Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ HEIMILDARMYNDIN Í skóm drekans verður ekki sýnd í bráð þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur lagði í gær fyrir sýslumanninn í Reykjavík að leggja lögbann á birtingu mynd- arinnar. Úrskurðurinn verður kærð- ur til Hæstaréttar. Málavextir eru þeir að Hrönn Sveinsdóttir, einn keppenda í Ungfrú Ísland.is árið 2000, tók undirbúning keppninnar og keppnina sjálfa upp á myndband með aðstoð móður sinnar. Úr þessum myndskeiðum hefur verið gerð heimildarmynd sem til stóð að forsýna í kvikmyndahúsum í kvöld og annað kvöld átti að frumsýna mynd- ina. Aðstandendur Ungfrú Íslands.is og aðrir keppendur fóru fram á lög- bann á sýningu myndarinnar. Þeirri kröfu hafnaði sýslumaður hinn 19. mars sl. en þeirri ákvörðun var snúið við með dómi héraðsdóms. Fyrirtæk- ið sem stóð að keppninni, Ungfrú Ís- land ehf., krafðist lögbannsins eink- um á þeim grundvelli að keppnin hefði verið þeirra höfundarverk og sem slíkt verndað með lögum. Þá væri öðrum meinað að fénýta sér þessa hugmynd. Ekki lögbann vegna réttinda keppninnar Dómurinn taldi ekki sennilegt að slík réttindi hefðu verið brotin á Ungfrú Ísland.is, að ekki mætti bíða dóms um hvort brotið hefði verið gegn höfundarlögum og samkeppn- islögum. Þá væri unnt að krefjast skaðabóta vegna höfundarréttar- brota, auk þess sem refsingar liggja við brotum gegn höfundarlögum. Samkvæmt því var ekki talið að skil- yrði væru fyrir lögbanni, að því varð- aði kröfur fyrirtækisins. Öðru máli gegndi um keppendur. Í úrskurðinum kemur fram að þeir byggðu lögbannskröfuna á því að myndefnið hefði verið tekið við mjög persónulegar aðstæður, m.a. af þeim fáklæddum baksviðs og af einkasam- tölum milli þeirra og starfsmanna keppninnar. Með þessu hefði verið freklega brotið gegn friðhelgi einka- lífs þeirra sem væri verndað af stjórnarskrá. Í úrskurðinum segir orðrétt: „Þegar meta skal hvort sýn- ing myndarinnar Í skóm drekans brjóti gegn lögvörðum rétti þátttak- enda í keppninni Ungfrú Íslandi.is árið 2000 kemur til álita réttur þeirra til friðhelgi einkalífs annars vegar og réttur varnaraðila til tjáningarfrelsis hins vegar, sem hvort tveggja er stjórnarskrárverndaður réttur. Mörkin þar á milli eru ekki skýr. Verður því að meta hvort gangi fram- ar, tjáningarfrelsi varnaraðila (Hrannar o.fl., innsk. blm.) eða réttur sóknaraðila (keppenda, innsk. blm.) til friðhelgi einkalífs. Fyrir liggur að varnaraðili, Hrönn, hafði ekki heimild þátttakenda til þess að taka af þeim myndir til op- inberrar sýningar og ekki er fallist á það sjónarmið varnaraðila að um þegjandi samkomulag þeirra hafi verið að ræða. Lagt hefur verið fram í málinu myndband með bútum úr því myndefni sem fyrirhugað var að nota í myndinni sem sýna m.a. þátttakend- ur við undirbúning keppninnar, þar sem sum atriði eru tekin á vettvangi, sem öðrum var ekki heimill aðgangur að. Fyrir dómi hafa sóknaraðilar bor- ið að Hrönn eða einhver á hennar vegum hafi myndað þær í búnings- klefum og í baðfötum án heimildar. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir hafa varnaraðilar neitað að sýna myndina við meðferð málsins og er því ekki unnt að taka afstöðu til þess hvort einhver atriði í henni brjóti gegn lög- vörðum rétti þátttakendanna. Með því að halda slíku sönnunargagni frá dóminum, sem verður að telja að hafi verulega þýðingu fyrir úrslit málsins, eru varnaraðilar fyrir fram að tor- velda úrlausn dómsins. Með hliðsjón af þessu og vísan til ákvæða 1. mgr. 68. gr. laga nr. 91/1991 verða varn- araðilar að bera hallann af því að neita að sýna myndina, enda verður að telja að við þessar aðstæður vegi hagsmunir þátttakendanna af frið- helgi einkalífs þyngra en frelsi varn- araðila til sýningar myndarinnar.“ Ásta Kristjánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Ungfrú Íslands.is, sagðist fagna úrskurðinum. Kepp- endur hefðu ekki viljað koma fram í myndinni og dómurinn hefði virt rétt- indi þeirra. Vegið að tjáningarfrelsi og óháðri kvikmyndagerð Hrönn Sveinsdóttir sagðist í sam- tali við Morgunblaðið vera afar ósátt við úrskurðinn. Með honum væri veg- ið að öllum þeim sem vinna með hljóð og mynd í landinu, rithöfundum og í raun öllum listamönnum í landinu. „Þetta er svipað því og ef einhver hefði viljað banna bók um reynslu keppenda í fegurðarsamkeppni fyrir 30 árum. Við lifum bara á nýjum tím- um,“ sagði Hrönn. „Það er ekkert í þessari mynd sem brýtur gegn frið- helgi einkalífsins og með þessu er gróflega vegið að tjáningarfrelsi og óháðri kvikmyndagerð á Íslandi og ég vænti þess að allir listamenn í landinu standi með mér í þessari bar- áttu.