Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 60
UMRÆÐAN 60 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ STEINUNN Jóhannesdóttir skrifar grein hér í blaðið í gær, þar sem hún enn heldur því fram, að rangur hafi verið sýknudómur Hæstaréttar Íslands frá október 1999, þar sem faðir var sýknaður af ákæru um að hafa misnotað dóttur sína. Steinunn telur greini- lega að maðurinn hafi verið sekur um það sem hann var ákærður fyrir, þrátt fyrir að dómstóllinn hafi sýknað hann. Nú er málinu svo háttað, að Steinunn Jóhannesdóttir var ekki vitni að þeim afbrotum sem mann- inum voru gefin að sök. Hún var ekki einu sinni viðstödd réttar- höld í málinu. Þau tóku langan tíma. Þar voru lögð fram skjöl og fjöldi manna yfirheyrður. Þar voru fluttar málflutningsræður sem tóku nokkrar klukkustundir í flutningi. En Steinunn veit samt. Í málum á þessu sviði háttar oft svo til að ekki er til að dreifa neinum raunverulegum sönnunargögnum um þau brot sem kært er fyrir. Sá sem kærir ber fram sakir. Sá kærði neitar. Svona háttaði í mál- inu sem hér um ræðir. Enginn gat því vitað með vissu hvort nokkur brot hafi yfirleitt verið framin. Nema Steinunn. Hún veit. Það er afar sérkennilegt hug- arfar sem býr því að baki að geta skrifað í blöð, eftir að maður hefur verið sýknaður fyrir dómi af ákæru um refsiverða háttsemi, til að halda því fram að maðurinn sé sekur þó að hann hafi verið sýkn- aður. Sá sem slíkt gerir þjáist ekki af neinni minnimáttarkennd. Raunar hlýtur hann að telja sig fara með guðlegt vald, því hann sér eitthvað sem aðrir sjá ekki. Kannski Steinunn telji sig fara með guðlegt vald. Kannski vonast hún til að tekinn verði upp átrún- aður á hana og gerð af henni lík- neski í fyllingu tímans. Á fótstall- inn verður sjálfsagt skráð: „Steinunn Jóhannesdóttir dýr- lingur var uppi á Íslandi á 20.–21. öldinni. Hún sá það sem aðrir sáu ekki.“ Ég vona Steinunnar vegna að guðlegir eiginleikar hennar haldi ekki fyrir henni vöku á nóttunni. En Steinunn veit Höfundur er hæstarétt- arlögmaður. Jón Steinar Gunnlaugsson Á ÞESSU ári er þess minnst að tíu ár eru liðin frá Heimsráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó, þar sem grunnurinn var lagður að mikilvægum sáttmálum og nýrri nálgun í umhverfis- vernd. Af þessu tilefni verður haldinn leið- togafundur í Jóhann- esarborg í Suður-Afr- íku, þar sem farið verður yfir árangurinn frá Ríó og markaðar megináherslur í starfi að umhverfisvernd og þróun efnahags og velferðar í heim- inum næsta áratuginn. Í tilefni þess að Dagur umhverf- isins á Íslandi er haldinn hátíðlegur í dag, 25. apríl, í fjórða sinn, er ekki úr vegi að skoða stöðu umhverfis- verndar á heimsvísu í ljósi Jóhann- esarborgar-fundarins og hvað Ís- land hefur fram að færa í þeirri umræðu. Fátækt veldur umhverfisspjöllum Því er oft haldið fram að iðnríkin beri mesta ábyrgð á þeim umhverf- isvanda sem blasir við. Þetta er rétt, því það eru iðnríkin sem hafa brennt mestu jarðefnaeldsneyti sem veldur aukningu á koltvíoxíði í andrúms- loftinu og hefur losað mest af óson- eyðandi efnum út í andrúmsloftið, svo dæmi séu tekin. Það leiðir þó ekki endilega