Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 61
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 61 Sími 525 3700 • www.husa.is í Vesturbænum Eins árs afmæli Nú er ár síðan við opnuðum í Vesturbænum, af því tilefni bjóðum við þér að koma og þiggja veitingar á sumardaginn fyrsta. Spennandi afmælistilboð á gasgrillum, borvélum og fleiru. Opið sumardaginn fyrsta frá 11-18. ÞAÐ ER ástæða til að vekja athygli á aft- urhaldstilburðum Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í lagasetningu um kosningar til sveitarstjórna nú þeg- ar sveitarstjórnakosn- ingar fara í hönd. Norðurlandabúar réttlægri hér Nú í apríl varð að lögum frumvarp til laga um sveitar- stjórnakosningar og var þar aukinn réttur útlendinga til að taka þátt í þeim kosningum hér á landi. Alls staðar á Norðurlöndum – nema á Íslandi – er réttur annarra Norðurlandabúa jafn, þeir öðlast kosningarétt um leið og þeir hafa öðlast lögheimili í landinu. Í um- ræðum um málið á Alþingi kom fram að félagsmálaráðherra hafi verið hlynntur sambærilegri breytingu hér, þ.e. að hafa sama rétt fyrir Norðurlandabúa hér á landi og við höfum í löndum þeirra, en Sjálfstæðisflokkurinn lagðist gegn því. Vegna þessarar afstöðu flokksins var breytingartil- laga stjórnarandstöðunnar um sama rétt felld. Því er það svo að Ísland, eitt Norðurlanda, krefst þriggja ára búsetu Norðurlandabúa hér áður en kosningarétt- ur til sveitarstjórnar fæst. Íslendingar fá réttinn á Norðurlönd- um um leið og þeir flytja þangað. Sam- ræmdar reglur um þetta hafa verið bar- áttumál á vettvangi Norðurlandaráðs og hafa sjálfstæðismenn tekið þátt í ákvörðun- um á þeim vettvangi, en það virðist gleymt þegar til kastanna kemur. Rafrænar kosningar ekki leyfðar Í umfjöllun um breytingu á lög- unum var ekki kveðið á um heim- ild til rafrænna kosninga eða að heimila rafræna kjörskrá. Rafræn- ar kosningar hafa gefist vel, t.d. í prófkjörum hjá Sjálfstæðisflokki en ekki máttu þingmenn flokksins heyra það nefnt að setja slíkt heimildarákvæði í lögin. Felldu þingmenn flokksins tillögu Sam- fylkingarinnar þar um og komu þannig í veg fyrir að þessi nýja tækni, sem gefist hefur vel, verði notuð í sveitarstjórnakosningun- um. Andstaða Sjálfstæðisflokksins við rafrænar kosningar og kjör- skrá, svo og sambærilegan kosn- ingarétt hér og annars staðar á Norðurlöndum, er talandi dæmi um hvílíkt afturhald er þar á ferð, þó að fulltrúar flokksins tali fjálg- lega um nýtingu tækninnar á há- tíðarstundum. Meira að segja fyrr- verandi menntamálaráðherra, sem stærir sig af sérstökum áhuga á stuðningi við tækniframfarir og nýtingu tækninnar, lét ekki til sín taka þegar á reyndi í þessu máli. Frændi hans Blöndal ítrekaði aft- ur á móti vilja flokksins og taldi að alltaf ætti að kjósa upp á gamla mátann og helst með blýanti, þótt sjálfur stjórni hann öllum stundum rafrænum kosningum á Alþingi. Flokkur gegn framþróun Ásta R. Jóhannesdóttir Kosningar Andstaða Sjálfstæðis- flokksins við rafrænar kosningar og kjörskrá, svo og sambærilegan kosningarétt hér og á Norðurlöndum, segir Ásta R. Jóhann- esdóttir, er talandi dæmi um hvílíkt aft- urhald er þar á ferð. Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.