“ Aðspurð hvers vegna myndin hafi ekki verið lögð fram sem sönnunar- gagn segir hún að e.t.v. hafi það verið mistök. Aðstandendur myndarinnar hefðu metið það svo að í því hefði fal- ist ritskoðun, að neyða þau til að sýna myndina áður en hún var tilbúin til sýninga. Við áfrýjun málsins verði myndin lögð fram. Lögbann á myndina „Í skóm drekans“ ÞAÐ var líf í tuskunum á peysufata-degi Verslunarskóla Íslands semhaldinn var í gær. Þar stigu þjóð- legar stúlkur dans við prúðbúna pilta í miðborg Reykjavíkur, nánar tiltekið á Ingólfstorgi, og hlutu verðskuldaða athygli vegfaranda fyrir. Í takt við klæðnaðinn voru það þjóðlegir dansar á borð við skottís sem voru í hávegum hafðir og var pilsaþyturinn mikill sem því fylgdi. Morgunblaðið/Emilía Pilsaþytur á peysufatadegi FYRRVERANDI flugrekstrarstjóri Leiguflugs Ísleifs Ottesen var í gær sviptur flugréttindum í þrjá mánuði og sektaður um hálfa milljón króna í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sviptingin frestast ákveði hann að áfrýja dómn- um. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa sem flugstjóri TF-GTX flutt 12 farþega frá Vestmannaeyjum til Sel- foss um verslunarmannahelgina árið 2000, en vélin var aðeins búin sætum og öryggisbeltum fyrir 10 farþega. Síðar sama dag hrapaði flugvél frá flugfélaginu í Skerjafjörð. Sex manns fórust af völdum þess slyss. Við aðalmeðferð málsins var trú- verðugleiki vitna talsvert dreginn í efa af verjanda flugrekstrarstjórans sem sagði framburð þeirra m.a. mót- ast af mikill fjölmiðlaumfjöllun um at- burðinn. Í dómnum segir að það sem fyrst og fremst virðist hafa gert um- rædda flugferð minnisstæða vitnum er að stúlka sat í fangi farþega og að farþegi sat á gólfi vélarinnar þar sem ekki hafi verið nægilega mörg sæti í vélinni. Taldi dómurinn framburð vitnanna um það atriði trúverðugan og að hann verði á engan hátt rakinn til mikillar fjölmiðlaumræðu. Óná- kvæmni varðandi brottfarartíma vél- arinnar, misræmi í sætaskipan eða hvernig farþegar gengu inn í flugvél- ina, rýrði ekki framburð vitnanna enda væru þar um að ræða atriði sem eðlilega geta skolast til miðað við að- stæður og þann tíma sem liðinn væri frá atburðinum. Því væri það hafið yf- ir allan vafa að tólf farþegar hafi verið í flugvélinni í umræddri flugferð. Héraðsdómur segir að hefði eitt- hvað út af brugðið í fluginu hefði þetta skapað auljósa hættu fyrir far- þega um borð. Sú háttsemi ákærða teldist vítaverð í skilningi laga og bæri því að svipta hann rétti til starfa samkvæmt skírteini atvinnuflug- manns. Flugrekstrarstjóranum var auk refsingarinnar gert að greiða allan sakarkostnað, þ.m.t. 300.000 króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Baldvins Björns Haraldssonar, hrl. Sækjandi, f.h. lögreglustjórans í Reykjavík var Hildur Briem. Dóminn kváðu upp þeir Valtýr Sigurðsson sem var dómsformaður og Benedikt Bogason héraðsdómarar, ásamt Páli Halldórssyni, fyrrv. flugstjóra. Sekt og svipt- ing flugrétt- inda í 3 mánuði VERULEG aukning hefur verið á flettingum á Laxness- vefnum síðustu daga, en sem kunnugt er átti Halldór Lax- ness aldarafmæli sl. þriðju- dag. Á Laxness-vefnum er að finna margvíslegt efni um líf og starf skáldsins. Fjallað er um skáldverk hans, tilurð verka hans, Nóbelsverðlaunin og fleira auk þess sem birt eru brot úr verkum hans. Á vefnum er einnig að finna hluta af því efni sem birtist í sérstöku Laxness-blaði sem fylgdi Morgunblaðinu sl. laug- ardag. Á vefnum er jafnframt hægt að skoða fjölmargar ljósmyndir úr lífi Halldórs. Laxness-vefurinn er hluti af vefnum mbl.is. Til að skoða vefinn þarf að smella á flipann „Fólkið“ Undir hausnum „Efni“ í vinstra dálki er síðan tenging á vefinn. Auknar flettingar á Laxness- vefnum Aðstandendur bera hallann af því að sýna dómn- um ekki myndina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.