Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 9 Laugavegi 56, sími 552 2201 Ný sending Meiri háttar gallabuxur og gallapils Gleðilegt sumar! Kringlunni - sími 581 2300 MARGAR GERÐIR STÆRÐIR M - 4XL SUMARJAKKAR Símar: 515 1735 og 515 1731 Bréfasími: 515 1739 Farsími: 898 1720 Netfang: oskar@xd.is Utankjörfundaratkvæ›agrei›sla vegna sveitarstjórnarkosninganna 25. maí nk. er hafin. Kosi› er hjá s‡slumönnum og hreppstjórum um land allt. Í Reykjavík er kosi› í Skógarhlí› 6 virka daga kl. 9.00 – 15.30. Utankjörsta›askrifstofan veitir allar uppl‡singar og a›sto› vi› kosningu utan kjörfundar. Utankjörsta›askrifstofa Sjálfstæ›isflokksins Sjálfstæ›isfólk! Láti› okkur vita um stu›ningsmenn sem ekki ver›a heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæ›, 105 Reykjavík kvenfataverslun Skólavörðustíg 14, sími 551 2509. Nýir skartgripir Mikið af nýjum sumarfatnaði FYRRUM kúabóndinn Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti við Hvítárbrú brá á leik um daginn og bauð um 50 manns á fund til sín í Félagsbæ í Borgarnesi. Enginn vissi hvert tilefnið var fyrr en komið var á fundinn og Þor- kell hóf framsögu sína. Greina mátti óróa hjá sumum fundarmanna vegna þess að þeir töldu að Þorkell væri jafnvel að kynna nýjan fram- boðslista til komandi sveitarstjórn- arkosninga. En svo reyndist alls ekki vera heldur var Þorkell að kynna nýja afurð úr sveitinni, nokk- urs konar heimabrugg. Áfengt var sullið þó ekki og lík- lega alveg gjörsamlega ódrekkandi og er beinlínis varað við að smakk- að sé á því en lyktin leynir sér ekki og hún er sterk. Þarna er loksins búið að finna upp aðferð við að tappa fjósalykt á flöskur. Búið var að líma sérstakan heimagerðan miða á flöskurnar sem tilgreindi innihaldið og hella í þær mismiklu af glundri sem lyktaði af missterkri fjósalykt. Kvaðst Þorkell að svo komnu máli ekki ætla að leggja út í mikla markaðssetningu heldur láta reyna á hvort áhugasamir aðilar um fjósa- lykt á flöskum hefðu ekki bara sam- band við sig í Ferjukoti. Fjósalykt á flöskum Morgunblaðið/Theodór Sindri bóndi í Bakkakoti og Guðmundur Finnsson frá Varmalandi eru greinilega vanari betri lykt en gaus upp úr flösku frá Ferjukoti. Borgarnesi. Morgunblaðið. FLUGMANNI Cessna 182 flugvélar tókst að lenda á Keflavíkurflugvelli kl. 20.30 í gærkvöld, eftir að hafa orðið fyrir alvarlegum eldsneytis- skorti skammt vestur af flugvellin- um. Flugmaðurinn tilkynnti um klukkan 19.30 að hann ætti í vand- ræðum vegna eldsneytisskorts og mikillar ísingar. Rétt fyrir klukkan 20 fór TF-FMS flugvél Flugmálastjórnar í loftið og skömmu síðar TF-SIF þyrla Land- helgisgæslunnar og fylgdu vélinni til Keflavíkur þar sem hún lenti fyrir eigin vélarafli. Um klukkan 20.18 kom flugvél Flugmálastjórnar að Cessna flugvélinni og örfáum mín- útum síðar drapst á hreyfli þeirrar síðarnefndu. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar kom að um svipað leyti. Þegar drapst á hreyflinum var flugvélin í 1.800 feta hæð en hreyfillinn fór síð- an aftur í gang. Flugmaðurinn lagði af stað frá Narsarssuak í Grænlandi kl. 15.13 og var ferðinni heitið til Keflavíkur. Vélin er ný fjögurra sæta, eins hreyfils vél. Lenti í Keflavík á síðustu bens- índropunum SVEITARSTJÓRNIR Austur-Hér- aðs og Fellahrepps hafa ákveðið að hefja undirbúning fyrir sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að kosið verði um sameininguna þann 25. maí næstkomandi samhliða sveit- arstjórnarkosningum. Við samein- inguna rynnu Egilsstaðir og Fella- bær saman í eitt og við það yrði til nýtt sveitarfélag með tæplega 2500 íbúa. Í fréttatilkynningu frá sveitar- félögunum segir að á nýafstöðnum fundi sveitarstjórnanna hafi verið skipuð nefnd með þremur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi