Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í dag er ekki glatt í döprum hjörtum, því ofbeldinu linnir ekki í Palestínu; þegar sérhver röng ákvörðun er tekin, ákvörðun sem leiðir til þjáningar og dauða einstaklinga, vex kvölin. Frið er ekki hægt að semja um á fundi, þar er aðeins samið um vopnahlé. Hægt er að taka skyndi- ákvörðun um stríð, en ekki um frið. Hugtakið er viðamikið og fel- ur í sér tilfinningar og dyggðir. Friður er mennska, sem flestallir óbreyttir borgarar vilja rækta með sér. En á meðan kvalaþorst- anum er ekki svalað, leitar hjartað að svari, raun- verulegu svari handa mann- kyninu. Stríð og friður er líkt og skriðdreki og nýfætt barn. Stríðið er ná- kvæm áætlun en friðurinn er ára- tugi að vaxa og þroskast, hann kemur ekki í sviphendingu og hann skellur ekki á. Eftir glæpina í Palestínu núna er varla hægt að búast við friði fyrr en sú kynslóð, sem þar er enn ófædd, kemst til þroska/valda, og vopnahlé hefur staðið yfir í áratugi. Hún getur til- kynnt: „Vopnahléi er aflétt, og friður ríkir.“ Líkt og það er hægt að ala upp hermenn og þjálfa þá til hernaðar er hægt að leggja stund á frið með uppeldi og þjálfun, og kenna hann í skólum. Allir vita að vonin býr í börnunum, en hversu skært skín sú von, til dæmis í Palestínu? Hversu oft þarf að segja full- orðnum að eyðileggja ekki fram- tíðina fyrir næstu kynslóð? Höfundur eins og Tahar Ben Jelloun hefur oftlega velt fyrir sér hvernig hann geti bjargað heim- inum, en rekið sig á að fullorðnir eru eins og sebrahestar, rend- urnar mást ekki af í þvotti. Hann ákvað því að ræða við börnin sjálf og skrifaði bókina Kynþátta- fordómar, hvað er það pabbi? (MM, 2002) sem er samtalsbók við dóttur hans. Jelloun skrifaði: „Ég gekk út frá þeirri meginreglu að baráttan gegn kynþáttahatri hefjist með menntuninni. Það er hægt að mennta börn, ekki fullorðna.“ (Bls. 8.) „Hinsvegar er barn enn tilbúið að hlusta, enn opið fyrir því að læra og mótast …“ (71.) Ég held að hann hafi rétt fyrir sér, og tel að allar þjóðir þurfi að líta í eigin barm og spyrja sig í al- vöru: „Hvaða (fræðslu)efni styður friðinn? Hvað dyggðir og tilfinn- ingar þarf að rækta. Hvaða þætti þarf að leggja áherslu á í uppeldi barna?“ Þær þurfa svo að gæta þess að eyða almannafé ekki í hernað heldur menntun. Ég þekki hluta af svarinu, og það þekkja sennilega flestir aðrir, og um það hefur annar höfundur skrifað sem einnig fann sig knú- inn, þrátt fyrir doktorsgráðuna, til að skrifa texta handa börnum. Líkt og Jelloun átti hann í alvar- legum samræðum við barnið sitt. Fernando Savater skrifaði bókina Siðfræði handa Amador (Sið- fræðistofnun/Háskólaútgáfan. 2000), en Amador er sonur hans, þá 15 ára. Bókin varð metsölubók eins og bók Jellouns, og jafnt lesin af fullorðnum sem börnum. Svarið finnst í sjöunda kaflanum og í heiti hans: „Settu þig í spor annarra.“ Savater segir syni sínum að fátt muni koma honum betur í lífinu en hæfileikinn til að setja sig í spor annarra (bls. 144–145): „Þegar ég segi þér að skoða hagsmuni þína í ljósi hagsmuna annarra á ég við að hagsmunir þínir eru ekki einkaeign þín, líkt og þú byggir einn í heiminum inn- an um eintómar vofur og drauga, heldur setja þeir þig í samband við raunveruleika annarra ein- staklinga sem eru ekki síður raun- verulegir en þú sjálfur. Allir hugs- anlegir hagsmunir þínir eru þess vegna afstæðir (afstæðir við hags- muni annarra, við aðstæðurnar hverju sinni, við lög og siði þess samfélags sem þú býrð í) að einum undanskildum, sem eru þeir einu sem geta talist algildir: að vera maður innan um aðra menn og sýna mannlega framkomu og þiggja hana í staðinn frá öðrum. Sá er grundvöllur hins „góða lífs“.