Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 52
UMRÆÐAN 52 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG, á degi um- hverfisins, taka margir aðilar innan vébanda Ferðaþjónustu bænda upp umhverfisstefnu fyrir gististaði sína. Þeirra framtak í um- hverfismálum er í beinu framhaldi af aðalfundi í mars sl. þar sem sam- þykkt var viljayfirlýs- ing um að taka upp um- hverfisstefnu hjá Ferðaþjónustu bænda á næstu tveimur árum. Þeir framsæknu hefjast handa strax og þessi dagur á án efa eftir að verða þeim minnisstæður þegar fram í sækir, ekki síst vegna þess að árið í ár er af Sameinuðu þjóðunum tilnefnt sem alþjóðlegt ár umhverfisvænnar ferðaþjónustu. Ábati umhverfisstefnunnar Umhverfisstefna Ferðaþjónustu bænda tekur eins og allar aðrar um- hverfisstefnur mið af þeim heildar- þáttum sem unnið er eftir innan Staðardag- skrár 21. Með umhverf- isstefnu Ferðaþjónustu bænda er unnið að orkusparnaði, stefnt að grænum innkaupum eins og umhverfisráðu- neytið skilgreinir þau, flokkun á sorpi, vernd- un menningarminja í nánasta umhverfi við fyrirtækin, öflun frekari upplýsinga um um- hverfismál og svo og fræðsla fyrir starfs- menn svo nokkuð sé nefnt. Með umhverfis- stefnu eru fyrirtækin að setja sér vinnureglur sem þjóna þeim tilgangi að draga úr áreiti við um- hverfið og stjórna orkunotkun. Á þann hátt eru fyrirtækin einnig að renna styrkari stoðum undir rekstur sinn og bæta hag með sparnaði. Skref fyrir skref í átt að betra umhverfi Með umhverfisstefnu marka fyrir- tæki sér þá stefnu að vinna eftir ákveðnum starfsreglum sem draga úr skaðlegum áhrifum rekstursins á um- hverfið. Þegar reglurnar hafa verið mótaðar fara fyrirtækin smátt og smátt að vinna samkvæmt þeim. Í sumum tilvikum eru þau að starfa á sama hátt og þau hafa lengi gert, því margir hafa t.d. flokkað sorpið sitt mjög lengi, en í öðrum tilvikum eru þau að taka upp nýja starfshætti. Enginn lýkur slíku verki á einu augnabliki en stefnan hefur verið mörkuð og eftir henni verður unnið í framtíðinni. Trygging fyrir neytandann Sú stefna sem mörkuð er í dag á því án efa eftir að nýtast bæði aðilum inn- an Ferðaþjónustu bænda svo og við- skiptavinum þeirra í framtíðinni. Með umhverfisstefnu eru fyrirtækin að tryggja neytandanum ákveðin gæði. Þau gæði eru oft óáþreifanleg og fel- ast t.d. í betra lofti innandyra vegna þess að málað er með umhverfis- vænni málningu og/eða staðurinn er reyklaus með öllu. Eins geta þau fal- ist í því að rúmfatnaður og handklæði eru þvegin úr umhverfisvænum þvottaefnum og valda því ekki of- næmi eða útbrotum og af leirtaui kemur ekki aukabragð vegna þess að það er þvegið úr umhverfisvænu þvottaefni. Á móti leita ferðaþjón- ustufyrirtæki með umhverfisstefnu oft eftir þátttöku viðskiptavina sinna og biðja þá að spara þvotta með því að endurnota handklæði eða draga úr vatnsnoktun með því að skrúfa fyrir vatnið meðan þeir sápa sig í sturt- unni. Þannig verður umhverfisvernd að samstarfsverkefni seljenda og neytenda þjónustunnar. Fyrir framtíðina Ferðaþjónusta bænda horfir til framtíðar með umhverfisstefnu sinni. Hún vill að Ísland verði gott