Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 54
UMRÆÐAN
54 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
AFAR mikilvægt er
að þau öfl sem móta
samfélag okkar búi
fólki skilyrði sem
stuðli að heilbrigðum
lífsháttum. Það auð-
veldar okkur, eins og
kostur er, að sníða hjá
því að vandamálin
verði til. Hinir svoköll-
uðu áhættuhópar séu
leitaðir uppi, þeim leið-
beint og veittur stuðn-
ingur. Einnig er nauð-
synlegt að veita þeim
meðferð sem ánetjast
hafa efnum sem slæva
sjálfsmynd, dómgreind
og sjálfsstjórn manna.
Hér á ég ekki síst við fíkniefni af
ýmsu tagi og margvísleg áhrif fjöl-
og margmiðlunar sem með nei-
kvæðum formerkjum geta sundrað
heilbrigðum einstaklingum og fjöl-
skyldum. Það er skylda okkar, sem
viljum hafa jákvæð áhrif á sam-
félagið, að berjast gegn slíkum vá-
gestum.
Þeir sem sjá um uppeldi barna
verða að hafa tíma til að sinna þeim
og hafa jákvæða afstöðu til þeirra. Í
Hafnarfirði er nú unnið að heil-
steyptri fjölskyldustefnu þannig að
barnið fái jákvæða athygli frá upp-
alendum sínum. Fjölskyldustefnu
sem í raun er markvisst framhald
forvarnaráætlunar bæjarins sem
leit dagsins ljós nú í vetur. Markmið
hennar er að styðja barnafjölskyld-
ur, stórar sem smáar, til að auð-
velda þeim það ábyrgðarfulla hlut-
verk að ala upp börn í nútíma-
samfélagi.
Hver kynslóð býr yfir sínum
margbreytileika. Hver kynslóð hef-
ur sitt tungumál, sína lífshætti, sín
áhugamál og sín viðfangsefni. Bæj-
aryfirvöld í Hafnarfirði hafa lagt
ríka áherslu á að unglingar hafi að-
stöðu til að koma sam-
an undir jákvæðum
formerkjum. Þar er
starfað í uppbyggileg-
um anda og góð áhrif
höfð á hafnfirska
æsku. Mikilsvert er að
unglingar tilheyri upp-
byggjandi hópum þar
sem unnið er gegn út-
skúfun í öllum þeim
myndum sem hún birt-
ist.
Mikilvægt er að
skoða forvarnarstarf í
víðu samhengi. Líta
þarf til alls þess sem
talist getur áhættu-
þáttur. Skoða þarf
þætti sem tengjast börnum og ung-
lingum. Samskipti innan fjölskyldna
og utan, í skóla og utan skóla. Í
raun allt það sem mótar uppeldi
barna og unglinga. Við þurfum að
fræða almenning um það hvert
hann getur leitað er vandmál koma
upp þannig að allir viti hvernig tek-
ið verður á málunum. Um leið
styrkjum við innviðina í þjónustu
Hafnarfjarðarbæjar til að takast
ávallt eins vel og kostur er á við
vandamálin, greina þau og leysa
með viðeigandi eftirfylgni. Og eitt
er víst, vel heppnaðar forvarnir
byggjast á góðu og víðtæku sam-
starfi. Ekki má síðan gleyma að
meta hvernig gekk hverju sinni,
þróa eftirfylgni og vera óhrædd að
breyta til, sníða af vankanta og leita
nýrra leiða.
Forvarnarvinna er stöðugt í þró-
un og endurmati. Forvarnir hefjast
á heimilunum eins og allt uppeldi
barna okkar. Foreldrar eru þeir að-
ilar sem hafa hvað mest að segja um
uppeldi barna sinna. Börnin dvelja
lungann úr deginum í skólanum og
vissulega er hann geysilega mikil-
vægur þáttur í þroska og uppeldi
barnsins. En skólinn er heimilinu
aðeins til aðstoðar og tekur ekki
uppeldishlutverkið yfir. Forvarnar-
þjónusta skal því hafa það að mark-
miði að efla fjölskylduna og styrkja,
efla ábyrgðarkennd barna og ung-
linga, þannig að unnt sé að ala upp
sterka, ákveðna og jákvæða einstak-
linga. Í því tilliti er mikilsvert að
skólarnir og heimilin hafi byggt upp
markviss og heilsteypt samskipti
sem hafa það að markmiði að greina
vandamál á frumstigi og lágmarka
þannig þann tíma og fyrirhöfn sem
það kostar að komast fyrir meinin.
