Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 38
LISTIR 38 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ skaplega tímafrekt. En við sjáum hvað setur.“ Davíð kvaðst ánægður með DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra las í gær upp úr bók sinni, Nokkrir góðir dagar án Guð- nýjar, á íslensku menningarhá- tíðinni, Island Hoch, í Berlín. Bókin kom nýverið út í þýskri þýðingu og sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að forleggjari sinn í Þýskalandi, Gerhard Steidl, hefði óskað eftir að gefa aðra bók eftir sig út ytra. „Steidl er mjög ánægður með viðtökurnar sem bókin hefur fengið hérna í Þýskalandi og pantaði hjá mér skáldsögu. Þetta er afskaplega spennandi, þótt alltof snemmt sé að segja til um hvenær eða hvort af þessu getur orðið. En þetta er heilmikil hvatning.“ Davíð hefur haft aðra bók á prjónunum hér heima en segir ekki alltaf mikinn tíma gefast til skrifta. „Það gengur á ýmsu í mínu aðalstarfi, sem er af- dagskrána í gær en auk hans las þýski leikarinn Hanns Zischler upp úr bókinni. „Þýski leikarinn, sem var mjög góður, las þarna tvo kafla en minn lestur var meira til málamynda, til að leyfa fólki að heyra þetta á frummál- inu. Það var fullt hús og af- skaplega gaman.“ Segir Davíð að öðrum þræði hafi verið um útgáfuteiti að ræða og áritaði hann fjölmörg eintök af bókinni. Kveðst hann ánægður með sam- starfið við Steidl, þar fari vandað forlag. „Steidl er með höfunda eins og Günter Grass og Halldór Laxness á sínum snærum, þannig að ég gæti ekki verið í betri fé- lagsskap.“ Íslenska menningarhátíðin hófst í Berlín í fyrradag og segir Davíð hana hafa farið vel af stað. „Þetta hefur verið afskaplega vel heppn- að. Það er mikil áhersla á Halldór Laxness og hann blasir alls staðar við. Það er greinilega Laxness- vakning hér í Þýskalandi, sem er ánægjulegt.“ Davíð les upp í Berlín Ljósmynd/Andreas Ammann Davíð Oddsson les upp úr bók sinni í Berlín í gær. Erna Ómarsdóttir dansari. ERNA Ómarsdóttir listdansari kemur fram í Bolshoi-leikhúsinu í Moskvu annað kvöld. Tilefnið er að danshöfundurinn Jan Fabre hefur verið tilnefndur til Benoit de la danse-verðlaunanna, fyrir dans sem hann vann með Ernu og fleiri dansa, en þetta eru ein virtustu verðlaun sem veitt eru í dansheim- inum. Verðlaunahátíðin verður í Bolshoi-leikhúsinu annað kvöld. Við það tækifæri dansar Erna þátt úr dansinum fyrir fullu húsi danslista- manna hvaðanæva úr veröldinni. Erna er komin til Moskvu og líst vel á sig. „Þessi keppni hefur verið mjög formföst gegnum árin og mest um klassískan dans. Á síðustu árum hefur þetta verið opnað æ meir fyrir öðrum tegundum danslistar. Hér verða margir af fremstu dönsurum og danshöfundum í nútímadansi, þannig að áherslurnar hafa greini- lega breyst.“ Erna segir það mikinn heiður fyr- ir mig að fá að dansa í þessu sögu- fræga húsi, og finnst það mjög spennandi. „Ég er búin að kíkja á sviðið í Bolshoi, það er risastórt og ég verð ein á því, þannig að þetta verður mikil upplifun fyrir mig. Maður skynjar vel söguna í þessu húsi og það er mjög skrýtin tilfinn- ing að standa í sporum allra þeirra frægu dansara sem hér hafa verið. Mér hefði aldrei dottið í hug að ég ætti þetta eftir, enda er það sem ég fæst við ekki klassískur dans.