ferða- þjónustuland um mörg ókomin ár. Að hér blómstri auðugt mannlíf samhliða þjónustu við ferðamenn sem koma til að skoða og njóta þeirrar náttúru og sérstöðu sem Ísland hefur upp á að bjóða. Í allri kennslu í ferðamálafræð- um, bæði hér á landi og erlendis, er lögð áhersla á umhverfisvæna ferða- þjónustu sem felst meðal annars í því að huga að og vernda landgæði svo einstakir og stundum fáfarnir áfanga- staðir verði ekki að yfirfullum fjölda- ferðamannastöðum, en þróunin þarna á milli getur verið hröð. Með framlagi sínu til umhverfismála vill Ferðaþjón- usta bænda leggja umhverfisvernd hér á landi lið því hver blettur á land- inu er merkilegur og að honum þarf að huga. Framsæknir ferðaþjónustu- bændur Guðrún G. Bergmann Höfundur stundar umhverfisvæna ferðaþjónustu á Brekkubæ, Helln- um, og er aðili að Ferðaþjónustu bænda. Umhverfisvernd Með umhverfisstefnu marka fyrirtæki sér þá stefnu, segir Guðrún G. Bergmann, að vinna eftir starfsreglum sem draga úr skaðlegum áhrifum rekstursins á umhverfið. VIÐ Garðyrkju- skóla ríkisins, Reykj- um í Ölfusi, fer fram öflugt starf á sviði endurmenntunar fyrir fagfólk í græna geir- anum. Einnig er boðið upp á fjölbreytt úrval af námskeiðum fyrir áhugafólk á öllum sviðum garðyrkjunn- ar, s.s. í skógrækt, landgræðslu og blómaskreytingum. Nýverið kom út sam- eiginlegur bæklingur menntastofnana land- búnaðarins, þ.e. Garð- yrkjuskólans, Hóla- skóla og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri þar sem glögglega má sjá hversu fjölbreytt námskeiða- framboðið er. 1.000 þátttakendur á 45 námskeiðum Á síðasta ári voru haldin 45 end- urmenntunarnámskeið á vegum Garðyrkjuskólans með um 1.000 þátttakendum. Námskeiðin fóru fram víðsvegar um landið og voru yfirleitt mjög vel sótt. Það er stefna skólans að fara með nám- skeiðin til fólksins, þangað sem þátttaka er hverju sinni en að sjálfsögðu er skólahúsnæðið einnig mikið notað undir starfsemina enda er aðstaða þar til námskeiða- halds til fyrirmyndar. Á árinu 2002 stefnir skólinn að því að gera enn betur í endurmenntunarstarfinu, bjóða upp á fjölbreytt námskeið af öllum gerðum þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Rekstur grænna fyrirtækja Eitt af lengri nám- skeiðum sem skólinn býður upp á er nám- skeið sem nefnist; „Rekstur grænna fyr- irtækja – bókhald og skattamál“. Nám- skeiðið verður haldið á sex föstudögum í mars og apríl. Þar verður fjallað um allt það helsta sem viðkemur rekstri fyrirtækja, eins og t.d. bókhald, fjármálastjórn, markaðsmál og gæðastjórnun, svo eitthvað sé nefnt. Sérstök áhersla verður lögð á bókhald og skattamál. Námskeið- ið er sérstaklega ætlað þeim sem reka garðyrkjufyrirtæki eða annan sambærilegan rekstur. Leiðbein- endurnir eru allt sérfræðingar á sínu sviði en námskeið sem þetta hefur verið haldið á vegum skólans síðustu ár við miklar vinsældir. Grænni skógar Skólinn er í sérstöku samstarfi við Skógrækt ríkisins og Land- græðslu ríkisins um skógræktar- og landgræðslufræðslu, sem hefur verið afar farsælt síðustu ár. Þess- ar þrjár stofnanir hafa komið upp sérstöku verkefni á Suðurlandi, ásamt