Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ JIMMY Neutron, eða Nonni Nift- eind, einsog félagi minn vill kalla hann, er geðugur lítill gutti. Stuttur í annan endann, sannar hann að margur sé knár þó hann sé smár, og heima hjá honum er allt uppfullt af frábærum uppfinningum hans. Væri munur ef maður ætti vél sem tann- burstaði mann og greiddi á morgn- ana? Snillingurinn er einnig að reyna að ná sambandi út í geiminn og það tekst. En það reynist lítið fagnaðar- efni, því geimverurnar stela öllum foreldrum í bænum og ætla að fórna þeim fyrir guðinn sinn, risafuglinn Púddu. Nú er eins gott að hafa snör handtök og leyfa snilligáfu Jimmy að njóta sín ef allir krakkarnir eiga ekki allir að verða munaðarlausir. Myndin er bráðfyndin. Uppátæki Jimmys, uppfinningar hans og ekki síst eru persónurnar skemmtilegar. Mér fannst t.d kennslukonan dásam- leg og rödd hennar hreinn unaður. Ég efast heldur ekki um að barna- persónurnar í myndinni, krakkarnir í bekknum, séu verðugir fulltrúar al- vörubarna, hegðun þeirra og sam- skiptamunsturs. Litlir töffarar, smápíur og nördar á bíóbekk eiga öll sinn fulltrúa á hvíta tjaldinu. Myndin verður oft og tíðum mjög spennandi, sérstaklega í björgunar- leiðangrinum. Það var gaman hvern- ig krakkarnir átta sig á að þau geta ekki án foreldranna verið (þótt þeir séu oft ýkt leiðilegir!), en best fannst mér að þau höfðu valdið og fengu að bjarga þeim frá bráðum dauða. Það er ekkert smá gaman að lifa sig inn í það. Teikningarnar eru mjög skemmti- legar. Krúttlegar og vandaðar, ekki ósvipað því sem við sjáum í Leik- fangasögumyndunum. Enn og aftur má ég til með að hrósa talsetning- unni, en íslenskir leikarar eru alveg frábærir á því sviði og eiga stóran þátt í því, að bæði börn og fullorðnir skemmta sér stórvel á ævintýra- myndinni um ungsnillinginn sem heitir fullu nafni James Isaac Neutron. Stuttur snillingur og sniðugur KVIKMYNDIR Laugarásbíó og Sambíó Álfabakka Leikstjóri: John A. Davis. Handrit: J.A. Davis og Steve Oedekerk. Ísl. leikstjórn: Jakob Þór Einarsson. Raddir: Sigríður Ey- rún Friðriksdóttir, Friðrik Friðriksson, Esther Thalía Casey, Lára Sveinsdóttir, Guðfinna Rúnarsdóttir, Ólafur Egilsson, Jóhanna Jónas, Bragi Þór Hinriksson, Örn Árnason, Jóhanna Vigdís Arnardóttir. USA 82 mín. Nickelodeon 2001. JIMMY NEUTRON  Hildur Loftsdóttir ÞEIR eru komnir í hús, tenórarnir tveir og barítoninn. Eftir þeim er tekið á göngum. Það er létt í þeim, þeir skjóta hver á annan og fara með gamanmál. „Alltaf þarf að bíða eftir þér,“ er sagt við þann sem tafðist. „Veistu hvers vegna þessi var fast- ráðinn við Íslensku óperuna? Ekki vegna þess að hann kann að syngja, heldur vegna þess að hann getur staðið uppréttur í búningsherberg- inu,“ fær sá sem smæstur er að heyra. Allt er í þessum dúr. Þeir eiga greinilega vel saman, þremenning- arnir, Jóhann Friðgeir Valdimars- son, Jón Rúnar Arason og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Mennirnir sem heilsa munu sumri á tónleikum Sinfóníunnar á morgun og laugar- dag. Talið berst fyrst að yfirskrift tón- leikanna, Vormenn Íslands. Hvaðan er hún komin? „Við erum vorboðarnir ljúfu, líttu bara á okkur,“ segir Ólafur Kjartan