“ Erna fékk fyrir rúmu ári hlutverk í sólódansleikverki í leikstjórn belg- íska listamannsins Jan Fabre, sem frumsýnt var í Avignon í Frakklandi sem var menningarborg árið 2000. Verkið ber heitið My Movements are alone like Streetdogs (Hreyf- ingar mínar eru einar líkt og götu- hundar), og er grunnhugmynd þess byggð á ljóðinu Le Chien (Hund- urinn) eftir Léo Férre. Verkið var frumsýnt á Festival Avignon og hlaut afar jákvæðar umsagnir gagn- rýnenda í frönskum dagblöðum, á borð við Le Monde, Le Figaro, Lib- eration og Provence og varð gagn- rýnendum ekki síst tíðrætt um sprengikraft hins unga dansara frá Íslandi. Þá taldi gagnrýnandi dag- blaðsins Le Monde danssýninguna einn athyglisverðasta listviðburð menningarársins í Avignon. Síðan sólódansverkið var frum- sýnt hefur Erna haft í mörgu að snúast. Verkið hefur nú verið sýnt um alla Evrópu m.a. í Palais des Beaux Arts í Brussel, á alþjóðlegri danshátíð í Vín og nú síðast í stærsta leikhúsi Parísarborgar, Theater de la Ville. Ennfremur stendur fyrir dyrum að sýna verkið í Brasilíu. Erna Ómarsdóttir útskrifaðist úr einum eftirsóttasta skóla Evrópu á sviði nútímadanslistar, Performing Arts Research and Training Studios í Brussel í Belgíu. Frá útskrift árið 1998 hefur hún tekið þátt í fjöl- mörgum danssýningum víða um Evrópu og starfað í danshópi Jan Fabre. „Mér hefði aldrei dott- ið þetta í hug“ Erna Ómarsdóttir dansar í Bolshoi Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINUvið Hverfisgötu stendur nú yfirundirbúningur að fimm nýjum sýningum, og verða þrjár þeirra opnaðar nú í sumar og tvær í haust. Þar er fyrst um að ræða mikla sýn- ingu á þjóðargersemum Íslendinga, handritunum, sem Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi stendur fyr- ir, og því næst ljósmyndasýningu úr svokölluðum Fox-leiðangri 1860, þar sem getur að líta myndir sem eru með þeim elstu frá Íslandi; Þjóð- minjasafn Íslands stendur fyrir þeirri sýningu. Þá mun Skáksam- band Íslands standa fyrir sýningu úr skáksögu íslands og sérstaklega beina sjónum að „einvígi aldarinnar“ og loks er í undirbúningi mikil sýn- ing sem segir sögu kortagerðar á Ís- landi. Auk þessa verður skipt um efni í sýningarbásum í bókasal, en þar verður í sumar á vegum Lands- bókasafns – Háskólabókasafns bókasýning með verkum sem Ís- lendingar í Vesturheimi hafa gefið út. Á blaðamannafundi í Þjóðmenn- ingarhúsi í gær kom fram að það sé hlutverk Þjóðmenningarhúss að sinna með fjölbreyttu sýningahaldi menningu okkar og sögu, þjóðmenn- ingu okkar í sem víðustum skilningi. Við opnun hússins voru þar tvær veglegar sýningar sem tengdust árinu tvö þúsund, því að 1000 ár voru liðin frá kristnitökunni á Ís- landi og 1000 ár liðin frá landafund- um norrænna manna. Kristnisýning- in verður nú tekin niður og eru síðustu forvöð að sjá hana í næstu viku. En um 30.000 manns munu hafa séð sýninguna. Landafundasýn- ingin verður hins vegar áfram um sinn. Gamlar Íslandsmyndir Ljósmyndasýning Þjóðminja- safnsins verður opnuð 17. júní í sýn- ingarsölum hússins á fyrstu hæð þar sem kristnisýningin var. Myndirnar eru teknar úr svonefndum Fox-leið- angri um 1860 en þá stóð til að leggja sæsímastreng yfir Atlants- hafið. Myndirnar eru því ekki ein- göngu frá Íslandi heldur og frá Grænlandi og Færeyjum og munu hinar fyrstu í heiminum sem teknar eru á Grænlandi. Engin þessara mynda hefur komið fyrir almenn- ings sjónir áður, en þeir sem stóðu að leiðangrinum urðu sumir hverjir heimsfrægir menn. Á sýningunni verða auk þess munir sem tengjast efni ljósmyndanna. Inga Lára Bald- vinsdóttir, deildarstjóri í Þjóðminja- safninu, sem hefur umsjón með þessari sýningu, segir þessar mynd- ir afar merkilegar. Þær koma hing- að til lands frá Royal Geographical Society í Lundúnum og Konunglegu bókhlöðunni í Kaupmannahöfn. Á sýningunni verða 52 ljósmyndir, stækkaðar mikið með nýrri tækni, sem leyfir myndefninu að njóta sín sem best. Myndunum munu fylgja ítarlegir greiningartextar á mynd- efninu ásamt textaspjöldum þar sem gerð verður grein fyrir leið- angrinum, leiðangursmönnum og ís- lensku þjóðlífi þess tíma. Gens una sumus 11. júlí verður svo opnuð mikil skáksögusýning í þremur sýningar- herbergjum hússins á annarri hæð, en þar