Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 13 HIN kunna víkingaborg Hólmgarð- ur, sem svo hét upp á íslensku til forna, var vettvangur síðasta dags heimsóknar forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, til Rússlands í gær. Þar flutti forsetinn m.a. erindi í háskóla borgarinnar um sameig- inlega arfleifð Rússa og norrænna manna og við það tækifæri var skrifað undir samning um samstarf skólans og Háskólans á Akureyri. Novgorod er í rúmlega tveggja klukkustunda akstursleið frá Pét- ursborg. Komið var til borgarinnar um klukkan 11 í gærmorgun og þá hitti forsetinn fyrst héraðsstjóra svæðisins, borgarstjóra Novgorod og fleiri valdamenn. Þaðan var svo haldið í háskólann, þar sem Ólafur Ragnar hélt erindi sitt fyrir nem- endur og forráðamenn skólans. For- setinn kom víða við í máli sínu og minnti m.a. á að hér var Ólafur Tryggvason, síðar konungur Nor- egs, fóstraður í níu ár á meðan hann var unglingur eftir að skatt- heimtumenn Vladimirs konungs frelsuðu hann úr haldi í Eistlandi. Ólafur kom svo mjög við sögu þegar Kristin trú var lögboðin á Íslandi ár- ið 1000, sem kunnugt er. Í háskólanum í Novgorod var skrifað undir tvo samstarfssamn- inga á milli skólans og Háskólans á Akureyri. Sá fyrri var um nemenda- og kennaraskipti og rannsókn- arsamstarf milli skólanna tveggja, sambærilegur og samningurinn og Þorsteinn Gunnarsson, rektor á Ak- ureyri, gerði við háskólann í Péturs- borg daginn áður. Hinn fjallaði um samvinnu háskólanna tveggja um undirbúning annars Rannsókn- arþings norðursins sem á að halda í Novgorod í september. Innihald hans er mest um undirbúning og fjármögnun þingsins. Þorsteinn tilkynnti eftir undir- skrift samningsins að Háskólinn á Akureyri býður einum nemenda frá Novgorod-skólanum námstyrk til að taka þátt í námskeiði um alþjóðleg viðskipti sem haldið verður á Ak- ureyri 10.–19. maí næstkomandi. Þorsteinn er mjög ánægður með ferðina til Rússlands: „Álit mitt er að heimsóknin hafi skilað mjög miklu. Hún hefur styrkt samband Háskólans á Akureyri við tvo mjög virta háskóla í Rússlandi og eins er líka mjög mikilvægt að ganga frá öllum formsatriðum varðandi und- irbúning annars Rannsóknarþings norðursins sem bæði mun vekja mikla athygli í Rússlandi og örugg- lega líka í öllum aðildarríkjum Norðurskautsráðsins. Og þar með mun það styrkja starfsemi Háskól- ans á Akureyri ennfrekar en nú er,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson rektor við Morgunblaðið. Forsetinn sat einnig fund með undirbúningsnefnd fyrir Rannsókn- arþing norðursins sem verður í Novgorod í haust og loks var sögu- og listasafn borgarinnar skoðað. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ólafur Ragnar Grímsson og Dorritt Moussaieff skoða sögu- og listasafn í borginni Novgorod í Rússlandi ásamt safnstjóranum. Forsetinn á slóðum víkinga í Hólmgarði Novgorod. Morgunblaðið. HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni á þrítugsaldri sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gagnvart tveimur stúlkum. Héraðsdómur dæmdi manninn í tólf mánaða skil- orðsbundið fangelsi en dómarar í Hæstarétti komust að þeirri niður- stöðu að ekki væri rétt að skilorðs- binda refsinguna. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa þuklað kynfæri sjö ára stúlku utanklæða á meðan hann var beðinn að gæta hennar stutta stund. Þá hafði hann þrívegis kynmök við tæplega fjórtán ára stúlku. Ekki þótti sýnt að samskipti mannsins við stúlkuna „hafi í raun verið að óvilja hennar, þótt [maðurinn] hafi að sönnu neytt yfirburða aldurs og þroska og stúlkan verið bæði líkam- lega veik og veikgeðja,“ segir í dómi Hæstaréttar. