Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Torfi Óldal Sig-urjónsson fædd- ist á Hörgshóli í Þverárhreppi 18. september 1918. Hann lést á sjúkra- húsinu á Hvamms- tanga 25. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Sigurðardóttir hús- freyja og Sigurjón Árnason bóndi. Bræður Torfa voru fjórir: Trausti, f. 1912, bóndi á Hörgs- hóli, dvelur nú á sjúkrahúsinu á Hvammstanga; Björn, f. 1914, kennari, lést 25. mars 1937; Árni, f. 1916, bóndi og sjómaður, lést 1. ágúst 1960; og Sigurjón, f. 1922, pípulagninga- meistari, búsettur í Kópavogi. Torfi kvæntist 29. desember 1940 eftirlifandi konu sinni Sig- ríði Konráðsdóttur frá Böðvars- hólum í Þverárhreppi, f. 12. mars 1920. Foreldrar hennar voru Ingveldur Pétursdóttir ljósmóðir og Konráð Sigurðsson bóndi. Sama ár hófu þau búskap á Hörgshóli og bjuggu þar í tvö ár er þau festu kaup á jörðinni Stórhóli í Línakra- dal þar sem þau hjón stunduðu búskap allt til vorsins 1999. Börn Torfa og Sig- ríðar eru: 1) Sigur- jón, f. 1940, kvæntur Vilborgu Þórðar- dóttur og eiga eiga þau tvö syni og tvö barnabörn. 2) Kon- ráð Ingi, f. 1944, í sambúð með Þór- hildi Elíasdóttur. Hann var áður kvæntur Vilborgu Eddu Lárusdóttur og eiga þau þrjár dætur og fjögur barnabörn. 3) Birna, f. 1951, í sambúð með Birni Þorvaldssyni. Hún var áður í sambúð með Guðna Vigni Jóns- syni og eiga þau einn son. 4) Að- alsteinn, f. 1956, kvæntur Þuríði Halldórsdóttur og eiga þau tvær dætur. Hann var áður kvæntur. Ólöfu Kristjánsdóttur. Útför Torfa fer fram frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi minn. Nú er komið að því sem við öll þurfum að ganga í gegn um, að kveðja þennan heim. Þó þú hafir verið búinn að vera lengi veikur fannst mér ekki komið að því að þú hyrfir yfir móðuna miklu. Þess vegna var höggið ótrú- lega þungt þegar fregnin barst. Það er svo margt sem flýgur í gegn um hugann. Það atvikaðist þannig að ég hafði nokkru meiri samskipti við ykkur foreldrana nú seinni árin heldur en bræður mínir og tengslin urðu því nánari. Mér er það m.a. minnisstætt þeg- ar þú komst í heimsókn til mín hing- að í Hveragerði og við fórum saman á stóðhestasýningu austur í Gunn- arsholt á Rangárvöllum til að horfa á glæsilega stóðhestinn þinn, hann Storm. Ég man stoltið í augum þín- um þegar kynningin hljómaði í há- talarakerfinu og hesturinn tölti fram hjá okkur með sínum einstæða glæsibrag. Þú varst líka svo ánægð- ur með hvað knapinn, hún Rúna, sýndi vel hvað í hestinum bjó og samspil þeirra var mjög gott. Ég man líka að þú vildir ekki dvelja lengi syðra eftir þessa för því þú vildir vera sem allra styst að heiman þá eins og ávallt. Búskaparárin þín voru oft á tíðum erfið. Jörðin var harðbýl og þung til ræktunar. Þess vegna þurfti oft að sækja heyskapinn langt út fyrir landar- eignina en með mikilli vinnu og þrautseigju tókst þetta allt saman, bæði að byggja upp allan húsakost og reka arðbært blandað bú. Þér var afskaplega annt um skepnurnar og vildir fóðra þær sem best enda var féð þitt fallegt og frjósamt. Það var þér þungt í skauti þegar þú gerðir þér grein fyrir að þú yrðir að hætta að búa og að enginn af þín- um afkomendum tæki við jörðinni. Þú reyndir því í lengstu lög að fleyta búskapnum áfram með aðstoð alls konar íhlaupafólks. Það var erfitt bæði fyrir þig og mömmu. Það má því segja að þú hafir „staðið lengur en stætt var“ ef svo má að orði kom- ast. Það er lán hversu gott fólk tók við jörðinni sem hefur sýnt ykkur hlý- hug og leyft ykkur að fylgjast með bústörfunum. Ég minnist þín sem sérstæðs, staðfasts persónuleika sem fórst þínar eigin leiðir en reyndir alltaf að sjá björtu hliðarnar á lífinu. Það var þér ekki erfitt að taka ákvarðanir og þú varst ekki að velta þér upp úr hvað öðrum fannst. Þú sást alltaf einhverja leið fram úr hlutunum eft- ir því sem atvikin þróuðust. Ég veit líka að þú varst á réttri hillu með að vera bóndi í þínu ævi- starfi – í annarri starfsgrein