Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR
50 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
@
8
) '7'
5 5
!
? ?+,, 7 "
6
<#$
:$&
0
7
0 )8
!
1 #
$ $% $ $ $% &
&"
8
7
!
'7'
5
3 - , 4-2
0" F&
80
- 1
# - 4B'&
3
7"
&
@
8
)
7
'7'
5 5
!
3 9 ,) 2 , D
$ &
--
8,0
7!
&
:
7
!
'7'
5
!
) G, ,
-+,, 30D
6 #! &
3
& 81 3
' H '
7!1 3
)
1 3 4&1 3 66 0$
$ $% $ $ $ &
✝ Reynir Kristins-son fæddist í
Reykjavík 25. nóv-
ember 1953 og ólst
þar upp. Hann lést á
heimili sínu Ásvalla-
götu 49 fimmtudag-
inn 28. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Kristinn
Pálsson, vélstjóri, f.
5. febrúar 1915, d.
11. desember 1999,
og Andrea Guð-
mundsdóttir, hús-
móðir, f. 3. desem-
ber 1923, d. 3. júlí
2000. Systkini Reynis eru: Páll,
f. 1.10. 1951, skipaverkfræðing-
ur hjá Lloyds, maki Auður
Brynja Sigurðardóttir kennari,
þau eiga einn son, Eyvind Ara;
Ingibjörg Gróa, f. 2.9. 1952,
skrifstofumaður, hún á þrjár
dætur, Sveinbjörgu Maríu, Þur-
íði Ósk og Ölmu Lind; Björk, f.
25.11. 1953, fulltrúi Íslands-
pósts, maki Þröstur Þorvaldsson
vélfræðingur, þau eiga tvö börn,
Kristin Andra og Sólveigu; Anna
Rósa, f. 16.3. 1966, húsmóðir,
maki Steinar Gunn-
arsson rekstrar-
fræðingur, þau eiga
þrjá syni, Gunnar
Reyni, Bjarka Þór
og Hilmar Alexand-
er. Hálfsystur
Reynis, samfeðra,
eru: Sigurlaug
Hulda, f. 22.9. 1934,
maki Gerald Ander-
son, þau eru búsett
í Bandaríkjunum;
Ragnheiður Magný,
f. 3.4. 1936, skrif-
stofumaður, maki
Sæberg Þórðarson
fasteignasali. Hálfbræður Reyn-
is, sammæðra, eru: Steingrímur
Örn, f. 4.9. 1945, búsettur í Sví-
þjóð; Sveinn Gunnar, f. 29.10.
1946, d. 16. janúar 1995, maki
Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, d.
16. janúar 1995.
Reynir starfaði hjá Ríkisskip
1970–72, hjá Nathan og Olsen
1972–74 og þá starfaði hann hjá
Reykjavíkurhöfn í 11 ár.
Útför Reynis fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Okkur langar að minnast Reynis í
nokkrum orðum. Ég var svo heppinn
að kynnast honum 1994 þegar ég
byrjaði rekstur minn við ESSO
Ægisíðu. Reynir var einn af þessum
góðu og skemmtilegu viðskiptavin-
um sem gera þetta starf svo
skemmtilegt. Það var alltaf hægt að
gera grín þegar Reynir kom. Hann
elskaði að dunda við bílinn sinn, og
manni fannst hann alltaf vera að
bóna hann, því aldrei man maður
eftir því að bíllinn hans Reynis væri
óhreinn.
Reynir var mjög hjálpsamur,
hann hafði alltaf nóg að gera og oft-
ast var það vegna þess að hann var
að hjálpa öðrum. Reynir var alltaf
tilbúinn að hjálpa og mátti ekkert
aumt sjá.
Reynir kemur af góðu fólki, hann
átti góða foreldra sem ég fékk að
kynnast í gegnum hann. Þegar þau
kvöddu þennan heim var það mikið
áfall fyrir Reyni, þó að það sæist
ekki á honum, en maður vissi það því
þau voru svo samrýnd. Ég hef líka í
gegnum Reyni fengið að kynnast
Björgu og Þresti og svo henni Ingi-
björgu.
Við hér á bensínstöðinni eigum
eftir að sakna Reynis, maður finnur
fyrir tómarúmi þegar maður hugsar
til þess að sjá ekki rauða bílinn koma
við hjá okkur til að spjalla eða fá
bensín. Við viljum biðja góðan Guð
að vera með ykkur aðstandendum
og styrkja ykkur í sorginni.
„Hjartað yðar skelfist ekki.
Trúið á Guð og trúið á mig.
Í húsi föður míns eru margar vist-
arverur.
Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yð-
ur, að ég færi burt að búa yður stað?
Þegar ég er farinn burt og hef bú-
ið yður stað, kem ég aftur og tek yð-
ur til mín, svo að þér séuð einnig þar
sem ég er.
Veginn þangað, sem ég fer þekkið
þér.“ (Jóhannes 14: 1 – 4.)