Suðurlandsskógum og Fé- lagi skógarbænda á Suðurlandi sem kallast „Grænni skógar“. Um er að ræða þriggja ára nám í skóg- rækt sem er metið til eininga. Námið fer fram í námskeiðaformi og er ætlað fólki sem er komið af stað í skógrækt og öllu öðru áhugafólki, sem hyggur á nytja- skógrækt í framtíðinni. Námskeið- ið á Suðurlandi er fullt, 25 manns, en það hófst haustið 2001 og lýkur í árslok 2003. Nú er ætlunin að hefja svipað nám á Vesturlandi og Norðurlandi í samstarfi við lands- hlutaverkefni skógræktar og fleiri aðila, sem hefjast í haust. Þá er verið að skoða möguleika með samskonar nám í öðrum landshlut- um. Galdrasópar og flautugerð Þau námskeið sem hafa slegið hvað mest í gegn hjá Garðyrkju- skólanum síðustu ár eru hand- verksnámskeið sem heita „Lesið í skóginn“ og „Tálgað í tré“, en þau eru haldin í samvinnu við Skóg- rækt ríkisins. Á síðasta ári voru haldin fjölmörg námskeið á þessu sviði og þau verða miklu fleiri í ár og dagskráin verður fjölbreyttari. Nokkur grunnnámskeið verða t.d. haldin fyrir byrjendur og síðan framhaldsnámskeið, t.d. í hús- gagnagerð, körfu- og gardínugerð, fígúratívum tréskurði og flautu- gerð, skeftingu handverkfæra og gerð skeiða, bolla/krúsa, göngu- stafa og galdrasópa, svo eitthvað sé nefnt. Þá verður boðið upp á vikunámskeið í sumar á Flúðum og einnig fjölskyldunámskeið í Garð- yrkjuskólanum. Sérstakur bækl- ingur hefur verið gefinn út um þessi námskeið og hægt er að fá hann sendan í pósti með því að setja sig í samband við skrifstofu Garðyrkjuskólans. Björt framtíð garðyrkjunnar Það er alveg ljóst að framtíð ís- lenskrar garðyrkju er mjög björt. Það sjáum við best á þeim mikla áhuga sem er á náminu við Garð- yrkjuskólann svo ekki sé minnst á endurmenntunarstarfið sem blómstrar um þessar mundir. Það er ánægjulegt að sjá hvað garð- yrkjumenn og þeirra starfsfólk er duglegt við að tileinka sér nýj- ungar í greininni og vill fylgjast með hvað er að gerast hverju sinni með því að sækja námskeiðin. Eitt af markmiðum skólans er að bjóða upp á hæfustu leiðbeinendurna hverju sinni á námskeiðunum. Þá er líka töluvert gert af því að leita út fyrir landsteinana og fá erlenda aðila til að miðla reynslu sinni til íslensku garðyrkjustéttarinnar. Allar nánari upplýsingar um nám- skeið Garðyrkjuskólans er hægt að finna á heimasíðu hans, www.reyk- ir.is. Öflugt endurmenntunarstarf við Garðyrkjuskólann Magnús Hlynur Hreiðarsson Höfundur er endurmenntunarstjóri Garðyrkjuskólans. Nám Framtíð íslenskrar garðyrkju, segir Magnús Hlynur Hreiðarsson, er björt. VARÐANDI sam- skipti og fjárveitingar sveitarstjórna til íþróttafélaga tel ég rétt að gerðir séu sam- starfssamningar. Í samstarfssamningum koma fram peninga- greiðslur frá sveitarfé- laginu til íþróttastarfs- ins og skyldur sem félagið þarf að uppfylla í staðinn. Ég er ekki að tala um húsaleigustyrki þeir eru of sjálfsagðir til að eyða orðum á, heldur peningastyrki til daglegs reksturs félaganna t.d. þjálfunarkostnað, ferðakostnað og skrifstofukostnað. Í samningnum þarf að koma fram; samskiptaform milli aðila, verkefni sem félagið vinn- ur fyrir