af þessu að auðsæld jafngildi umhverf- isvanda. Það er ekkert sem segir að ekki sé hægt að byggja upp öflugt efnahagslíf og almenna velsæld án þess að vinna óbætanleg spjöll á náttúrunni með mengun og óhóf- legri auðlindanotkun. Auðlegð er ekki vandinn, heldur græðgi, sóun og fyrirhyggjuleysi. Eftir að ríkari þjóðir heims fóru að taka umhverf- ismálin fastari tökum upp úr 1970 hefur náðst verulegur árangur á mörgum sviðum. Baráttan gegn fátækt er eitt brýnasta verkefni mannkyns nú. Hún tengist baráttunni fyrir um- hverfisvernd, friði og mannréttind- um, auk þess að vera grundvallar- markmið í sjálfu sér. Það má færa fyrir því rök að fátækt sé helsta um- hverfisvandamál mannkynsins. Fólk sem lifir í örbirgð hefur enga völ þegar kemur að því að vernda um- hverfið. Það verður að rífa hrís til eldiviðar þótt slíkt geti stuðlað að jarðvegseyðingu og það spyr ekki hvort leiðin til að lifa af sé sjálfbær eða skapi vanda fyrir þá sem síðar koma. Fátækt í brennidepli í Jóhannesarborg Á leiðtogafundinum í Jóhannesar- borg á að leggja línurnar um hver séu forgangsverkefni á sviði sjálf- bærrar þróunar í heiminum næsta áratuginn. Með því er átt við hvern- ig best er að auka velferð mannkyns og minnka fátækt án þess að skaða umhverfið eða ganga um of á þau náttúrugæði sem komandi kynslóðir eiga að njóta og þurfa að nýta. Baráttan gegn fátækt verður í brennidepli, en auk þess verður lögð áhersla á sjálfbæra nýtingu náttúru- gæða og vistvænni framleiðslu- og neysluhætti. Athygli vekur að mál- efni hafsins hafa fengið aukið vægi í undirbúningsferlinum, en þrátt fyrir að þar hafi margt áunnist á þeim áratug sem liðinn er frá Ríó-ráðstefnunni hefur baráttan gegn mengun hafsins og verndun vistkerfis þess ekki fengið sömu at- hygli og t.d. loftslags- málin eða verndun og nýting skóga. Áherslur okkar á hreinleika hafsins Viðfangsefni Jóhann- esarborgar-fundarins er býsna viðamikið og spyrja má hvað Íslend- ingar geti lagt þar af mörkum. Í undirbúningi fundarins í Jóhannes- arborg höfum við Íslendingar eink- um lagt áherslu á tvo málaflokka, varnir gegn mengun hafsins og orkumál. Í þessum málum búa Ís- lendingar yfir hvað mestri reynslu, sem hægt er að miðla öðrum. Ísland hefur um langt skeið lagt áherslu á málefni hafsins og upp- byggingu sjávarútvegs til að skjóta stoðum undir efnahag og velferð í þróunarríkjunum. Ísland hefur lagt til í undirbúningi Jóhannesarborg- ar-fundarins að alþjóðastofnanir og einstök ríki leggi aukna áherslu á uppbyggingu sjálfbærs sjávarút- vegs í viðleitni við að draga úr fá- tækt og hungri. Höfin eru matar- kista, sem hægt er að nýta betur, og miklu skiptir að byggt sé á bestu fá- anlegri reynslu til þess að tryggja að sjávarútvegur í fátækum ríkjum sé byggður upp á þann hátt að hann tryggi fæðuöryggi og atvinnu til frambúðar. Íslendingar geta miðlað af reynslu sinni hvað þetta varðar, sem eina sjálfstæða ríkið sem bygg- ir efnahag sinn að mestu leyti á fisk- veiðum. Hins vegar er mengun hafs- ins mjög víða vaxandi vandamál sem veldur auknum heilbrigðisvanda- málum og ógnar lífríki hafsins. Ís- land mun því sem fyrr leggja áherslu á forgangsaðgerðir