Kristján Rósinkransson.
Elsku Reynir. Dagarnir verða
öðruvísi núna þegar þú ert farinn.
Alltaf gátum við átt von á þér í kaffi-
sopa á morgnana. Helst áttum við
stelpurnar að færa þér kaffið þar
sem þú varst búinn að koma þér
notalega fyrir á kaffistofunni en auð-
vitað endaði það alltaf með því að
karlremban í þér varð að lúta í lægra
haldi fyrir okkur. En þér þótti það
ekkert leiðinlegt að ná okkur upp í
bítið. Ef það tókst vel sastu með
glottið út í bæði munnvikin og naust
þín út í ystu æsar í kvennaríkinu.
Margt var skrafað og spjallað og leið
þér best þegar þú gast verið á önd-
verðum meiði við okkur allar. En öll
höfðum við gaman af og aldrei yf-
irgafstu svæðið nema vera viss um
að allir væru sáttir og ánægðir. Þú
hafðir sérstakt dálæti á að orða
hvernig bílarnir okkar voru útlits.
Ekki skyldi vera rykkorn á þeim og
oft voru farnar samningaleiðir þar
sem sæst var á þrif og Sonax fyrir
bílinn í staðinn fyrir strípur og
klippingu. Ekki má gleyma hár-
þvottinum. Alltaf komstu þér í mjúk-
inn hjá nemanum og fékkst viðeig-
andi lúxus meðferð á vaskinum.
En nú er komið að kveðjustund
sem ekki er léttbær. Við eigum eftir
að venjast því að þú komir ekki leng-
ur í kaffisopann og brúkir kjaft eins
og þér einum var lagið. En við
treystum því að hinum megin haldir
þú áfram að vera gamli góði Reynir.
Minning þín mun lifa og við eigum
oft eftir að hugsa til þín þegar við
sitjum og sötrum kaffið okkar. Við
ætlum að gera okkar besta til að
halda áfram spjallinu á kaffistofunni
í þínum anda.
Unnustu þinni Gerði og systrum
þínum Björku, Ingibjörgu, Önnu
Rósu og fjölskyldunni allri sendum
við okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Hinsta kveðja til þín.
Stelpurnar á stofunni.
Elsku frændi. Það er skrítið að
hugsa til þess að þú sért farinn. Þú
stendur ekki lengur úti á Ásvalla-
götu og pússar aðeins af bílnum þín-
um eins og þú varst vanur. Þú átt
ekki eftir að koma út í glugga og
taka á móti mér og skamma mig fyr-
ir það hversu illa ég lagði bílnum. Þú
varst vanur að gera grín að kinn-
unum mínum og varð ég alltaf svo
reið að amma skammaði þig fyrir
mig en í dag sakna ég þess að fá
aldrei að heyra þetta aftur. Ég veit
að amma, afi og Svenni munu taka
vel á móti þér og hugsa vel um þig.
Minnstu atriði koma upp í huga
minn þessa dagana og vil ég þakka
þér fyrir þessar stundir.
Þín litla frænka,
Sólveig.
REYNIR
KRISTINSSON
Fleiri minningargreinar
um Reyni Kristinson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝ María Helgadótt-ir fæddist á Ísa-
firði 25.9. 1914. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skógarbæ
22 mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Helgi Guð-
bjartsson, kaupmað-
ur frá Ísafirði, f.
6.10. 1891, d. 15.7.
1971, og Sigrún Júl-
íusdóttir, f. 7.1. 1892,
d. 6.12. 1968. Börn
Sigrúnar og Helga
voru þrjú. María, og
þau Fanney, f. 1916,
og Hörður, f. 1923, sem bæði eru
látin. Árið 1934 giftist María
Gunnari Þorsteini Þorsteinssyni,
klæðskera á Ísafirði, f. 11.9. 1911,
d. 4.6. 1953. Hann var sonur Þor-
steins Guðmundssonar klæð-
skera, f. 11.12. 1871, d. 16.5.
1956, og Þórdísar Egilsdóttur, f.
14.10. 1878, d. 11.5. 1961. Dætur
Maríu og Gunnars eru þrjár: 1)
Helga Þórdís, f. 1935, gift Jó-
hanni R. Símonarsyni. Börn
þeirra eru Björn, María Björk og
Guðmundur Friðrik.
2) Steingerður, f.
1936, gift Jóni Karli
Sigurðssyni. Börn
þeirra eru Ragn-
hildur, Gunnar Þor-
steinn, Sigurður
Hjálmar, látinn, og
Þórdís. 3) Sigrún, f.
1947, gift Stein-
grími Guðbrands-
syni, látinn. Börn
þeirra eru María
Dröfn, Gunnar Þor-
steinn og Indíana.
Seinni maður Sig-
rúnar er Hjörtur
Sæmundsson. Langömmubörn
Maríu voru 20, eitt er látið og
langalangaömmubörn eru 2.