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnar-
firði leggur á það mikla áherslu að
þjónustuframboð bæjarins taki mið
af aldri og eðlisþörf. Þörfum barna
og fjölskyldna þeirra sé mætt og
gripið til ráðstafana sem að gagni
kunna að koma. Frambjóðendum
Sjálfstæðisflokksins er annt um
framtíð Hafnarfjarðar. Uppeldi
barna og unglinga er eitt mikilvæg-
asta verkefnið sem við tökum að
okkur. Forvarnarhandbók Hafnar-
fjarðar er glæsilegt og mikilvægt
skref í baráttunni. Mótun fjöl-
skyldustefnu er næsta skref, stórt
skref í rétta átt.
Jákvæð formerki –
horft til framtíðar
Leifur S.
Garðarsson
Hafnarfjörður
Við leggjum á það
mikla áherslu, segir
Leifur S. Garðarsson,
að þjónustuframboð
bæjarins taki mið af
aldri og eðlisþörf.
Höfundur er aðstoðarskólastjóri og
frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í
Hafnarfirði.
SEM starfsmaður
Orkuveitunnar get ég
ekki orða bundist
vegna sífelldra nei-
kvæðra frétta af mál-
efnum Orkuveitunnar.
Þetta er búið að standa
nokkuð lengi og hófst
rétt eftir að starfsfólki
OR var boðið að kaupa
hlut í Línu.Neti sem
tæplega 300 starfs-
menn gerðu. Ekki kom
til þess að borgar-
fulltrúar D-listans vör-
uðu starfsfólk OR við
þessari fjárfestingu og
keypti því starfsfólk
hlut í þeirri góðu trú að þetta væri
gott fyrirtæki. Síðan hafa fallið mörg
orð og verið skrifaðar margar grein-
ar um þetta ágæta fyrirtæki Línu.-
Net og ég leyfi mér að efast um að
nokkurt fyrirtæki hafi (nema
kannski Hafskip sáluga) þurft að
þola aðrar eins árásir í langan tíma af
einum stjórnmálaflokki.
Næsta mál eru árásir vegna lík-
amsræktarstöðvar í nýjum höfuð-
stöðvum OR við Réttarháls. Það
virðist vera aðalatriðið að gera kosn-
ingamál úr því að yfirstjórn Orku-
veitunnar vilji hugsa vel um sitt
starfsfólk með því að hugsa um
heilsu þess og hreyfingu og stuðla að
líkamsrækt meðal þess og leyfa um
leið viðskiptavinum í nágrenninu að
njóta góðs af staðsetningu stöðvar-
innar. Það gefur augaleið að starfs-
fólk OR vinnur frá 7:30 til 17:00 á
daginn og því upplagt að láta aðra
njóta þessa tíma ef hægt er. Ég skil
ekki hvað hefur gerst hjá D-listan-
um, hingað til hafa flestir borgar-
fulltrúar þeirra ekki staðið í árásum
á „starfsfólk“ OR en með nýjum
mönnum koma jú nýjar áherslur. Ég
segi starfsfólk, því að við starfsfólkið
fáum að heyra skammir og þaðan af
verra vegna þessara skrifa og við
þurfum að sitja undir því mun lengur
en kosningabaráttan stendur, að við
séum með bruðl og lúxus í vinnunni
og að nær sé að nota peningana í eitt-
hvað annað.
Á hátíðarstundum hjá stjórnend-
um og stjórnmálamönnum er gjarn-
an talað um mannauð fyrirtækja og
þessi kosningataktík hljómar því
ekki vel í mínum eyrum.