“ Að læra að setja sig í spor ann- arra krefst þess að rækta ákveðnar tilfinningar með börn- um, t.d. samkennd eða að finna til með öðrum, einnig að rækta ákveðnar dyggðir eins og réttlæti gagnvart öðrum. Að setja sig í spor annarra er að gera tilraun til að skilja þá innan frá. Friðsemdin sem skapast milli fólks sem lærir þetta er ekki háð vopnahléi, held- ur djúpum samskiptum. Að skikka menn til vopnahlés er ekki friður, að fljúga nokkrum sinnum yfir hafið til að fara á fund er ekki friðarferli. Friður er ára- löng menntun frá barnæsku til manndómsára, þannig uppeldi verðskuldar heitið: friðarferli. Hugmyndin um frið er ekki draumur, heldur veruleiki sem er forsenda betra lífs á jörðinni, og hugmyndin um að læra að setja sig í spor annarra er iðkuð. Í menntaáætlun ESB eru nem- endur og kennarar hvattir til að vinna saman og ferðast milli landa, einnig hjá Norðurlanda- ráði. Hugmyndin er m.a. að skapa samkennd milli ólíkra ein- staklinga. Aðferðin er einnig notuð í frið- arferlinu á Kýpur, milli tyrkneska og gríska hlutans, m.a. með hjálp Bandaríkjamanna: Nemendur fara á milli og vinna saman verk- efni. Sú kynslóð getur lifað sam- hent á eyjunni. Sameinuðu þjóð- irnar vinna líka að þessu með ýmsum hætti. Allir vita að þessi aðferð virkar, of fáir beita henni í raun. Savater: „Þegar ég kem fram við náungann eins og óvinur hans, eyk ég líkurnar á því að hann gerist skilyrðislaust óvinur minn á móti; og auk þess spilli ég tækifæri mínu til að ávinna mér vináttu hans, eða að halda henni ef svo færi að hann vildi bjóða mér hana að fyrra bragði.“ (133.) Hvers vegna fara grimmir ráða- menn þjóða ekki eftir þessu? Vonin í börnunum … allar þjóðir þurfi að líta í eigin barm og spyrja sig í alvöru: „Hvaða (fræðslu) efni styður friðinn? Hvaða dyggðir og tilfinningar þarf að rækta? Hvaða þætti þarf að leggja áherslu á í uppeldi barna?“ Svörin eru til. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is ✝ Halla Guð-mundsdóttir fæddist í Eyði-Sand- vík í Flóa 16. júlí 1906. Hún lést í hjúkrunarheimilinu Skjóli 16. apríl síð- astliðinn. Halla var yngst átta systkina er upp komust. For- eldrar hennar voru hjónin Guðmundur Einarsson bóndi í Eyði-Sandvík, f. 6. október 1857, d. 19. október 1946, og kona hans (15. nóvember 1884) Sesselja Jónsdóttir, f. 7. nóvem- ber 1862, d. 13. nóvember 1913. Hinn 19. október 1930 giftist Halla Magnúsi Haraldssyni frá Hrafnkelsstöðum í Hrunamanna- hreppi, bifreiðastjóra, f. 5. októ- ber 1899, d. 7. apríl 1935. Halla og Magnús eignuðust þrjú börn og eru þau: 1) Guðrún, f. 29. júlí 1931, maki Guðmundur Bjarna- son. Eiga þau þrjú börn og átta barna- börn. 2) Haraldur, f. 21. september 1933, maki Hjördís Hann- esdóttir. Á hann fjögur börn og fjög- ur barnabörn. 3) Magnús, f. 2. mars 1935, maki Dóra Ágústsdóttir. Á hann fimm börn og tíu barnabörn. Magnús og Halla byrjuðu búskap sinn í Reykjavík en við lát hans árið 1935 fluttist Halla með börn sín austur í Hrunamannahrepp. Er börnin stálpuðust fór hún að vinna við garðyrkjustörf og starfaði við það uns hún flytur til Reykjavík- ur árið 1957. Í Reykjavík starf- aði hún, fram yfir sjötugs aldur, í þvottahúsi Landakotsspítala. Útför Höllu fór fram frá Ás- kirkju 24. apríl. Hún amma er dáin. Ósjálfrátt reik- ar hugurinn til baka og minningar flögra um hugann. Lítil stelpa í heim- sókn hjá ömmu í Vinaminni, litla hús- inu sem vinir og ættingjar hjálpuðust að við að reisa þegar amma stóð uppi 