bæinn, kröfur um þjálfara- menntun, eftirlit með fjárreiðum fé- lagsins, skil á bókhaldi, engir skuldastyrkir og heimild til að fella niður styrkinn ef þessir hlutir eru ekki í lagi. Það er líka hægt að setja í samninginn verkefni sem bærinn þarf hvort eð er að kaupa af verktaka. Verkefni sem sjálf- boðaliðar geta unnið á ódýrari máta en bær- inn og haldið eftir mis- muninum. Samningur sem þessi dregur úr tog- streitu, eykur vinnufrið og færir aðalstjórn vald til að geta sinnt lög- boðnum eftirlitsskyld- um. Jafnframt minna líkur á skuldasöfnun, starfið verður betra og síðast en ekki síst þá fær bæjarstjórnin hrós og allir eru ánægðir. Af hverju eiga íþróttafélög rétt á slíkum samningi? Íþróttafélag er ekkert annað en þjónustustofnun fyrir sveitarfélagið, almenning, skattgreiðendurna. Af hverju á að styrkja eitt en ekki ann- að? Af hverju á að styrkja tónlistar- skólana en ekki íþróttafélögin? Af hverju eiga örfáir sjálfboðaliðar að vinna baki brotnu til að aðrir geti stundað áhugamál sitt og heilbrigt líferni? Í dag eru íþróttafélögin oftast rek- in eins og einkafyrirtæki en eigand- inn í formi sjálfboða fær engan ágóða, engin laun og varla ánægju af starfinu, heldur einungis kröfur og skammir. Það er ekki eins og verið sé að greiða nefndarlaun eða launaða stjórnarfundi. Maður sem situr í stjórn fyrirtækis fær allt að 160.000 kr. á mánuði fyrir fundarsetu en sá sem sér um að barnið hans geti stundað heilbrigða líkamsrækt á meðan, fær ekki neitt. Fyrir þá vinnu sem félögin skila þá eiga þau rétt á að fá fasta samstarfsamninga, fastar peningagreiðslur. Það er bein- línis skylda sveitarfélaganna. Og ég er ekki einungis að tala um stóru íþróttafélögin. Það þarf að tryggja að öll íþróttafélög sitji við sama borð. Það er mín skoðun að samskipti við sveitarstjórnir eigi að vera í gegnum svona samstarfssamninga. Þá vita allir sínar skyldur og þeir sem reka félagið vita hvað þeir fá og þar af leiðandi hvað má. Það á ekki að þurfa að treysta á að geta seilst í „vasa“ bæjarins. Ágætu sveitarstjórnarmenn. Sýn- ið nú frumkvæði í verki og bjóðið íþróttafélögunum upp á samstarfs- samninga og viðurkennið þannig það mikla forvarnarstarf sem þau inna af hendi fyrir ykkur. Ef ekki þá geta þið einfaldlega tekið við öllum rekstrinum og sjálfboðaliðarnir fara að sinna sínum eigin málum, sinni eigin fjölskyldu til dæmis. Við skul- um setja okkur það markmið að eftir tvö ár verði öll íþróttafélög sem sinna barna- og unglingastarfi kom- in með samstarfssamninga við sveit- arfélögin. Forsvarsmenn íþróttafélaga. Boð- um til opinberra funda með bæjar- fulltrúum og öðrum frambjóðendum fyrir 25. maí og fáum loforð fyrir samstarfssamningum. Undiritaður heldur fyrirlestur um þetta málefni á ráðstefnu um íþróttir í Mosfellsbæ 3. maí. Samstarfssamningar milli sveitarstjórna og íþróttafélaga Valdimar Leó Friðriksson Íþróttir Samningur sem þessi, segir Valdimar Leó Friðriksson, dregur úr togstreitu, eykur vinnufrið og færir aðalstjórn vald til að geta sinnt lögboðnum eftirlitsskyldum. Höfundur er formaður UMSK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.