Ég sé ekki neitt slæmt við það á fá
fagfólk sem nú þegar rekur stöðvar
út um allan bæ til þess
að reka líkamsræktar-
stöð í húsi Orkuveit-
unnar frekar en að hafa
lokaðan sal innan fyrir-
tækisins þar sem hver
og einn æfir eftir sínu
höfði með mismunandi
aðferðum og óhjá-
kvæmilega einhverjum
meiðslum sem gerast
alltaf þegar óvanir eiga
í hlut og jafnvel einnig
hjá vönum aðilum. Ég
sé heldur ekki hvernig
það getur verið slæmt
mál að einhver utanað-
komandi aðili ræki
kaffisölu í húsinu ef til
kæmi. Ég veit ekki betur en að slíkt
sé nú þegar gert í Ráðhúsinu. Það er
a.m.k. styttra fyrir Grafarvogsbúa að
fara í Orkuveituhúsið og setjast yfir
kaffibolla því ekki eru mörg kaffihús
í Grafarvogi að því ég best veit og
ekki slæmt fyrir Árbæjarbúa. Ég
held að það væri einnig ágætt að hafa
í huga að hjá Orkuveitunni vinna yfir
500 starfsmenn. Líkamsrækt sem
fjöldi starfmanna tekur þátt í kemur
sér vel fyrir heilsu starfsfólksins og
er hagur fyrirtækisins. Ég þykist
vita að af reynslu að starfsfólk vill fá
faglega tilsögn þegar með þarf frem-
ur en æfa eftir eigin höfði, það sýnir
fjöldi starfsmanna sem æfir hjá ýms-
um líkamsræktarstöðvum úti í bæ.
Það er líka mín tilfinning að við séum
búnir að fá nóg af þessum skrifum og
árásum á fyrirtækið og mál að linni.
Orkuveita Reykjavíkur er gott fyr-
irtæki með gott starfsfólk sem leiðist
þetta umtal.
Er D-listinn á
móti starfsfólki
Orkuveitunnar?
Guðmundur
Sigurvinsson
Orkuveitan
Það er líka mín tilfinn-
ing, segir Guðmundur
Sigurvinsson, að við
séum búnir að fá nóg af
þessum skrifum og
árásum á fyrirtækið og
mál að linni.
Höfundur er starfsmaður Orkuveitu
Reykjavíkur.
ÞAÐ er kominn
tími til að kynna
þýskan vísindamann
að nafni dr. Matthias
Rath líka fyrir lesend-
um Morgunblaðsins.
Sérstaklega á það við
um þá lesendur sem
annaðhvort líða fyrir
hjarta og æðasjúk-
dóma eða eru í
áhættuhópi fyrir þá
viðsjárverðu krank-
leika.
Dr. Rath er lækn-
islærður og hefur
helgað starf sitt þess-
um sjúkdómum eink-
um og sérílagi með
því að rannsaka ýtarlega bakgrunn
þeirra um árabil. Niðurstöður
hans hafa bæði verið birtar í virt-
um vísindaritum og að auki fékk
hann fyrir nokkrum árum banda-
rískt einkaleyfi á meðhöndlun
sinni sem byggist á viðhaldi heil-
brigðis frumnanna í mannslíkam-
anum. Til viðbótar þessu hefur
fyrirtæki hans, sem bæði hefur að-
setur í Kaliforníu og Hollandi, vax-
ið og blómgast á síðustu átta ár-
um. Því að meðhöndlun hans
virkar nákvæmlega eins og hann
útskýrir.
En þrátt fyrir þetta birta fjöl-
miðlar vestrænna landa ekkert um
þessa nýju meðhöndlun sem er
byggð á rannsóknum hans. Með-
höndlun sem ber ótrúlegan árang-
ur þrátt fyrir minni útgjöld. En er
um leið gjörbylting frá þeim með-
ferðum sem hingað til hafa verið
taldar eini möguleikinn til lækn-
inga á hjarta- og æðasjúkdómum.
Það er óþarfi að spyrja hvers
vegna þagað er um þessa nýju
þekkingu. Fjárhagslegir hagsmun-
ir og einkavæðing
upplýsingastrauma
eru nútímafyrirbæri
öllum kunnug. Hins
vegar er þetta sá
ógeðfelldi þáttur
heilsumála, sem gerir
lítið með líðan og
heilsuhorfur sjúk-
linga. Hvað þá með
sjálfkrafa fjármuna-
austur úr ríkiskassan-
um sem þessu fylgir.
Og varla getur nokk-
ur haldið því fram að
slíkt hagsmunabrölt
fárra eigi sjálfkrafa
að koma í veg fyrir að
einstaklingar í vanda
fái bót meina sinna?
