaði liti vorsins og klæddi sig alltaf í bjarta liti, allt skyldi vera í stíl, pils og blússa, skór og veski, slæða og skartgripir, vara- litur og naglalakk. Þegar árin tóku að færast yfir gaf amma sér tíma til hannyrða. Þá gát- um við glatt hana með handavinnu sem við keyptum í utanlandsferðum og oftar en ekki var birtist árang- urinn fullunninn og uppsettur í næsta pakka frá henni. Á yngri árum saumaði hún bæði kven- og karl- mannafatnað og síðan þegar afkom- endunum fjölgaði saumaði hún líka á okkur, hennar metnaður var að allir ættu ný spariföt til að klæðast á jól- um og í afmælum og hún lagði ómældan tíma sinn í að sníða, sauma og prjóna á okkur. Og ekki má gleyma dúkkufötunum sem hún skemmti sér við að sauma handa okkur frænkunum. Ég kveð góða ömmu og þakka fyr- ir mig og mína í hinsta sinn með sömu orðum og hún kvaddi mig allt- af: „Vertu nú ævinlega margblessuð og sæl og Guð fylgi þér.“ Helga M. Reinhardsdóttir. Í dag er borin til hinstu hvílu elskuleg amma mín, Kristín Jóns- dóttir. Amma var mjög falleg kona og hélt sér alltaf vel. Fallega silfraða hárið hennar var alltaf vel til haft og neglurnar langar og ávallt lakkaðar rauðar eða bleikar. Var engin breyt- ing á því þótt aldurinn færðist yfir og er ég og fjölskylda mín litum til hennar fyrir um mánuði var sami hátturinn á, neglurnar lakkaðar og hárið fínt. Í bernsku minni minnist ég ekki að hafa séð ömmu og afa oft. Þar sem ég bjó í Ólafsvík en þau í Kópavogi og ekki voru samgöngurnar eins góðar þá og nú er orðið. Ég minnist þó nokkurra ferða ömmu og afa á hvíta Trabantinum til okkar í Ólafs- vík og alltaf var spennan og tilhlökk- unin gífurleg. Seinna fluttu þau afi í Skerjafjörð- inn og ég varð eldri og fór að fara oft- ar til Reykjavíkur og þá tilheyrði alltaf að kíkja til ömmu og afa. Stundum tók ég vinkonurnar með mér í heimsókn og var ég mjög stolt að sýna þeim hvað ég átti flotta ömmu með langar neglur. Amma var mikil hannyrðakona og eru ekki mörg ár síðan hún hætti að telja út og sauma. Liggur eftir hana mikið magn af útsaumuðum mynd- um, dúkum, púðum og öllu mögulegu og allt svo vel gert. Eftir að afi dó í september 1976 bjó amma áfram í Skerjafirðinum. Varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að búa hjá henni einn vetur þegar ég var unglingur í skóla í Reykjavík. Þá fyrst kynntist ég ömmu vel og var alltaf gaman að spjalla við hana um alla heima og geima. Oft hefur hvarflað að manni að ef annað líf er á undan þessu, hefur amma örugglega verið drottning í því fyrra. Hún var mjög áhugasöm um allt sem var að gerast hjá kónga- fólkinu í Evrópu og fylgdist vel með gleði þess og sorgum. Stundum hélt maður að hún væri að tala um ein- hvern ættingja þegar hún sagði manni fréttir af trúlofun eða barns- fæðingu hjá þessu fólki. Amma var góð heim að sækja. Hún var glaðleg og skemmtileg og alltaf var stutt í hláturinn. Ég minnist hennar með virðingu og þakklæti fyrir veturinn sem við áttum tvær saman. Olga Kristjánsdóttir. Elskuleg tengdamóðir mín Kristín Jónsdóttir eða Kidda eins og hún var ávallt kölluð hefur kvatt þennan heim. Þau tóku mér opnum örmum þeg- ar ég kom í fjölskyldu þeirra Kiddu og Helga er ég var ung að árum. Margar minningar leita fram þegar horft er til baka. Minnisstæð eru jólaboðin á Kársnesbrautinni á jóla- dag. Það var mikið tilhlökkunarefni að koma í jólaboð þar sem borð svignuðu undan glæsiveitingum. Það fór ekki fram hjá neinum hversu mikil fagurkeri hún tengdamóðir mín var allt lék í höndum hennar hvort sem það var að sauma, prjóna eða að ekki sé talað um hennar grænu fingur. Það var alltaf gott að leita til henn- ar, hún kunni ráð við flestu og kenndi mér svo margt, eins og t.d. að sauma bæði fatnað og annað sem þurfti á stóran barnahóp. Alltaf var hún boðin og búin til að gæta barnanna þegar á þurfti að halda. Elsku Kidda mín, ég kveð þig með söknuði. Ég þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman í gegn- um tíðina. Við Jói höfðum alltaf gam- an af að hafa þig hjá okkur. Við þökkum þér hvað þú varst okkur og börnunum hjálpleg og góð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð blessi minningu þína, þín tengdadóttir Fríða. KRISTÍN JÓNSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Kristínu Jónsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minn- ingargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.