ríkja til að sporna við mengun hafsins á leið- togafundinum í Jóhannesarborg. Þriðjungar mannkyns án rafmagns Ísland hefur einnig lagt áherslu á orkumál í undirbúningi leiðtoga- fundarins. Nú hefur nær þriðjungur mannkyns ekki aðgang að rafmagni og nýtir til orku einkum eldivið, hrís, hálm og tað. Þetta er ein helsta hindrunin í vegi þess að losna úr fá- tækt. Það er þó ýmsum annmörkum háð að rafvæða fátækari byggðir heimsins með þeirri tækni sem nú er langmest nýtt til orkuframleiðslu, þ.e. með bruna kola, olíu og annarra jarðefnaeldsneyta. Vandinn væri miklu betur leystur með því að framleiða rafmagn með endurnýjan- legum orkulindum, s.s. jarðgufu eða fallvötnum, þar sem þess er kostur. Íslendingar hafa um langt skeið haldið úti Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og aðstoðað við uppbygg- ingu jarðvarmavirkjana víða um heim. Sá flöskuháls sem helst stend- ur í vegi fyrir frekari nýtingu meng- unarlausra orkulinda er ekki að sá kostur sé of dýr, heldur skortur á aðgengi að tækni og þjálfuðu fólki til að nýta auðlindirnar. Íslensk stjórn- völd leggja því áherslu á að átak á sviði rafvæðingar í fátækari ríkjum heims taki þetta inn í myndina og að reynt verði að nýta umhverfisvæna kosti fremur en aðra til að framleiða orku. Við eigum að miðla af okkar dýr- mætu og á stundum dýrkeyptu reynslu á þeim sviðum sem við þekkjum best. Íslendingar hafa í sinni þróunaraðstoð lagt áherslu á hjálp til sjálfshjálpar og þá áherslu ber að efla í alþjóðlegu samstarfi um umhverfi og þróun næsta áratuginn. Leiðtogafundurinn í Jóhannesar- borg í haust á að vera okkur Íslend- ingum hvatning til þess að efla og skýra áherslur okkar í því starfi og miðla öðrum þjóðum enn betur af reynslu okkar og þekkingu á þeim sviðum þar sem við höfum náð hvað mestum árangri. Fátækt er alvarlegasta umhverfisvandamálið Siv Friðleifsdóttir Umhverfismál Í vörnum gegn mengun hafsins og orkumálum, segir Siv Friðleifs- dóttir, búa Íslendingar yfir hvað mestri reynslu sem hægt er að miðla öðrum. Höfundur er umhverfisráðherra. MIG langar að ræða um umhverfismál og ég viðurkenni fúslega að kappaksturinn var aðallega til að ná at- hygli. Er kappakstur umhverfismál? Já, vissulega. Kappakstur nýtir landsvæði, orku- gjafa, málma og aðrar auðlindir. Það sama geri ég í daglegu lífi mínu. Ég stunda reyndar ekki kapp- akstur en ég vil gjarn- an að lífshættir mínir séu í góðri sátt við um- hverfið og ég efast ekki um að kappaksturs- menn vilja að áhugamál þeirra sé það líka. Daglegt líf Í daglegu lífi þarf ég að borða og til þess kaupi ég matvæli. Þau hafa verið ræktuð, unnin, flutt milli staða og seld. Ég vil að allt þetta sé gert þannig að sparlega sé farið með auð- lindir sem afkomendur mínir þurfa að geta notað líka. Ég bý í raðhúsi og á fatnað, húsgögn og ýmis tæki. Ég treysti því að byggingin og fram- leiðsla tækjanna sé þannig að hún spilli umhverfinu sem minnst. Öll at- vinnu og tómstundastarfsemi nýtir líka orku og ýmsar auðlindir sem ég vil að verði fyrir hendi eftir að ég hef lokið jarðvist minni. Við Íslendingar segjum að við eig- um besta drykkjarvatn sem til er. Ef við pössum