sposkur á svip en í kynningu á tón- leikunum er talað um að félagarnir muni „leysa hjörtu landans úr klaka- böndunum“. „Nei, nei, þetta er frá Sinfóníunni komið, hún vildi hafa þetta svona. Persónulega vildi ég hafa þetta „Tenórarnir tveir og kvart,“ heldur hann áfram. „Ég vildi hafa þetta kvein og kvart,“ skýtur Jón Rúnar þá inn í. Það var Sinfónían sem fór þess á leit við þremenningana að þeir kæmu fram saman á tónleikunum. Þeir hafa ekki sungið þrír saman í annan tíma. „Við Jói erum svo nýir í faginu að hljómsveitin hefur senni- lega viljað hafa Jón Rúnar með til að hafa einhvern standard á þessu,“ segir Ólafur Kjartan. „Að heyra þetta,“ gellur þá í Jóni. „Það verður að koma skýrt fram að Óli sagði þetta, en ekki ég!“ Því er hér með hlýtt. „Þetta er óvenjuleg raddsamsetn- ing en býður upp á miklar kræsing- ar. Þetta verður óperuveisla,“ heldur Ólafur Kjartan áfram. „Síðan er auð- vitað leitun að öðrum eins tenórum – og það segi ég ekki bara að því þeir sitja hérna.“ Þetta verður vítaspyrnukeppni Er það ekki óðs manns æði, Ólafur Kjartan, að syngja með tveimur ten- órum? „Jú, blessaður vertu, ég verð sunginn í kaf.“ Tenórarnir hlæja – í desibilum. Blaðamaður rifjar í huganum upp mynd sem birtist af félögunum í aug- lýsingu í Morgunblaðinu á dögunum. Þar stendur Ólafur Kjartan í miðj- unni, með heyrnartól á höfði. „Þetta verður vítaspyrnukeppni.“ Jóhann Friðgeir tekur nú til máls. „Jæja,“ stynur Ólafur Kjartan. „Þá verð ég víst í markinu.“ Enn er hlegið. Ólafur Kjartan heldur þó ró sinni. „Barítonar hafa alla tíð verið lagðir í einelti af tenórum. Það er ekkert nýtt.“ En hvað um ykkur tenórana, er ekki ómögulegt fyrir ykkur að standa saman á sviði? Eru tenórar ekki alltaf að metast? „Auðvitað er smábolti í þessu hjá okkur. Allir vilja vera bestir. Það er bara heilbrigt og eðlilegt. Það er því alltaf spenna í loftinu þegar tveir tenórar koma saman. Hitt er annað mál að maður lærir alltaf mest af sín- um kollegum og því eiga menn ekki í neinum vandræðum með að vinna saman. Við hvetjum hver annan til dáða,“ segir Jón Rúnar og skemmst er að minnast samstarfs þeirra Jó- hanns og Birgis Baldurssonar undir yfirskriftinni Tenórarnir þrír. „Já, það er rétt, við sláumst aldrei. Alla vega ekki opinberlega,“ segir Jóhann hlæjandi. „Blessaður taktu ekki mark á þessu lítillæti,“ grípur Ólafur Kjart- an inn í. Þeir eru allir eins, þessir tenórar. Þú hefur heyrt um manninn sem hitti tenórinn á förnum vegi og sagðist hafa séð hann í Bónusi? „Nú, var ég ekki góður?“ spurði þá ten- órinn.“ En eiga þeir ekki inni fyrir þessu? Þeir fá alltaf sætustu stelpurnar í óp- erunum? „Það er rétt, þeir fá alltaf sætustu stelpurnar í sýningunum en, sjáðu til, eftir sýningu er það alltaf barí- toninn sem fer með þeim heim,“ seg- ir Ólafur Kjartan. Hann er sum sé ekki allur þar sem hann er séður, barítoninn. „Eins gott að konan mín lesi þetta ekki,“ segir Ólafur Kjartan og bítur í vörina. Af þessu tilefni rifja þremenning- arnir upp orð Don Giovannis: Að vera einni konu trúr er ósanngjarnt gagnvart öllum hinum. Gamansemin ræður hér ríkjum en Jón Rúnar brýtur skyndilega upp formið. „Þú mátt ekki halda að þetta verði eitthvert grín og glens. Þetta eru tónleikar af alvarlegum toga.