29 ára ekkja með þrjú börn. Auðvitað er sól og sumar og við leiðumst langa leið til að sækja mjólk að Hellisholt- um. Önnur heimsókn, kannski um vetur og við förum niður að bakkan- um með ruður handa krumma. Hann bíður og krunkar, ekki fyrsta matar- gjöfin. „Guð launar fyrir hrafninn,“ segir amma og í kjölfarið fylgja sögur um krumma og beint samband hans við guð. Alltaf síðan er krummi frið- aður og á allt gott skilið. Litla stelpan orðin eldri og á að byrja í gaggó í Reykjavík, fær að vera hjá ömmu sem er flutt frá Vinaminni á Sólvallagöt- una. Það er stundum erfitt að vera unglingur og foreldrar og aðrir full- orðnir afskaplega þröngsýnir. Amma hnussar yfir unglingastælunum, bros- ir og hristir höfuðið þegar pilsin eru orðin líkari belti en flík. Umhyggjan ekki alltaf vel þegin. Saumaklúbbur hjá 14 ára bekkjarsystrum, dyrabjöll- unni hringt um ellefuleytið, amma komin. „Ég vildi ekki að þú labbaðir ein í myrkrinu yfir Landakotstúnið.“ Áberandi var mikið og sterkt sam- band ömmu og systkina hennar sem bjuggu í nágrenninu. Allt að því dag- legar heimsóknir og spjall yfir kaffi- bolla settu svip sinn á árin þrjú sem ég bjó hjá ömmu. Hjá Jóni og Þóru ömmusystur var þessi forláta grammófónn. Meðan amma og Þóra tístu yfir gömlum minningum yfir kaffibolla, sátum við Jón og spiluðum plötur. Ekki var tónlistarsmekkurinn alltaf sá sami en djassplöturnar voru samt ótrúlega oft settar á fóninn. Árin líða hratt, litla stelpan orðin fullorðin, farin að búa á Snæfellsnes- inu. Fyrsta langömmubarnið, seinna tvíburarnir sem komu ömmu ekki á óvart. „Ég var búin að sjá tvö ljós,“ sagði hún bara þegar hún fékk frétt- irnar. Ótölulegur fjöldi af sokkum og vettlingum handa langömmubörnun- um og lopasokkum á bóndann barst í sveitina því amma vissi að aldrei er of mikið til af slíku. Grunaði líka sem var að sokkaprjón væri ekki sterka hliðin hjá nöfnu sinni. Verst þegar litla örverpið kom í heiminn að geta ekki lengur prjónað, en þá var heilsan farin að gefa sig. Síðustu árin voru ömmu erfið, hug- urinn farinn að reika og ekki alltaf auðvelt að muna hver var hvað. Alltaf var umhyggjan samt sú sama og síð- astu samfundum lauk með hefð- bundnum hætti. „Þú hringir í mömmu þína þegar þú ert komin vestur og lætur vita að ferðin hafi gengið vel.“ Elsku amma, takk fyrir samfylgd- ina. Þú þarft ekki að hringja, ég veit að lokaferðin þín hefur gengið vel. Halla. HALLA GUÐMUNDSDÓTTIR Þegar ég frétti and- lát Sigurðar B. Har- aldssonar rifjaðist upp fyrir mér þegar ég, ásamt 30 öðrum strákum, settist á skólabekk í Fisk- vinnsluskólanum haustið 1971. Al- þingi hafði þá nokkru áður sam- þykkt lög um fiskvinnsluskóla og hafði Sigurður unnið að undirbún- ingi að stofnun skólans. Þetta krafð- ist mikillar vinnu og skipulagningar, enda var alveg byrjað frá grunni. Það vantaði húsnæði, námsefni og starfslið, sem sagt næstum allt nemaviljann, sem Sigurður hafði í SIGURÐUR B. HARALDSSON ✝ Sigurður B. Har-aldsson fæddist á Syðra-Rauðamel í Hnappadalssýslu 9. maí 1930. Hann lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 13. apríl síð- astliðinn. Útför Sig- urðar var gerð frá Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 18. apríl. ríkum mæli. Svona skóli hafði ekki verið til á Íslandi áður, fisk- matsmenn höfðu, ein- ungis farið á 3ja vikna námskeið og fengið þá sín réttindi. Ákveðið hafði verið að hafa þetta nýja nám allt að 5 ár, bæði verklegt og bóklegt, þetta var því algert risaskref frá því sem áður hafði tíðkast. Þar fyrir utan var við hálfgerða fordóma að eiga, þar sem margir