Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ B orgarstjórnarkosn- ingar eru nú við það að skella á með til- heyrandi karpi um hvað skuli gera, hver skuli gera það, hvernig það skuli gert og jafnvel hvað hafi verið gert. Þetta er nú allt til að lífga upp á tilveruna og ekki ástæða til annars en að hlakka til þeirrar ver- tíðar sem fram undan er. En það er ekki aðeins deilt um hvað skuli gera, frambjóðendur lofa því líka hvað þeir hyggist gera. Þessi loforð eru svo meðal annars það sem kjósendur styðjast við þegar þeir stika á kjördag inn í kjörklefann og velja besta kostinn. Meðal þeirra loforða sem gefin voru fyrir síðustu borgarstjórn- arkosningar var „lækkun gjalda á Reykvíkinga“, og var það sérlega ánægjulegt, ekki síst fyr- ir þær sakir að það var R-listinn sem gaf lof- orðið. Það er nefnilega ekki sérlega fréttnæmt þótt Sjálf- stæðisflokkurinn lofi skattalækk- un því lágir skattar eru eitt af meginatriðum í stefnu hans. En loforðið var sum sé afar ánægju- legt komið frá R-listanum, því þar með hefði lítil fyrirstaða við skatta- lækkun átt að vera í borgarstjórn og skattgreiðendur sáu sjálfsagt fram á betri tíð. Því var þó ekki að heilsa. Strax haustið eftir kosningar kom í ljós að engin áform voru uppi um að standa við fyrirheitið sem gefið hafði verið nokkrum mánuðum fyrr. Og það sem meira er, í ljós kom að það höfðu engin áform ver- ið uppi um það fyrir kosningar heldur, enda var hækkun útsvars rökstudd með því að „undirliggj- andi halli“ hefði verið lengi. Í fram- haldi af þessum upplýsingum og vegna þess loforðs sem gefið hafði verið ræddi sjónvarpsfréttamaður við núverandi borgarstjóra og spurði hvort þetta hefði ekki legið fyrir áður en gengið hefði verið til kosninga. Og þá svaraði borg- arstjóri blákalt: „Þekkir þú ein- hver dæmi þess, að þeir sem eru að bjóða sig fram til kosninga lofi skattahækkunum?“ Auk þess bætti hann því við að kjósendur væru ekki „svo skyni skroppnir“ að þeir vissu ekki hvað önnur kosningaloforð hefðu verið dýr. Þetta svar hlýtur að vera með sérstökustu játningum stjórn- málamanns á seinni árum, en um leið og það sýnir vel hversu mis- jöfnum augum menn líta það að fara rétt með þegar kosningar nálgast. Fyrir kosningar er sem sagt ekki hægt að segja kjós- endum satt um að til standi að hækka skattana, svo þá er ekkert annað að gera en segja bara eitt- hvað allt annað. Og þeir kjósendur sem eru „svo skyni skroppnir“ að trúa því sem sagt er fyrir kosn- ingar verða bara að líða fyrir þann skynsemisskort. Borgaryfirvöld hafa hækkað skatta á borgarbúa þrátt fyrir gef- in loforð R-listans um hið gagn- stæða og finna menn það bæði um hver mánaðamót vegna útsvars- hækkunar og þegar greiddir eru fasteignaskattar og ýmis önnur gjöld. Skatttekjur borgarinnar hafa frá árinu 1999 til 2002 hækkað úr 19 milljörðum króna í 27 millj- arða króna, eða um 41%. Þessi hækkun nemur um tveimur millj- örðum króna á ári að meðaltali, eða 5,4 milljónum króna á dag. Fasteignaskatturinn er þarna innifalinn en hann hefur frá árinu 1999 til 2002 hækkað úr 2,9 millj- örðum króna í 4,8 milljarða króna, eða um heil 67%. Þrátt fyrir þessa miklu aukn- ingu skattgreiðslna borgarbúa til borgarsjóðs hafa skuldir borg- arinnar aukist verulega á kjör- tímabilinu – á sama tíma og al- mennt góðæri hefur ríkt í landinu. En svo einkennilegt sem það nú annars er þá hefur orðið að þrætu- epli minni- og meirihluta borg- arstjórnar hverjar skuldirnar eru í raun og hvort þær hafa farið vax- andi eða ekki. Varla á