“ Honum stekkur ekki bros. „Ja, ég lofa nú engu um það,“ segir þá Ólafur Kjartan. „Hvernig geta þetta verið alvar- legir tónleikar, þegar fólk sér Jón Rúnar á sviðinu?“ segir Jóhann og hlær sem aldrei fyrr. Að þessu með alvöruna verða tón- leikagestir bersýnilega að komast á eigin spýtur. Breitt efnisval Vítt og breitt verður farið um óp- erubókmenntirnar, sungnar verða aríur og dúettar eftir Puccini, Verdi, Bizet, Mozart, Wagner og fleiri. Breiddin er greinilega mikil. „Já, þetta er breitt efnisval, en við fengum að velja efnið sjálfir. Sungið verður á frönsku, rússnesku og þýsku en aðallega þó á ítölsku. Þetta verður rosalega gaman,“ segir Jó- hann Friðgeir. Stjórnandi á tónleikunum verður Englendingurinn Paul McGrath. Hann er hingað kominn fyrir milli- göngu Ólafs Kjartans. „Við unnum fyrst saman fyrir nokkrum árum hjá ETO, eða Engl- ish Touring Opera, við uppsetningu á Dóttur herdeildarinnar eftir Doni- zetti. Hann stjórnaði mér líka í Sköp- uninni eftir Haydn á Covent Garden Festival. Mér hefur líkað mjög vel að vinna með honum og lét því nafn hans berast hingað heim. Ég er ákaf- lega ánægður með að Sinfónían skyldi leita til hans með þetta verk- efni. Ég sé heldur ekki annað en hljómsveitin sé ánægð með hann,“ segir Ólafur Kjartan. McGrath hefur stjórnað á fjórða tug ópera og annarra sviðsverka og má þar, auk ýmissa klassískra verka, nefna frumflutning á Jump into my Sack eftir Julian Grant hjá Mecklen- burgh Opera og Siren Song eftir Jonathan Dove hjá Almeida Opera. Árið 1994 var hann hljómsveitar- stjóri verðlaunaðrar sýningar á óp- eru Tsjækovskís um Jóhönnu af Örk og þremur árum síðar stjórnaði hann óperu Honeggers um sömu jómfrú á fyrstu Promstónleikum sínum. Árið 1995 var McGrath ráðinn að- stoðarhljómsveitarstjóri hjá Kon- unglegu fílharmóníusveitinni í Liv- erpool og með henni hefur hann flutt verk á borð við Das Lied von der Erde eftir Mahler, sjöttu sinfóníu Tsjækovskís, og Les nuits d’été eftir Berlioz. „Þetta er mjög söngvaravænn stjórnandi,“ segir Ólafur Kjartan og tenórarnir taka undir með honum. McGrath sé greinilega maður í háum gæðaflokki. Þremenningarnir hlakka einnig til að syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Hún er þrusugóð að vanda með Sigrúnu Eðvaldsdóttur í broddi fylkingar,“ segir Jóhann. Gæfuspor hjá Óperunni Ólafur Kjartan hefur sem kunnugt er starfað sem fastráðinn söngvari við Íslensku óperuna í vetur. Fyrst- ur manna. Fjórir söngvarar bætast í hópinn á næsta vetri, þeirra á meðal Jóhann Friðgeir. Talið berst óhjá- kvæmilega að Íslensku óperunni. „Einbirnið er farið að bíða eftir systkinum sínum. Bara að ég sé ekki orðinn of frekur,“ segir Ólafur Kjart- an og horfir á Jóhann. „Á því leikur enginn vafi. Við hin köllum hann okkar á milli Litla óp- erustjórann,“ segir Jóhann og hlær. En að öllu gríni slepptu leggst framtíð Íslensku óperunnar vel í þá félaga. „Það er grundvallarforsenda fyrir samfelldri starfsemi að fastráða söngvara. Það er staðreynd. Ís- lenska óperan er því tvímælalaust á réttri braut. Nú er það okkar verk- efni að gera starfsemina sýnilegri, hún hefur átt það til að detta niður