Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 66
FRÉTTIR 66 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Ástu Kristjánsdóttur, framkvæmda- stjóra Ungfrú Ísland.is, fyrir hönd aðstandenda keppninnar og 14 keppenda sem tóku þátt í Ungfrú Ísland.is árið 2000. „Síðastliðinn mánudag var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur lögbannskrafa aðstandenda Ungfrú Ísland.is og keppenda Ungfrú Ísland.is árið 2000 á kvik- myndina „Í skóm drekans“. Sama dag barst sóknaraðilum málsins símskeyti þar sem þeim var boðið að vera viðstaddir sérstaka sýn- ingu á myndinni. Var þeim tjáð að þeir gætu mætt einir síns liðs og var lögmanni í fyrstu neitað um að fá að vera viðstaddur en eftir að hann krafðist skriflegrar höfnunar létu aðstandendur myndarinnar til leiðast og veittu honum heimild til þess að sjá myndina ásamt um- bjóðendum sínum. Eftir nokkra ringulreið, þar sem skipt var um sýningarstað á síð- ustu stundu, mættu sóknaraðilar í Bíóborgina. Þegar þangað var komið var þeim tjáð að til þess að fá aðgang að sýningunni þyrftu þeir að undirrita trúnaðaryfirlýs- ingu sem m.a. fól í sér að ekki mætti greina frá hvað væri í mynd- inni við fjölmiðla, dómstóla og stjórnvöld. Þau sem tala hæst um tjáning- arfrelsi unna ekki öðrum tjáning- arfrelsis! Við slíkum afarkostum var ekki hægt að verða. Loforð að- standenda kvikmyndarinnar um að sóknaraðilar fengju að sjá myndina var því svikið. Tekið skal fram að sóknaraðilar hafa aldrei haft í hyggju að hverfa frá lögbannsbeiðni sinni þótt þeir hafi litið á viðleitni aðstandenda myndarinnar sem jákvætt merki um að hugsanlega væri hægt að leysa friðsamlega úr málum. Slíku verður augljóslega ekki við komið, enda hefur berlega komið í ljós að orð Hrannar Sveinsdóttur kvik- myndagerðarkonu eru einskis verð. Það hefur ítrekað komið fram að gerð myndarinnar var byggð á blekkingum og svikum og sömu brögðum er enn beitt af hennar hálfu. Slík orð eru þung en engin önnur eiga við í lýsingu á aðferðum Hrannar Sveinsdóttur og aðstand- enda myndarinnar. Í málflutningi Hrannar í fjöl- miðlum hefur ítrekað komið fram að hún telji að þar sem hún væri kvikmyndagerðarkona hefðu kepp- endur og aðstandendur myndar- innar mátt vita að tilgangur myndatöku hennar væri sá að gera kvikmynd. Með þessum orðum lýs- ir Hrönn því ágætlega hvaða mark beri að taka á orðum hennar. Hennar yfirlýsingar fela það í raun í sér að allir hefðu „mátt vita“ að hún væri að segja ósatt þegar hún lýsti því ítrekað yfir að myndatök- ur hennar væru ætlaðar til einka- nota, að hún væri að gera vídeó- dagbók sem ætluð væri fyrir hana sjálfa og hina þátttakendurna til minningar um keppnina og aðdrag- anda hennar. Sóknaraðilar skora á fjölmiðla að skoða málsatvik í grunninn því með hlutlægri skoðun munu þeir kom- ast að því að í lögbannskröfunni felst enginn ósk um skerðingu tjáningarfrelsis heldur eingöngu réttmæt krafa um að ekki sé ráðist inn í friðhelgi einkalífs fólks með lygum og blekkingum.