hefðir þú ekki unað þér. Víst er þetta löng og erfið leið, og lífið stutt og margt, sem út af ber. En tigið gegnum tál og hvers kyns neyð skín takmarkið og bíður eftir þér. (Steinn Steinarr.) Guð blessi minningu þína og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Birna. Ég skal vaka og vera góð vininum mínum smáa, meðan óttan rennur rjóð, roðarkambinn bláa, og Harpa síngur hörpuljóð á hörpulaufið gráa. Stundum var í vetur leið veðrasamt á glugga; Var ekki einsog væri um skeið vofa í hverjum skugga? Fáir vissu að vorið beið og vorið kemur að hugga. (Halldór Kiljan Laxness.) Við systurnar kveðjum í dag afa okkar Torfa og geymum í hjarta okkar minninguna um stórbrotna persónu, afann í sveitinni okkar fyr- ir norðan. Norður var í okkar augum bara einn staður á landinu. Sveitin okkar. Að fara norður var að fara til afa og ömmu að Stórhóli. Það var eina sveitin. Þangað fórum við til þess að sýna okkur og sjá þau. Til þess að sitja á eldhúsbekknum og segja frá því sem á daga okkar hafði drifið í bænum. Og alltaf virtist afi hafa jafnmikinn áhuga á því að heyra hvernig okkur gengi og hvernig allir hinir hefðu það. Hann sat ævinlega á sínum stað, undir glugganum í eldhúsinu, ægistór og þrekinn, með fallega hrokkna hárið vaxið niður á andlitið og hendurnar krepptar á borðinu, risastórar. Vildi vita hvað við værum að læra eða gera. Gat talað um flest, var fram- sýnn og fylgdist greinilega ágætlega með. Við vorum nú ekki miklar að burðum stelpurnar, hálfsmeykar við skepnurnar, í það minnsta við þær af stærri gerðinni og ekkert sérstak- lega liðtækar í landbúnaðarstörfin finnst okkur þegar við hugsum til baka. En við fundum aldrei neitt fyrir því. Okkur voru fengin verk- efni við hæfi, eins og það að fara nið- ur tún með nesti, gefa kálfum og heimalningum og snúast eitthvað í fjósinu. Seinna þóttumst við svo eitt- hvað hafa hjálpað til við heyskapinn. Torfi afi virtist taka fólki bara eins og það var og okkur líka. Við vorum bara alveg ágætar nákvæmlega eins og við vorum og fórum heim úr sveitinni ánægðar eftir alla úti- veruna og hlýjuna að Stórhóli. Ánægðar með okkur sjálfar og stolt- ar af því að eiga hlutdeild í þessari sveit. Afi var ótrúlegur, stór og sterkur, kunni til verka og átti fal- legustu og bestu dýrin. Það fannst honum sjálfum og okkur líka. En hann var ekki bara stórbóndinn að Stórhóli, stórlyndur og mikill fyrir sér. Hann vissi meira en hann sagði og hafði auga fyrir því sem mörgum fannst lítið til koma. Þegar maður var einn í sveitinni og átti að sofa á kvistloftinu einn í fyrsta sinn, þá kom afi og sat góða stund og spurði hvort þetta yrði í lagi. Við höfðum ekki sagt neinum frá myrkfælninni. Maður reynir nú að bera sig vel. Og þegar afi var sérstaklega ánægður með daginn þá fengum við mikið af rúsínum út á grautinn. Það var kær- komin tilbreyting að fá að koma í sveitina og gott veganesti út í lífið að upplifa væntumþykjuna og einlæga ósk um að okkur vegnaði vel. Þegar síðan við uxum úr grasi og væntanleg mannsefni komu með okkur norður í fyrsta sinn þá var Torfi afi ekki lengi að finna út úr því um hvað væri hentugast að ræða við þær aðstæður. Þeir dálítið feimnir á eldhúsbekknum og vandræðalegir. Afi spurði um bílinn sem við höfðum komið á. Hvernig bíll það væri. Hvort hann væri betri eða verri en einhver annar. Þegar hann síðan var búinn að skoða farartækið og jafnvel fara í prufutúr þá var feimnin aðeins að rjátlast af mönnum og rétti tím- inn kominn til þess að ræða veiga- meiri atriði. Í hvernig vinnu þeir væru. Hvort það væri góð vinna og bara hvort það væri eitthvert vit í þeim yfir höfuð. Það var yfirleitt létt yfir spjallinu og allir fóru í bæinn aftur, nokkuð ánægðir með sig og hlökkuðu til að koma aftur í sveitina. Það var auðvelt að láta sé þykja vænt um afa Torfa, ekkert síður fyr- ir þá sem giftust inn í fjölskylduna en hina. Nú kveðjum við barnabörnin afa Torfa með fallega