milli sýninga, sem er mjög neikvætt. Á næsta vetri eru fyrirhugaðar tvær stórar óperuuppfærslur, Rakarinn í Sevilla og Makbeð, en jafnframt mun Óperan halda úti öflugu fræðslu- og kynningarstarfi, auk tónleikahalds, í víðustu merkingu þess orðs, og ef til vill minni óperusýninga. Markmiðið er sem sagt að líf verði í Íslensku óp- erunni allt árið um kring,“ segir Ólafur Kjartan. Jón Rúnar, sem starfar nú við óp- eruna í Nürnberg í Þýskalandi, talar líka um heillaspor fyrir íslenskt óp- erulíf. „Það er frábært að búið sé að fastráða söngvara. Það var tími til kominn. Nú þarf bara að fastráða kór. Við Íslendingar eigum fullt af afburða söngvurum og hér á að vera hægt að halda úti óperu á heims- mælikvarða. Það eru á bilinu 30–40 manns sem starfa við söng í útlönd- um. Þá er ég að tala um einsöngvara. Það er einstakt.“ Og hann heldur áfram. „Ef það er einhver tónlistarafur sem Íslending- ar eiga, þá er það söngur. Fólk fór ekki að spila hér á hljóðfæri að neinu ráði fyrr en á síðustu öld. Það hefur sungið í gegnum aldirnar. Hugsaðu þér alla hreppatenórana, frábæra söngvara marga hverja, og var ekki áttræð kona að gefa út geislaplötu í fyrra? Hvað ef hún hefði hlotið menntun? Þeir eru alls staðar, söngvararnir.“ Jóhann tekur undir þetta og segir frábært að fá tækifæri til að starfa við söng á Íslandi. „Áður en þessar fastráðningar komu upp vorum við bara þrjú, ég, Óli Kjartan og Diddú, sem lifðum af einsöng hérna heima. Markaðurinn er lítill og takmörk fyr- ir því hvað maður getur sungið oft á árshátíð hjá sömu fyrirtækjunum. Þetta hefur þó gengið. Ég kem til dæmis beint hingað úr jarðarför, þar sem ég var að syngja,“ segir hann og strýkur af jakkafötunum. „Fastar stöður við Íslensku óperuna eru auð- vitað stórkostleg tíðindi fyrir ís- lenska söngvara. Nú er bara að byggja á þessum grunni.“ Tenórarnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Jón Rúnar Arason og barítoninn Ólafur Kjartan Sigurðarson eru gestir á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónleikum í Háskólabíói á morgun og laugardag. Orri Páll Ormarsson bauð þeim í heimsókn og ræddi við þá um tónleikana, samskipti söngvara, söngmenningu og sitthvað fleira. Arfur þjóðar Morgunblaðið/Þorkell Vormenn Íslands: Jón Rúnar Arason, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Ólafur Kjartan Sigurðarson. orri@mbl.is Sinfóníuhljómsveit Íslands, Háskólabíó. Föstudagur kl. 19.30. Laug- ardagur kl. 17. Söngvarar: Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór, Jón Rúnar Arason tenór, Ólafur Kjartan Sigurðarson baríton. Hljómsveitarstjóri: Paul McGrath. Bizet: Carmen, forleikur Bizet: Carmen, Blómaarían Mozart: Don Giovanni, Mandólín-arían Leoncavallo: I Pagilacci, Vesti la giubba Mascagni: Cavalleria Rusticana, Intermezzo Mascagni: Cavalleria Rusticana, Addio al mamma Tchaikovsky: Evgeny Onegin, Vymne Pisali Verdi: Don Carlos Wagner: Tannhäuser, forleikur Wagner: Tannhäuser, O du mein holder Abendstern Puccini: La Boheme, Che gelida manina Puccini: La Boheme, O Mimi! Puccini: Manon Lescaut, Intermezzo Puccini: Tosca, E Lucevan? Puccini: Turandot, Nessun Dorma Efnisskrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.