til að undirbúa kosninguna. Segir að sveitarstjórn- irnar hafi haft málið til skoðunar í skamman tíma en þær viðræður hafi leitt til þessarar niðurstöðu. Verður fyrsti fundur nefndarinnar haldinn á föstudag þar sem farið verður yfir þau verkefni sem leysa þarf af hendi áður en kosning getur farið fram. Við sameininguna yrði til annað fjölmennasta sveitarfélagið á Austur- landi og segir í tilkynningunni að for- ráðamenn sveitarfélaganna sjái ýmis sóknarfæri við sameininguna. „Svæðið í heild yrði sterkara út á við og betur í stakk búið til að veita þjón- ustu og takast á við þann fjölda verk- efna sem sveitarfélög þurfa að inna af hendi.“ Segir að sveitarfélögin starfi nú þegar saman á ýmsum sviðum og mikill samgangur sé milli íbúa sveit- arfélaganna. „Sveitarfélögin eru inn- an sama þjónustu- og markaðssvæðis og þéttbýlið á Egilsstöðum og Fella- bæ tengist á margan hátt. Íbúarnir samnýta ýmis íþróttamannvirki og golfvöll, sveitarfélögin starfa saman í sorpsamlagi Mið-Héraðs og eiga í sameiningu Hitaveitu Egilsstaða og Fella, svo eitthvað sé nefnt,“ segir í fréttinni. Sameining Austur- Héraðs og Fella- hrepps undirbúin RÍKISSAKSÓKNARI hefur áfrýjað til Hæstaréttar 18 mánaða fangels- isdómi Héraðsdóms Austurlands yf- ir manni fyrir kynferðisbrot gegn ungri stjúpdóttur sinni. Krafist er refsiþyngingar og hækkunar skaðabóta, en í héraði var ákærði dæmdur til að greiða brota- þola eina milljón króna. Dómþoli áfrýjaði ekki dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp 4. apríl sl. Krefst refsiþyng- ingar í kynferð- isbrotamáli HARALDUR Örn Ólafsson Eve- rest-fari er nú að ljúka hæðarað- lögun á Everest og stefnir á þriðju búðir á morgun, föstudag og því næst niður í grunnbúðir á laugar- dag eða sunnudag. Hann gekk hálfa leið upp í þriðju búðir í gær, miðvikudag og er fjallhress að eig- in sögn. Eftir helgina tekur við hvíld í þriðju búðum þar sem leiðangurs- menn undirbúa atlöguna á tindinn. Gengið verður á þremur dögum í fjórðu og síðustu búðir og tindur- inn klifinn á fimmta degi ef veður leyfir. Búist er við að atlagan verði gerð snemma í maí. Ólafur Örn Haraldsson, faðir Haralds, verður aðalaðstoðar- maður sonar síns í seinni hluta leiðang- ursins og fór til Nepal í gær. Mun Ólafur halda til í grunnbúðum og verður hann í stöðuðugu sambandi við Harald of- ar á fjallinu. Að sögn Ólafs lagði Haraldur mikla áherslu á að hann hefði aðstoðarmann í grunnbúðum þegar ofar kæmi í fjallið og sagðist Ólafur taka sumarfrí sitt í Nepal- ferðina nú í upphafi þinghlés. Haraldur Örn að ljúka hæðar- aðlögun á Everest Haraldur Örn Ólafsson EINN maður var fluttur á slysadeild til athugunar eftir að eldur kom upp í íbúð hans við Kleppsveg í gærkvöldi. Samkvæmd upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bárust upplýsingar um reyk úr íbúð- inni og var tilkynningin þess eðlis að menn frá tveimur stöðvum, Tungu- hálsi og Skógarhlíð, voru sendir á staðinn. Þegar þangað kom var frek- ari aðstoð afboðuð. Hafði eldur kviknað út frá eldavél og var slökkvi- lið fljótt að komast fyrir eldinn. Til öryggis var eini íbúi íbúðarinnar sendur á slysadeild til athugunar vegna reyks, að sögn slökkviliðsins. Eldur í íbúð við Kleppsveg BROTIST var inn hjá gullsmið í Vesturbænum í gærkvöldi og þaðan stolið nokkrum tugum gullhringja. Þjófurinn eða þjófarnir brutu rúðu í sýningarglugga í versluninni og við það fór þjófavarnakerfi í gang. Þeim tókst að komast á brott með töluverð verðmæti í gullhringjum áður en lögregla kom á staðinn en at- vikið var tilkynnt til hennar um átta- leytið. Að sögn lögreglu hafa þeir ekki náðst sem þarna voru að verki en unnið er að rannsókn málsins. Brotist inn í skart- gripaverslun ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.