að þurfa að standa í þrætum um það sem lesa má út úr reikningum borgarinnar, en því miður er staðreyndin sú að auðvelt er ef vilji er fyrir hendi að setja fram réttar tölur sem þó segja litla sögu um raunverulega stöðu mála. Borgaryfirvöld hafa til að mynda ekki áhuga á að tala um skuldir borgarinnar, en ræða gjarna um skuldir borgarsjóðs og segja þær hafa minnkað. Þetta er rétt svo langt sem það nær – sem er að vísu bara örstutt. Ef litið er á reikninga borgarinnar eins og reikninga fyrirtækis, en reiknings- skilum sveitarfélaga hefur verið breytt til samræmis við reiknings- skil fyrirtækja eins og fram kemur í greinargerð með fjárhagsáætlun borgarinnar sjálfrar, þá er eðlilegt að skoða ekki aðeins borgarsjóð heldur borgina í heild og jafnvel meirihluti borgarstjórnar hefur neyðst til að viðurkenna að skuldir borgarinnar hafa vaxið þrátt fyrir auknar skatttekjur. Með ákveðnum rökum má halda því fram að einnig sé eðlilegt að líta á borgarsjóð einan og sér, en ekki aðeins á samstæðureikning borg- arinnar. Gallinn er þó sá að þegar þessar skuldir borgarsjóðs eru kynntar er ævinlega talað um skuldir borg- arsjóðs án lífeyrisskuldbindinga, án þess þó að tekið sé fram að líf- eyrisskuldbindingarnar séu undan skildar. Svo vill til að hér er um stórkostlegt vanmat á skuldum borgarinnar að ræða, því áætlaðar skuldir borgarsjóðs í árslok eru 32 milljarðar króna, en þær eru hins vegar sagðar vera 14 milljarðar króna vegna þess að lífeyris- skuldbindingum er sleppt. Vissulega hentar það vel að sleppa óþægilegum skuldbind- ingum, bæði innan og utan borg- arsjóðs, en það gefur þó ekki rétta mynd af stöðunni. Og það sem er ef til vill enn verra, það gefur ekki rétta mynd af þróuninni. Skuldir borgarsjóðs eru sagðar minnka milli ára þótt skuldir borgarinnar í heild aukist, og lögð er áhersla á að borgarsjóðurinn einn sé það sem máli skiptir. En hér er sem sagt aðeins verið að tala um skuldir án lífeyrisskuldbindinga. Hafi borgin ekki hugsað sér að víkja sér undan lífeyrisskuldbindingum sínum er staðreyndin sú að skuldir borg- arsjóðs aukast um tæpan einn milljarð króna milli áranna 2001 og 2002, en fara ekki minnkandi eins og ítrekað hefur verið haldið fram. Ótrúlegar skuldir „Og þá svaraði borgarstjóri blákalt: „Þekkir þú einhver dæmi þess, að þeir sem eru að bjóða sig fram til kosninga lofi skattahækkunum?““ VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj@mbl.is NÝLEGA sá meiri- hlutinn í bæjarstjórn Fjarðabyggðar ástæðu til að gefa út ritling og dreifa til íbúa Fjarða- byggðar. Þetta var um margt hið besta skemmtiefni. Tíunduð voru afrek á kjörtíma- bilinu eins og þau blasa við þeim sjálfum, auk þess var meðal annars formúla fyrir því hvers konar fólk er brúklegt til setu í bæjarstjórn í svo einstöku sveitarfé- lagi sem Fjarðabyggð er. En grípum aðeins niður í ritlinginn: „Sveitarfélagi eins og Fjarða- byggð, þar sem unnið er að jafnstór- um og umdeildum verkefnum og raun ber vitni, er lífsnauðsynlegt að eiga sterka talsmenn út á við. For- svarsmenn sveitarfélagsins verða að geta komið fram fyrir alþjóð í fjöl- miðlum og gert grein fyrir þeim við- horfum sem ríkja í sveitarfélaginu hvað varðar hin umdeildu verkefni með skýrum og málefnalegum hætti. Þá verður sveitarfélagið að geta teflt fram mönnum sem eru vel hæfir til að taka þátt í rökræðum um verk- efnin á hvaða vettvangi sem er. Hvað varðar uppbyggingu álvers á Reyð- arfirði er jafnframt nauðsynlegt að forsvarsmenn sveitarfélagsins geti hindrunarlaust haft samskipti við erlenda samstarfsaðila. Ljóst er að staða sveitarfé- lagsins á sviði þessara mikilvægu verkefna gerir það að verkum að nauðsynlegt er að gera aðrar kröfur til helstu forsvarsmanna þess en almennt eru gerðar í sambærilegum sveitar- félögum á landinu.