vögguljóðinu hans Laxness og óskum þess að við höf- um fengið í vöggugjöf einhverja af þeim góðu eiginleikum sem prýddu afa alla tíð. Guð geymi hann og blessuð sé minning hans. Unnur og Sigríður Konráðsdætur. Ég vil minnast afa míns, Torfa Sigurjónssonar, í örfáum orðum. Nú hefur afi kvatt okkar líf en minning hans mun ávallt lifa. Afi tileinkaði ævi sína bústörfum norður í V-Húnavatnssýslu, nánar tiltekið á bænum Stórhóli. Afi var mikill bóndi í sér og stundaði búskap sinn með miklum myndarskap. Þó svo að ég hafi ekki verið tíður gestur norður á Stórhóli mun ég ávallt minnast þeirra stunda með gleði í hjarta. Það var alltaf gaman að koma í sveitina, bretta upp ermarnar og taka örlítið á. Afi hvatti mig ætíð til verka enda var það ekki síður minn vilji. Sveita- störfin voru mér hugleikin frá því ég var smápolli, fór snemma í sveit austur í land. Ég varð ekki þeirrar reynslu aðnjótandi að dvelja sum- arlangt í sveit hjá afa, en án efa hefði það orðið skemmtileg og reynslurík dvöl. Húmor er sterkasta minningin um afa, hann gat alltaf fengið mig til að hlæja. Það var stutt í glens og gaman sem gaf honum jafnframt þægilegt viðmót. Einn atburður er mér sérlega minnisstæður í minn- ingu minni um afa. Það var í einni heimsókn minni á Stórhól þar sem ég og vinnumaður þar á bæ vorum að moka út úr fjárhúsinu. Ég og vinnumaðurinn höfðum því hlutverki að gegna að moka upp í skítadreif- ara, en svo sá afi um að keyra niður á tún og dreifa á slétturnar. Eftir að við mokstursfélagar höfðum fyllt skítadreifarann fylgdumst við með ferðum afa þegar hann var á leið niður á slétturnar. Leiðin var tölu- vert löng, ætli það hafi ekki tekið um tíu mínútur. Langalöngu síðar kom afi aftur heim með skítadreifarann, en okkur til mikillar undrunar var dreifarinn enn fullur. Við moksturs- félagar töltum til afa og spurðum hann um gang mála. Afi var hissa á svip en sagði svo: „Ég gleymdi drif- skaftinu.“ Þetta þótti okkur öllum þremur afar fyndið og hlógum mik- ið, afi þó hvað mest. Það eru einmitt svona stundir sem gefa lífinu tilgang, það að finna skoplegu hliðarnar á lífinu og njóta þeirra jafnvel þótt maður eigi sjálfur í hlut. Afi og amma hættu búskapi fyrir nokkrum árum síðan og fluttust bú- ferlum á Hvammstanga. Amma flutti í þjónustuíbúð á vegum aldr- aðra, en vegna heilsubrests hjá afa lagðist hann inn á spítalann á Hvammstanga. Nú liðu árin og enn versnaði heilsan hjá afa og að lokum var ævin öll. Fyrir afa var lífið á enda þegar hann lét af bústörfum, þá var ekkert eftir til að lifa fyrir, að undanskilinni hans ástkæru eigin- konu Sigríði ömmu. En svona geng- ur lífið fyrir sig, við höfum öll þörf fyrir tilgang í lífinu. Það að gegna hlutverki í lífinu heldur okkur gang- andi. Því má segja að lífsloginn á kertinu hafi brunnið hratt eftir komu afa á spítalann á Hvamms- tanga, að lokum slokknaði á honum. Ég mun sakna þín, afi minn, þú gafst mér mikið í þau fáu skipti sem ég brá fæti á Stórhól. Ferðirnar voru alltof fáar, þær hefðu mátt vera miklu fleiri. Elsku amma, megi Guð fylgja þér í gegnum þá erfiðu tíma sem nú ganga yfir. Afi er kominn í hendur Guðs þar sem fögur birta og bóm- ulhlýja verða að eilífu til staðar. Þinn sonarsonur, Þórður Þór Sigurjónsson. TORFI ÓLDAL SIGURJÓNSSON  Fleiri minningargreinar um Torfa Óldal Sigurjónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. 9              ?   + ,, 3 0    7      -. 5  "    *  3"  "   / .$$ 3!   8!  0   ! 46      $% 0!      "!      $ $% $ $ $% & /- 2 7 "1# "!@"  /"  A 8#!  '     -0  '  :5 "  / .$$ 6  3 " & *             ,     + ,, 7 " 0B   0 !  3 0  " 7 8  '8          5  "     /  ='  >  3!  '.$$ ( 5  2?  $$$ )  '     $%    7 ! '   7  )"         $ $% $ $ $% &    5' ( 5' ( 2   C38  3 0    "  3 0   " #%  !AD 6 #!  - 5 "    &   "     ,  ' ' $ () '      8$%  & :    7  ! 5   "      ,?   5 + ,, 7 " & ?   !  ?     ?  4 !?  7% 6 &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.