hafa verið sýningar á skjald- armerki Íslands, orðum, mynt og kortum á vegum Seðlabankans. Sýningunni er ætlað að rekja skák- sögu Íslendinga frá fyrstu tíð, hvernig Wiliard Fiske kom að þeirri sögu og hvernig íslenskum skák- mönnum hefur vegnað hér heima og erlendis svo eitthvaðsé nefnt, en skákáhugi mun vera almennari á Ís- landi en víðast annars staðar. Sér- stök áhersla verður svo lögð á margvíslegt efni, innlent og alþjóð- legt, sem tengist einvígi þeirra Spasskís og Fischers, en einvígið hófst einmitt 11. júlí 1972. Þessi sýning mun standa fram á haust, en þá er í ráði að efna í sömu sölum til sýningar á kortagerð Íslendinga frá Guðbrandi og Þorláki um stranda- kortin svonefndu til þeirra Björns Gunnlaugssonar og Þorvalds Thor- oddsens. „Í bók þessi lét ek rita…“ Handritasýningin verður í sýn- ingarsölum annarrar hæðar og verður, ef svo má að orði komast, flaggskip í sýningarstarfi Þjóð- menningarhússins næstu árin. Stofnun Árna Magnússonar hefur lengi skort aðstöðu til að sýna lands- mönnum og erlendum ferðamönnum handritin að miðaldabókmennum okkar en hliðstæður þeirra er ekki að finna í neinu öðru landi. Sýningin verður opnuð í byrjun október og getur þar að líta Konungsbók Eddu, handrit af Íslendingasögum og fleiri gersemar. Sýningarstjóri verður Gísli Sigurðsson, en hönnuður sýn- ingarinnar Steinþór Sigurðsson. Samstarf við menningar- stofnanir og skóla Steinþór og Gísli mættu til fundar í Þjóðmenningarhúsi með líkan af handritasýningunni. Ljóst er að hún verður ein sú viðamesta sem hér hefur verið haldin, og segir Gísli henni ætlað að gefa mynd af hand- ritunum bæði í fortíð og nútíð og endurspegla hvernig efni þeirra hef- ur lifað með þjóðinni. Handritin sjálf verða til sýnis, en ýmiss konar ítarefni verður einnig til staðar bæði á tölvum og prenti. Eitt það for- vitnilegasta sem Gísli nefnir er að á sýningunni verður sérstakt „fram- leiðsluherbergi“, þar sem sjá má hvernig kálfskinn var verkað og unnið og blóðið sem notað var til skrifta. Gísli segir að þeir sem hafi skrifað á skinn hafi búið að mikilli handverkskunnáttu hvað þetta varðar. Margir haldi að skinnblöðin hafi verið brún, en eftir verkun skinnanna hafi þau verið skjanna- hvít. Gestum á sýningunni verður leyft að prófa að skrifa með fjað- urstaf og blóði á kálfskinn. Sveinn Einarsson, forstöðumaður Þjóðmenningarhúss, segir mikil- vægt að gott samstarf sé milli menningarstofnana og hússins. Sýn- ingarnar séu liður í því að efla þessi samskipti. Húsið hefur einnig tengst Skólavefnum, en vefnum aft- ur tengjast sýningar sem nefnast skáld mánaðarins og verða í bókasal frá hausti á vegum Landsbókasafns – Háskólabókasafns. Í smíðum er einnig heimasíða hússins og í und- irbúningi stærra margmiðlunar- verkefni, en daglega koma í húsið 3–4 hópar skólafólks að kynna sér efni sýninganna og vinna úr því. Stefnt er að því að efla samstarf við skólana eftir því sem sýningarhaldið verður fjölbreyttara. Aðgangseyrir á allar sýningarnar er 300 krónur en 100 króna afsláttur er fyrir öryrkja og eldri borgara og ókeypis fyrir börn að 16 ára aldri. Hins vegar verður bryddað upp á því nýmæli að hafa einn dag í viku opinn öllum ókeypis og er það á sunnudögum. Í fyrsta skipti verður það á sunnudaginn kemur og þá verður lesið úr íslenskum barnabók- um í lok bókaviku, sem er íslenska gerðin af bókadegi UNESCO. Jafn- framt er í bígerð að efna til lestrar úr íslenskum skáldverkum í enskri og þýskri þýðingu fyrir ferðamenn í sumar. Þjóðmenningarhúsið er opið alla daga frá kl. 11–17 og geta hópar pantað leiðsögn um sýningarnar í húsinu. Morgunblaðið/Ásdís Steinþór Sigurðsson kynnir líkan að handritasýningunni. Undirbúa fimm sýningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.