Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 56
www.bmvalla.is Þú færð heildarlausnir fyrir framkvæmdirnar í söludeild BM•Vallá í Fornalundi Söludeild í Fornalundi Breiðhöfða 3 • Sími: 585 5050 • Fax: 585 5051 sala@bmvalla.is HÚS GARÐUR FRÁVEITUR UMRÆÐAN 56 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í FRÉTTUM Ríkissjónvarpsins hinn 31. janúar sl. flutti Ólafur Sig- urðsson landsmönnum frétt af stækkun ESB en samningaviðræður standa nú yfir á milli 15 ríkja ESB og 12 ríkja í Mið- og Austur-Evrópu. Inntak fréttarinnar var á þá lund að framkvæmdastjórn ESB hefði ákveðið að falla frá reglunni um jafnræði og veita væntanlegum að- ildarríkjum einungis 25% af land- búnaðar- og byggðastyrkjum sam- bandsins. Ekki var annað að skilja á fréttinni en að þessi ákvörðun fram- kvæmdastjórnarinnar væri til fram- búðar – svo er þó ekki. Fréttamað- urinn hafði tal af Tómasi Inga Olrich, þingmanni og formanni utan- ríkismálanefndar Alþingis. Tómas sagði eitthvað á þá leið að þessi ákvörðun hefði það í för með sér að Íslendingar þyrftu að borga mun meira til sambandsins, ef til aðildar kæmi, en hingað til hafi verið talið! Jafnframt taldi hann augljóst að ESB hefði gefist upp á að leysa þann mikla vanda sem sambandið hefur verið að glíma við í landbún- aði! Þessi fréttaflutningur er með hreinum ólíkindum og ekki til þess fallinn að fræða al- menning í landinu um gang mála varðandi væntanlega stækkun ESB, en reikna má með að um 35% landsmanna hafi fylgst með frétt- inni. Tillaga fram- kvæmdastjórnarinnar, en framkvæmdastjórn- in leggur fram tillögur en hefur ekki ákvörð- unartökuvald eins og gefið var í skyn í frétt- inni, hljóðar upp á að við inngöngu fái ríkin 25% af áðurnefndum styrkjum. Hlutfallið á síðan að vaxa stig af stigi og ná 100% innan tíu ára. Hér er því um aðlögun að ræða en ekki fráhvarf frá reglunni um jafnræði. Aðildarviðræður Í stuttu máli má segja að ríki sem sækja um aðild að ESB þurfi í raun að semja við öll aðildarríkin sem nú eru 15. Aðildarríkin tala hins vegar einum rómi og ríkið sem fer með forsæti í ráðherra- ráðinu kemur fram fyrir þeirra hönd og stýrir vinnufundum. Framkvæmdastjórnin hefur miklu hlutverki að gegna í samninga- ferlinu. Hún vinnur stóran hluta undirbún- ingsvinnunnar og met- ur stöðu ríkjanna sem sótt hafa um aðild. Sú undirbúningsvinna fellst m.a. í því að framkvæmdastjórnin sest niður með fulltrú- um umsóknarríkjanna og fer yfir alla mála- flokka sem samstarfið innan ESB nær yfir og aðildarviðræðurnar snú- ast um og gerir ítarlegar skýrslur um ástandið. Framkvæmdastjórnin leggur síðan fram tillögur um fram- vindu mála og vinnur drög að sam- eiginlegri afstöðu aðildarríkjanna í viðræðunum. Aðildarviðræðurnar snúast síðan að mestu um að finna lausn á þeim vandamálum sem upp kunna að koma. Framkvæmda- stjórnin vinnur mjög náið með um- sóknarríkjunum og sérstök stjórn- ardeild innan hennar annast samræmingu vinnunnar. Evrópu- þingið fær ítarlegar upplýsingar um framgang viðræðnanna og hefur áhrif á framgöngu þeirra með því að gefa út álit. Samið er sérstaklega við hvert umsóknarríki fyrir sig og hvert og eitt þeirra er með mismunandi áherslur í aðildarviðræðunum. Framgangur viðræðnanna ræðst síðan af því hversu vel gengur að ljúka hverjum málaflokki fyrir sig. Þegar aðildarsamningur liggur fyrir þurfa öll aðildarríkin að leggja blessun sína yfir hann ásamt