María bjó á Ísafirði til ársins
1961 en flutti þá til Reykjavíkur
og bjó þar til æviloka. Hún byrj-
aði að vinna hjá Póst og síma á
Ísafirði og vann síðan áfram hjá
fyrirtækinu í Reykjavík til sjö-
tugs.
Útför Maríu fer fram frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku Majamma, nú ertu farin.
Þá rifjar maður upp allar góðu
minningarnar frá laugardags- og
sunnudagsmorgnunum á Dverga-
bakka 30. Frá því að ég man eftir
mér var það fastur liður í tilver-
unni að spretta fram úr eld-
snemma um helgar og fara til þín
að horfa á barnaefnið. Þú varst
alltaf vöknuð, hress og glöð að sjá
mig. Eftir að barnatímanum lauk
sátum við oftast lengi fram eftir
degi og þú last fyrir mig eða við
spiluðum. Bækurnar voru flestar
ætlaðar aðeins eldri hlustendum en
þú varst þolinmóð við að útskýra
orð og annað sem útskýringa
þurfti. Þessar stundir gáfu mér
mikið og bý ég að þeim enn í dag.
Einnig eru sérstaklega minnis-
stæðar bílferðir í hvítu Lödunni og
þegar ég fékk að negla í skókass-
ann inni í þvottahúsi.
Nú er samt komið að kveðju-
stund elsku Majamma. Ég veit að
þér líður betur þar sem þú ert
núna og fylgist með okkur öllum
sem þér þótti svo vænt um. Ég
þakka þér fyrir allar þær stundir
sem við áttum saman, ég mun
aldrei gleyma þeim og geyma þær
vel.
Einar Bergur.
Látin er María Helgadóttir eða
„Majamma“ eins og við barnabörn-
in kölluðum hana. Ég man fyrst
eftir ömmu í Sólgötu 4 á Ísafirði
en þá var hún 44 ára gömul ekkja,
sem vann úti ásamt því að ala upp
ellefu ára gamla dóttur sína Sig-
rúnu.
Amma flutti til Reykjavíkur árið
1961 ásamt Sigrúnu og fór að
vinna hjá Pósti og síma. Hjá því
fyrirtæki vann hún óslitið til sjö-
tugs. Hún var ekki sátt við að
hætta að vinna svo að hún réð sig í
vinnu við saumaskap á Hótel Sögu,
en segja má að saumaskapur hafi
alla tíð verið hennar aukastarf, og
var hún sérstaklega fær á því sviði.
Amma var einnig frábær kokkur
og höfðum við barnabörnin öll
matarást á henni. Hún hafði verið
á húmæðraskóla í Danmörku þeg-
ar hún var ung og haft kostgang-
ara á sínum fyrstu hjúskaparárum
enda naut hún þess að elda mat.
Eftir að hún hætti að vinna fór
hún að læra bókband og batt inn
fjöldann allan af bókum fyrir ætt-
ingja og vini. Amma var sérlega
ljúf kona, skipti nær aldrei skapi
og var góður hlustandi. Hún var
mjög sjálfstæð og það var sama
hvort það þurfti að mála eða setja
upp ljós, smíða, færa til mublur
eða bóna bílinn allt gerði hún sjálf.
Hún spilaði á píanó og las mikið en
fyrst og fremst var hún alveg frá-
bær amma og langamma og fyrir
það vil ég þakka henni.
Guð geymi „Majömmu“.
Ragnhildur Jónsdóttir.
Elsku Majamma, nú er komið að
kveðjustund.
Á þessari stundu rifjast upp all-
ar yndislegu stundirnar sem við
áttum saman. Ég var svo heppin
að búa í næstu blokk við þig. Oft
þegar skólinn var búinn á daginn
kom ég til þín ef mamma og pabbi
voru að vinna. Þú hafðir alltaf tíma
fyrir mig, við spiluðum rommí, töl-
uðum saman, þú sýndir mér það
sem þú varst að prjóna eða sauma
og spilaðir á píanóið. Þú varst ekki
hávaxin og við hlógum oft að því að
þú værir ,,langa-amma“ mín og
þegar ég eignaðist fyrsta barnið
mitt þá varstu orðin ,,langa-langa-
amma“. Alltaf voru til kökur ásamt
einhverju gómsætu í ísskápnum.
Þegar ég svaf heima hjá þér sem
ég gerði oft þá var þér alltaf um-
hugað um að ég væri nú örugglega
södd og sæl. Ég átti svo margar
góðar stundir með þér. Síðustu ár-
in voru þér erfið en ég trúi að í
dag líði þér vel. Núna ertu aftur
farin að prjóna, sauma, lesa og
spila á píanó eins og þér einni var
lagið. Við eigum eftir að hittast
aftur en þangað til þá kveð ég þig,
elsku amma mín.
Þín
Steingerður.
MARÍA
HELGADÓTTIR
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.