Morgunblaðið - 05.04.2002, Page 65
BRESKA fyrirsætan og leik-
konan Elizabeth Hurley eign-
aðist son í gær og hefur honum
verið gefið nafnið Damien
Charles. Að sögn umboðs-
manns Hurleys heilsast mæðg-
inunum vel en drengurinn kom
í heiminn klukkan 12:22. Fað-
irinn er bandaríski kvikmynda-
framleiðandinn Stephen Bing
en þau Hurley slitu sambandi
sínu fyrir nokkrum mánuðum.
Hurley sleit 13 ára sambandi
sínu við enska kvikmyndaleik-
arann Hugh Grant fyrir rúmu
ári. Hún starfaði m.a. sem fyr-
irsæta fyrir snyrtivörufram-
leiðandann Estee Lauder og
hefur leikið í nokkrum kunnum
kvikmyndum, svo sem Bedazzl-
ed og njósnaranum Austin
Powers.
Hurley eignast son
Reuters
Alsæl nýbökuð móðir.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 65
Hin léttleikandi Britney Spears í sinni
fyrstu bíómynd sem kemur öllum í gott
skap. Hin frábæru lög „I’m Not A Girl, Not
Yet A Woman“, „Over protected“ ofl. eru
m.a. í myndinni.
HL. MBL
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Vit . 351Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 338
„Splunkunýtt framhald af
ævintýri Péturs Pan!“
kvikmyndir.is
kvikmyndir.com
HJ Mbl
ÓHT Rás 2
DV
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit nr. 357.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i.12. Vit 353.
Eitt magnaðasta ævintýri
samtímans eftir sögu H G Wells
Flottir bílar,
stórar byssur
og harður nagli
í skotapilsi.
Samuel L.Jackson og Robert
Carlyle eru frábærir í mynd
þar sem hasar ogkolsvartur
húmor í anda Snatch ræður
ríkjum.
Frumsýning
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
B.i.16. Vit 366.
Sýnd kl. 4. Íslenskt tal. Vit nr. 358.
1/2
kvikmyndir.is
kvikmyndir.com
Sýnd kl. 6 og 9. B.i.12. Vit nr. 353
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. Vit 335.
4 ÓSKARSVERÐLAUN...
M.A Besta mynd, besti leikstjóri (Ron Howard), besta aukahlutverk kvenna
(Jennifer Connelly) og besta handrit (Akiva Goldman)
Hverfisgötu 551 9000
Kvikmyndir.com
DV
Ein besta
mynd ársins.
SG DV
RadíóX
Kvikmyndir.is
EIN AF BESTU MYNDUM ÁRSINS!
Til eru þeir sem er ætlað að deyja, þeir sem er ætlað að
hata og þeir sem kjósa að lifa. Margverðlaunuð gæðamynd
þar sem Billy Bob Thornton og Halle Berry sýna stórleik.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i 16.
HK. DV
SV. MBL
2 Óskarsverðlaun
Halle Berry fékk Óskarinn
sem besta leikkona í aðalhlutverki.
Halle Berry fék Ós ri
sem besta leik ona í l tverki.
1/2Kvikmyndir.com
RadioX
Yfir 20.000 áhorfendur
Missið ekki af fyndnustu mynd ársins
Sýnd kl. 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 6, 8 og 10.
www.regnboginn.is
MBL
Sýnd kl. 5.30 og 8.
B.i 16.
ÞAÐ er hægt að kalla Run DMC
með réttu eina áhrifamestu
rappsveit sem uppi hefur verið.
Sveitin er enn í fullu fjöri og gaf
út plötuna Crown Royal árið
1999 og nú eru þeir á leiðinni til
landsins, og munu halda tón-
leika í Laugardalshöll 25. apríl
2002.
Run DMC ruddu rappinu
braut um miðjan níunda áratug-
inn og eiga hvert sögulegt metið á
fætur öðru: Þeir áttu fyrstu rapp-
plötuna sem fór í gullsölu, fyrstu
rappplötuna sem fór í platínu, eiga
fyrsta rappmyndbandið sem sýnt
var á MTV, voru fyrsta rappsveitin
sem prýddi forsíðu Rolling Stone,
fyrsta rappsveitin sem tilnefnd var
til Grammy-verðlauna o.s.frv. Plöt-
ur þeirra hafa nú selst í yfir 25
milljónum eintaka um allan heim.
Þá voru Run DMC fyrstir manna
til að sjóða saman rokk og rapp,
með smellinum „Walk this Way“
sem þeir fluttu ásamt eilífðarrokk-
urunum í Aerosmith.
Morgunblaðið ræddi við
Robba Chronic, talsmann tón-
leikanna.
„Það er að sjálfsögðu mikill
fengur fyrir alla áhugamenn um
rapptónlist og bara tónlist al-
mennt að fá þessa sveit hingað,“
segir Robbi.
„Run DMC kom rappinu á
kortið, ef svo mætti segja, á sín-
um tíma. Það má í raun líta á þá
sem einhvers konar guðfeður og
brautryðjendur. Og ekki bara í
rapptónlistinni heldur og í þeirri
fatatísku sem fylgt hefur hipp-
hoppinu.“
Með sveitinni spila XXX Rott-
weilerhundar og DJ Rampage. For-
sala hefst fimmtudaginn 11. apríl.
Run DMC með tónleika í Laugardalshöll
Sannir brautryðjendur