Evr- ópuþinginu. Umsóknarríkin hafa síðan hvert sinn háttinn á við að staðfesta aðild – eða hafna ef því er að skipta. Aðildarsamningur hefur sömu réttarstöðu og grundvallarlög- gjöf sambandsins og fordæmi eru fyrir því að aðildarsamningar feli í sér viðbót við þau. Ný ríki koma með ný viðhorf, nýjar áskoranir og ný tækifæri sem óhjákvæmilega leiða til breytinga á samstarfinu. Aðlögun að sambandinu Vegna sérstakra aðstæðna í hverju ríki fyrir sig er samið um að- lögunartímabil og sérstakar aðgerð- ir til að tryggja átakalausa og hag- stæða þátttöku í störfum sam- bandsins í hverjum málaflokki fyrir sig. Tillögur framkvæmdastjórnar- innar um þátttöku væntanlegra að- ildarríkja í landbúnaðar- og upp- byggingarstefnu sambandsins snú- ast einmitt um þetta. Það er ljóst að ESB ríkin færast mikið í fang í þessum aðildarviðræð- um. Hér er um umfangsmikið og flókið ferli að ræða og snýst um að ná samstöðu meðal Evrópuríkja og tryggja öryggi og vöxt í álfunni til frambúðar. Ríkin sem nú sækjast eftir aðild eru flest efnahagslega veikburða og ljóst að stækkunin mun kosta peninga. Það er hins veg- ar yfirlýst markmið ESB að heildar- útgjöld sambandsins, sem geta aldr- ei farið yfir 1,27% af vergri þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna, munu ekki aukast með tilkomu nýrra ríkja. Samt sem áður mun ESB eyða gríðarlegum fjármunum á næstu ár- um til uppbyggingar í Mið- og Aust- ur-Evrópu á hinum ýmsu sviðum. Sem dæmi þá er áætlað að verja 305 milljónum evra í að úrelda vafasöm kjarnorkuver í Slóvakíu og í Lithá- en. Varðandi landbúnaðinn, en í hann fer stærsti hluti styrkja sem ESB veitir, eru menn að glíma við gríð- arlegan vanda. Í Póllandi eru um fjórar milljónir bænda og margir hverjir lítið sem ekkert tæknivædd- ir. Það er ljóst að ef veita ætti öllum bændum væntanlegra aðildarríkja fullan aðgang að styrkjakerfinu í einni svipan myndi fjárlagarammi sambandsins springa. Ekki nóg með það. Ef pólskir bændur fengju sömu beingreiðslur og starfsbræður þeirra í Frakklandi frá fyrsta degi aðildar myndu tekjur þeirra rjúka upp á einni nóttu langt umfram aðr- ar stéttir í Póllandi. Þeir yrðu eins konar auðvaldsmenn í pólsku sam- félagi. Það er ekki markmið styrkja- kerfisins og þess vegna leggur fram- kvæmdastjórnin fram áætlun um aðlögun. Það er alveg ljóst að tillögur fram- kvæmdastjórnarinnar eru umdeild- ar bæði í umsóknarríkjunum og í að- ildarríkjunum. Það er hins vegar mikilvægt að þeir sem tjá sig op- inberlega um málið, fréttamenn og þingmenn, geri það á réttum for- sendum og fari með rétt mál. Ég geri þá kröfu til fréttastofu Sjón- varpsins, sem hingað til hefur verið talin áreiðanleg, að hún vandi til verka við fréttaflutning af Evrópu- málum sem og öðrum málum. Fyrir þá sem vilja fylgjast með stækkunarferlinu bendi ég t.d. á vef ESB, www.europa.eu.int, og vef fastanefndar framkvæmdastjórnar- innar fyrir Ísland og Noreg, www.esb.is. Furðufrétt í Ríkissjónvarpinu Úlfar Hauksson ESB Tillögur framkvæmda- stjórnarinnar, segir Úlfar Hauksson, eru umdeildar. Höfundur er stundakennari við HÍ og formaður Evrópusamtakanna. Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstitæknar Vertu í góðum höndum! Eitt númer - 511 1707 www.handlaginn.is handlaginn@handlaginn.is C vítamín 400 mg með sólberjabragði Bragðgóðar tuggutöflur. Eflir varnir. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.