að halda vatnsöflunar- svæðum ómenguðum og óröskuðum munum við halda áfram að eiga besta vatnið. Það er hinsvegar alltof auðvelt að spilla þessum auðlindum þannig að afkomendurnir muni ekki eiga þetta góða vatn. Í stuttu máli vona ég að lífshættir mínir spilli ekki möguleikum kom- andi kynslóða til að lifa, starfa og eiga góðar tómstundir. Hugtakið sjálfbær þróun er notað um þetta. Kappakstur Er kappakstur sjálfbær? Senni- lega ekki að öllu leyti. Þó held ég að landið sem hugsanleg kappaksturs- braut er á sé þannig að hægt sé að nýta það fyrir eitthvað annað í fram- tíðinni. Það fer þó eftir því hvernig er gengið um landið. Ef við kapp- akstursmenn pössum að láta ekki mengandi efni niður í jarðveginn og röskum landinu sem minnst þá er auðvelt að breyta því úr kappaksturs- svæði í svæði undir eitthvað annað. Að þessu leyti er kapp- akstur nærri því sjálf- bær. Athugið að ég er ekki að tala um að kappakstursbrautin sé lögð á ósnortið land. Allir kannast við að akstursíþróttir taka við landi sem hætt er að nýta, þ.e. efnisnámur og önnur slík svæði. Ég vil fara varlega í að leggja sífellt stærri ósnortin svæði undir starfsemi mannanna. Sjálfbær kappakstur? Er kappakstur sjálfbær að öllu leyti? Ég efast um það. Ökutæki eru yfirleitt knúin með olíuvörum, bens- íni eða slíku. Við bruna þeirra mynd- ast koldíoxíð og það fer út í loftið. Þetta gerist auðvitað í öllum venju- legum ökutækjum, skipum og flug- vélum. Gallinn við þetta koldíoxíð er að það safnast fyrir í loftinu, það er mælt reglulega og ekki er deilt um það. Vissulega er kolefnið í bensín- inu upprunnið úr loftinu, ævafornir þörungar tóku það inn í sig og end- uðu sem jarðlög og umbreyttust í olíu. Því miður erum við líklega að dæla olíunni hraðar upp úr jörðinni en hún myndast. Þess vegna safnast koldíoxíð saman í loftinu. Þarna er kappaksturinn ekki sjálfbær. Ég vil samgöngutæki sem ekki nota þessa orkugjafa. Ég er viss um að kapp- akstursmenn vilja það líka. Ef akst- ursíþróttamenn stuðla að því að áhorfendur nýti ökutækin vel eða noti almenningsvagna þegar þeir koma að horfa á keppni munar lík- lega ekki svo mikið um koldíoxíðið frá kappaksturstækjunum. Við vilj- um geta endurunnið málmana í ónýtum ökutækjum þannig að af- komendur okkar geti notið spenn- unnar og ánægjunnar líka. Lokaorð Auðvitað gildir þetta ekki bara um kappakstur. Allt okkar líf bygg- ist á orku og á því að nýta auðlindir. Sjálfbær lífsstíll felur það í sér að við nýtum umhverfið allt þannig að komandi kynslóðir eigi þess kost líka. Stefnuskrá Vinstrihreyfingarinn- ar græns framboðs er byggð á þess- um grundvelli. Ég vil búa í samfélagi sem stefnir að sem næst sjálfbæru mannlífi og setur þá stefnu í önd- vegi. Ég vil búa í heilbrigðu sam- félagi sem stefnir til framtíðar. Er kappakstur umhverfismál? Jóhannes Árnason Akureyri Sjálfbær lífsstíll felur það í sér, segir Jóhann- es Árnason, að við nýt- um umhverfið allt þann- ig að komandi kynslóðir eigi þess kost líka. Höfundur er líffræðingur og skipar fjórða sæti U-lista Vinstrihreyfing- arinnar græns framboðs á Akureyri. Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.