Morgunblaðið - 05.04.2002, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 05.04.2002, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ fer ekki á milli mála sú ógn, sem stafar af áfengisneyslu Íslend- inga, og alltaf sígur á ógæfuhliðina og fjölskyldur og þjóðin í heild líður fyrir. Það hafa orðið miklar umræður um þennan þjóðarvanda, en fá ráð hafa verið fundin til að stemma stigu við þessu böli. Okkur undirrituðum hefur, eins og öðrum hugsandi mönnum þess- arar þjóðar, blöskrað og við höfum bæði rætt og skrifað um þessi mál. Við höfum séð að valdhafar hafa lít- ið gert til að stöðva þennan ósóma og það sem þeir hafa gert er að losa um það viðnám, sem lengi hefur ver- ið í landinu. Við það hefur ógæfan aukist og fleiri og fleiri orðið bráð þessa hættulega drykkjar. Nú er svo komið, að tæpast er hægt að horfa á þessa smán án þess að hefjast handa og nota öll þau ráð sem hugsandi fólki koma í hug til að vinna á þessum vanda. Það verða allir að hjálpa til við að uppræta þessa meinsemd í þjóðfélaginu. Ábendingar til löggjafarvaldsins, heilbrigðisyfirvalda og alþingis- manna: Við bendum á nýja leið til að útrýma áfengisneyslu landsmanna með aðferðum, sem allir gætu verið sáttir við. Um leið og fólki yrði gerð grein fyrir því ógnarlega böli, sem neysla áfengis veldur, þá yrði smám saman minnkað áfengismagn í áfengum drykkjum. Þetta mætti gera eftir ákveðinni áætlun. Þannig mætti t.d. á tveimur árum taka allt alkóhól úr öllum drykkjum sem á boðstólum eru. Ef til vill mætti byrja á bjórnum, því segja má að hann sé mestur bölvaldurinn af öllum eiturefnum vegna mikillar neyslu ungmenna sem leiðir af sér notkun hættulegri eiturefna. Þá gæti verið rétt að reyna nýjar leiðir í því að sýna fólki hve fráleitt það er að breyta sér með neyslu áfengis, t.d. með gerð mynda með samanburði á allsgáðu fólki og fólki undir áhrifum, mynda sem sýndar væru í fjölmiðlum með við- eigandi varnaðarorðum og fræðslu. KRISTLEIFUR ÞORSTEINSSON, Húsafelli, ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Ógnin mikla Frá Kristleifi Þorsteinssyni og Árna Helgasyni: NÚ er það nánast lögmál í rekstri á almennum fyrirtækjum að eigendur selja ekki fyrirtæki eða eignir nema að þeir eigi við fjárhagsvanda að stíða. Valgerður Sverrisdóttir var með fund hjá starfsmönnum Sements- verksmiðjunnar á Akranesi, og fékk þá spurningu hvers vegna væri verið að selja fyrirtæki eins og Landssím- ann sem malar gull í ríkisjóð og er okkur landsmönnum öllum til góða. Svar hennar var á þá leið að allir í ná- grannaríkjum okkar væru að einka- væða. Ég myndi skilja þetta ef Landssíminn skilaði ekki hagnaði ár eftir ár. Og spurningin er, hvers vegna er það svona mikilvægt að selja? Er sala og einkavæðing Lands- símans til þess að þeir sem efni hafa á að kaupa hlutabréf njóti hagnaðarins en ekki við, sem erum fólkið í landinu, og ríkissjóður. Íslendingar eiga að njóta góðs af hagnaði Landssímans, t.a.m. með lægri afnotagjöldum eða enn betri þjónustu. Þegar Síminn er kominn í eigu einkaaðila getur hann ráðið þjónustu og afnotagjöldum í skjóli mikillar markaðshlutdeildar. Svo er ég með aðra spurningu til ráðherra. Konan mín er með 90 þús. á mánuði í laun eins og flestallir verkamenn eru með, sérstaklega á landsbyggðinni. Ég er sjálfur með 102 þús. og það er oft erf- itt að láta enda ná saman, en þar sem þú ert svo örlátur í launamálum, hyggst þú beita þér fyrir verulega bættum kjörum verkamanna. Mér finnst að ég og aðrir eigi rétt á að fá svör við þessum spurningum. Með von um bjartari framtíð okkur öllum til handa. VALUR BJARNASON, Háholti 30, Akranesi. Spurningar til Sturlu Böðvarssonar Frá Val Bjarnasyni: EINS og aðrir landsmenn hef ég horft hugfanginn á hinn frábæra framboðsfarsa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Miðopnufréttaskýring Mbl. 2. febr- úar sl. ber nafnið „Forustan hélt að sér höndum“ og gengur þvert á þann almannaróm, sem sjaldnast lýgur, að forsætisráðherra sé höfundur stykk- isins, enda viðurkennt skáld, nú síðast frá Þýskalandi og prófessor doktor Hannes Hólmsteinn hafi leikstýrt með þeim ágætum að á frumsýning- unni í Valhöll sást ekki þurr vangi í salnum og sumir vasaklútar marg- undnir. Þrátt fyrir að hafa öll ráð í landsstjórninni hefur forusta Sjálf- stæðisflokksins ekki verið með hýrri há síðan Reykjavík féll í ræningja- hendur. Og nú er Birni Bjarnasyni ætlað að endurheimta krúnudjásnið hvað sem það kostar. Mig langar til að koma hér á fram- færi í örstuttu máli, tilbrigði við of- annefnda fréttaskýringu. Úr mennta„hýði“ Björn sér brá, búinn lengi að slóra. Gera vill nú seggur sá sig að borgarstjóra. Eiturbyrla eftir streð ört tók harðna á dalnum. Inga Jóna og önnur peð öll þau liggja í valnum. Sólrún vatn sem fiskur fer. Fylgi stöðugt eykur. Björn á laugarbakka er brókarlaus og smeykur. Magnast íhalds vol og víl, valt að þetta trekki. „Sumir hafa sexapíl og sumir hafa hann ekki“. INDRIÐI AÐALSTEINSSON, Skjaldfönn við Djúp. Björn í borg? Frá Indriða Aðalsteinssyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.