Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 57 EINS og Einar Eyj- ólfsson, Fríkirkjuprest- ur í Hafnarfirði, horfi ég stundum á sjónvarps- stöðina Omega og get tekið undir það að sumir sem koma þar fram og leggja orð í belg varð- andi Mið-Austurlönd ættu að láta það ógert. Framsetningin er eins- leit og ekki alltaf mál- efnaleg. Hins vegar eru aðrir sem koma fram þar, sem tala um málið af þekkingu og djúpu innsæi, en presturinn hefur greinilega misst af því, og það er miður. Óneitanlega kemur á óvart þegar presturinn talar um ódæðisverk Shar- ons í Líbanon, sem eru ekki sönnuð, frekar en svo margt annað sem og það þegar hann talar sérstaklega um þá „grimmd sem Ísraelsmenn hafa sýnt óbreyttum borgurum“ og verði „ekki réttlætt með því að verið sé að verjast hryðjuverkamönnum, saklaust fólk á ekki að líða fyrir slíkt“. Allir hljóta að taka undir þessi orð, svo sannarlega, en ekki auðvelt við að ráða eins og dæmin sanna, samanber Afganistan, skelfileg staðreynd, sem við höfum varla gleymt, eða hvað? Það, sem kemur þó mest á óvart í þessu sam- hengi er að presturinn nefnir ekki einu orði ódæðisverk Arafats, fyrr og síðar, sem eru þó ein af þeim dekkstu, sem yfir heiminn hafa gengið og ég spyr er það ekki alsaklaust fólk sem fyrr og um þessar mundir líður undan hryðjuverkaárásum Arafats og hans manna? Er það ekki saklaust fólk sem deyr í hrundaðatali og limlestist and- lega og líkamlega í þúsundatali fyrir hans tilverknað? Eða er ekki sama hverrar þjóðar saklausa fólkið er? Presturinn nefnir heldur ekki eitt orð um slóttugheit og ósannsögli Arafats, sem af og til, þegar það hentar pólitík- inni hans, sendir út yfirlýsingar um að hann fordæmi hryðjuverkin, sem hans eigin hryðjuverkasamtök, stofnuð af honum sjálfum og kennd við hann sjálfan, hafa framkvæmt! Þegar best lætur, og mikið liggur við, setur hann yfirlýsinguna skriflega á skjal, sem fjölmiðlar sýna í fullri stærð. Ég hitti múslíma frá Palestínu sem er búsett- ur hér á landi sem sagði um Arafat. „Arafat meinar ekki orð af því sem hann segir um frið, hann vill Ísrael á haf út og setur á svið leikrit í ótrúlegustu myndum, til að fá samúð heimsins.“ Man presturinn eftir vopnaskipinu sem fannst á Rauðahafi, full- hlaðið sjálfsmorðsbelt- um og allskyns eyðing- arvopnum, í svo miklu magni að það hefði getað grandað Ísrael marg- sinnis á einni móttu! Hvað sagði Arafat? Jú, hann sór og sárt við lagði að hann hefði ekki komið nálægt þessu skipi, vissi hreint ekkert um það! Annað kom í ljós. Þó ég telji mig vita talsvert um ástandi fyrir botni Miðjarðarhafs, fyrr og nú, og hafi komið þar margoft og eigi þar kæra vini bæði meðal Ísr- aela og Palestínumanna tel ég mig ekki þekkja ráð til að leysa þetta flókna og margslungna mál, hvað mikið sem ég vildi. Hins vegar tel ég að þeir sem ætla sér að fjalla um mál- ið þurfi að fara á staðinn og horfast í augu við staðreyndir, áður en þeir fella einhliða dóma, t.d. íslenskir fréttamenn þá yrði fréttamiðlunin ekki eins gegnsýrð af hlutdrægni, og raun ber vitni í mörgum tilvikum, trúlega einsdæmi í heiminum, það getur fólk sjálft kynnt sér með því að horfa – og hlusta á aðra fréttamiðla. Einnig er það staðreynd að spjall- þættir fréttamiðla hér heima kalla einungis til sín fólk sem gefur sig út fyrir að vera gegn Ísrael, sem sumt hvað hikar ekki við að fara með stað- lausa stafi, hreint með ólíkindum. Það kastar þó tólfunum, vægast sagt, þegar ríkiskirkjan á Íslandi og þjón- ar hennar blanda sér í málin með af- gerandi hætti öðrum deiluaðila í hag, samanber það sem ég las í Morgun- blaðinu nýverið, sagt af kirkjunnar manni... „að stjórnvöld í Ísrael snúi af þessari óheillabraut“ ... Ættum við ekki fremur að óska þess að báðir að- ilar snúi inn á heillabraut til friðar? Hryðjuverkin og sjálfsmorðsárásirn- ar í Ísrael fjármögnuð af sumum ná- grannaríkjunum og framkvæmd af heilaþvegnum blekktum einstakling- um, þar sem innprentað hatur blind- ar heilbrigða sýn eru ástæðan fyrir ástandinu um þessar mundir. Meðan stutt er við hryðjuverk verður aldrei friður. Mundum við horfa upp á ást- vini okkar sprengda í loft upp, tætta í sundur til ólífis eða örkumlunar, án þess að gera eitthvað? Ég held ekki. Hvort viðbrögð okkar yrðu gagnleg til árangurs, eða ættu rétt á sér er svo önnur saga. Svo er og með þá skelfilegu hluti sem saklaust fólk í Palestínu fær að líða, á þeim slóðum, þar sem glæpamanna er leitað. Presturinn biður Guð að fyrirgefa þeim á Sjónvarpsstöðinni Omega, svo slæmt finnst honum framlag þeirra. Það hefur farið framhjá mér, ég hefi aldrei heyrt þá viðhafa mannorðs- meiðandi orð um málin. – Já, við horf- um með mismunandi augum á lífið sem flýgur framhjá. Hvernig svo sem það sjónarspil er hverjum og einum, þurfum við öll á fyrirgefningu að halda gagnvart okkur sjálfum, hvert öðru og frá Hinum Hæsta, og eins og Páll segir, ég mest af öllum. Um leið leyfi ég mér að spyrja… „Bara Ísr- aelum að kenna?“ eins og Óli Tynes spyr í Morgunblaðinu 13. apríl sl. Þökk fyrir það innlegg. Margir vildu gjarnan láta til sín heyra, en hætta ekki á það í ringulreið þeirrar ein- stefnu sem ríkir í þessu grafalvarlega og margslungna risamáli. Biðjum fyrir Palestínu og líka Ísr- ael. Þar hefi ég séð palestínsk og ísr- aelsk börn fæðast hlið við hlið, sofa og vaka hlið við hlið, með mæður sín- ar hjá sér einnig hlið við hlið. Allir í sátt og öllum gert jafnt undir höfði. Öll voru þau blessun, sem opnuðu mér víddir skilnings, sem svo oft áð- ur. Ég elskaði þau öll, enda voru þau fædd til að vera elskuð og blessuð og til að vera blessun. Ég minni mig á að biðja fyrir þeim alla daga. Þökk fyrir birtinguna. Hugleiðing vegna greinar Einars Eyjólfssonar Hulda Jensdóttir Höfundur er ljósmóðir. Ófriður Þeir sem ætla að fjalla um málið þurfa að fara á staðinn, segir Hulda Jensdóttir, og horfast í augu við stað- reyndir áður en þeir fella einhliða dóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.