“ Ójá, það verður auð- vitað að gera kröfu til þess að væntanlegir bæjarfulltrúar séu „kultíveraðir“ heims- borgarar sem kunni útlensku, helst norsku. Líklega finnst ekki nema einn einstaklingur í plássinu sem hefur til að bera þá mannkosti og gjörvuleika sem þarf til. Á öðrum stað í blaðinu er drepið á stórmál sem er algjörlega einstætt á íslensk- an mælikvarða. Reyndar eru málin tvö og má ekki á milli sjá hvort er stærra. Sjálfsagt er það bara lítillæti af hálfu F-listans í Fjarðabyggð að spyrða þau saman í eitt. Látum okk- ur sjá: „Óhætt er að fullyrða að engin bæjarstjórn á Íslandi hefur sinnt hlutfallslega stærri verkefnum á yf- irstandandi kjörtímabili en bæjar- stjórn Fjarðabyggðar. Þau verkefni sem hér um ræðir eru fyrst og fremst á sviði atvinnulífs en þeim tengjast verkefni á fjölmörgum öðr- um sviðum. Hér er að sjálfsögðu helst átt við byggingu álvers í sveit- arfélaginu annars vegar og fiskeldi í sjó hins vegar en þessi tvö verkefni hafa útheimt mikla vinnu og baráttu af hálfu bæjaryfirvalda. Auðvitað hafa forsvarsmenn Fjarðabyggðar ekki staðið einir í þessari baráttu. Sem betur fer hafa þeir átt frábært samstarf við hlutaðeigandi fyrirtæki …“ Já, mikil blessun er það einu bæj- arfélagi að eiga svo lítilláta snillinga þegar mikið er í húfi. Og ekki er nú verra að eiga að stórfyrirtæki eins og Norsk Hydro og Samherja þegar mikið liggur við. Aldrei að vita nema þau myndu hjálpa til við þessi stór- virki bæjarstjórnarinnar í Fjarða- byggð ef eitthvað bjátaði nú á við framkvæmdirnar. Ritlingur F-listans í Fjarðabyggð hefur tiltölulega litla útbreiðslu. Þessi gullkorn úr pésanum eru hér með komin á framfæri við þjóðina svo hún geti dáðst að snilldinni með bæjarbúum fyrir austan – og hlegið! Leyfum þjóðinni að brosa Magni Kristjánsson Fjarðabyggð Mikil blessun er það einu bæjarfélagi, segir Magni Kristjánsson, að eiga svo lítilláta snillinga. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í Fjarðabyggð. Þjóðfélagsumræðan er þín og mín. Gagn- rýnislausum sleggju- dómum og kaffistofu- gaspri ber að andmæla þegar þeim er hellt yfir þjóðina, svo þeir sem þannig mæla fari ekki að trúa að vitið sé þeirra. Því læt ég í mér heyra. Laugardaginn 16. mars hlustaði ég á sérkennilega umræðu, svo vægt sé til orða tekið, í Ríkisútvarpinu í þætti sem nefndur er „Í vikulokin“. Stjórn- andi var Finnbogi Hermannsson, á Ísafirði, og fékk hann til skrafs við sig einn karl og tvær konur. Engin deili veit ég á þeim. Umræðuna einkenndi öðru fremur fordómar, slúður og rakalaus þvættingur. Þetta vekur óneitanlega spurningu um hver sé ábyrgð þáttastjórnenda við svona kringumstæður og í framhaldi, hver ábyrgð fjölmiðla er gagnvart slíkri forheimskun. Fyrsta mál á dagskrá voru átök- in fyrir botni Miðjarðarhafs og þá það sem nýjast var, innkoma sendi- manns Bandaríkjanna. Það var lít- ið verk fyrir karlinn að afgreiða. Í fyrsta lagi lýsti hann því yfir að öll vandamál Miðausturlanda væru til komin vegna Bandaríkjamanna og í öðru lagi taldi hann að ekkert sem frá þeim kæmi gæti orðið til bóta. Hvorug konan sá ástæðu til að leið- rétta þetta. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir að einangrun Vestfirð- inga væri slík að þeir hefðu enn ekki heyrt að kalda stríðinu væri lokið, en þessi maður á langt í land hvað sagnfræðina varðar. Minni þessa fólks virtist aðeins ná u.