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Hrafn Bragason, Árni Kol- beinsson, Garðar Gíslason, Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein. Skipaður verjandi ákærða var Örn Clausen hrl. og sækjandi Sigríður Jósefsdóttir saksóknari hjá ríkissak- sóknara. Árs fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær karlmann af ákæru ríkissaksókn- ara fyrir kynferðisbrot gegn stúlku fæddri 1985, en skýrsla sem tekin var af henni í Barnahúsi þótti óljós um ýmis atriði og auk þess voru gerðar athugasemdir við rannsókn málsins. Þá þótti Hæstarétti ákæra ríkissaksóknara ónákvæm og ekki svo glögg sem skyldi. Eins og rann- sókn og sönnunarfærslu var háttað var ekki talið, gegn eindreginni neitun mannsins, að ákæruvaldinu hefði tekist að færa fram nægilega sönnun um sök hans, sem ekki yrði vefengd með skynsamlegum rök- um, og því var hann sýknaður. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason, Markús Sigurbjörnsson og Pétur Kr. Hafstein. Skipaður verjandi ákærða var Kristinn Bjarnason hrl. Skipaður réttar- gæslumaður stúlkunnar var Björn L. Bergsson hrl. Málið sótti Sigríð- ur Jósefsdóttir saksóknari hjá rík- issaksóknara. Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot HÆSTIRÉTTUR hnekkti í gær fjögurra mánaða fangelsisdómi Hér- aðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn stúlku og sýknaði ákærða af öllum kröfum ákæruvaldsins. Við sönnunarmatið þótti ekki verða litið framhjá því að stúlkan hefði átt við margvísleg heilsufarsleg vandamál að stríða, einkum frá því er hún varð fyrir alvarlegum höfuðáverka í bíl- slysi. Annarra sönnunargagna naut ekki við um sök ákærða en skýrslu stúlk- unnar og þeirra sem hún hafði sagt frá umræddu atviki. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Garðar Gíslason skilaði sérat- kvæði í málinu og taldi að staðfesta ætti héraðsdóm. Skipaður verjandi ákærða var Brynjar Níelsson hrl. og sækjandi Ragnheiður Harðardóttir, saksókn- ari hjá ríkissaksóknara. 4 mánaða fangelsisdómi vegna kynferð- isbrots hnekkt DAGUR umhverfisins er hald- inn hátíðlegur í fjórða sinn í dag, 25. apríl. Um er að ræða fæðingardag Sveins Pálssonar, fyrsta íslenska náttúrufræð- ingsins. Segir í fréttatilkynningu að Sveinn hafi fyrstur manna hvatt til aðgerða gegn skógar- eyðingu á Íslandi og hann hafi orðað þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun. Munu sveitar- félög víða um land efna til við- burða í tilefni af Degi umhverf- isins en skipulagðar uppákom- ur verða á Akureyri, í Dalvíkur- byggð, Fjarðabyggð, Hafnar- firði, Hveragerði, Mosfellsbæ, Vatnsleysustrandarhreppi og í Vestmannaeyjum. Auk þessa verða viðburðir skipulagðir næstu daga. Dagur um- hverfisins í fjórða sinn ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ HÆSTIRÉTTUR þyngdi í gær refs- ingu manns sem ákærður var fyrir brot gegn 233. gr. almennra hegning- arlaga fyrir að hafa með tilteknum ummælum í viðtali í helgarblaði DV opinberlega ráðist með háði, rógi og smánun á hóp ónafngreindra manna vegna þjóðernis, litarháttar og kyn- þáttar þeirra. Hæstiréttur dæmdi manninn til að borga 100 þúsund krónur í sekt í rík- issjóð en héraðsdómur dæmdi hann í 30 þúsund króna sekt í október sl. Í dómi Hæstaréttar segir að ákærði eigi rétt til skoðana sinna og að láta þær í ljós samkvæmt 1. mgr. og 2. mgr. 73. stjórnarskrárinnar, eins og henni var breytt með 11. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, sbr. einnig 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Segir einnig að skorður yrðu ekki settar við frelsi hans til skoðana sinna um þjóðerni, litarhátt og kyn- þætti manna og því aðeins samkvæmt 3. mgr. 73. greinar við frelsi hans til að tjá þær opinberlega að nauðsyn beri til í þágu allsherjarreglu eða ör- yggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda sé það gert með lögum og samrýmanlegt lýðræðishefðum. Andspænis tjáningarfrelsi ákærða stæði réttur manna til þess að þurfa ekki að þola árásir vegna þjóðernis þeirra, litarháttar eða kynþáttar, sem varinn væri af 233. gr. a almennra hegningarlaga með síðari breyting- um, sbr. 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrár- innar. Yrði þannig að meta, eins og héraðsdómari hafi gert, hvort gangi framar, frelsi hans samkvæmt 2. mgr., sbr. 3. mgr. 73. gr. stjórnar- skrárinnar til að láta ummælin uppi í opinberri umræðu eða réttur þeirra sem fyrir atlögum hans verða, án þess að hafa nokkuð til þess unnið. Rakalausar alhæfingar Hæstiréttur féllst á það með hér- aðsdómi að ummæli ákærða í DV 17. febrúar 2001 væru alhæfingar, sem ekki væru studdar neinum rökum, enda mundu vandfundin rök fyrir yf- irburðum á grundvelli kynþáttar. Enda þótt ekki yrði fullyrt að orðið negri væri út af fyrir sig niðrandi í ís- lensku máli yrði, þegar dagblaðsvið- talið væri lesið í heild og ummæli ákærða virt í því samhengi, að telja að með þeim væri leitast við að upphefja hvíta menn á kostnað manna af öðr- um litarhætti með háði, rógi og smán- un. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Hrafn Bragason, Garðar Gísla- son, Haraldur Henrysson, Ingibjörg Benedikstdóttir og Pétur Kr. Haf- stein. Skipaður verjandi ákærða var Örn Clausen hrl. Málið sótti Bogi Nilsson ríkissaksóknari. Refsing þyngd í Hæsta- rétti fyrir þjóðernisróg HLUTTFALL tveggja ára barna sem voru í leikskólum hækkaði úr 54% í 73% á einu ári milli desem- bermánaðar 2000 og 2001, að því er fram kemur í upplýsingum frá skóla- máladeild Hagstofu Íslands. Fram kemur að í desember síðast- liðnum sóttu 15.578 börn leikskóla og hafði þeim fjölgað um rúmlega 1.000 börn frá desember 2000. „Fjölgunina má meðal annars skýra með fjölgun og stækkun leikskóla. Einnig var viðmiðun um leyfilegan barnafjölda breytt og því hægt að fjölga börnum í starfandi leikskólum. Fjölgunin er hlutfallslega mest meðal tveggja ára barna. Í desember 2000 voru 54% tveggja ára barna í leikskólum en 73% í desember 2001. Á Vestfjörð- um, Austurlandi og Suðurnesjum sækja yfir 80% tveggja ára barna leikskóla. Í aldurshópunum 3–5 ára er skólasókn í leikskóla 91–93%,“ segir meðal annars. Þá kemur fram að dagleg viðvera barna í leikskólum lengist ár frá ári. Þannig dvöldust 24% 3–5 ára barna á leikskólum lengur en sjö stundir árið 1994 en 63% árið 2001 og einungis 15% þeirra voru á leikskóla fjórar stundir í desember síðastliðnum. 5% með annað móðurmál en íslensku Einnig kemur fram að 5% leik- skólabarna hafa annað móðurmál en íslensku. Langflest eða 146 hafa ensku að móðurmáli, en næstflest hafa pólsku að móðurmáli eða 62. Brottfall starfsmanna leikskóla frá desember 2000 til sama tíma árið 2001 var 26,9%, sem er nokkru minna en árið áður (29,4%), að því er fram kemur hjá Hagstofunni. Alls létu 94 leikskólakennarar af störfum (10,0%) en brottfall þeirra árið áður var 12,4%. Á árinu hættu 48 starfsmenn með aðra uppeldis- menntun (29,6%) og 701 ófaglærður starfsmaður við uppeldi og menntun barna (32,1%). Brottfallið er minnst meðal leik- skólastjóra og aðstoðarleikskóla- stjóra en 7,9% þeirra létu af störfum á árinu. Það skal tekið fram að hér er um tvær punktmælingar að ræða. Því koma starfsmenn sem hófu störf árið 2001 og hættu störfum fyrstu ellefu mánuði ársins ekki fram í töl- unum. 73% tveggja ára barna á leikskóla í desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.