töldu óþarfa að láta menn sitja á skólabekk í mörg ár til að læra eitt- hvað um fisk, en svona var viðhorfið nú á þeim tíma. Sigurður heltaði lengstum hluta starfsævi sinnar málefnum Fisk- vinnsluskólans, eða frá stofnun hans, þegar hann var ráðinn skólastjóri og þar til hann lét af störfum fyrir nokkrum árum og get ég fullyrt að skólinn átti hug hans allan. Eins og fyrr segir var þetta brautryðjenda- starf sem Sigurður gegndi, þar sem byggja þurfti alla starfsemi frá grunni, krafðist þetta mikillar elju og útsjónarsemi og íkiskerfið kannski ekki það auðveldasta að eiga við. Allt mjakaðist þetta þó hægt og örugglega og mikið var Sig- urður ánægður þegar hann og skóla- nefndin voru búin að fá grænt ljós hjá fjárveitingavaldinu til að byggja nýtt skólahúsnæði frá grunni. Þetta nýja hús gjörbreytti allri aðstöðu fyrir nemendur og starfslið skólans. Eins og áður sagði kynntist ég Sigurði fyrst fyrir rúmum 30 árum eða þegar ég settist á skólabekk hjá honum. Um það bil 8 árum síðar réði Sigurður mig sem kennara við skól- ann og starfaði ég með honum í mörg ár. Almenningi og betri yfir- mann var vart hægt að hugsa sér, alltaf kátur og hress og alltaf tilbú- inn að hlusta eða aðstoða varðandi kennsluna. Ég vil að lokum þakka Sigurði B. Haraldssyni fyrir samstarfið í gegn- um tíðina og einnig fyrir hönd okkar fyrsta árgangs Fiskvinnsluskólans, þakkir fyrir kennslu og leiðsögn árin okkar í skólanum. Ég votta Kristínu eiginkonu hans, Friðbirni og Har- aldi sonum hans mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Sigurðar. Lárus Björnsson. „Kvartaðu ekki yfir eymd heimsins, farðu heldur og bættu úr henn,“ eru fleyg orð höfð eftir E. Holme. Þessi orð finnst mér lýsa best þeirri Sólrúnu Þorgeirsdóttur sem ég kynntist árið 1983 er hún gekk til liðs við okkur félagana í JC Árbæ. Hún var alltaf brosandi, SÓLRÚN ÞORGEIRSDÓTTIR ✝ Sólrún Þorgeirs-dóttir fæddist á Patreksfirði 28. des- ember 1945. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu, Trönu- hjalla 17 í Kópavogi, 12. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Háteigs- kirkju 23. apríl. alltaf jákvæð á hverju sem gekk og alltaf tilbúin að hjálpa til við það sem þurfti að gera. Undirrituð var svo lánsöm að fá að kynnast Sólrúnu örlít- ið betur en margir aðrir félaganna þegar við og fleiri stelpur mynduðum stjórn fé- lagsins árið 1985-86. Hún var sá varaforseti sem hafði umsjón með skemmtinefnd meðal annars og það var stoltur varaforseti sem, ásamt skemmtinefndinni sinni, veitti verðlaunum viðtöku á Landsþingi hreyfingarinnar vorið 1986. Eins og gengur í lífinu er ekkert eilíft, eins er í JC þar sem fé- lagarnir eru á aldrinum 18 til 40 ára, en fertugsafmælinu fagnaði Sólrún einmitt þennan vetur. Við félagarnir reyndum að halda hópinn þótt við legðum niður félag- ið okkar árið 1991. Það gekk fyrst í stað en svo lagðist það af líka. Eft- ir það hittumst við nokkrum sinn- um á förnum vegi og urðu þá fagn- aðarfundir í hvert sinn, spurt frétta um persónulega hagi og líð- an, alltaf geislaði af Sólrúnu og aldrei kvartaði hún þótt stundum blési á móti. Hún lifði og vann samkvæmt upphafsorðum þessa greinarkorns. Það er afar fallegt þarna fyrir handan, sagði Thomas Edison á banasænginni. Það er gott að trúa því og vita af Sólrúnu í fallegu um- hverfi þar sem hún er nú og vita að það er engu að kvíða vitandi af henni í móttökunefndinni. Börnum Sólrúnar, öðrum ætt- ingjum hennar og vinum votta ég innilega samúð. Fyrir hönd félaganna í JC Árbæ, Katrín Yngvadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.