þ.b. 16 mánuði aftur. Ekkert þeirra virtist hafa hugmynd um hvert upphaf átakanna var eða hvaða þátt lykilþjóðir Evrópu ættu í þeim, svo ekki sé minnst á þátt arabaríkjanna. Það hefði ekki sak- að að þáttastjórnandinn hefði verið virkari í umræðunni, að því gefnu að minni hans og þekking hafi verið eitthvað meiri. Engan hef ég heyrt mæla því bót að farið sé með skriðdreka gegn al- mennum borgurum né sprengjum varpað á sjúkrahús og skóla. Flestir virðast sam- mála um að Ísr- aelsmenn fari offari. En líf Ísraela eru líka dýrmæt og hjaðninga- vígin kalla á aðgerðir. Allri aðstoð ber að fagna. Næst voru það kosningarnar í Zimbabve. Einnig þær fengu skjóta afgreiðslu, svo mikið lá á að ræða forsetakosning- arnar í Bandaríkjunum haustið 2000. Önnur konan hafði lífs- reynslusögu í pokahorninu. Hún hafði setið eitthvert mannréttinda- þing þar sem bandarískur prófess- or hafði kvartað undan ofsóknum á hendur sér. Átti prófessorinn að hafa hrakist úr starfi vegna upp- ljóstrana sinna á víðtæku kosn- ingasvindli. Kjósendur hafi vísvit- andi verið blekktir og vitund þeirra brengluð þar sem andstæðingarnir (!) voru fjölmennastir. Uppsetning kosningaseðla hefði verið ofar skilningi venjulegs fólks. Er ekki „kötturinn í örbylgjuofninum“ enn kominn á kreik? Þetta er sama um- ræða og fram fór hér og tengdist furðulegum kosningaseðli að mig minnir frá Breward-sýslu á Flór- ída. Sagan sagði að þetta væri lúa- legt bragð repúblikana, að undir- lagi bróður Bush, til að blekkja kjósendur. Á Flórída gilda þær reglur að hver sýsla sér um upp- setningu seðilsins fyrir sig. Þar sem sýslustjórnir eru kosnar póli- tískri kosningu gefur augaleið að annar hvor stóru flokkanna er í meirihluta og er þá uppsetning seðilsins á ábyrgð þess meirihluta. Breward-sýsla lýtur stjórn demó- krata sem eiga yfirgnæfandi fylgi kjósenda þar. Var þetta ekki ein- faldlega klúður? Varla var það meining demókrata að skjóta sig í fótinn? Til að ljúka umræðunni vil ég benda á að stórblaðið New York Times lagði til fé svo fá mætti end- anlega niðurstöðu úr talningunni á Flórída. Vafaseðlarnir voru túlk- aðir vítt. Niðurstaðan jók hlut Bush enn frekar. Eftir 20-25 mínútur slökkti ég á tækinu. Hafi umræðan færst á hærra plan eftir því sem á þáttinn leið bið ég fólkið afsökunar, en reynsla mín er sú að þegar svona málshefjendur snúa sér að inn- lendum málefnum magnist skít- kastið. Þar sem kosningar eru í nánd má ætla að umræðan hafi tekið mið af því. Nú þegar er farin af stað orðræða sem ég kalla „ber- serkjasveppaát“. Orðræða sem snýst um að níða persónur and- stæðinganna og skoðanir þeirra án þess að snerta á málefnum. Vit- rænt er það ekki, en eins og sveppaátið forðum þjónar það sín- um tilgangi. Þessa skemmtun vildi ég spara mér. Ég hef alltaf álitið Ísafjörð mik- inn menningarbæ, en alþjóðlegar slúðursögur og rakalausir fordóm- ar þátttakenda kippa stoðunum undan þeirri trú. Landsbyggðin kvartar gjarnan undan því að hún eigi undir högg að sækja. Því meiri ástæða er til að þegar rödd hennar hljómar hafi hún eitthvað að segja; ígrundi þá ímynd sem hún vill koma á framfæri og rökstyðji, en velti sér ekki uppúr fordómafenj- um. Fordómar, slúður og forneskja Ragnhildur Kolka Útvarp Umræðuna, segir Ragn- hildur Kolka, einkenndi öðru fremur fordómar, slúður og rakalaus þvættingur. Höfundur er meinatæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.