“ Yfirlýsing vegna mynd- arinnar Í skóm drekans SUMARIÐ 2000 komu 147 þúsund gestir í Skaftafell og 80% gestanna voru ánægðir með dvölina og sögðu náttúrlegt umhverfi Skaftfells hafa staðist væntingar þeirra. Fjórðungi ferðamanna fannst þó helst til margt um ferðamenn í Skaftafelli. Þetta kemur fram í nýrri rann- sókn sem Ferðamálaráð Íslands hefur látið gera á svokölluðum þol- mörkum í ferðamennsku, en rann- saka á þau á fimm vinsælustu ferða- mannastöðum landsins, þ.e. í Skaftafelli, Lónsöræfum, Land- mannalaugum, Mývatnssveit og Jökulsárgljúfrum. Þolmörk ferðamennsku eru skil- greind sem sá hámarksfjöldi ferða- manna sem getur ferðast um til- tekið svæði án þess að það leiði af sér óviðunandi hnignun á umhverf- inu, upplifun ferðamanna og íbúa svæðisins. Viðhorf heimamanna í og við Skaftafell til ferðamennskunnar reyndist vera jákvætt, ekki síst með tilliti til efnahagslegra áhrifa. Rannsóknin leiddi og í ljós að hluti stígakerfisins í þjóðgarðinum er í afturför og þarf því meira viðhald en verið hefur. Þá þoli gróð- urlendur umferð misjafnlega vel og verði að taka tillit til þess við gerð stíga í framtíðinni. Einar Kr. Guð- finnsson, formaður Ferðamálaráðs- ins, segir að fyrir um þremur árum hafi Alþingi ákveðið að veita fjár- magni í það að hefja rannsóknir á sviði ferðamálanna í landinu og það hafi verið niðurstaða þeirra sem fjölluðu um málið að rannsókn sem þessa þyrfti að gera. Einar segir nauðsynlegt að horfa til þolmarka og sú skýrsla sem nú hafi verið lögð fram sé mikilvægur liður í því, enda fyrsta skýrsla af þessu tagi sem gerð hefur verið en hún var unnin í nánum tengslum við háskólasamfé- lagið. „Við leggjum mikla áherslu á að ganga vel um náttúruna og vinna með sjálfbærum hætti í þess- ari mikilvægu atvinnugrein.“ Magnús Oddsson, ferða- málastjóri, segir að hér sé um al- gera grunnrannsókn að ræða og ein forsendan hafi verið að á und- anförnum árum hafi fólk verið að mennta sig sérstaklega í þessum fræðum. Magnús segir þolmörk alls ekki snúast eingöngu um það að ákvarða tiltekinn hámarksfjölda sem svæði þoli. Þau nýtist ekki síð- ur við að koma auga á hvar skórinn kreppir svo hægt sé að grípa til við- eigandi ráðstafana og auka þol- mörkin. Langflestir ferðamenn eru ánægðir með dvölina í Skaftafelli. Átta af hverjum tíu eru ánægðir í Skaftafelli BISKUPINN Íslands, Karl Sig- urbjörnsson, vísiterar þessa dag- ana Borgarfjarðarhérað og var á Akranesi á miðvikudag og verður þar einnig í dag, sumardaginn fyrsta. Á Akranesi hefur hann auk hefðbundinna embættisstarfa heimsótt fyrirtæki og stofnanir. Á ferð með honum eru eiginkona hans, frú Kristín Guðjónsdóttir, og sr. Eðvarð Ingólfsson, sóknar- prestur á Akranesi. Meðal þess sem biskup hefur heimsótt eru skólar í bænum, Sjúkrahús Akra- ness og heilsugæslustöð, en þar hélt hann stutta helgistund í kap- ellu sjúkrahússins og ræddi við starfsfólk og sjúklinga. Þá heim- sótti hann dvalarheimilið Höfða og nokkur fyrirtæki svo nokkuð sé nefnt. Í hádeginu í gær var hann á bæjarskrifstofunum og kynnti sér starfsemi þar, auk þess sem hann þáði hádegisverð ásamt starfsfólki og bæjarfulltrúum. Við það tæki- færi var honum færð að gjöf eftir- mynd styttunnar af sjómanninum sem er á Akratorgi og afhenti Sveinn Kristinsson, forseti bæjar- stjórnar, gjöfina með góðum ósk- um og þakklæti fyrir komuna til Akraness. Biskup mun enda ferð sína með skátaguðþjónustu í Akra- neskirkju í dag, sumardaginn fyrsta, og taka þátt í skrúðgöngu skáta áður en messa hefst. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar á Akranesi, afhendir bisk- upnum, Karli Sigurbjörnssyni, gjöf frá Akranesbæ. Biskupinn á Akranesi Akranesi. Morgunblaðið. SJÁLFSTÆÐISMENN í Garðabæ opna kosningamiðstöð á Garðatorgi 7 í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 16. Bjarni Baldvinsson sýnir töfra- brögð, Alma Guðmundsdóttir syng- ur og Sighvatur Sveinsson spilar á skemmtarann og trúðar verða á staðnum. Boðið verður upp á ís og blöðrur og aðrar veitingar. Auk þess dreifa frambjóðendur kosningastefnunni, segir í fréttatil- kynningu. Opna kosninga- miðstöð í Garðabæ SJÁLFSTÆÐISMENN í Reykja- vík fagna sumri fyrir utan Astró í Austurstræti kl. 14–16, í dag, sum- ardaginn fyrsta. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins munu grilla pylsur fyrir borgarbúa. Solla stirða úr Latabæ skemmtir börnunum og gefur þeim blöðrur. Nemendur úr Listaháskóla Íslands aðstoða börnin við að búa til flugdreka. Allir velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Sjálfstæðismenn í Reykjavík fagna sumri SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Seltirn- inga opnar formlega kosningaskrif- stofu í dag, föstudaginn 26. apríl kl. 17, á Eiðistorgi 2. hæð (fyrir ofan Hagkaup). Frambjóðendur munu taka á móti gestum. Við opnunina flytur Jón- mundur Guðmarsson ávarp. Lúðra- sveit barna í tónlistarskóla Seltjarn- arness spilar. Boðið verður upp á veitingar, segir í fréttatilkynningu. Sjálfstæðisfélag Seltirninga Opna kosninga- skrifstofu KOSNINGASKRIFSTOFA Álfta- neshreyfingarinnar – mannlíf og um- hverfi verður opnuð í dag, sumar- daginn fyrsta kl. 14. Frambjóðendur listans verða í Eyvindarholti og ræða kosningamál- in við gesti og gangandi. Allir eru velkomnir. Kaffi á könnunni. Kosn- ingaskrifstofan verður opin frá 17 alla daga fram að kosningum, segir í fréttatilkynningu. Álftaneshreyf- ingin opnar kosn- ingaskrifstofu PÁLL Pétursson, félgasmálaráð- herra og Albert Eymundsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, hafa undirritað samning um framhald á þjónustu sveitarfélagsins við fatlaða. Í frétt frá félagsmálaráðu- neytinu kemur fram að frá árinu 1997 hafi verið í gildi samningur milli ráðuneytisins og Sveitarfé- lagsins Hornafjarðar um fram- kvæmd á þjónustu við fatlaða sem er á vegum ríkisins samkvæmt lögum um málefni fatlaðra. Með samningnum tekur sveitarfélagið að sér verkefni Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi gagnvart íbúum sveitarfélagsins. Árlegar greiðslur félagsmála- ráðuneytisins til Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna samningsins er um 16 milljónir króna. Samningur um þjónustu við aldraða FRAMBOÐSLISTI vinstrigrænna til bæjarstjórnarkosninga í Ísafjarð- arbæ í vor hefur verið kynntur. Listann skipa: Lilja Rafney Magn- úsdóttir, varaforseti Alþýðusam- bands Vestfjarða, Suðureyri, 2. Elf- ar Logi Hannesson leikstjóri, Ísafirði, 3. Dorothee Katrin Lubecki ferðamálafulltrúi, Ísafirði, 4. Anton Torfi Bergsson bóndi, Felli, Dýra- firði, 5. Ágústa Guðmundsdóttir verkamaður, Flateyri, 6. Kjartan Halldór Ágústsson kennari, Ísafirði, 7. Herdís Magnea Huebner kennari, Ísafirði, 8. Björn Birkisson bóndi, Botni, Súgandafirði, 9. Guðrún Snæ- björg Sigþórsdóttir húsmóðir, Þing- eyri, 10. Björn Björnsson bóndi, Þórustöðum, Önundarfirði, 11. Ragnheiður Baldursdóttir stöðvar- stjóri, Ísafirði, 12. Kristinn Orri Hjaltason nemi, Ísafirði, 13. Gígja Sigríður Tómasdóttir verkakona, Ísafirði, 14. Indriði Sveinn Ingjalds- son markaðsfræðingur, Ísafirði, 15. Pálína Kristín Garðarsdóttir gjald- keri, Suðureyri, 16. Gísli Steinar Skarphéðinsson skipstjóri, Ísafirði, 17. Jón Fanndal Þórðarson garð- yrkjufræðingur, Hnífsdal, 18. Hjör- dís Hjörleifsdóttir fv. skólastjóri, Mosvöllum, Önundarfirði. Listi VG í Ísafjarðarbæ kynntur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.