Töfraorðið kólesteról eða blóð-
fita var enn einu sinni í fréttunum
í september síðastliðnum. Í þetta
sinn var það vegna afturköllunar
lyfjarisans Bayer á lyfinu
Lipobay til minnkunar á blóðfitu
sem nú hefur orðið yfir 100 manns
að bana. Kólesteról er það efni
sem stíflar æðakerfið. En það er
samkvæmt rannsóknum dr. Rath
ekki orsök vandans heldur afleið-
ing. Orsökin er langtímaskortur á
bætiefnum, bæði vítamínum og
aminósýrum sem eru náttúrulega
hráefnið til myndunar kollagent-
refja sem venjulega styrkja æða-
veggina og koma í veg fyrir inn-
vortis blæðingar.
Rétt eins og gerist í verksmiðj-
um, þegar hráefnið berst ekki
reglulega, er gripið til neyðarráð-
stafana. Í líkama fólks fyllir kól-
esterólið þannig uppí veikleika
sem myndast í æðunum svo að inn-
vortis blæðingar hefjist ekki. Gall-
inn er hins vegar sá að þetta neyð-
arfyllingarferli hættir ekki þegar
nóg er komið. Æðaþrengingar og
jafnvel stíflun er lokaniðurstaðan
eins og hver pípulagningarmaður
getur skilið.
Í stað þess að snúa sér að orsök-
um vandans er nú barist við afleið-
inguna sem er kólesteról-þrenging
æðanna. Meðhöndlun dr. Matthias
Rath er hins vegar fólgin í því að
sjá líkamanum fyrir nægilegu
réttu hráefni, þannig að ávallt séu
fyrir hendi kollagen-trefjaefni til
að fylla upp í veikleika í æðunum.
Þetta er eðlilegt ferli í æðakerfinu
og styrkir það.
Skyrbjúgur veldur dauða vegna
innvortis blæðinga eftir um 10–12
vikur án inntöku C-vítamíns. Stöð-
ugur skortur sama vítamíns yfir
langt tímaskeið veldur því að æ
erfiðara verður að halda æða-
veggjunum heilum með kollagen-
trefjum. Þá tekur kólesteról-neyð-
arfyllingin við. Niðurstaðan er sem
sé sú, að skráð gildi um lágmarks
dagskammta af C-vítamíni er nú
hreinlega of lág. A.m.k. á svæðum
þar sem mataræði er svipað og á
Íslandi.
Góðu fréttirnar eru sem sé, að
nú er unnt að kaupa frá Hollandi
sérblönduð fæðubótarefni sem
bæði koma í veg fyrir kólesteról-
þrengingar í æðum og önnur sem
losa smám saman um þessar
þrengingar, séu þær fyrir hendi.
Þúsundir manna og kvenna í
Bandaríkjunum og Þýskalandi
vitna um þennan góða árangur.
Allt án aukaverkana.
Slæmu fréttirnar eru hins vegar
þær, að síðan fyrstu vísindanið-
urstöður dr. Rath birtust fyrir um
tíu árum hafa lyfjarisarnir gripið
til þess ráðs að vinna að þrenginu
á aðgengi almennings að fæðubót-
arefnum. Þetta gera þeir m.a. með
yfirtöku nefndar Sameinuðu þjóð-
anna sem nefnist Codex Aliment-
arius. Nefndar sem ákveður allt
um fæðu 6 milljarða manna en
vinnur þó mest gegn vítamíninn-
töku.
Um þessar mundir stendur yfir
mótmælaalda frá almenningi um
allan heim gegnum vefinn til að
sýna í verki að enn erum við ekki
fjarstýrð vélmenni. Á síðu dr.
Rath: www.vitamins-for-all.org er
hægt að taka þátt í þeim.
Heilsumál almennings eru við-
kvæm mál fyrir marga. Ef það
gildir enn að segja að stjórnmál
séu mikilvægari en svo, að hægt sé
að trúa eingöngu stjórmálamönn-
um fyrir þeim, er það einnig rétt
að fullyrða að heilsumál séu of
mikilvæg til þess að trúa læknum
eingöngu fyrir þeim. En almenn-
ingur getur ekki metið stöðu sína
án upplýsinga. Í þeim anda er
þessi kveðja skrifuð á nýju ári til
allra landsmanna.
Góðar fréttir á nýju ári
Einar
Þorsteinn
Lækningar
Meðhöndlunin er
gjörbylting frá þeim
meðferðum, segir Einar
Þorsteinn, sem hingað
til hafa verið taldar
eini möguleikinn til
lækninga á hjarta-
og æðasjúkdómum.
Höfundur er hönnuður.