Morgunblaðið - 05.04.2002, Síða 25

Morgunblaðið - 05.04.2002, Síða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 25 Annar yfirmaður úr röðum talib- ana, sem Alemi mundi eftir, vildi fremja sjálfsmorð en gat það ekki vegna strangra reglna Íslams. „Í hvert einasta sinn sem hann hélt til orrustu – og þetta var mikill hers- höfðingi – vonaði hann að einhver myndi skjóta hann. Nei, ég held að talibanana hafi ekki vantað meira af vopnum. Þá vantaði Prozac,“ sagði Alemi og skírskotaði til geðjöfnunar- lyfsins vinsæla. Þegar harðlínusinnaðir taliban- arnir réðust inn í borgina fyrir þrem- ur og hálfu ári var Alemi í þeirri að- stöðu að þurfa að sjá um geðheilsugæslu fyrir fólk sem var gefið fyrir stríð og miðaldalegar refs- ingar; fólk sem næstum alls staðar annars staðar myndi teljast stofn- anamatur. Talibanarnir eru ekki lengur sjúk- lingar hjá honum, en það er ennþá nóg að gera. Meira en nóg. Á hverj- um degi eru fimmtíu manns á bið- stofunni, börn sem fengið hafa áfall vegna sprengjugnýs, hermenn sem voru pyntaðir, geðklofa verslunar- menn, svefnlausir bændur með áhyggjur af þurrki, svefnlausar stúlkur með áhyggjur af hjónabandi. Þrátt fyrir að Alemi sé bjartsýnn er geðheilsugæslu mjög áfátt í Afg- anistan. Íbúatalan í landinu er um 25 milljónir, en geðlæknar eru ekki nema eitthvað á annan tuginn. Eina geðsjúkrahúsið í landinu er í Kabúl, með 50 rúm, og er oftar en ekki lok- að. Í Mazar-e-Sharif hefur Alemi að- stöðu úti í horni í sjúkrahúsinu og á einkarekinni stofu sem er á hæðinni fyrir ofan grænmetisverslun. Í Afganistan eru engir starfandi sálfræðingar eða félagsráðgjafar. Flestar hjálparstofnanir eru enn að sinna neyðaraðstoð, einbeita sér að fyrstu hjálp, bólusetningu barna og matvælaaðstoð. „Við gefum fólkinu fyrst að borða,“ sagði dr. Abdul Wahid Wahidi, starfsmaður Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Mazar-e-Sharif. „Svo hug- um við að því hvort það sé hamingju- samt.“ Eins og að gleypa lítinn guð Um daginn lenti nútímanum og gömlum hefðum saman á skrifstofu Alemis. Í einu horninu stóð borð með verðlistum yfir nútíma geðlyf – Zol- oft, Paxil, Lithonate, Prozac – eða, nánar tiltekið, samsvarandi sam- heitalyf, framleidd í Íran, sem fáan- leg eru í Afganistan. Í öðru horni lá 25 ára kona sem var sannfærð um að tengdafólk sitt hefði magnað á sig sendingu. „Allt í einu hef ég engan áhuga á lífinu,“ sagði konan. „Ég er meira að segja hætt að þvo fötin af manninum mínum.“ Móðir hennar hafði farið með hana að hitta klerk. „Ættum við að fórna annarri geit?“ spurði konan. „Nei, nei,“ sagði Alemi. „Allah hefur gefið þessum pillum mikla krafta. Þetta er eins og að gleypa lítinn guð.“ Þegar þær voru farnar sagði hann: „Það treystir yfirleitt lækninum.“ Á dögum talibananna gætti Alemi þess að tala um marga kvilla sem „taugaálag“, fremur en sem geðræna eða tilfinningalega kvilla. „Þetta voru stríðsmenn,“ sagði hann. „Það mátti ekki segja að þeir væru geggj- aðir.“ Alemi ólst upp í borginni Jalalabad í norðausturhluta Afganistans og þess vegna er hann eini geðlæknir- inn í norðurhluta landsins sem talar Pastú, tungumál flestra talibananna. Því varð hann geðlæknir þeirra eftir að þeir hertóku Mazar-e-Sharif í ágúst 1998. Talibanar notuðu borg- ina sem bækistöð fyrir aðgerðir sínar í norðurhlutanum og Alemi telst til að hann hafi meðhöndlað um eitt þúsund hermenn og hershöfðingja úr röðum talibana. „Ef þeir grétu, þá grét ég stund- um, og þegar þeir voru daprir, þá var ég dapur,“ sagði hann. „Einu sinni sagði hermaður við mig: Þetta er al- mennilegt. Loksins hitti ég lækni sem þjáist af því sama og ég.“ Sjúkdómsgreining Alemis á talib- önunum er einföld: Þeir þjáðust af stríði. Flestir vildu komast heim til fjölskyldna sinna, fyrir utan nokkra foringja sem voru í rauninni alvar- lega veikir. Kvöld eitt, nokkrum vik- um áður en Mazar-e-Sharif féll í hendur andstæðinga talibana í nóv- ember sl., var Alemi sóttur á skrif- stofu sína til að vitja Aktars Omanis, æðsta manns talibana í borginni og trúnaðarvinar Mohammeds Omars, andlegs leiðtoga talibanahreyfingar- innar. „Foringinn heyrði raddir,“ sagði Alemi. „Hann var geðklofi.“ Alemi skrifaði lyfseðil upp á haloperidol, geðlyf sem foringinn gat orðið sér úti um, og svo fór Alemi. „Ég meðhöndl- aði alla sem voru veikir. En ég var ekki hlutlaus. Þessir menn leiddu miklar þjáningar yfir landið.“ Mánaðartekjur Alemis eru um þrjú þúsund krónur. „Mig myndi virkilega langa til að sjá heiminn og eignast fallega hluti,“ sagði hann. „En Allah kom mér fyrir hérna í Afg- anistan til að vinna. Og ég er ánægð- ur.“ Svo fór hann að hlæja. „En kannski er ég bara að – hvernig segir maður það á þinni tungu? – rétt- læta.“ Los Angeles Times/Jeffrey Gettleman Geðlæknirinn Nader Alemi skrifar út lyfseðil fyrir afganska konu. „Það mátti ekki segja að þeir væru geggjaðir“ Íbúar Afganistans eru um 25 milljónir en geðlæknar ekki nema á annan tuginn Mazar-e-Sharif í Afganistan. Los Angeles Times. ÞEIR gengu um með svarta vefjarhetti, þeir óku stórum pallbílum, þeir litu út fyrir að vera miklir menn. En inn við beinið voru talibanarnir í rauninni heldur daprir drengir. Eða það segir að minnsta kosti geðlæknirinn þeirra. „Ég man eftir einum yfirmanni í liði talibana, sem sagði mér að hann hefði ekki litið bjartan dag allt sitt líf,“ sagði dr. Nader Alemi, stjórnandi geðdeild- ar sjúkrahússins í Mazar-e-Sharif í Norður-Afganistan. ’ Þá vantaði ekki vopn. Þá vantaði Prozac ‘ T FYRIR HANN NÝI ILMURINN FRÁ TOMMY HILFIGER Kynnum nýja ilminn T fyrir hann frá Tommy Hilfiger í Hagkaupi Kringlunni í dag, föstudag, og á morgun, laugardag. Kringlunni, sími 568 9300. Allt í grænu! ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 17 27 4 04 . 20 02 IKEA er opið: Virka daga kl. 10-18.30 Laugardaga kl. 10-17 Sunnudaga kl. 12-17 LEGATO bastkarfa 48 cm 1.990 kr. Býður einhver betur?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.